Morgunblaðið - 06.09.2002, Page 15

Morgunblaðið - 06.09.2002, Page 15
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2002 15 Hverfisgötu 18, s. 530 9314 Indverskir dagar 6.9 - 8.9 Matseðill: Lassi, Kjúklingakarrí, Eggjakarrí, Kjúklingabaunakarrí, Dal, Hrísgrjónaréttur, Puri, Gulróta Halwa Matur, veitingar, tónlist, kvikmyndir ofl. tengt Indlandi. SÍÐSUMARIÐ er orðið tími hand- verks- og hagleiksfólks í Eyjafjarð- arsveit. Það er því vel við hæfi að í kjölfarið kynni Jólagarðurinn „Jólatáknið 2002“. Þetta er í sjö- unda sinn sem fulltrúi handíða fær- ir okkur tákn komandi jólahátíðar, segir í fréttatilkynningu frá Jóla- garðinum. Að þessu sinni er útskurðarsnill- ingur á ferðinni, Anton Antonsson. Verk Tona hafa fyrir margt löngu vakið athygli og liggja eftir hann ófáar gersemar. Nægir þar að nefna fagurlega útskornar klukk- ur, smáhluti og skrín margskonar. Jólatáknið að þessu sinni er jóla- stjarnan skreytt ártalinu skornu í höfðaletur. Táknið er sem fyrr að- eins í 110 tölusettum eintökum og því hvert um sig einstakt sam- tímaverk. Jóla- táknið 2002 SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Norð- urlands heldur í tónleikaferð til Nuuk á Grænlandi á mánudag, 9. september. Héðan fer 45 manna hljómsveit og heldur tvenna stórtón- leika í Katuaq, norræna menningar- húsinu í Nuuk. Flutt verða verk eftir Rossini og Bizet og grænlenski fiðlu- leikarinn Hanne Qvist leikur einleik í 1. þætti fiðlukonserts nr. 1 í a-moll eftir J.S. Bach. Grænlenskir kórar munu syngja með hljómsveitinni kórlög frá heimalandi sínu en þau hefur Adrian Vernon Fish búið í hljómsveitarbúning af þessu tilefni. Einnig verður frumflutt verkið Clouds eftir grænlenska tónskáldið Per Rosing. Hljómsveitin mun halda 5 skóla- tónleika fyrir grunnskólanemendur í Nuuk. Þar verður flutt verkið Pétur og úlfurinn eftir Prokofieff. SN hef- ur látið þýða söguna á grænlensku og sögumaður verður Per Rosing. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands hefur haldið tónleika víða á Norður- landi og í Reykjavík undanfarin ár. Þetta er í fyrsta sinn sem hljómsveit- in fer í tónleikaferð út fyrir land- steinana og þykir við hæfi að hefja 10. starfsárið á þennan hátt. Þessi ferð Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands er liður í verkefni sem unnið hefur verið að á vegum Ak- ureyrarbæjar undanfarin misseri undir yfirskriftinni Vest-Norden 2002. Verkefninu er ætlað að styrkja tengsl og efla samvinnu milli ná- grannalandanna Íslands, Grænlands og Færeyja á ýmsum sviðum menn- ingar, lista og atvinnulífs. Auk Ak- ureyrarbæjar styrkja þetta verkefni Nordisk Kulturfond, menntamála- ráðuneytið, Nuuk kommune o.fl. Tónleika- ferð til Grænlands Sinfóníuhljómsveit Norðurlands SÝNINGUNNI „Milli goðsagn- ar og veruleika; nútímalist frá arabaheiminum“ lýkur á sunnu- dag, 8. september, í Listasafn- inu á Akureyri. Sýningunni er frá Konunglega fagurlistasafni Jórdaníu í Amman og varpar nýju ljósi á heim araba sem ver- ið hefur svo mikið í kastljósi vestrænna fjölmiðla að undan- förnu. Á sýningunni er reynt að draga upp mynd af stöðu nú- tímalistar í þessum heimshluta með úrvali verka eftir bæði karla og konur frá sextán arabalöndum. Verkin á sýning- unni veita innsýn í hugarheim viðkomandi listamanna jafn- framt því sem áhorfendur fá að kynnast þeim margvíslegu stíl- tegundum og stefnum sem þar eru við lýði. Annars vegar er um að ræða verk sem tengjast náið trúarbrögðum, kynferði og póli- tík, og hins vegar gefur að líta afturhvarf til hefðarinnar þar sem listamennirnir sækja efni- við í sagnfræðilegan og andleg- an uppruna sinn. Síðasta sýningarhelgi Listasafnið á Akureyri „SUMARLOK“ nefnist gluggasýn- ing sem verður í Samlaginu/List- húsi, í Kaupvangsstræti á Akur- eyri dagana 7. til 15. september. Þar sýnir Halldóra Helgadóttir, sem ásamt 10 öðrum norðlenskum listamönnum, rekur Samlagið/List- hús, nokkur af þeim málverkum sem hún hefur unnið að á þessu ári. Halldóra býr og starfar við myndlist á Akureyri. Sumarlok í Samlaginu ♦ ♦ ♦ AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.