Morgunblaðið - 06.09.2002, Síða 48

Morgunblaðið - 06.09.2002, Síða 48
48 FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÞAÐ er tilhlökkunarefni allra þegar sumarleyfi nálgast, þá undirbýr fjöl- skyldan langþráð frí þar sem allir ætla að eiga góðar stundir saman hvort sem tjaldinu og tilheyrandi viðlegubúnaði er dröslað út í bíl og ekið af stað út í óvissuna eða þá að haldið er suður á Keflavíkurflugvöll og fjölskyldan flýgur til framandi landa. Það vill nú svo til að undirritaður er þessa dagana í „sumarfríi“ eða öllu heldur í haustfríi sem lýkur þann 30. september þannig að ekki er farið mikið í útilegur á þessum tíma. Þá er bara að skella sér til út- landa sem er bara hið besta mál, nema fyrir þá sem eiga börn í skóla, jú skólarnir byrja á sama tíma og heimilisfaðirinn eða móðirin fara í frí eða um 23. ágúst þannig að ekki gerir fjölskyldan mikið í sumarfrí- inu það árið. Sama má segja um þá sem fóru í sumarfrí í byrjun maí, þá var frost í jörðu, skafrenningur á heiðum, svo ekki er um að ræða ferðalag innanlands. Nú en að skella sér þá bara erlendis, því miður, skólarnir eru ekki búnir fyrr en í byrjun júní og þá er sumarfríið búið þetta árið og þá er bara að bíða eftir næsta fríi að ári. Því miður er þetta staðreyndir sem fjöldi manns þarf að búa við vegna þess að ekki hefur verið gætt að breyta orlofslögum og samning- um um orlof til samræmis við breytt skólastarf og breytta jákvæða fjöl- skyldustefnu sem er ofarlega á stefnskrám stjórnmálaflokkanna og verkalýðshreyfingarinnar. Má nefna t.d. styttingu vinnuvikunnar og fæðingarorlof. Orlofslögin eru frá árinu 1987 og þar segir m.a. „or- lof samkvæmt lögum þessum skal veitt í einu lagi á tímabilinu frá 2. maí til 15. september“. Sumir samn- ingar kveða á um annað, t.d. í samn- ingi Landssambands slökkviliðs- manna er tímabilið 15. maí til 30. september. Þeir stjórnmálamenn og verka- lýðsleiðtogar sem gefa sig út fyrir að vera fulltrúar hins vinnandi manns ættu nú að taka höndum saman og knýja í gegn breytingar á lögum þessum þannig að orlof verði tekið á tímabilinu frá 1. júní til 31. ágúst, með því móti ættu flestir að geta notið þess að fara í sumarfrí með fjölskyldunni á besta tíma árs- ins. ÓLAFUR INGI TÓMASSON, slökkviliðsmaður, Fjóluhvammi 9, Hafnarfirði. Fjölskylduvænt sumarorlof Frá Ólafi Inga Tómassyni: STEFÁN Kjærnested, fram- kvæmdastjóri Atlantsskipa, ber sér duglega á brjóst í Morgun- blaðinu á laugar- dag. Hann virð- ist stjórnlaus í sjálfshóli og tel- ur sig vera mikla himnasendingu til handa ís- lenskri þjóð. Fátt virðist geta dregið úr taumlausri gleði Stefáns vegna eigin ágætis. Það virðist aðeins vera að ég og Sjómannafélag Reykjavíkur trufli hina fullkomnu mynd hans. Hvers vegna ætli það sé? Jú, eftir að hafa lesið ánægju- hjalið fer ekki á milli mála að sú af- staða mín, og þess félags sem ég gegni formennsku fyrir, að ekki sé hægt að leyfa Stefáni að hafa í sinni þjónustu skip þar sem sjó- mennirnir sem þar starfa eru á launum sem eru langtum lægri og verri en allar siðaðar þjóðir sam- þykkja. Áhafnir á skipum tveimur sem þjónusta Atlantsskip eru ekki á samningum sem Alþjóðaflutninga- verkamannasambandið samþykkir. Stefán sagði reyndar svo vera. Ég held að hann hafi vitað betur. Þannig er málum komið að búið er að segja upp samningum á því skipi sem þjónustar Atlantsskip með flutninga fyrir Varnarliðið. Það var ekki Sjómannafélag Reykjavíkur sem sagði samningun- um upp. Það var þýskt stéttarfélag sem gerði það. Þjóðverjarnir hafa falið Sjómannafélagi Reykjavíkur umboðið. Þetta er gert til að hægt sé að tryggja þeim sjómönnum sem sigla í þjónustu Atlantsskipa laun samkvæmt íslenskum kjarasamn- ingum. Það má vel vera að fram- kvæmdastjóranum Stefáni þyki Sjómannafélag Reykjavíkur vera með ósanngjarnar kröfur þegar þess er krafist að sjómenn sem þjóna honum séu á mannsæmandi lanum. Engan þekki ég sem tekur undir með Stefáni. Þjóðverjanir sem hafa fært Sjómannafélagi Reykjavíkur samningsumboðið gera það ekki. Þeir hafa fullan skilning á okkar baráttu. Tilkoma Atlantsskipa skapar samkeppni. Það er oftast af hinu góða þegar samkeppni eykst. En ef á að fagna henni verður hún að vera á jafnréttisgrunni. Það er hún ekki af hálfu Atlantsskipa. Sjó- menn sem starfa á skipum í þjón- ustu þessa skipafélags hafa allt niður í fjórða part launa íslenskra sjómanna – sem þó eru ekki ofsælir af sínu. JÓNAS GARÐARSSON, form. Sjómannafélags Reykjavíkur. Mikill er mátturinn Frá Jónasi Garðarssyni: Jónas Garðarsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.