Morgunblaðið - 06.09.2002, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 06.09.2002, Blaðsíða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2002 29 Góð verð Allt á að seljast Lagerútsala í 3 daga 5.-7. sept. Fjölbreytt úrval leikfanga. Ódýrar brauðristar og kaffivélar. Veiðivörur, verkfærakassar o.fl. Veiðafæri Opið Fimmtudaginn 5. sept. kl. 10-12 / 13-17 Föstudaginn. 6. sept. kl. 10-12 / 13-17 Laugard. 7. sep. kl. 13-17 11 36 / T A K T ÍK GUNNAR Þórðarson verður með tónleika í Stapanum í kvöld kl. 22 sem eru hluti af menningarhátíðinni Ljósanótt sem nú stendur yfir í Reykjanesbæ. „Þetta er dagskrá með mínum eigin lögum eingöngu,“ sagði Gunn- ar í samtali við Morgunblaðið. „Mað- ur hefur verið með hálfgert sam- viskubit yfir að hafa ekkert sinnt þeim í gegnum tíðina heldur nánast eingöngu spilað annarra manna músík. Það var orðið tímabært að fara að flytja þau sjálfur. Ég kalla þetta prógram Söngbók Gunnars Þórðarsonar. Ég spilaði þetta á tón- leikum í fæðingarbæ mínum, Hólmavík, fyrir tveimur vikum og nú er röðin komin að Keflavík.“ Hljómsveit Gunnars Þórðarsonar skipa Sigfús Óttarsson á trommur, Jón Rafnsson á bassa, Þórir Úlf- arsson á píanó, Jón Kjeld Seljeseth á hljómborð og söngvarar eru Hjördís Elín Lárusdóttir, Guðrún Árný Karlsdóttir og Tómas Malmberg. Gunnar leikur svo sjálfur á gítar og syngur. „Ég spila þekktustu lögin mín, Bláu augun, Þitt fyrsta bros, Gaggó Vest, Vetrarsól, Himin og jörð, Dýrið gengur laust og Ást- arsælu. Þetta eru tónleikar en ekki ball, og þeim lýkur kl. 24,“ sagði Gunnar Þórðarson. Morgunblaðið/Jim Smart Hljómsveit Gunnars Þórðarsonar. Úr söng- bók Gunna Þórðar Í HINU nýja verki Skjallbandalags- ins, „Beyglur með öllu“, sem frum- sýnt verður í Iðnó í kvöld, er líf kvenna í samtímanum tekið til ná- kvæmrar skoðunar, og kómedían þar notuð til að draga fram þann fárán- leika og kannski þann sannleika sem býr undir niðri. Verkið er byggt upp á stuttum gamanatriðum, þar sem leik- konurnar bregða sér í ólík gervi, sem hvert um sig snertir á ýmsum þáttum er varða þá baráttu sem nútímakonan heyr við fyrirmæli tískublaðanna, kröfur samfélagsins og gagnrýnu innri röddina sem fer af stað þegar horft er í speglinn. Verkið er bráð- fyndið, létt og beitt í senn, og má kannski lýsa því sem nokkurs konar spegli á samtímann. María Reyndal leikstýrir verkinu, og er höfundur þess ásamt leikkon- unum Arndísi Hrönn Egilsdóttur, Elmu Lísu Gunnarsdóttur, Jóhönnu Jónas og Þrúði Vilhjálmsdóttur. Að sýningunni kemur jafnframt fleira hæfileikafólk, Kristín Eysteinsdóttir er dramatúrg verksins, Úlfur Eld- járn annast tónlistarstjórn, ljósa- hönnuður er Halldór Örn Óskarsson, Ásta Hafþórsdóttir er búninga- og gervahönnuður, Snorri Freyr Hilm- arsson er leikmyndahönnuður og Jó- hanna Vigdís Guðmundsdóttir annast framkvæmda- og markaðsstjórn. Blaðamaður sest niður með þeim Maríu Reyndal og Jóhönnu Jónas á því ágæta kaffihúsi Gráa kettinum, og bætast þær Jóhanna Vigdís og Elma Lísa síðar í hópinn. „Við erum ákaflega stoltar af þessu verki, ekki síst vegna þess að það er skapað af okkur alveg frá grunni. Það er eig- inlega orðið til úr þeim veruleika sem við sjálfar þekkjum, allt frá persónu- legri reynslu, til viðtala og greina sem við höfum lesið í blöðum á borð við Bleikt og blátt og Cosmopolitan, til bóka á borð við Píkutorfuna og verk Simone Beauvoir,“ segir Jóhanna Jónas. Óvenjulegt æfingaferli María lýsir vinnuferlinu sem mjög frjálsum spuna sem hljómar í senn sem leikæfing, víðtæk rannsóknar- vinna á því samfélagslega samhengi sem verið er að velta fyrir sér í verk- inu og ströng sjálfsskoðun. „Verkið fjallar um líf kvenna í sam- tímanum, og er þetta efni sem ekki er auðvelt að nálgast. Svo mörgu af því sem mótar konur í dag er erfitt að festa fingur á, og þáttur okkar sjálfra í að láta hlutina viðgangast er auðvit- að stór. Við komumst að því að nær eina leiðin til að komast að þessu efni er að nota grínið og gamansemina, ekki síst vegna þess að við erum sjálf- ar konur og því erfitt að fyrir okkur að ætla að hefja okkur eitthvað „upp fyrir“ efnið. Við byrjuðum því á alls konar hlutum, allt frá því að vinna með minningargreinar og skýrslu um vændi á Íslandi til lesturs á leikritum og heimspekitextum.“ Sjálfsskoðunin mikilvæg Jóhanna Jónas bendir á að stór hluti af sköpunarferlinu hafi verið það að horfa í eigin barm, og takast á við eigin „útlitskomplexa“ og sjálfs- efasemdir. „Í leikritinu reynum við að fjalla ekki aðeins um mörg af þeim fá- ránlegu skilaboðum sem send eru konum (og körlum) um hvað sé rétt útlit eða hegðun, heldur einnig fárán- leika þess að konur taki við þessum skilaboðum í fullri alvöru,“ segir Jó- hanna. „Og ekki erum við saklausar af því heldur. Það var t.d. merkilegt að fylgjast með því á einni æfingunni, þar sem leikkonurnar fengu það hlut- verk að ganga úti á götu og láta líta út fyrir að þær væru mjög flottar og merkilegar. Þær gengu allar eins og fyrirsætur. Það var ekki fyrr en ég setti þeim það fyrir að leika „mikil- vægan“ og flottan karlmann að þær urðu í raun sterkar og ákveðnar,“ segir María. Margir hafa séð persónunum úr leikritinu bregða fyrir í stuttum gam- anatriðum sem sýnd hafa verið á Skjá einum að undanförnu. Þessir þættir urðu til sem nokkurs konar hliðar- verkefni við spunavinnuna og voru unnir í samvinnu við Reyni Lyngdal kvikmyndagerðarmann.„Af þeim við- brögðum sem við höfum fengið nú þegar komið er að frumsýningunni virðist okkur að verkið sé jafnvel að ná til breiðari aldurshóps en almennt sést í leikhúsum. Leikritið ætti þó að geta höfðað til fólks af öllum aldri, og jafnvel til karla og kvenna,“ segir María að lokum. Beyglur með öllu verður sem fyrr segir frumsýnt í kvöld kl. 21 og verð- ur blásið til Beygluballs í Iðnó að henni lokinni. Í tengslum við sýning- ar mun veitingastaðurinn Tjarnar- bakkinn bjóða upp á sérhannaðan matseðil, sem inniheldur þó ekki beyglur. Grín um nútímakonur Morgunblaðið/Jim Smart „Eiginkonan“ (Elma Lísa Gunnarsdóttir) og „viðhaldið“ (Þrúður Vilhjálmsdóttir) ræða málin í Beyglum með öllu. heida@mbl.is Á HÁDEGI í dag verður veitt viðurkenning úr Styrktarsjóði Önnu Karól- ínu Nordal. Til sjóðsins var stofnað árið 1990 með pen- ingagjöf frá Önnu, og er til- gangur hans að styrkja efnilega söngnemendur til náms. Anna Karólína Nordal fæddist 6. september 1902 í Kanada. Foreldrar hennar voru Rósa Davíðsdóttir Nordal og Lárus Bjarni Rafnsson Nordal, Gimli, Manitoba. Anna Karólína Nordal nam tónlist í St. Marýs Academy, kaþólsk- um nunnuskóla í Winnipeg. Einnig lagði hún stund á pí- anóleik í Saskatoon. Hún var organleikari um skeið í báðum íslensku kirkjunum á Gimli. Hún stóð fyrir heimili foreldra sinna eftir að móðir hennar veiktist, og eftir andlát hennar hélt hún hús með föð- ur sínum, og fékkst jafnframt við hjúkrun á elliheimilinu Bethel á Gimli. Anna lést árið 1998. Náms- ferill Önnu í tónlistinni var ekki langur og störf hennar að tónlist þurftu óneitanlega að víkja fyrir að- hlynningarstörfum sem hún sinnti af mikilli alúð. Í hárri elli ákvað hún að stofna til sjóðs til að styrkja efnilega söngnemendur til náms innan lands sem utan, en vildi jafnframt að efni- legir fiðlunemendur ættu einnig kost á slíkum styrk. Anna Nordal fékk aldrei tækifæri til að koma til Ís- lands, en hins vegar má vera, að ekki líði á löngu þar til þeir sem njóta vel- vildar hennar í formi styrkja leggi land undir fót og syngi fyrir landa hennar í Kanada. Sendiherra Ís- lands í Kanada og ræðismaður, hafa unnið að því að undanförnu í sam- vinnu við Vesturfarasetrið á Hofsósi og stjórn sjóðsins að gera minningu Önnu Nordal hærra undir höfði. Þannig verður styrkþegum boðið að syngja bæði í Vesturfarasetrinu, og vestanhafs, í Kanada. Stjórn sjóðsins skipa þau Þórður Júlíusson, Vigdís Esradóttir for- stöðukona Salarins í Kópavogi og Jónas Ingimundarson píanóleikari. Meðal fyrri styrkþega úr sjóði Önnu Nordal eru Marta Halldórsdóttir, Sigrún Eðvaldsdóttir, Jóhann Smári Sævarsson og Hrólfur Sæmundsson. Styrkupphæðin í ár nemur 400.000 krónum. Úthlutað úr Styrktarsjóði Önnu Nordal í dag Anna Nordal í miðið ásamt Steinunni Johnson og Sigurbjörgu Stefáns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.