Morgunblaðið - 06.09.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.09.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ HÖRÐUR Jóhannesson yfirlög- regluþjónn í Reykjavík segir að taka megi að vissu leyti undir gagn- rýni á lögregluna sem fram kemur í frásögn konu í Morgunblaðinu í gær, sem fannst innbrotsrannsókn lögreglu hvorki ganga né reka og því hafi hún upplýst málið sjálf. „Vegna anna taka mörg mál kannski lengri tíma en æskilegt er, en það er vegna þess hve mikið liggur fyrir,“ segir Hörður. „Þetta er gagnrýni sem á oft og tíðum rétt á sér, þegar fólki finnst hlutirnir ganga seint,“ segir hann. Hann seg- ir þó lögregluna ekki hvetja fólk til þess að rannsaka mál upp á eigin spýtur, enda sé það í verkahring lögreglunnar. „Fólk á hiklaust að koma öllum upplýsingum til okkar og þær eru vel þegnar. En við hvetjum ekki fólk til að fara sjálft í einhverjar rannsóknir og alls ekki að fara að eiga við annað fólk. Í fyrsta lagi er slíkt skylda lögreglunnar og í öðru lagi höfum við heimildir til að gera það sem þurfa þykir. Við hvetjum fólk hins vegar til að vera vakandi og fylgjast með,“ segir hann. Að sögn Harðar varð árvekni fólks í umræddu máli til þess að það upp- lýstist, en það fólst í því að ná- grannar konunnar náðu bílnúmeri innbrotsþjófanna við sumarbústað konunnar sem þeir lögðu í rúst. Unnið í málinu frá því lög- reglan var kvödd á vettvang Samkvæmt upplýsingum Ómars Smára Ármannssonar aðstoðaryfir- lögregluþjóns vann lögreglan að rannsókn málsins frá því að hún var kvödd á vettvang. Konan hafi hins vegar virst hafa mikinn áhuga á framgangi málsins frá upphafi og hafði þess vegna tíðum samband við fulltrúa auðgunarbrotadeildar. Að mati hans var ekkert nema gott um það að segja. Samkvæmt athugun hans lá bílnúmerið ekki fyrir í upp- hafi en þeim upplýsingum var kom- ið til lögreglu síðar. Ómar Smári segir starfsmenn tæknideildar lögreglunnar hins veg- ar hafa tekið í sína vörslu vindlinga- stubba, sem fundust á vettvangi og eigandi bílsins síðan kallaður til yf- irheyrslu. Hafi hann verið tregur til að gefa upplýsingar um þá sem höfðu verið með honum á bílnum umrætt sinn. Eftir að hafðist upp á þeim, hafi þeir verið yfirheyrðir, en þeir neitað sakargiftum og ekki ját- að fyrr en að lokinni annarri yfir- heyrslu. Ómar Smári lætur ósagt um það hvort konan hafi unnið að uppljóstr- un innbrotsins samhliða lögreglu- rannsókninni og dregið sínar álykt- anir, en segir lögregluna hafa unnið að málinu frá upphafi með það að markmiði að upplýsa það. Hafi þrír ungir menn fengið skilorðbundna dóma sem byggðir voru á lögreglu- rannsókninni. Í frétt Morgunblaðsins segist konan hafa beðið lögregluna um að taka lífsýni af eiganda bílsins sem hægt væri að bera saman við sígar- ettustubbana sem lögreglan tók til rannsóknar. Segir hún lögregluna hafa brugðist við þeirri beiðni með því að bera fyrir sig of mikinn kostnað. Ómar Smári segir að það geti vissulega verið dýrt að taka lífsýni úr fólki og greina þau, en það komi þó ekki í veg fyrir að það sé gert ef og þegar það er talið nauðsynlegt og líklegt til að upplýsa afbrot. „Þá er rétt að leggja áherslu á það, sem kannski mestu máli skipti, en það er að nágranni konunnar hafði tekið eftir bíl í nágrenni við bústaðinn og taldi ástæðu til að skrifa hjá sér skráningarnúmerið. Það varð síðan til þess að hægt var að upplýsa málið,“ segir hann. „Af þessu má sjá hversu mik- ilvægt er að fólk gefi eignum ná- granna sinna gaum og tilkynni lög- reglu um torkennilegar manna- ferðir.“ Aðspurður segir Hörður Jóhann- esson yfirlögregluþjónn býsna mörg óupplýst innbrota- og þjófnaðarmál liggja fyrir hjá lögreglu í dag. Segir hann lögregluna ekki upplýsa nema brot af tilkynntum innbrotum. Gróf- lega má áætla að 15-30% mála upp- lýsist. Aðspurður segir hann inn- brotum hafa fjölgað umtalsvert undanfarin fjögur ár. Í ársskýrslu lögreglustjórans í Reykjavík 2001 kemur fram að tilkynntum innbrot- um fjölgaði úr 1.378 árið 1998 í 1.760 ári seinna. Árið 2000 fækkaði þeim niður í 1.536 en fjölgaði svo aftur upp í 1.875 í fyrra. Hvað ofbeldisbrotin áhrærir kemur í ljós að minniháttar líkams- árásum, sem varða við 217. gr. al- mennra hegningarlaga, hefur fækk- að en þeim alvarlegri, sem varða við 218. gr., fjölgað. Þannig fjölgaði lík- amsárásum, líkamsmeiðingum meiri, úr 20 í 48 milli 2000 og 2001 og líkamsmeiðingum minni úr 109 í 129. Lögreglan hvetur fólk til að koma upplýsingum á framfæri í stað þess að rannsaka málin sjálft Mörg mál taka lengri tíma en æskilegt er MATTHÍAS Bjarnason, fræðslu- stjóri Sportkafarafélags Íslands, seg- ir að enginn þeirra sem köfuðu í Kleif- arvatni á þriðjudagskvöld hafi haft réttindi til að fara jafnt djúpt og þeir gerðu. 46 ára karlmaður varð loftlaus á 56 metra dýpi og í kjölfarið virðist sem hann hafi misst stjórn á loftflæði í þrýstijöfnunarvesti með þeim afleið- ingum að honum skaut upp á yfir- borðið á um einni mínútu ásamt tveimur öðrum köfurum sem reyndu að draga úr ferðinni. Maðurinn hefur verið í meðferð gegn köfunarveiki og var haldið sofandi í öndunarvél þang- að til í gær. Skv. upplýsingum frá vakthafandi lækni er líðan hans eftir atvikum góð. Í Morgunblaðinu í gær sagði að tveir kafaranna hefðu alþjóðleg rétt- indi til þess að kafa niður á 56 metra dýpi. Þriðji maðurinn væri að ljúka námskeiði til réttinda til svo mikillar köfunar. Matthías segir þetta einfald- lega rangt, enginn þeirra hafi aflað sér réttinda til að kafa svo djúpt. Eng- inn þeirra hafi heldur reynslu til að takast á við köfunina auk þess sem búnaður þeirra sé ekki gerður fyrir svo mikið dýpi. Ekki nægar loftbirgðir Matthías aðstoðaði lækna á slysa- deild við að meðhöndla þremenn- ingana í þrýstijöfnunarhylki með því að lesa af köfunartölvu eins þeirra sem tóku þátt í köfuninni. Matthías segir ljóst að kafararnir hefðu ekki haftmöguleika á að komast upp á yf- irborðið með réttum hætti. Í þessu til- viki hefðu þeir þurft að taka sér drjúgan tíma til að fara upp á yfir- borðið til að forðast einkenni köfunar- veiki og til þess hefðu þeir hvorki haft búnað né nægar loftbirgðir. „Fram- kvæmd köfunarinnar var á engan hátt í samræmi við alþjóðlegar reglur um köfun á þessu dýpi,“ segir Matth- ías og bætir við að fá óhöpp hafi hlot- ist af köfun hér á landi þegar farið hafi verið eftir þessum reglum. Matthías hvetur kafara til að ganga rækilega úr skugga um að menn sem taki að sér að kenna þeim hafi í raun aflað sér þeirra réttinda og reynslu sem þeir segjast hafa. Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti manninn á sjúkrahús. Var hún komin í loftið 15 mínútum eftir útkall en ekki 25 mínútum eins og ranghermt var í Morgunblaðinu í gær. Enginn hafði réttindi til að fara svo djúpt Gagnrýnir köfun í Kleifarvatni NÝFUNDIÐ hellakerfi í Skaftáreldahrauni er talið ein merkasta hellauppgötvun hér á landi hin síðari ár en þar eru hellar á stærð við lengsta helli landsins, Surtshelli í Hallmund- arhrauni. Einn hinna nýuppgötvuðu hella ber heitið Iðrafossar og er hann hluti af hella- kerfinu sem leynist í eystri álmu Skaftárelda- hrauns. Í hellakerfinu, sem er alls um 12 km langt, eru m.a. fjórir hellar yfir 500 metra langir. Hellakerfið myndaðist í Skaftáreldum 1783 og hafði enginn stigið fæti sínum í hellana fyrr en vísindamenn fundu þá í fyrra og hitti- fyrra. Geysihátt er til lofts í stærsta hellinum, Iðrafossum, og vítt til veggja. Hellirinn er víða 20 metra breiður og allt að 6 metra hár. Hann er 1.982 metra langur, eða álíka langur og Surtshellir. Auk þess liggur hann að hluta undir stöðuvatni sem nefnist Laufbalavatn, sem gerir það að verkum að vatn rennur nið- ur í gegnum sprungur og glufur í hellinum, þegar mikið er í vatninu. Myndast þá fossar í hellisveggjun um. „Þarna niðri í hrauninu er því mikil ævintýraveröld þegar vatnið steypist inn í hellinn,“ segir Sigurður Sveinn Jónsson, formaður Hellarannsóknafélags Íslands. „Ég held að þetta sé einn merkilegasti hellafundur síðari ára, hvað varðar stærð og mikilfeng- leika,“segir hann. Hellarannsóknafélagið upp- götvaði hellakerfið í samvinnu við háskólann í Bournemouth á Englandi, Dundeeháskóla í Skotlandi og hellaklúbbinn Shapton Mallet Caving Club. Hellarnir úr alfaraleið Hellarnir í Skaftáreldahrauni eru mjög úr alfaraleið og ekki auðfundnir, en þeir eru norðaustur af Laufbalavatni. Sigurður Sveinn segir hins vegar að þeir séu ekki viðkvæmir fyrir umferð fólks og því þurfi ekki að gera sérstakar verndarráðstafanir með því að tak- marka umferð fólks um þá en bendir á að sjálfsagt er að kanna hellana í samráði við heimamenn og ganga vel um svæðið. Hellafundurinn verður meðal þess sem verður rætt á alþjóðlegri ráðstefnu um hraun- hella sem haldin verður í Reykjavík dagana 9.–15. september. Um er að ræða fyrstu ráð- stefnu sinnar tegundar sem haldin er hér á landi en hún er sú tíunda í röðinni af alþjóð- legum hraunhellaráðstefnum sem haldnar hafa verið á síðustu þremur áratugum. Haldn- ar hafa verið samskonar ráðstefnur m.a. á Sikiley, Hawaii, Japan og Kóreu, auk Kanarí- eyja og Kenía. Á þessum stöðum er nábýli við eldfjöll og eldvirkni hluti af þjóðarsálinni líkt og hér á landi og áhugamenn um hraunhella skríða um í iðrum jarðar og kanna ónuminn ævintýra- heim. Á ráðstefnunni verður farið í hellaferð norður í land og haldin margskonar erindi fræðimanna. Þátttakendur koma m.a. frá Japan, Bret- landi, Bandaríkjunum, Azoreyjum og Ástralíu auk íslenskra jarðvísindamanna. Fjallað verð- ur um margvísleg svið hellafræðinnar, sem á erlendum málum nefnist „speleology“. M.a. verða kynntar niðurstöður hellarannsókna og kortlagningar hellakerfisins í Skaftárelda- hrauni, verndunarmál og varðveislu hraun- hella auk annarra rannsókna á hraunhellum. Einn allra stærsti hellir landsins nýuppgötvaður í Skaftáreldahrauni Ljósmynd/Hellarannsóknafélag Íslands Hinn nýfundni hellir Iðrafossar er einn stærsti hellir landsins og hefur 200 ára þögn hans nú verið rofin. Vatnið fossar í iðrum jarðar, enda stöðuvatnið Laufbalavatn ofan á eða rétt við hellinn. „Mikil ævintýra- veröld niðri í hrauninu“ Hellirinn Iðrafossar er spennandi ævintýraveröld sem gefur lengsta helli landsins, Surtshelli, ekk- ert eftir. Á köflum þarf að vaða upp að lærum en sérfræðingar telja ekki að hellirinn muni fyllast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.