Morgunblaðið - 06.09.2002, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 06.09.2002, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sigurbjörg Guð-mundsdóttir fæddist á Hunda- stapa í Mýrasýslu 27. júlí 1929. Hún lést af slysförum 21. ágúst síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru hjón- in Guðmundur Jóns- son og Sigurbjörg Ólafsdóttir, bændur á Hundastapa. Systk- ini hennar eru Jón, f. 1927, d. 1953, Eð- varð, f. 1930, d. 1988, Magnús, f. 1939, d. 2000, og Ólöf, f. 1941. Sigurbjörg gekk í Húsmæðra- skólann á Varmalandi í Borgar- firði 1948–1949 og síðar í Ljós- mæðraskólann og lauk ljós- mæðraprófi 1960. Hún starfaði á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri en lengst af á Fæðingarheim- ili Reykjavíkur, var þar aðstoð- arforstöðumaður frá 1978 þar til fæð- ingarheimilinu var lokað 1995. Starfaði hún á sængurkvenn- agangi Landspítal- ans þar til hún lét af störfum 1998. Sigur- björg starfaði fyrir ljósmóðurnámið tvo vetur á barnaheim- ilinu Suðurborg, einn vetur í Tjarnar- borg í Reykjavík og sem matráðskona við heimavist barna- skólans að Varma- landi 1956–1959. Hún var í stjórn ljósmæðrafélags Íslands 1970– 1982 og í ritnefnd „Ljósmæður á Íslandi“ frá 1975. Útför Sigurbjargar verður gerð frá Hallgrímskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Jarðsett verður að Ökrum á Mýr- um og hefst athöfnin klukkan 15. Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt lit og blöð niður lagði líf mannlegt endar skjótt. (Hallgrímur Pétursson.) Á snöggu augabragði er slökkt á lífi þriggja kvenna í hörmulegu bíl- slysi, allar ljósmæður, vinkonur, starfsfélagar. Þeirra stundaglas var tæmt, án fyrirvara. Ein þeirra er systir mín Sigur- björg, þetta nafn táknar mikið gott fyrir mig í vöku og í draumi. Hún var ljósmóðir af guðs náð, vildi alla um- vefja móðurkærleika. Hún unni starfi sínu heitt, lengst af starfaði hún á Fæðingarheimili Reykjavíkur og saknaði hún þess vinnustaðar ætíð, þess góða umhverfis sem heimilið bjó sængurkonum. Fyrir rúmum þremur árum ákvað hún að hætta að starfa sem ljósmóðir en hún settist ekki í helgan stein, hún hafði fyrir nokkrum árum tekið að sér litla indverska telpu í gegnum samtökin ABC, hún sá henni fyrir skólagöngu, fæði og klæðum. Fyrir þessi samtök vann hún allt sem hún gat. Einnig starfaði hún með Rauða kross konum við að prjóna og útbúa fatnað sem sendur var til stríðshrjáðra landa. Hennar kirkja var Hallgrímskirkja og þangað leitaði hún í gleði og í sorg, sótti þar messur, fyrirbænastundir, tónleika, leikfimi og fleira. Í leikfim- inni kynntist hún mörgu fólki sem hún fór með í ferðalög, hún sagði mér að hún væri farin að hlakka til að byrja aftur í leikfiminni og hitta kunningjana. Þú varst mér það sem vatn er þyrstum manni þú varst mitt frelsi í dimmum fangaranni og vængjalyfting vona barni lágu og vorsól ylrík trúarblómi smáu. (Ólína Andrésdóttir.) Hún var mér sem móðir og börnin mín voru sem hennar, hún tók á móti þeim flestum. Hún upplifði með mér gleði og sorg í uppvexti þeirra og sama má segja með barnabörnin mín. Hún var alltaf reiðubúin að veita um- hyggju og kærleika sem hún átti ríku- lega af. Hún prjónaði og saumaði fatnað og gaf mér á börnin, fyrir þetta allt fæ ég aldrei fullþakkað. Þá var alúð hennar einstök í ummönnun á Magnúsi bróður okkar í miklum veikindum til margra ára. Hún tók hann að sér eftir að hún hætti að vinna, var hans stoð og stytta uns yfir lauk. Þannig var hún og þannig vil ég muna hana. Í minningunum er ég þakklát fyrir þær tvær vikur er hún dvaldi hjá okkur í sveitinni í sumar, við sátum og skröfuðum mikið saman og gengum um trjálundina, hún gladdist með mér hvað vel gengi. Ógleymanlegur er sá dagur þegar við hlúðum að leiðinu hans Magga og settum legstein á það í yndislegu veðri.Vertu kært kvödd, elsku systir mín, og við munum hittast síðar. Öllum ættingjum Sólveigar og Margrétar vil ég senda mína dýpstu samúðarkveðjur. Guð blessi minn- ingu systur minnar. Þín systir Ólöf. Örlög manna eru stundum óvænt. Frænka mín, Sigurbjörg Guðmunds- dóttir, eignaðist aldrei bíl og tók aldr- ei bílpróf. Hún fór alla tíð gangandi í vinnuna og notaði strætó ef hún þurfti að fara milli borgarhverfa. Samt átti það fyrir henni að liggja að farast í bílslysi. Ég heyrði síðast í Sigurbjörgu 20. ágúst sl. Morguninn eftir, sama dag og hún dó, lagði ég af stað í tveggja vikna ferðalag til Afríku. Ég leit á það sem sjálfsagðan hluta af undirbúningi ferðarinnar að hringja í Sigurbjörgu. „Góða ferð, vinur,“ sagði hún þegar við kvöddumst. „Takk, við sjáumst síðar,“ sagði ég og lagði á. Í augum mínum og okkar systk- inanna frá Hundastapa var Sigur- björg ekki bara náinn ættingi heldur góður vinur. Hún sendi okkur jóla- pakka um hver jól, oft prjónaðar flík- ur sem voru ekkert annað en lista- verk. Lengst af var ekki farið til Reykjavíkur öðruvísi en að koma við hjá henni og ósjaldan gistum við hjá henni um lengri eða skemmri tíma. Þegar ég kom til Reykjavíkur til að hefja framhaldsnám leyfði hún mér að dvelja hjá sér þrátt fyrir að íbúðin væri ekki stór. Hún lét mig hafa svefnherbergið sitt en svaf sjálf í stof- unni. Þetta var heimili mitt í þrjú ár. Hún kynnti mig stundum fyrir gest- um sem „fósturson sinn“. Mér líkaði það vel enda má segja að hún hafi með vissum hætti alið mig upp. Hún gaf mér að borða, þvoði af mér fötin og studdi við bakið á mér á allan hátt. Á þessum sorglegu tímamótum hugs- ar maður. „Náði ég einhvern tímann að þakka almennilega fyrir mig?“ Sigurbjörg starfaði sem ljósmóðir mest alla starfsævi sína. Hún tók á móti mörg hundruð börnum. Ég er eitt af „ljósubörnunum“ hennar og hún tók einnig á móti Ólafi Lárusi, syni mínum. Lengst af starfaði hún á Fæðingarheimilinu við Eiríksgötu. Eftir að það var lagt niður fór Sig- urbjörg að vinna á fæðingardeild Landspítalans. Það tók hana nokkurn tíma að sætta við þessa breytingu. Hún saknaði Fæðingarheimilisins og hún var ekki ein um það. Sigurbjörg hætti að vinna fyrir þremur árum og kunni þeirri breyt- ingu ágætlega. Hún vann sjálfboða- störf fyrir Rauða krossinn, tók þátt í félagsstarfi aldraðra og var dugleg að ferðast. Hún ætlaði sér að eiga góða elli, en örlögin tóku í taumana. Það eru margir sem syrgja Sigur- björgu. Kannski syrgir enginn hana eins mikið og uppeldisdóttir hennar, Rama Devi, sem hún hefur stutt með ráðum og dáð í gegn um ABC-hjálp- arstarf. Rama er 16 ára og býr á Ind- landi en Sigurbjörg leit á hana sem dóttur sína þrátt fyrir að þær hafi aldrei sést. Rama sendi henni myndir og bréf sem Sigurbjörgu þótti vænt um. Fyrir um einum mánuði fór ég með foreldrum mínum og Sigurbjörgu að Ökrum á Mýrum til að setja legstein á leiði Magnúsar bróður hennar. Sig- urbjörg annaðist Magnús í lang- vinnum veikindum. Veðrið var ein- staklega gott og Akrar skörtuðu sínu fegursta. Hvorugt okkar átti von á því að við ættum aftur erindi í kirkju- garðinn á Ökrum í sumar. Þetta var í síðasta skiptið sem við hittumst. Guð blessi Sigurbjörgu frænku mína. Egill Ólafsson. Sigurbjörg móðursystir mín lést í hræðilegu bílslysi þann 21. ágúst sl. Hún Sigga frænka er dáin, einhvern- veginn hafði ég aldrei hugsað út í að hún myndi nokkurn tíman fara frá okkur, allavegana ekki svona snöggt. Að Sigga myndi látast í bílslysi, hún sem aldrei tók bílpróf og reyndi að fara allar sínar ferðir fótgangandi. Auðvitað vissi ég að hún væri ekki ódauðleg, mér finnst eins og að við hefðum átt eftir að bralla mikið sam- an. Ég kom oft til hennar þegar ég var í Fjölbraut í Breiðholti, þá leið mér eins og ég væri komin heim. Hún hafði áhyggjur af því að fátæki náms- maðurinn væri svangur, sagðist samt ekkert eiga til að borða, en eftir smá stund var borðið orðið fullt af kræs- ingum. Sigga vissi hvað mér þótti gott þannig að hún passaði sig alltaf á því að eiga nóg af grænum baunum og ís. Á þessum árum hafði ég ekki aðgang að þvottavél, það var nú ekki vanda- mál, hún Sigga sagði mér að koma með þvottinn til sín og hún skyldi þvo hann fyrir mig. Svo að úr varð að ég kom með eina til tvær töskur af óhreinum þvotti og fékk hann hrein- an, strauaðan og saman brotinn til baka, það var jafnvel búið að stoppa í götótta sokka. Einu sinni man ég eftir því að það skemmdist ein peysa í þvotti, hún hafði mikið samviskubit að hún prjónaði á mig þrjár peysur í staðin. Hún var mikil prjónakona, ég held að flestir í ættinni hafi einhvern- tímann fengið eitthvað handprjónað frá henni. Ég hafði mikinn áhuga á því að halda áfram að læra á píanó eftir að ég kom til Reykjavíkur en var í vand- ræðum að komast í hljóðfæri til að æfa mig. Við ræddum oft um þetta og Siggu fannst synd að ég gæti ekki haldið áfram að læra. Einn daginn hringir hún í mig og segist vera búin að finna píanó fyrir mig, það væri ver- ið að auglýsa notað píanó til sölu, hvort ég gæti ekki komið með sér að skoða það. Við fórum af stað og það varð úr að hún keypti þetta píanó og ég gat byrjað aftur að læra, ég held að ég hafi aldrei getað þakkað henni nógu mikið fyrir þetta. Sigga hafði eitt fallegasta starfs- heiti sem ég þekki, ljósmóðir. Þó að það sé erfitt og kannski ekki hægt að feta í fótspor þín þá hef ég valið að fara sömu leið og þú, ég byrjaði í ljós- móðurfæðinni í haust. Ég hlakkaði svo mikið til að fá sögur úr reynslu- banka þínum og deila með þér fyrstu reynslunni minni í að aðstoða fæðandi konur. Þú horfir vonandi yfir öxlina á mér þegar ég fer að spreyta mig á þessum nýja starfvettvangi. Ég kveð Siggu frænku með mikl- um söknuði, minningin um góða konu lifir. Hrafnhildur Ólafsdóttir. Miðvikudagurinn 21. ágúst að kvöldi kominn, í fréttunum er sagt frá bílslysi, þrír látnir. Ég hugsa með mér, þetta gæti verið heil fjölskylda. Skömmu seinna er hringt í mig og mér sagðar þær fréttir að Sigurbjörg Guðmundsdóttir ljósmóðir, eða Sibba ljósa, fóstursystir mín, hefði látist í þessu slysi. Maður einhvernveginn kólnar upp og skilur ekki hvað er á seyði. Svo fer hugurinn á flug og minningarnar líða í gegn. Svona eins og fljót sem líður áfram milli árbakk- anna og grípur öðru hvoru með sér brot úr bakkanum. Sum brotin sökkva, hverfa, gleymast. Flest líða þó áfram með straumnum, standa hátt upp úr en í önnur rétt grillir. Þannig líður fljótið áfram uns það kemur að endimörkunum þar sem það dreifir úr sér og sameinast haf- inu, hafi eilífðarinnar. Þannig eru minningarnar, sumar eru ljóslifandi eins og hlutirnir hefðu gerst í gær, aðrar aðeins fjarlægari en þó skýrar og munu fylgja manni á leiðarenda. Ég var ekki hár í loftinu þegar ég kom fyrst að Hundastapa, æskuheim- ili Sibbu, hálfs annars árs eða svo og ólst þar upp til 13 ára aldurs. Þar hóf- ust okkar kynni og var hún óþreyt- andi við að kenna mér lestur, skrift og ýmislegt annað sem hefur komið sér vel í lífinu. Þegar kom að því að fara í barnaskólann að Varmalandi í Staf- holtstungum, en þar var heimavist, var mér það auðvelt til að byrja með því að þar var Sibba matráðskona og mitt haldreipi þegar eitthvað bjátaði á. Seinna þegar hún sneri sér að öðr- um störfum skrifaði ég henni úr skól- anum og sagði henni frá skólagöngu minni, og er ekki langt síðan hún sendi mér eitt af þessum bréfum og er mér það mjög kært. Þá er ómetanleg aðstoð hennar við okkur hjónin þegar við eignuðumst elsta soninn okkar og eins umhyggja hennar gagnvart tvíburunum okkar þegar þeir fæddust. Fyrir ekki svo löngu heimsóttum við hjónin hana og áttum saman góða samverustund stóran part úr degi. Var þar margt spjallað, gamlar myndir skoðaðar og gluggað í gömul bréf sem hún hafði haldið til haga. Með þessar minningar í huga og margar fleiri vil ég þakka er ég kveð Sibbu í dag og vil um leið votta öllum aðstandendum mína dýpstu samúð. Gunnar. Mjúkar, öruggar og ákveðnar hendur Sigurbjargar ljósmóður höfðu í 38 ár tekið á móti börnum og borið þau varlega út í ljósið. Í sum- arlok, hinn 21. ágúst, var hún hrifin harkalega á brott úr þessu lífi í hræði- legu bílslysi. Sigga frænka, eins og ég kallaði hana, sinnti starfi sínu af hógværð, yfirvegun og alúð. Sigga hélt ná- kvæma skrá bæði yfir heiti mæðra og fjölda barna sem hún hafði tekið á móti. Þegar hún lét af störfum og töl- ur voru teknar saman kom í ljós að börnin voru orðin tæplega tvö þús- und. Siggu varð ekki barna auðið en þessi þúsund barna móðir lét sig öll börn varða, innan fjölskyldunnar sem utan. Fyrir nokkrum árum tók hún að sér indverska stúlku í gegnum ABC- hjálparstarfið. Hún talaði oft um telp- una og sýndi hjálparstarfinu mikinn áhuga. Sigga sýndi óbilandi sálarstyrk og þolinmæði við aðhlynningu bróður síns, Magnúsar í erfiðum og löngum veikindum hans. Hann lést fyrir tveimur árum á nánast sama degi og Sigga, 25. ágúst. Frænka mín var mikil prjónakona og töfraði fram dýrindis flíkur á alla stórfjölskylduna. Eftir að ljósmóður- störfum lauk færði hún út kvíarnar og prjónaði ótrauð, ásamt hópi kvenna í Rauða Krossinum, hlý föt á íbúa þessa heims: „Ég er búin með 12 peysur í þessum mánuði,“ sagði hún mér í vor. Ég þakka Siggu fyrir að hafa verið ljósmóðir þriggja dætra minna. Ég vissi að annað kom ekki til greina hjá Siggu en að vera hjá mér: „Þú hringir bara vænan, þegar verkirnir byrja og ég skrepp niður eftir“. Hana munaði um ekki að koma í fæðingu þó ekki væri hún á vakt. Ég veit að allar þær mæður sem fæddu undir styrkri hendi Siggu hugsa hlýtt til hennar. Við þökkum frænku fyrir allt sem hún gerði fyrir okkur. Sigurbjörg Eðvarðsdóttir, Rémi Spilliaert Edda, Sólveig og Sylvía. Það var eitt sunnudagskvöld að við Sigga sátum saman í eldhúsinu á Bergþórugötunni. Við höfðum fyrr um kvöldið farið út að borða ásamt Magga og átt notalega stund saman. En nú sat ég við eldhúsborðið með saumavélina fyrir framan mig og var að stytta buxur. Sigga sat á móti mér og hélt mér félagsskap og með vökulu auga sá hún um að mér færist þetta nokkuð fagmannlega úr hendi. Hún minntist þeirra daga er hún saumaði öll föt á sjálfan sig og aðra fjölskyldu- meðlimi, en nú sagðist hún bara prjóna eins og hún kallaði það. Þá minnist hún þess að hafa gleymt skærunum sínum uppi í sveit vikuna áður. Þessi skæri notaði hún mikið á hverjum degi, við prjónaskapinn og ýmislegt annað. Hún sagði „Ég get bara ekki lifað án skæranna minna.“ Ég lofaði að bregðast skjótt við, því ég gæti ekki hugsað þá hugsun til enda að missa hana Siggu mína, þetta var allt meira í gríni en alvöru. Dag- inn eftir komum við mamma til henna þar sem mamma var að sýna henni nýja bílinn sinn, og skærin góðu kom- ust til skila. En það er stutt á milli gríns og alvöru. Tveim dögum seinna fékk ég fréttirnar af slysinu hræði- lega. Þegar ég var yngri og kom til Reykjavíkur með mömmu eða systr- um mínum var alltaf stoppað hjá Siggu og oft gist hjá henni. Það var alveg sama hvað það voru margir á ferð, alltaf var nóg pláss hjá henni. Mér fannst alltaf ótrúlega spennandi og skemmtilegt að koma til hennar á Bergstaðastrætið. Sigga eldaði alltaf svo góðan mat og hún var alltaf tilbú- in að eyða tíma með okkur krökkun- um. Stundum fengum við Agnes að leika okkur í fataskápnum hennar, þar rifum við út hvert pils, skópar og fleira og héldum stórglæsilegar tísku- sýningar. Sigga gerði aldrei athuga- semd við umgengnina hjá okkur held- ur fannst þetta bara skemmtilegt uppátæki. Sigga átti í svefnherberg- inu sínu litla skál sem var full af litlum miðum í regnbogans litum. Á hverj- um miða var prentað annaðhvort Jóh., Mark., Matt., eða Luk. og svo einhverjar tölur á eftir. Ég skildi ekki tilganginn með þessum miðum þá, en skynjaði að þetta var eitthvað mjög merkilegt og umgekkst skálina af virðingu. Ég þorði ekki að beygla miðana og hvíslaði bara þegar ég lék mér að þeim. Nokkru seinna útskýrði Sigga fyrir mér notagildi miðanna, og kenndi mér hvernig maður átti að fletta upp í biblíunni. Svona var Sigga stöðugt í uppeldishlutverkinu, enda var hún mörgum í fjölskyldunni sem önnur móðir. Henni var mikið i mun að við vissum hver Hallgrímur Pét- ursson var og að við þekktum Esjuna, Hafnarfjall og okkar nánasta um- hverfi. Einu sinni fór ég i ferðalag með Siggu um Snæfellsnesið, við fór- um í rútu með hópi frá Reykjavík. Það var margt sem Sigga gat sagt mér þessa daga sem við áttum saman og þarna á ég margar góðar minn- ingar. Nú seinni ár höfum við orðið góðar vinkonur. Þegar ég flutti út til Ung- verjalands ákváðum við að skrifast á. Nú er ég henni hjartanlega þakklát fyrir öll bréfin sem hún sendi mér, og oft fylgdi með tímarit, harðfiskur eða prjónavettlingar. Mér fannst hún vera svo skemmtilegur penni og skrifa svo skemmtileg bréf. Eitt bréf er mér sérstaklega minnisstætt sem ég fékk fyrir jólin síðastliðin. Þar lýs- ir hún jólaskreytingum í miðbænum, fallegu vetrarveðri og hátíðlegum tónleikum sem hún fór á í Hallgríms- kirkju. Þarna í fjarska upplifði ég sterka jólastemmningu, því lýsingin hjá henni var svo lifandi. Á vorin beið hún svo eftir að ég kæmi heim til að hjálpa sér að skrifa bréf út til fóst- urdóttur sinnar á Indlandi. Ég veit að allt það starf sem hún vann fyrir bæði ABC-hjálparstarfið og Rauða kross- inn gaf henni mikið. Sigga var með stórt og hlýtt hjarta. Elsku Sigga mín, ég á eftir að sakna þín sárt. Hanna. Þær stundir koma í lífinu að fram- rás tímans virðist stöðvast. Mann langar jafnvel til að snúa hjóli tímans afturábak um nokkra stund, þannig að framvinda lífsins geti orðið með öðrum hætti en raun er á orðin. Slíkar hugsanir leituðu á okkur að kvöldi dags miðvikudaginn 21. ágúst s.l. þegar ljóst varð hverjar ljósmæðurn- ar þrjár voru sem létu lífið í hörmu- legu bílslysi það kvöld. Ein þeirra, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, var góð- ur heimilisvinur undirritaðra og skal henni vottuð virðing með nokkrum orðum. Sigurbjörg sagði eitt sinn frá því um upphaf námsferils síns í ljósmóð- urfræðum að um þær mundir hafi ung stúlka utan af landi verið að ljúka SIGURBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.