Morgunblaðið - 06.09.2002, Side 51

Morgunblaðið - 06.09.2002, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2002 51 DAGBÓK Nýbýlavegi 12, Kópavogi, sími 554 4433. Mikið úrval af nýjum fatnaði börn og fullorðna á öllum aldri Byrjendur Keppnispör Framhald Brúðarpör Erlendir gestakennarar Kenndir verða allir almennir samkvæmisdansar, barnadansar, standard-, suður-amerískir-, kántrý- og gömlu dansarnir. Kennsla hefst laugardaginn 21. september! Innritun og upplýsingar 2.-20. september Dansfélagið Hvönn HK-húsið við Digranesveg, 200 Kópavogur, sími 862 6168, netfang: hvonn@islandia.is — danshusid@islandia.is, www.islandia.is/danshusid Ísak og Helga Dögg Hildur Ýr danskennari Reiki-, heilunar- og sjálfstyrkingarnámskeið Skráning á námskeið í síma 553 3934 kl. 10–12 virka daga. Guðrún Óladóttir, reikimeistari. Hvað fá þátttake ndur út úr slíkum námsk eiðum? Læra að nýta sér orku til að lækna sig (meðfæddur eiginleiki hjá öllum) og/eða koma sér í orkulegt og tilfinningalegt jafnvægi. Læra að beita hugarorkunni á jákvæðan og uppbyggi- legan hátt í staðinn fyrir að beita henni til niðurrifs. Læra að hjálpa öðrum til þess sama. Einkatímar í sjálfstyrkingu - Áhrifarík meðferð fyrir eyrnaveik börn 11.—13. sept. 1. stig. Kvöldnámskeið. 17. — 19. sept. 2. stig. Kvöldnámskeið 21.—22. sept. 1. stig. Helgarnámskeið Námskeið í Reykjavík Mannleg samskipti Námskeið um betra tilfinningajafnvægi í sambúð, vinnunni og fjölskyldunni verður haldið laugar- daginn 14. september á Hótel Loftleiðum í fundarhergi Flóa á 4. hæð kl. 13.30—17.30. Nánari upplýsingar og skráning í síma 533 6325 og netfang: runargu@simnet.is Rúnar Guðbjartsson, sálfræðingur. STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake MEYJA Afmælisbörn dagsins: Þú ert góð og skilningsrík manneskja og ert því um- burðarlyndur. Þú nærð allt- af að brjótast fram úr öllum erfiðleikum sem mæta þér. Þú ert trygglyndur vinum. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Taktu þér smástund í að ákveða hvernig þú getur bætt vinnuaðstæður þínar. Nýtt tungl dagsins er í merki þínu sem gerir daginn kjörinn í að setja þér ný markmið. Naut (20. apríl - 20. maí)  Í stjörnuspeki er oft sagt að naut séu bestu foreldrarnir. Þú veist að nauðsynlegt er að njóta þriggja máltíða á dag og hafa þak yfir höfuðið. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú getur bætt umhverfi þitt og samband við aðra úr fjöl- skyldunni á fjölmarga vegu. Nýja tungl dagsins gefur þér kjörið tækifæri til að byrja upp á nýtt. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Skipuleggðu stutta ferð eitt- hvert. Njóttu sveitasælunnar og góðs félagsskapar í ferða- laginu. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þetta er góður dagur til þess að setjast niður og hugsa um hvernig þú getir aukið við tekjur þínar. Þú eyðir meiri peningum núna svo þú verður að hala meira inn. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Nýja tunglið er í merkinu þínu svo kjörið er að fara eftir nýrri áætlun sem breytir og bætir heilsuna og eflir nán- ustu sambönd. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þrátt fyrir að þú hafir miklu að miðla vinnurðu best í ein- rúmi. Leitaðu eftir einver- unni til að geta skipulagt árið sem framundan er. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Einmanaleiki þjakar marga í hversdagslífinu. Sannleikur- inn er sá að besta leiðin til að eignast vini er einfaldlega að vera vinalegur. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Reyndu nýjar leiðir til að ná sambandi við foreldra eða yf- irmenn. Ekki halda áfram að gera og segja hluti endurtek- ið einungis vegna venjunnar. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Ef þú ert að skipuleggja lang- ferð gengur þér vel í dag. Ræddu við aðra um leiðir til að spara peninga og ráð um hvað skal sjá og gera. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Strengdu þess heit með sjálf- um þér að spara meira og hugsa um framtíðina. Hafðu varaáætlun tiltæka og gerðu þér grein fyrir því að þú verð- ur að bjarga þér sjálfur. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Spenna milli þín og maka þíns krefst þess að þú reynir nýjar lausnir. Hugsaðu um hvert langtímamarkmiðið er í sam- bandinu og hagaðu þér eftir því. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓÐABROT ÞÚFAN Frá jafnsléttu foldar sitt höfuð hún hóf, þá hnyklaði frostbólgan svörðinn. Er runninn var þelinn, sinn rótarvef óf sem ramlegast þolvirka jörðin. Svo fram gegnum ára og aldanna skeið hún efldi sitt sjálfstæði dýra, og gildnaði’ í sæti og lyftist um leið, hlaut lögun og afmörkun skýra. Og mosinn gegn hafátt og hreggi bauð skjól, með hápunt reis kollurinn prúði; en hliðin, sem vissi mót suðri og sól, var sveipuð í litblóma skrúði. – – – Sigurður Jónsson á Arnarvatni AUSTUR opnar á hindr- unarsögn og doblar síðan slemmu suðurs. Það er augljóst að doblið er af út- spilsætt, því ekki vantar tvo ása: Austur gefur; allir á hættu. Norður ♠ ÁD54 ♥ KD ♦ ÁG10732 ♣Á Suður ♠ 10972 ♥ Á75 ♦ D854 ♣94 Vestur Norður Austur Suður -- -- 3 lauf Pass Pass Dobl Pass 3 spaðar Pass 4 lauf Pass 4 hjörtu Pass 4 grönd Pass 5 tíglar Pass 6 spaðar Dobl Pass Pass Pass En vestur er eitthvað meira en lítið utan við sig og spilar út laufi. Hvernig á suður að þakka fyrir sig? Spilið kom upp á fyrri stigum Rosenblum-keppn- innar í Kanada og í suður var Argentínumaðurinn Tito Muzzio. Hann gerði sér strax grein fyrir því hvað bjó að baki doblinu – austur var greinilega með eyðu í tígli. Það þýddi að svíningin fyrir tígulkóng myndi heppnast. Sem var út af fyrir sig gott, en hins vegar var ekki augljóst hvernig vinna ætti úr trompinu. Vandinn sem við blasir er þessi: Segjum að sagnhafi fari heim á hjarta- ás til að svína spaðadrottn- ingu. Ef svíningin heppn- ast er spaðaás tekinn, en nú er enginn samgangur heim til að svína í tígli. Ekki þýðir að spila þriðja trompinu, því þá spilar vörnin laufi og læsir blind- an inni. Norður ♠ ÁD54 ♥ KD ♦ ÁG10732 ♣Á Vestur Austur ♠ G6 ♠ K83 ♥ G8432 ♥ 1096 ♦ K96 ♦ -- ♣G85 ♣KD107632 Suður ♠ 10972 ♥ Á75 ♦ D854 ♣94 Muzzio sá þetta fyrir og gerði það eina sem hann gat – spilaði spaðaás og drottningu og gleypti gos- ann. Tólf slagir og 1660 til NS og nýr makker til aust- urs. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Bridsfélag Hreyfils Byrjað verður að spila n.k. mánu- dag 9. sept kl. 19.30 í Hreyfilshúsinu. Tvímenningur, upphitun. Félagar fjölmennið og takið með ykkur gesti. Keppnisstjóri í vetur verður Eiríkur Hjaltason. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði í Glæsibæ mánud. 26. ágúst 2002. 24 pör. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S: Kristján Ólafss. – Friðrik Hermannss. 270 Birgir Sigurðsson – Sigrún Pétursd. 252 Sæmundur Björnss. – Olíver Kristóf. 240 Árangur A-V: Júlíus Guðmundss. – Rafn Kristjánss. 279 Eysteinn Einarss. – Viggó Nordquist 257 Jóhann M. Guðm. – Hjálmar Gíslas. 247 Tvímenningskeppni spiluð fimmtud. 29. ágúst. 22 pör. Meðal- skor 216 stig. Árangur N-S: Sæmundur Björnss. – Olíver Kristóf. 247 Birgir Sigurðsson – Kristján Ólafss. 244 Eysteinn Einarss. – Viggó Nordquist 242 Árangur A-V: Magnús Oddsson – Magnús Halldórss. 278 Björn E. Pétursson – Hilmar Ólafss. 77 Júlíus Guðmundss. – Rafn Kristjánss. 270 Félag eldri borgara í Hafnarfirði Eldri borgarar í Hafnarfirði spila brids, tvímenning, í Hraunseli, Flatahrauni 3, tvisvar í viku, á þriðjudögum og föstudögum. Það vantar fleira fólk í brids. Mæting kl. 13.30. Spilað var 20. ágúst. Þá urðu úrslit þessi: Bragi Björnsson – Auðun Guðmundss. 48 Maddý Guðmundsd. – Guðm. Árnason 44 Þórarinn Árnas. – Sigtrygggur Ellertss. 43 Sigurlína Ágústsd. – Guðm. Guðmundss. 35 27. ágúst Árni Bjarnason – Þorvarður Guðmundss. 105 Bragi Björnsson – Auðun Guðmundss. 97 Þórarinn Árnas. – Sigtrygggur Ellertss. 92 Sigurlína Ágústsd. – Guðm. Guðmundss. 85 30. ágúst Sævar Magnússon – Jón V. Sævaldsson 77 Sigurlína Ágústsd. – Guðm. Guðmundss. 69 Maddý Guðmundsd. – Guðm. Árnason 68 Jón Ó. Bjarnason – Jón R. Guðmundss. 56 Árnað heilla 90 ÁRA afmæli. Vestur-Íslendingurinn og Íslandsvinurinn, Fanney Stefánsson, 408-610 Por- tage ave., Winnipeg, Mani- toba, Kanada, er níræð í dag, föstudaginn 6. septem- ber. 70 ÁRA afmæli. Í gær,fimmtudaginn 5. september, varð sjötug Sig- urrós Sigtryggsdóttir, Eini- grund 6, Akranesi. Hún tekur á móti ættingjum og vinum á heimili dóttur sinn- ar og tengdasonar á Bjark- argrund 28, Akranesi, sunnudaginn 8. september kl. 15–18. 1. d4 Rf6 2. Bg5 e6 3. e4 h6 4. Bxf6 Dxf6 5. Rf3 d5 6. Rbd2 c6 7. Bd3 Rd7 8. De2 dxe4 9. Rxe4 Df4 10. g3 Dc7 11. 0- 0-0 b6 12. Bc4 Be7 13. Kb1 Bb7 14. Re5 Rxe5 15. dxe5 Dxe5 16. f4 Da5 Staðan kom upp á Skák- þingi Íslands, landsliðs- flokki, sem lauk fyrir skömmu á Sel- tjarnarnesi. Björn Þorfinns- son (2.314) hafði hvítt gegn Sigur- birni Björnssyni (2.357). 17. Bxe6! 0-0! Svartur hefði verið illa beygður eftir 17. – fxe6 18. Rd6+ Bxd6 19. Dxe6+ Be7 20. Hhe1. Framhaldið varð: 18. Bb3 Had8 19. Hxd8 Hxd8 20. Rg5! Bxg5 21. fxg5 Dxg5 22. Hf1 Hf8?? Það er allsendis óvíst að svarta staðan sé lakari eftir 22. – Dd2 eða 22. – Kh8. 23. Hxf7! Hxf7 24. De8+ Kh7 25. Bxf7 og svartur gafst upp enda fátt sem kemur í veg fyrir mát. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Hlutavelta Morgunblaðið/Arnaldur Þessir duglegu drengir héldu tombólu og söfnuðu 6.936 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands. Þeir heita Steinarr Ing- ólfsson, Valgeir Daði Einarsson, Guðlaugur Már Ingi- björnsson og Anton Helgi Hannesson. Smælki      Hann þekkir víst eitt- hvert leyninúmer í Las Vegas!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.