Morgunblaðið - 06.09.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.09.2002, Blaðsíða 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2002 25 Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 The Merry Ploughboys spila á Dubliner föstudag og Celtic Cross á laugardag frá kl. 21.00 - 23.00. Muni› Dublinarfer›ir Plúsfer›a í október og nóvember. ...Dublin bí›ur flín ...Írarnir koma Dettur flú í lukkupottinn? Skilaðu inn miðanum hér að neðan og þú gætir haft heppnina með þér. Alls konar verðlaun í boði svo sem: Skoðunarferð, kvöldskemmtun í Dublin, ferðavinningar og margt margt fleira. Nafn: Heimilisfang: Sími: Netfang: h á tí › um he lgina D u bl ina r- Opi› laugardag og sunnudag frá kl. 12-16 Fylltu út mi›ann og settu hann í lukkupottinn á skrifstofu Plúsfer›a í Hli›asmára, laugardag 7. sept. og sunnudag 8. sept. Dregi› ver›ur úr pottinum á klukkutíma fresti. LUKKUMI‹I! Sértilbo› Aukaferð til Dublinar 13. október. Innifalið: Flug, gisting á Ormond Quay hótelinu í 3 nætur, ferðir til og frá flugvelli erlendis og allir flugvallaskattar. Almennt verð 34. 985 kr. 33.520 kr. staðgreitt. LEIKFÉLAG Sólheima á sér langa sögu, en það hefur starfað samfellt í 71 ár. Á hverju ári ræður félagið til sín reyndan leik- stjóra til að vinna að uppsetningu leikverks sem iðulega er frum- sýnt sumardag- inn fyrsta í íþrótta- og leik- húsi Sólheima. Í ár varð söng- leikurinn Hárið fyrir valinu sem aðalleikverk en leikstjórnina ann- aðist Edda Björgvinsdóttir. Rúm- lega fimmtíu leikarar taka þátt í sýningunni sem er sett upp í örlítið styttri útgáfu sem fengið hefur nafnið „Hárið okkar“. Edda Björgvinsdóttir segist hafa beðið lengi eftir því tækifæri að fá að starfa með leikhópnum, henni hafi áður verið boðið það, en ekki getað samræmt það öðrum störfum fyrr en nú. „Það má segja að ég hafi dottið í lukkupottinn því þetta er mjög sérstakt leikfélag sem á engan sinn líka, ekki hér á Íslandi og ekki marga í heiminum. Leikfélagið er mjög öflugt og setur upp sýningu á hverju ári þar sem fatlaðir og ófatl- aðir starfa saman. Félagið er að mörgu leyti spegilmynd af því merkilega samfélagi sem þorpið Sólheimar er. Allir taka þátt í leik- félaginu og eru þar því allt frá ung- börnum til gamalmenna, og fólk af ólíkum þjóðernum, enda búa í Sól- heimum margir útlendingar, skipti- nemar og umhverfisáhugasamt fólk. Í Sólheimum eru jafnframt reknar alls kyns listsmiðjur enda er listrænt starf sá grunnur sem sam- félagið byggist á. Leikfélagið er auðvitað hluti af þessu öfluga starfi,“ segir Edda. Hópurinn ákvað að taka fyrir Hárið þar sem söngleikur býr yfir sígildum friðarboðskap sem á við nú sem aldrei fyrr. „Tónlistin er líka stór þáttur í verkinu, og er það tjáningarform sem hentar mjög vel þessum hópi ólíkra einstaklinga sem eru misfærir um að læra texta eða fara með hann, en allir geta sameinast í tónlistinni,“ segir Edda. „Útsetningar eru allar mjög fag- mannlegar, en við vorum svo hepp- in að fá að nota tónlistina sem Fjöl- brautaskólinn í Garðabæ hafði fengið Þorvald Bjarna til að útsetja fyrir sína uppsetningu á Hárinu í vor.“ Fyrir sýninguna á Hárinu okkar í Borgarleikhúsinu á morgun mun hópurinn flytja stuttan leikþátt sem fjallar um ævi og störf Sesselju Hreindísar Sigmundsdóttur, stofn- anda Sólheima. „Leikþátturinn heitir „Í meðbyr og mótbyr“ og er nokkurs konar mynd- og tón- skreyttur upplestur, þar sem saga þessarar merku konu er rakin. „Samfélagið að Sólheimum byggði Sesselja á kenningum Rudolph Steiner, en hann lagði mikla áherslu á að beita listsköpun til að ná fram hinu besta í öllum lifandi verum. Rauði þráðurinn í verkinu er jafnframt sú barátta sem Sesselja þurfti að há fyrir því að hugmyndir hennar og uppbyggingarstarf næði fram að ganga. Milli sýninga verður hlé, þar sem fólk getur fengið sér hressingu og séð síðan Hárið.“ Hárið okkar og Í meðbyr og mót- byr voru sýnd í Sólheimum í vor og sumar við góðar viðtökur og kom- ust færri að en vildu. „Sú umfjöllun sem við fengum í fjölmiðlum virðist hafa glætt áhuga fólks á að koma til Sólheima, sjá leikritið og upplifa það samfélag sem þarna er. Sýning- arnar urðu á endanum tíu og hefð- um við eflaust getað haldið áfram í allt sumar, og bættum við það upp með stuttum atriðum úr Hárinu sem flutt voru á kaffihúsi Sólheima. Mið- ar á sýninguna í Borgarleikhúsinu eru þegar farnir að seljast í forsölu og vonum við að sem flestir nái að sjá þessa einstöku sýningu sem hefst kl. 14 á morgun,“ segir Edda Björgvinsdóttir að lokum. Leikfélag sem á engan sinn líka Leikfélag Sólheima sem sýnir Hárið okkar í Borgarleikhúsinu á morgun kl. 14. Leikfélag Sólheima sýnir söngleikinn Hárið okkar í Borgarleikhúsinu á morgun kl. 14. Heiða Jóhannsdóttir ræddi við Eddu Björgvinsdóttur sem leikstýrir hópnum. heida@mbl.is Edda Björgvinsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.