Morgunblaðið - 06.09.2002, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.09.2002, Blaðsíða 15
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2002 15 Hverfisgötu 18, s. 530 9314 Indverskir dagar 6.9 - 8.9 Matseðill: Lassi, Kjúklingakarrí, Eggjakarrí, Kjúklingabaunakarrí, Dal, Hrísgrjónaréttur, Puri, Gulróta Halwa Matur, veitingar, tónlist, kvikmyndir ofl. tengt Indlandi. SÍÐSUMARIÐ er orðið tími hand- verks- og hagleiksfólks í Eyjafjarð- arsveit. Það er því vel við hæfi að í kjölfarið kynni Jólagarðurinn „Jólatáknið 2002“. Þetta er í sjö- unda sinn sem fulltrúi handíða fær- ir okkur tákn komandi jólahátíðar, segir í fréttatilkynningu frá Jóla- garðinum. Að þessu sinni er útskurðarsnill- ingur á ferðinni, Anton Antonsson. Verk Tona hafa fyrir margt löngu vakið athygli og liggja eftir hann ófáar gersemar. Nægir þar að nefna fagurlega útskornar klukk- ur, smáhluti og skrín margskonar. Jólatáknið að þessu sinni er jóla- stjarnan skreytt ártalinu skornu í höfðaletur. Táknið er sem fyrr að- eins í 110 tölusettum eintökum og því hvert um sig einstakt sam- tímaverk. Jóla- táknið 2002 SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Norð- urlands heldur í tónleikaferð til Nuuk á Grænlandi á mánudag, 9. september. Héðan fer 45 manna hljómsveit og heldur tvenna stórtón- leika í Katuaq, norræna menningar- húsinu í Nuuk. Flutt verða verk eftir Rossini og Bizet og grænlenski fiðlu- leikarinn Hanne Qvist leikur einleik í 1. þætti fiðlukonserts nr. 1 í a-moll eftir J.S. Bach. Grænlenskir kórar munu syngja með hljómsveitinni kórlög frá heimalandi sínu en þau hefur Adrian Vernon Fish búið í hljómsveitarbúning af þessu tilefni. Einnig verður frumflutt verkið Clouds eftir grænlenska tónskáldið Per Rosing. Hljómsveitin mun halda 5 skóla- tónleika fyrir grunnskólanemendur í Nuuk. Þar verður flutt verkið Pétur og úlfurinn eftir Prokofieff. SN hef- ur látið þýða söguna á grænlensku og sögumaður verður Per Rosing. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands hefur haldið tónleika víða á Norður- landi og í Reykjavík undanfarin ár. Þetta er í fyrsta sinn sem hljómsveit- in fer í tónleikaferð út fyrir land- steinana og þykir við hæfi að hefja 10. starfsárið á þennan hátt. Þessi ferð Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands er liður í verkefni sem unnið hefur verið að á vegum Ak- ureyrarbæjar undanfarin misseri undir yfirskriftinni Vest-Norden 2002. Verkefninu er ætlað að styrkja tengsl og efla samvinnu milli ná- grannalandanna Íslands, Grænlands og Færeyja á ýmsum sviðum menn- ingar, lista og atvinnulífs. Auk Ak- ureyrarbæjar styrkja þetta verkefni Nordisk Kulturfond, menntamála- ráðuneytið, Nuuk kommune o.fl. Tónleika- ferð til Grænlands Sinfóníuhljómsveit Norðurlands SÝNINGUNNI „Milli goðsagn- ar og veruleika; nútímalist frá arabaheiminum“ lýkur á sunnu- dag, 8. september, í Listasafn- inu á Akureyri. Sýningunni er frá Konunglega fagurlistasafni Jórdaníu í Amman og varpar nýju ljósi á heim araba sem ver- ið hefur svo mikið í kastljósi vestrænna fjölmiðla að undan- förnu. Á sýningunni er reynt að draga upp mynd af stöðu nú- tímalistar í þessum heimshluta með úrvali verka eftir bæði karla og konur frá sextán arabalöndum. Verkin á sýning- unni veita innsýn í hugarheim viðkomandi listamanna jafn- framt því sem áhorfendur fá að kynnast þeim margvíslegu stíl- tegundum og stefnum sem þar eru við lýði. Annars vegar er um að ræða verk sem tengjast náið trúarbrögðum, kynferði og póli- tík, og hins vegar gefur að líta afturhvarf til hefðarinnar þar sem listamennirnir sækja efni- við í sagnfræðilegan og andleg- an uppruna sinn. Síðasta sýningarhelgi Listasafnið á Akureyri „SUMARLOK“ nefnist gluggasýn- ing sem verður í Samlaginu/List- húsi, í Kaupvangsstræti á Akur- eyri dagana 7. til 15. september. Þar sýnir Halldóra Helgadóttir, sem ásamt 10 öðrum norðlenskum listamönnum, rekur Samlagið/List- hús, nokkur af þeim málverkum sem hún hefur unnið að á þessu ári. Halldóra býr og starfar við myndlist á Akureyri. Sumarlok í Samlaginu ♦ ♦ ♦ AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.