Morgunblaðið - 06.09.2002, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.09.2002, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2002 31 ur heltist úr lestinni. „Þessir nem- erða tæpast felldir af sömu hörk- viðgengist hefur í lagadeild Há- lands. Réttmætt kann að vera að sem svo hvort þar kunni að hafa áhrif að nemendur verða að greiða skilding, allavega á mælikvarða jálfra, fyrir að fá að stunda nám í ni. Yfirleitt tíðkast ekki að amast m sem greiðir manni fé í viðskipt- gir í leiðaranum. heldur ekki tekið illa á móti þeim ni kenna við deildina „því að þar enn orðið prófessorar, eins og hendi ð að því er virðist, og þurfa ekki að ir því langa og leiðinlega ferli sem rða að gera sem sækja um stöðu ors við lagadeild Háskóla Íslands“. t er að mynda sér skoðun á nám- skrá lagadeildar HR, að mati leiðarahöf- undar, þar sem ekki verði glöggt af henni séð hvað standi í raun að baki. „Það er þó ljóst að almenn lögfræði á þar ekki upp á pallborðið því að kennsla í réttarheim- ildum og lögskýringum telur aðeins um 4 einingar af 30 á fyrsta kennsluári.“ Segir að engin ástæða sé til annars en að óska lagadeild HR velfarnaðar í störf- um af heilum hug. „Á það skal hins vegar bent að menn sanna sig ekki með auglýs- ingum og yfirlýsingum eða með því að reyna að gera lítið úr starfi annarra sem stunda lagakennslu. Það verður aðeins gert með þrotlausu og árangursríku starfi.“ Lögfræðingafélag Íslands gefur Tímarit lögfræðinga út og er Friðgeir Björnsson ritstjóri þess. Reykjavík í Tímariti lögfræðinga g ekki með yfirlýsingum fræðingar.“ Eiríkur bendir á að ekki sé lögð jafnmikil áhersla á fræðilega undirstöðu í HR og í HÍ, eins og fram kemur í leiðaranum. „Ég held satt að segja að það myndi engum manni detta það í hug nema hér á Íslandi að byrja lagakennslu frá grunni og útskrifa strax í upphafi fullgilda lögfræðinga. Hins vegar erum við Íslendingar bjartsýnismenn, en þetta þekkist hvergi, a.m.k. ekki í okkar nágrannalöndum. Það þarf að byggja upp til- tekinn grunn, t.d. rannsóknir, kennslugögn og bókasafn, svo eitthvað sé nefnt.“ Aðspurður segir Eiríkur að hann viti ekki hvernig staðið hafi verið að ráðningu kennara við lagadeild HR. Við HÍ, eins og háskóla á Norðurlöndunum, þurfi menn að ganga í gegnum ákveðið ferli til að öðlast prófess- orsnafnbót, m.a. sé fjallað um hæfi þeirra sem kennara af sérstökum dómnefndum sem láti í ljós rökstutt álit á því. Eiríkur telur að áfram eigi að miða við embættispróf frá HÍ en lögum samkvæmt geta menn orðið lögmenn eða dómarar ef þeir hafa próf sambærilegt embættisprófi í lögum frá HÍ að öðrum skilyrðum uppfylltum. „Ástæðan er m.a. sú að embættispróf í lögum hefur tíðkast við HÍ í tæpa öld og við þekkj- um samsetningu námsins og þær kröfur sem gerðar eru.“ Þá bendir Eiríkur á að Háskóli Íslands sé eini skólinn hér á landi sem sé skylt lögum samkvæmt að kenna lögfræði. Morgunblaðið/Kristinn ögberg sem hýsir lagadeild HÍ. erið við nn geti g hendi „að fara ga ferli ra sem ors við ur þess- tta hafi var ráð- nan há- vað veit amin ít- mín lög- ráðinn í æðilegu uk þess reynslu ir utan áratuga- skeið.“ Segist Jón Steinar telja að leiðarahöfundur hefði átt að setja nafn sitt undir leiðarann. „Manni ber að líta svo á að rit- stjórinn, Friðgeir Björnsson, dómstjóri við Héraðsdóm Reykjavíkur, sé höfundur. Ég tel þetta illa grunduð orð og það hefði kannski verið lag hjá hon- um að kynna sér þetta áður en hann byrjar að skrifa svona.“ Mikil áhersla lögð á meðferð réttarheimilda Þá er í leiðaranum sagt að ljóst sé af námskrá lagadeildar HR að „almenn lögfræði [eigi] þar ekki upp á pallborðið“. Segir Jón Steinar að þetta sé ekki rétt, mikil áhersla verði lögð á með- ferð réttarheimilda við skólann. Nemendur taki námskeið í rétt- arheimildum á fyrsta ári auk þess sem um það verði sérstak- lega fjallað í öllum lögfræðigrein- um sem kenndar verða við deild- ina. „Þeir sem vilja fella dóma um lagadeild HR ættu í fyrsta lagi að kynna sér fyrirætlanir okkar, áður en dómarnir eru felldir, ef þeir vilja dæma þannig, en umfram allt ættu þeir kannski að gefa deildinni kost á að hefja störf og sýna hvers hún er megn- ug áður en þeir fella slíka dóma.“ Jón Steinar segir það einbeitt- an vilja þeirra sem kenna lög- fræði við HR að útskrifa fram- úrskarandi lögfræðinga. „Það er það markmið sem við setjum okkur og sem við munum leitast við að standa við. Það er auðvitað undarlegt að telja eitthvað at- hugavert við það að segja það op- inberlega að þetta sé markmiðið, að útskrifa framúrskarandi lög- fræðinga, þegar starfið hérna er að hefjast. Heldur maðurinn að við ætlum að fara af stað í einhverju öðru skyni?“ Allir kennarar við deildina hafi hlotið sína lögfræðimenntun við lagadeild HÍ. „Við ætlum ekki að fjalla opinberlega um kennsluna þar, það sem okkur þótti gott og vont í náminu. Við vonum hins vegar að lagadeild hérna geti verið lagadeild HÍ hvatning til að lagfæra það sem aflaga hefur farið þar og teljum að þegar megi merkja að lagadeild Há- skóla Íslands sé að bæta sig og reyni að standa sig betur eftir að hún hefur fengið samkeppni. Hún er okkur öllum kær og við óskum lagadeild HÍ alls hins besta.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg rfa í háskólanum í lok síðasta mánaðar. ÝMISLEGT er gert í for-varnarmálum í grunn- ogframhaldsskólum. Í fram-haldsskólum geta nem- endur leitað með vandamál sín tengd neyslu vímuefna til sérstaks forvarn- arfulltrúa. Skólahjúkrunarfræðingar og námsráðgjafar gegna svipuðu hlutverki í grunnskólum; veita fræðslu og aðstoða ef vandamál koma upp. Þórarinn Tyrfingsson, yf- irlæknir á Vogi, greindi frá því í Morgunblaðinu í gær að auka mætti verulega fjármuni til forvarnarstarfs. Hann segir fjölda ungmenna, sem koma til meðferðar vegna fíkniefna- neyslu, aldrei hafa verið meiri en nú. Í máli skólastjórnenda og forvarn- arfulltrúa, sem Morgunblaðið hafði samband við, kom m.a. fram að fylgst er með mætingu nemenda, sem talin er geta gefið vísbendingu um vímu- efnanotkun. Framhaldsskólanem- endur sem detta út úr námi sökum lé- legs árangurs eða mætingar eiga erfiðara um vik en áður að fá aftur inn í skólana. Margir grunnskólar vinna eftir sérstökum forvarnaráætl- unum. Líta verður á vímuefnavandann í stærra samhengi Forvarnarfulltrúar starfa í öllum framhaldsskólum landsins. Hlutverk þeirra er m.a. að benda nemendum á hvar hjálpina er að finna, hvort sem hún snýr að vímuefnanotkun eða öðru. Einar Birgir Steinþórsson, skólameistari Flensborgarskólans í Hafnarfirði, segir að mál tengd fíkni- efnum hafi ekki aukist í skólanum. Hann telur strangari reglur á skóla- skemmtunum veita aukið aðhald og hafi ástandið batnað í kringum þær. Ólafur Sigurðsson, skólameistari Borgarholtsskóla, segir aukna fjár- muni til forvarnarstarfs í skólum ekki endilega leysa allan vandann. Líta verði á vandamálið í stærra sam- hengi, það nái til allra þátta sam- félagsins. „Það er erfitt að benda ná- kvæmlega á hversu víðfeðmt vandamálið er í skólanum,“ segir Ólafur. „Í framhaldsskólum er ákveðið brottfall nemenda, en erfitt er að meta hversu stór hópur hættir námi beinlínis vegna vímuefnanotk- unar. Ég tel að það eigi við um alla framhaldsskólana. Það er alltaf spurning um hvernig fé til forvarna nýtist best,“ segir Ólaf- ur. „Það að vera í skóla er forvörn í sjálfu sér, ef skólinn er öflugur, bæði hvað varðar félagslíf og nám. Það er starf skólans frekar en peningarnir sem ráða ferðinni. Peningar eru ekki alltaf lausn. Þetta er samfélagsmál. Það verður að líta á vímuefnaneyslu unglinga í víðu samhengi.“ Einar Bragi, skólastjóri Flens- borgarskólans, bendir á að stífari reglur og meira aðhald sé á skólaböll- um nú en áður. „Að því leyti til hefur ástandið batnað í kringum þær skemmtanir.“ Hann segir að nem- endur, sem ná ekki tilskildum ár- angri í námi, eigi erfiðara með að komast inn í skólana en áður. Því set- ur hann spurningatmerki við hvort aukning vímuefnavandans sé meðal þeirra ungmenna sem standa utan skólakerfisins. Vímulaus glæsiböll Starf forvarnarfulltrúa fellst jafnt í samstarfi við aðila utan skólans, svo sem félagsþjónustuna, lögregluna og fleiri aðila, sem og við nemendur, kennara og annað starfsfólk skólans. María Pétursdóttir, forvarnarfulltrúi og kennari í Borgarholtsskóla, segir starf sitt að hluta felast í leiðsögn og viðtölum við nemendur sem glíma við vímuefnavanda eða nemendur sem eru að koma úr meðferð og vilja stuðning. En nemendur með hvers kyns vandamál geta leitað til forvarn- arfulltrúans. „Ég bendi þeim sem til mín leita á hvar hjálpina er að finna og reyni eftir fremsta megni að að- stoða þá við að finna lausn vanda- mála,“ segir María. Hún segir að sem forvarnarfulltrúi starfi hún í nánum tengslum við nem- endafélag skólans í þeim tilgangi að stuðla að heilbrigðu og góðu fé- lagslífi, eins og hún sjálf kemst að orði. „Við höldum t.d. vímulaust glæsiball einu sinni á ári og höfum ævintýrakvöld. Aðsóknin er góð og mórallinn í skólanum eftir svona ball er ótrúlega góður.“ Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, forvarnarfulltrúi Flensborgarskól- ans, segir að allir geri sér grein fyrir að vímuefnaneysla er alvarlegt vandamál. Hún segist þó telja að tek- ist hafi að skapa umgjörð í kringum skemmtanir á vegum skólans sem hafi orðið til þess að vandinn hefur minnkað í tengslum við þær, „eða við verðum minna vör við hann. Það þýð- ir ekkert lengur fyrir aðila að koma með vímuefni inn á skemmtanir á vegum skólans, það vita það allir. Oft voru það einstaklingar sem ekki voru í skólanum sem voru að koma með efni á böll, en þeir hafa lært að það þýðir ekki.“ Guðrún bendir á að ekki sé nóg að hafa forvarnarfulltrúa í framhalds- skólum, heldur sé þeirra einnig þörf í grunnskólum og innan íþróttahreyf- ingarinnar. Fjölbreytt forvarnarstarf í grunnskólum Í Seljaskóla er rekið öflugt og fjöl- breytilegt fornvarnarstarf, að sögn Margrétar Árnýjar Sigursteinsdótt- ur, aðstoðarskólastjóra. Starfið er m.a. unnið í tengslum við foreldra, fé- lagsþjónustuna og lögreglu, en þessir aðilar funda mánaðarlega í fé- lagsmiðstöðinni Hólmaseli. Á síðasta ári vann sérstakt for- varnarteymi í Seljaskóla að forvarn- aráætlun, en skólinn hefur góða reynslu af eineltisáætlun. Unnið verður eftir forvarnaráætluninni í vetur en þar eru sett fram skýr markmið og stefnumótun um for- varnir í skólanum. Þá segir Margrét að í skólanámskrá séu leiðbeiningar um viðbrögð við vímuefnavanda nemenda. Ef grunur leikur á vímu- efnaneyslu er strax haft samband við forráðamenn og fundað með þeim og nemenda. Ef staðfestar upplýsingar fást eða sterkur grunur leikur á fíkni- efnaneyslu er haft samband við barnaverndaryfirvöld eftir fund skólayfirvalda, nemanda og forráða- manna. Til þess hefur ekki komið. Margrét segir engin mál hafa kom- ið upp varðandi notkun vímuefna í skólanum. Þá segir hún vandamál sem tengjast notkun áfengis á skemmtunum á vegum skólans mjög sjaldgæf. Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi sagði í Morgunblaðinu í gær að með auknum fjármunum væri hægt að hafa sérstakt fólk inni í skólunum sem gæti greint fyrstu einkenni um vímuefnavandamál meðal skólafólks. „Auðvitað væri ákjósanlegt ef það væri. En með árunum hafa kennarar orðið miklir sérfræðingar í að greina áhættuna,“ segir Margrét. „Fylgst er mjög náið með skólasókn nemenda. Um leið og nemandi er kominn með ákveðinn fjölda fjarvistarpunkta er haft samband við foreldra.“ Samstarf heimilis og skóla mikilvægt Í Hvassaleitisskóla líkt og í Selja- skóla er unnið samkvæmt forvarnar- stefnu. Þórunn Kristinsdóttir aðstoð- arskólastjóri segir að engin mál tengd fíkniefnum öðrum en áfengi og tóbaki, hafa komið til kasta skólayfir- valda. „Í fimmta bekk hefst fræðsla til nemenda varðandi skaðsemi áfengis og tóbaks, en fræðsla um heilbrigt líferni hefst strax í fyrsta bekk. Að fræðslu eldri nemendanna koma hjúkrunarfræðingur, námsráð- gjafi og fleiri aðilar.“ Þórunn segir að ekki megi lengur reka börn úr skóla fyrir að brjóta skólareglur, t.d. hvað varðar reyk- ingar á skólalóð. „Þessi breyting hlýtur að hafa áhrif. Kannski hefur hún haft áhrif á notkun vímuefna? Nú þarf að finna önnur úrræði.“ Þórunn er sammála Þórarni Tyrf- ingssyni að til góða væri að hafa aðila innan skólans sem hefði sérþekkingu í að greina vímuefnanotkun nemenda á frumstigi. „Hjúkrunarfræðingur skólans hefur komið inn í þann þátt hjá okkur. Við sjáum mjög snemma hvaða börn gætu verið í áhættuhópi. Þetta kemur snemma fram. Við reynum þá að fá foreldra og sérfræðiaðila í lið með okkur. Ég tel mjög mikilvægt að tekið sé skipulega á málum sem koma upp í tengslum við vímuefni, í samstarfi heimila og skóla.“ Morgunblaðið/Kristinn Umgjörð skólaballa hefur breyst, gæslan verið hert og minna er um vímuefni á böllunum, að mati forvarnar- fulltrúa Flensborgarskólans. Hér er dansinn stiginn á fiðluballi Menntaskólans í Reykjavík. Öflugt forvarnarstarf unnið í grunn- og framhaldsskólum Skóli er forvörn í sjálfu sér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.