Morgunblaðið - 06.09.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.09.2002, Blaðsíða 10
TILLÖGUR sjálfstæðismanna um að lækka fasteignaskatta á lífeyr- isþega og lækka holræsagjald um 25% á næsta ári, sem fyrsta áfanga í að fella það niður á kjörtíma- bilinu, voru felldar í borgarstjórn í gærkvöld, á fyrsta fundi borgar- stjórnar eftir sumarfrí. Voru báðar tillögurnar felldar með 8 atkvæðum gegn 6, Gísli Helgason, borgar- fulltrúi Frjálslynda flokksins, sat hjá í bæði skiptin. Björn Bjarnason, oddviti sjálf- stæðismanna, sagði að hækkun tekjuviðmiðs um 50% frá því sem nú er hefði það í för með sér að all- ir sem þegar fá lækkun myndu fá fasteignaskatta og holræsagjald felld niður, auk þeirra einstaklinga sem eru með 1,5–1,7 milljónir króna í laun. Einstaklingar með tekjumörk á bilinu 1,7–1,9 millj.kr. fengju 80% niðurfellingu og í 50% lækkunarflokk færu einstaklingar með 1,9–2,2 millj.kr. í tekjur. Gera mætti ráð fyrir því að tekjutap fyr- ir borgarsjóð vegna þessa væri á bilinu 200–230 milljónir króna. 44,5% allra Reykvíkinga falla undir tekjumörkin Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sagði að þetta þýddi að einstaklingar með 144 þúsund krónur á mánuði eða minna fengju fasteignaskatta algjörlega niður- fellda og einstaklingar með 191 þúsund krónur fengju 50% niður- fellingu á þessum gjöldum. Ef þetta væri yfirfært á Reykvíkinga alla myndu 44,4% húseigenda í Reykjavík falla í þennan flokk. Ein- stæðir foreldrar og ung hjón sem lentu undir þessum tekjumörkum stæðu frammi fyrir mikilli skulda- og framfærslubyrði. „Ég verð að játa það að ég sé ekki sanngirnis- eða réttlætisrökin fyrir því að ungt fólk undir þessum tekjuviðmiðun- um sem er með miklar skuldir af íbúðarhúsnæði og mikla fram- færslubyrði [...] greiði mun hærri skatta en þeir sem eru orðnir 67 ára. Ég sé ekki réttlætis- og sann- girnissjónarmiðin í því, mér finnst að í því felist mismunun sem ég get ekki stutt,“ sagði borgarstjóri. Væri nær að hækka skattleysismörk Gísli Helgason, borgarfulltrúi Frjálslynda flokksins, sagðist vera efins um þessar tillögur sjálfstæð- ismanna, sérstaklega hvað varðar lækkun holræsisgjalds. Hann sagði ástæðu þess að margir aldraðir og öryrkjar hefðu ekki hærri laun en raun bæri vitni liggja í skattalög- gjöfinni. „Skattleysismörk eru allt- of lág hér á landi. Að mínu mati myndi það koma miklu fleirum til góða ef sjálfstæðismenn beittu sér fyrir því á Alþingi að hækka skatt- leysismörk verulega þannig að aldraðir og öryrkjar gætu þannig átt betra ævikvöld,“ sagði Gísli. Létu borgarfulltrúar Sjálfstæð- isflokks bóka að þeir lýstu undrun sinni yfir því að borgarfulltrúar R- listans sæju sér ekki fært að „sam- þykkja þessa tillögu, sem miðar að því að stórbæta hag eldri borgara og öryrkja í Reykjavík. [...] Sér- kennilegt er að R-listinn leggst gegn þessari ráðstöfun í þágu borgarbúa og kastar þar með af sér ábyrgð á því að bæta hag þeirra,“ segir í bókun þeirra. Komið hefði fram að borgarsjóður hefði ekki fjárhagslega burði til að standa undir tekjurýrnuninni auk þess sem þeim rökum hefði verið beitt gegn tillögunni, „að eldri borgarar eigi frekar að selja eignir sínar eða skuldsetja þær til framfærslu en fá skattalækkun.“ Reykjavíkurlistinn lét bóka að verulega hefði verið komið til móts við óskir aldraðra og öryrkja um lækkun fasteignagjalda. Reykja- víkurborg hefði frá 1998 hækkað tekjuviðmið vegna lækkunar eða niðurfellingar fasteignagjalda þessa hóps um ríflega 70% á sama tíma og tekjur hans hjá Trygginga- stofnun hefðu einungis hækkað um 37%. Það hlyti að vera álitamál hversu langt ætti að ganga í að leggja skatt á skattgreiðendur eftir aldri, en ekki tekjum. „Sú tekju- jöfnun sem eðlilegust væri og kæmi flestu láglaunafólki til góða væri hækkun skattleysismarka,“ sagði í bókun R-lista. Væri spor aftur á bak Borgarstjóri sagði tillögu um niðurfellingu holræsagjalds í smá- skrefum og lækkun þess um 25% á næsta ári vera mikið spor aftur á bak, meðal annars í umhverfismál- um. Samkvæmt auglýsingu um reikningsskil sveitarfélaga frá fé- lagsmálaráðuneyti skyldi sérstakt fyrirtæki stofnað um rekstur og fráveitu sveitarfélaga. Fráveitan skyldi fjármögnuð með hluta gagnagerðargjalda annars vegar og holræsagjaldi hins vegar. Gjald- ið hefði verið lækkað á síðasta ári í 0,115% og ekki stæði til að lækka það frekar. Kom fram að tekjur borgarsjóðs vegna holræsagjalds- ins væru 840 milljónir króna ár- lega. Tillögur um lækkun holræsagjalds og fasteignaskatts á lífeyrisþega felldar í borgarstjórn Mismunun að lækka fast- eignaskatt á eldri borgara Morgunblaðið/Jim Smart Borgarstjórn Reykjavíkur kom í gær saman í Ráðhúsinu til fundar síns eftir sumarfrí. Hér má sjá frá vinstri Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra, Árna Þór Sigurðsson, forseta borgarstjórnar, Gunnar Eydal, skrifstofustjóri borgarstjórnar, og í ræðustól er Guðlaugur Þór Þórðarson borgarfulltrúi. FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ DEILT var um tillögu að deili- skipulagi Norðlingaholts í gær, á fyrsta fundi borgarstjórnar eftir sumarleyfi. Spurði Guðlaugur Þór Þórðarson, borgarfulltrúi sjálf- stæðismanna, hvort ætlunin væri að hvika hvergi frá þeim tillögum sem nú eru til umfjöllunar hjá skipulags- og bygginganefnd og taka tillit til þeirra athugasemda sem borist hafi um skipulagið. Eins og fram kom á opnum fundi nýlega um skipulagið, hafa fjöl- margar athugasemdir borist um einstaka þætti skipulagsins. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður nefndarinnar, sagði að nú væri verið að skoða þær at- hugasemdir sem bárust vegna til- lagnanna. Stefna borgarinnar sé að þétta byggð og grunnhugsunin að baki skipulagstillagnanna væri brostin ef mikið væri horfið frá þeirri stefnu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sagði að ætlunin væri að íbúar hverfisins væru það margir að það stæði und- ir grunnskóla, verslun og annarri grunnþjónustu. Setur spurningarmerki við hæð einstakra húsa Dagur B. Eggertsson, borgar- fulltrúi R-lista, sagðist sjálfur per- sónulega geta sett spurningar- merki við að hæð einstakra húsa fari allt upp í sex hæðir. „Það hef- ur verið mjög eindregin krafa í því samráði sem fram hefur farið að það verði lækkað og held að það hljóti að vera eitthvað sem skipu- lagsnefndin skoði,“ sagði Dagur. Hann sagði að samráðsferlið stæði enn yfir, en sagðist vona að hægt yrði að ná farsælli lendingu sem allir íbúar á svæðinu gætu sætt sig við. „Það felur í sér að við fírum af einhverjum tommum, það felur í sér að þetta samráð sem fram hef- ur farið er ekki sýndarmennska,“ sagði Dagur. Telja byggðina vera of þétta og háa Sjálfstæðismenn sögðu byggðina of háa og of þétta. „Sjálfstæðis- menn í borgarstjórn munu því halda áfram að mótmæla skipu- lagstillögu byggðar í Norðlinga- holti og hvetja til breytinga á henni. Það er okkar skoðun að Norðlingaholtið þoli ekki svo þétta byggð án þess að gengið sé um of á sérstaka náttúru þess og gegn hagsmunum þeirra íbúa sem í ná- grenninu búa,“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi sjálfstæðismanna. Tillögur að deiliskipulagi Norðlinga- holts ræddar á fundi borgarstjórnar Hverfið á að vera sjálfbært hvað þjónustu varðar Sjálfstæðismenn mótmæla skipulagi hverfisins og hvetja til breytinga SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR, Sam- fylking og Vinstrihreyfingin – grænt framboð auka fylgi sitt lítillega frá síðustu alþingiskosningum fyrir þremur árum, en Framsóknarflokk- urinn og Frjálslyndi flokkurinn tapa fylgi ef marka má niðurstöður nýrr- ar skoðanakönnunar Félagsvísinda- stofnunar Háskóla Íslands fyrir Morgunblaðið. Fylgissveiflurnar eru um eða innan við eitt prósent hjá öll- um flokkunum nema VG og Frjáls- lynda flokknum, þar sem fylgis- sveiflan er yfir tvö prósent, en rúm- lega fjórðungur aðspurðra neitaði að svara. Samkvæmt niðurstöðunum naut Sjálfstæðisflokkurinn stuðnings 41,7% aðspurðra en fékk í kosning- unum fyrir þremur árum 40,7% at- kvæða. Samfylkingin fengi 27,1% en fékk í kosningunum 1999 26,8% at- kvæða. Framsóknarflokkurinn fékk nú 17,6% , en fékk í kosningunum 1999 18,4%, VG fékk 11,7% en fékk í kosningunum 9,1% atkvæða og Frjálslyndi flokkurinn fékk nú 1,6% en fékk 4,2% í kosningunum árið 1999. Spurt þriggja spurninga Um er að ræða símakönnun sem fram fór á tímabilinu 24.–31.ágúst. Úrtakið var 1.200 manns á aldrinum 18–80 ára og var nettósvörun 56,1%. Þeir sem neituðu að svara voru 27,1% og ekki náðist í 16,8%. Þrjár spurningar voru lagðar fyrir svarendur um hvað þeir myndu kjósa, ef alþingiskosningar yrðu haldnar á morgun. Fyrst var spurt: Ef alþingiskosningar væru haldnar á morgun, hvaða flokk eða lista mynd- ir þú kjósa? Fólk sem sagði „veit ekki“ við þessari spurningu var spurt áfram: En hvaða flokk eða lista telurðu líklegast að þú myndir kjósa? Segði fólk enn „veit ekki“ var það spurt: En hvort heldurðu að sé líklegra að þú kjósir Sjálfstæðis- flokkinn eða einhvern annan flokk eða lista? Tæp 14% svarendanna sögðu „veit ekki“ eftir fyrstu tvær spurningarnar, en þegar svörum við þriðju spurningu er bætt við fer hlut- fall óráðinna niður í 6,1%. Alls sögð- ust 3,7% skila auðu eða kjósa ekki og 10,5% neituðu að svara spurning- unni. Svipuð niðurstaða og í kosningunum 1999                                 !     " #   $            ! "#$#$# % & '  (  ( % " )(     #%   ( #  )  '*    +, *! ' "  -   & *' ./' , ' / ' "+ 0' " 1        (# (   ( #  (        Skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.