Morgunblaðið - 06.09.2002, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.09.2002, Blaðsíða 19
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2002 19 SIGURÐUR Ágústsson ehf. í Stykkishólmi hefur keypt pökk- unarlínu og vélmenni af Eltak ehf. til að bregðast við auknum umsvifum í kavíarvinnslu félags- ins. Vélmennið sem um ræðir er frá Soco System í Danmörku og rað- ar stykkjum í kassa og kössum á bretti. Sigurður Ágústsson fram- kvæmdastjóri segir vélmennið sérstaklega fyrirferðarlítið og fjölhæft. Það muni leysa af hólmi fjóra til sex starfsmenn í kavíar- vinnslu félagsins við að raða kavíarglösum í kassa og kössun- um síðan á bretti. Hann segir að engu starfsfólki verði sagt upp í kjölfar þess að búnaðurinn verð- ur tekinn í notkun, heldur sé hér einungis verið að bregðast við ákveðinni manneklu. Starfsfólk- inu verði fundin önnur verkefni til að búa til enn frekari verð- mæti innan fyrirtækisins. „Um- svif okkar í kavíarvinnslu hafa verið að aukast og okkur þótti þörf á því að vélvæða þennan hluta vinnslun enn frekar,“ segir Sigurður. Morgunblaðið/Golli Jónas Ágústsson hjá Eltak, Sigurður Ágústsson framkvæmdastjóri, Morten Rask frá Soco System og Hilmar Sigurgíslason hjá Eltak. Vélmenni vinnur 4–6 störf KER hf., eignarhaldsfélag Olíufélags- ins hf., hefur keypt hlut Arnar Erlingssonar, útgerðarmanns, í út- gerðarfélaginu Festi. Um er að ræða 42,93% hlut en fyrir áttu Ker hf. og dótturfélag þess, Íshaf hf., um 15,06% hlut í félaginu. Örn Erlingsson segist ósáttur við þessar málalyktir en hann hafði átt í viðræðum við Þorbjörn- Fiskanes um samstarf í uppsjávar- fiskveiðum. Útgerðarfélögin Festi hf. í Grinda- vík og Nót ehf. í Keflavík sameinuðust undir merkjum Festar í árslok árið 2000. Nót ehf. var stofnað utan um uppsjávarveiðar útgerðarfélagsins Sólbakka sem er í eigu Arnar Erlingssonar. Örn var stærsti hlut- hafi Festar en aðrir hluthafar eru samkvæmt heimildum Morgunblaðs- ins Sigmar Björnsson útgerðarmað- ur, Ásbjörn Helgi Árnason, fram- kvæmdastjóri félagsins, og Trygg- ingamiðstöðin. Festi hefur yfir miklum uppsjávar- veiðiheimildum að ráða, um 5% loðnu- kvótans, 3,5 síldarkvótum og tveimur kvótum í norsk-íslensku síldinni eða u.þ.b. 6.000 tonnum. Festi hf. gerir úr nótaskipið Þórshamar GK og nóta- skipið Örn KE 13. Ennfremur gerði Festi út nóta- og togveiðiskipið Guð- rúnu Gísladóttur KE sem strandaði og sökk við Noreg í júní sl. Morgun- blaðið hefur heimildir fyrir því að eftir áðurnefndar eignarhaldsbreytingar sé fyrirhugað að flytja starfsemi Festar frá Suðurnesjum á Djúpavog. Farið í kringum forkaupsréttarákvæði Örn Erlingsson útgerðarmaður segir að eftir skipsskaðann í Noregi í júní hafi honum orðið ljóst að ef fyr- irtækið ætti að halda áfram á sömu braut og hann hafi markað, yrði það að fara í samstarf við annað fyrirtæki með sömu framtíðarsýn á íslenskum sjávarútvegi. Hann hafi því tekið upp viðræður við Þorbjörn-Fiskanes í Grindavík um samstarf á sviði upp- sjávarfiskveiða, með smíði á öflugu nóta- og togveiðiskipi í huga. Þær við- ræður hefðu verið langt komnar. „Ég taldi mig hafa stuðning næststærsta hluthafa Festar en saman áttum við 75-80% í fyrirtækinu. Á meðan unnið var að þessum málum náði Ker hf., með 15% eignarhlut, saman við næst- stærsta hluthafann og beitti leiðum til að fara í kringum forkaupsréttar- ákvæði félagsins, með því að næst- stærsti hluthafinn veðsetti Keri hlut sinn í félaginu og fékk síðan hlutinn greiddan. Ker var þannig komið með meirihlutaeign í félaginu og gerði mér í framhaldinu tilboð í minn hlut. Þá stóð ég skyndilega frammi fyrir því að höfða mál til að fá forkaupsréttinn virkan eða selja minn hlut í félaginu. Ég hafði ákveðna sýn í huga varðandi framtíð félagsins og vildi halda starf- semi þess á Suðurnesjum. Hjá félag- inu hefur starfað sama fólk áratugum saman og mér fannst ég hafa skyldum að gegna gagnvart því. Ég valdi engu að síður þann kost að selja minn hlut í félaginu, reyndar með óbragð í munni,“ segir Örn. Hann segist síður en svo hættur í útgerð, þrátt fyrir að hann hafi selt hlut sinn í Festi. Hann muni áfram reka útgerðarfélagið Sólbakka og gera út dragnótabátinn Örn KE 14. Ásbjörn Helgi Árnason, fram- kvæmdastjóri Festar, vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu við Morg- unblaðið í gær. Ekki náðist í Jakob Björnson, stjórnarformann Kers, vegna málsins í gær. Ker hf. kaupir hlut Arnar Erlingssonar í útgerðarfélaginu Festi Kom í veg fyrir samstarf við Þor- björn-Fiskanes Skólavörðustíg 21, sími 551 4050. Viskustykki Til í níu munstrum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.