Morgunblaðið - 06.09.2002, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 06.09.2002, Qupperneq 19
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2002 19 SIGURÐUR Ágústsson ehf. í Stykkishólmi hefur keypt pökk- unarlínu og vélmenni af Eltak ehf. til að bregðast við auknum umsvifum í kavíarvinnslu félags- ins. Vélmennið sem um ræðir er frá Soco System í Danmörku og rað- ar stykkjum í kassa og kössum á bretti. Sigurður Ágústsson fram- kvæmdastjóri segir vélmennið sérstaklega fyrirferðarlítið og fjölhæft. Það muni leysa af hólmi fjóra til sex starfsmenn í kavíar- vinnslu félagsins við að raða kavíarglösum í kassa og kössun- um síðan á bretti. Hann segir að engu starfsfólki verði sagt upp í kjölfar þess að búnaðurinn verð- ur tekinn í notkun, heldur sé hér einungis verið að bregðast við ákveðinni manneklu. Starfsfólk- inu verði fundin önnur verkefni til að búa til enn frekari verð- mæti innan fyrirtækisins. „Um- svif okkar í kavíarvinnslu hafa verið að aukast og okkur þótti þörf á því að vélvæða þennan hluta vinnslun enn frekar,“ segir Sigurður. Morgunblaðið/Golli Jónas Ágústsson hjá Eltak, Sigurður Ágústsson framkvæmdastjóri, Morten Rask frá Soco System og Hilmar Sigurgíslason hjá Eltak. Vélmenni vinnur 4–6 störf KER hf., eignarhaldsfélag Olíufélags- ins hf., hefur keypt hlut Arnar Erlingssonar, útgerðarmanns, í út- gerðarfélaginu Festi. Um er að ræða 42,93% hlut en fyrir áttu Ker hf. og dótturfélag þess, Íshaf hf., um 15,06% hlut í félaginu. Örn Erlingsson segist ósáttur við þessar málalyktir en hann hafði átt í viðræðum við Þorbjörn- Fiskanes um samstarf í uppsjávar- fiskveiðum. Útgerðarfélögin Festi hf. í Grinda- vík og Nót ehf. í Keflavík sameinuðust undir merkjum Festar í árslok árið 2000. Nót ehf. var stofnað utan um uppsjávarveiðar útgerðarfélagsins Sólbakka sem er í eigu Arnar Erlingssonar. Örn var stærsti hlut- hafi Festar en aðrir hluthafar eru samkvæmt heimildum Morgunblaðs- ins Sigmar Björnsson útgerðarmað- ur, Ásbjörn Helgi Árnason, fram- kvæmdastjóri félagsins, og Trygg- ingamiðstöðin. Festi hefur yfir miklum uppsjávar- veiðiheimildum að ráða, um 5% loðnu- kvótans, 3,5 síldarkvótum og tveimur kvótum í norsk-íslensku síldinni eða u.þ.b. 6.000 tonnum. Festi hf. gerir úr nótaskipið Þórshamar GK og nóta- skipið Örn KE 13. Ennfremur gerði Festi út nóta- og togveiðiskipið Guð- rúnu Gísladóttur KE sem strandaði og sökk við Noreg í júní sl. Morgun- blaðið hefur heimildir fyrir því að eftir áðurnefndar eignarhaldsbreytingar sé fyrirhugað að flytja starfsemi Festar frá Suðurnesjum á Djúpavog. Farið í kringum forkaupsréttarákvæði Örn Erlingsson útgerðarmaður segir að eftir skipsskaðann í Noregi í júní hafi honum orðið ljóst að ef fyr- irtækið ætti að halda áfram á sömu braut og hann hafi markað, yrði það að fara í samstarf við annað fyrirtæki með sömu framtíðarsýn á íslenskum sjávarútvegi. Hann hafi því tekið upp viðræður við Þorbjörn-Fiskanes í Grindavík um samstarf á sviði upp- sjávarfiskveiða, með smíði á öflugu nóta- og togveiðiskipi í huga. Þær við- ræður hefðu verið langt komnar. „Ég taldi mig hafa stuðning næststærsta hluthafa Festar en saman áttum við 75-80% í fyrirtækinu. Á meðan unnið var að þessum málum náði Ker hf., með 15% eignarhlut, saman við næst- stærsta hluthafann og beitti leiðum til að fara í kringum forkaupsréttar- ákvæði félagsins, með því að næst- stærsti hluthafinn veðsetti Keri hlut sinn í félaginu og fékk síðan hlutinn greiddan. Ker var þannig komið með meirihlutaeign í félaginu og gerði mér í framhaldinu tilboð í minn hlut. Þá stóð ég skyndilega frammi fyrir því að höfða mál til að fá forkaupsréttinn virkan eða selja minn hlut í félaginu. Ég hafði ákveðna sýn í huga varðandi framtíð félagsins og vildi halda starf- semi þess á Suðurnesjum. Hjá félag- inu hefur starfað sama fólk áratugum saman og mér fannst ég hafa skyldum að gegna gagnvart því. Ég valdi engu að síður þann kost að selja minn hlut í félaginu, reyndar með óbragð í munni,“ segir Örn. Hann segist síður en svo hættur í útgerð, þrátt fyrir að hann hafi selt hlut sinn í Festi. Hann muni áfram reka útgerðarfélagið Sólbakka og gera út dragnótabátinn Örn KE 14. Ásbjörn Helgi Árnason, fram- kvæmdastjóri Festar, vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu við Morg- unblaðið í gær. Ekki náðist í Jakob Björnson, stjórnarformann Kers, vegna málsins í gær. Ker hf. kaupir hlut Arnar Erlingssonar í útgerðarfélaginu Festi Kom í veg fyrir samstarf við Þor- björn-Fiskanes Skólavörðustíg 21, sími 551 4050. Viskustykki Til í níu munstrum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.