Morgunblaðið - 06.09.2002, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 06.09.2002, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2002 37 ✝ Erla Jónsdóttirfæddist að Múla í Álftafirði 23. maí 1948. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 25 ágúst síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru hjónin Sigurborg Björns- dóttir og Jón Karls- son. Systkini Erlu eru Dagný (látin), Guðný, Hjalti, Auður, Björn, Katrín og Karl. Erla flutti til Seyð- isfjarðar árið 1979 og hóf búskap með Sig- mari Svavarssyni bifreiðastjóra. Eignuðust þau dótturina Lilju Sig- urborgu, f.2. 12. 1980. Hennar sambýlismaður er Páll Þórir Páls- son. Fyrir átti Erla synina Svan Þór Pálsson, f. 25.5. 1971, og Jón Viðar Gestsson, f. 8.3. 1975. Svanur Þór á synina Örn Blævarr, f. 2.1. 1997, og Theodór Breka, f. 28.9. 1999. Erla ólst upp á Múla við leik og störf. Í gegnum tíð- ina vann hún hin ýmsu störf, meðal annars kaupavinnu og ráðskonustörf, en lengst við störf hjá SR-mjöli á Seyðis- firði. Erla lauk prófi frá Húsmæðraskólanum á Staðar- felli vorið 1969. Útför Erlu verður gerð frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Erla, af hverju þú? Það er svo erfitt að sætta sig við það að sjá þig hverfa svo fljótt. Við systkinin elsk- uðum þig öll svo heitt en létum þig alltof sjaldan vita af því. Öll erum við stolt af því hvað þú barðist hetjulega gegn þeim sjúkdómi sem að lokum dró þig til dauða, og alltaf var viðkvæðið hjá þér: Það þýðir ekki annað en að bíta á jaxlinn og berjast, en varst við öllu búin. Okkur langar að minnast þín með örfáum orðum. Efst í huga okkar er þakklæti fyrir það fórnfúsa starf sem þú vannst heima á Múla, segja má að þú hafir tekið við heimilinu ásamt yngri systur þinni fljótlega eftir að móðir okkar dó en þá gekkst þú í þau störf aðeins 14 ára gömul, kom þar dugnaðurinn og myndarskapurinn vel í ljós. Bakstur og eldamennska var eitthvað sem þú hafðir með þér frá þessum tíma sem veganesti út í lífið. Umgengnin við skepnur veitti þér mikla ánægju. Kjarkurinn og áræðið að taka að sér hin ólíklegustu störf og leysa þau vel af hendi var oft með ólíkindum. Þú hafðir svo jákvæð viðhorf til alls og allra og mast gullið í mann- inum sjálfum en ekki ytri umgjörð. Glaðværðin og örlætið var svo ríkur þáttur í þínu lífi. Andleg málefni voru þér ætíð mjög hugstæð, og þú efaðist aldrei um líf eftir dauðann. Fallegi draumurinn sem þig dreymdi segir okkur að þú þarft engu að kvíða. Að tala við þig í síma eða heimsækja þig á sjúkrahúsið gaf okkur svo mikið og þar varst þú sú sterka, sagðir brandara og gerðir góðlátlegt grín sem við varðveitum með okkur að eilífu. Þú skilur eftir þig svo margar fal- legar minningar, börnin þín og barnabörn. Við systkinin söknum þín mikið. Elsku Simmi, Lilja, Palli, Nonni, Svanur og litlu drengirnir, megi guð styrkja ykkur í sorginni. Guð blessi ykkur öll. Systkinin frá Múla. Elsku Erla Jónsdóttir, frænka mín, hefur kvatt þessa tilvist í hinsta sinn. Enn og aftur er höggvið stórt skarð í myndarlegan systkina- hóp fimm systra og þriggja bræðra. Öll orð verða svo máttvana og fá- tækleg þegar ástvinur fellur frá, en um Erlu á ég margar góðar minn- ingar sem ég nú hugga mig við að rifja upp og hugsa um. Hún gaf mér mikið af kærleika sínum og þegar ég var stelpa í sveitinni á Múla í Álftafirði, sá hún um það með hjartahlýju sinni og kátínu að mér liði alltaf vel og dekraði við mig á allan hátt. Hún var glæsileg ung kona, ávallt glaðleg, hláturmild og stríðin og leit ég ákaflega upp til hennar. Meðan ég dvaldi á Múla hjá afa, Erlu og Kalla frænda, leiddist mér aldrei, Erla sá alveg um það og á ég dásamlegar æskuminningar frá þeim tíma. Hún meira að segja kenndi mér á traktor. Eins og oft vill verða skildu leiðir þegar ég varð fullorðin og Erla fór að búa með Sigmari Svavarssyni á Seyðisfirði, ásamt sonum hennar Svani Þóri og Jóni Viðari, sem Sigmar gekk í föð- urstað. Saman eignuðust þau dótt- urina Lilju Sigurborgu og var hún augasteinn þeirra allra. Þegar við fórum síðan að hafa samband á ný, hafði Erla lítið breyst, var ung í anda sem áður fyrr og sami grall- arinn og fannst mér við vera meira orðnar jafnöldrur, enda aðeins átta ár á milli okkar. Svo komu slæmu fréttirnar þegar Erla greindist með krabbamein í fyrra og fór í aðgerð, sem virtist síðan hafa tekist vel. Mér fannst það aðdáunarvert hvernig hún tók þessum veikindum, aldrei heyrði maður kvart eða kvein og virtist ekkert geta raskað ró þessarar atorkukonu. Fór hún fljót- lega að vinna aftur og allt virtist vera í góðu lagi. Símtölin sem ég átti við hana voru aðeins jákvæð og skemmtileg, en Erlu var það líka eðlislægt að vilja ekki valda neinum áhyggjum sín vegna. Það var því áfall í sumar þegar veikindin tóku sig aftur upp og Erla var komin suður í meðferð. Þótt útlitið hafi ekki verið gott lét Erla ekki á því bera, hún hélt sinni reisn, var glað- vær og gerði sín plön og gat maður ekki annað en hrifist og haldið í vonina með henni sem virtist aldrei dvína. En þrátt fyrir lífsviljann náði sjúkdómurinn að lokum að buga hana. Fyrir okkur sem eftir lifum þá minnumst við hennar eins og hún ávallt var, glaðleg og hjartahlý kona, sem fyrst og fremst hugsaði um aðra. Hún hafði meiri áhyggjur af heilsu þeirra sem lágu með henni á stofu heldur en eigin heilsu. Það eru aðeins tvö ár síðan elsta systir hennar og móðir mín Dagný lést og er það mikil raun fyrir alla ná- komna að upplifa slíka sorg aftur. En það er huggun í harmi að gera sér í hugarlund að nú séu þær syst- ur komnar saman á ný og lausar við sínar þjáningar. Kannski eru þær núna fyrir austan og horfa yfir fal- legu átthagana sína. Fyrir tveimur árum fóru allar systurnar fimm í stutt frí til Portúgals og upplifðu yndislegan tíma saman, þrátt fyrir veikindi Dagnýjar. Árið áður hafði allur systkinahópurinn ásamt mök- um og afkomendum átt frábærar samverustundir á æskuslóðum þeirra á Múla í Álftafirði og er svo gott að hugsa til þess núna, að þau náðu öll að hittast þar aftur, heil og sæl. Elsku Simmi, Svanur, Örn Blæv- arr, Theodór Dreki, Nonni, Lilja og Páll Þór, sem og allir aðrir ætt- ingjar og ástvinir, ykkar missir er mikill. Megi guð styrkja ykkur og hugga. Harpa Harðardóttir. Okkur feðginin langar með nokkrum fátæklegum orðum að senda Erlu vinkonu okkar hinstu kveðju. Þrátt fyrir að hún hefði glímt við erfiðan sjúkdóm undanfar- ið hvarflaði ekki að okkur að hún yrði kölluð jafn skjótt í burtu og raun ber vitni. Ófáum stundum höf- um við eytt saman sem samstarfs- menn hjá SR-Mjöli og óhætt að segja að þær stundir hafi verið gleðilegar, þó svo við hefðum kosið að þær hefðu orðið miklu fleiri. Erla var dugleg og gerði kröfur til sjálfrar sín sem sést vel á því að stuttu eftir erfiða aðgerð var hún mætt aftur til vinnu, staðráðin í að sigrast á veikindunum. Þegar ég, 18 ára gömul, vann mitt fyrsta sumar hjá SR pössuðu Erla og Addý vel upp á mig, að mér liði ekki illa í því karlasamfélagi sem bræðslan annars er. Báðar voru mér alla tíð mjög góðar og hugsa ég til baka með söknuði enda má segja að á þessum tíma hafi SR verið mitt annað heimili. Því miður gafst mér hins vegar ekki tími til að endurgjalda Erlu góðsemina, já, svona er það þegar örlögin grípa í taumana. Það var stutt í brosið hjá Erlu og vorum við, og þá pabbi sérstaklega, búin að láta reyna á það. Glaðværð- in var sannarlega fyrir hendi og hefur án efa átt sinn þátt í öllum þeim krafti sem hún Erla bjó yfir. Erla var góð og kærleiksrík manneskja sem lét sér annt um náungann. Samkenndin var sterk og þegar erfiðleikar komu upp í lífi pabba fékk hann hvatningu og alúð frá henni sem við munum aldrei gleyma. Þegar við lokum augunum og hugsum um Erlu sjáum við hana bæði fyrir okkur þar sem hún situr í bláa bræðslugallanum við gula skúrinn á bryggjunni fyrir utan SR, glaðbeitt, bjartsýn og jákvæð. Erla var nefnilega ein af þessum mann- eskjum sem sjá litlu hlutina er gefa lífinu gildi. Það var einmitt það sem við kunnum svo vel að meta við hana, hvað hún var sátt við sitt hlut- skipti og hamingjusöm. Elsku Erla, við þökkum þér fyrir að hafa verið hluti af lífi okkar um tíma. Þín verður sárt saknað. Við vottum Simma, Svani, Nonna, Lilju, tengdabörnum og barnabörn- um samúð okkar. Megi minningin um góða konu lifa. Harpa Hrönn og Stefán Pétur. ERLA JÓNSDÓTTIR ✝ Hörður Trausti Friðfinnssonfæddist í Reykjavík 8. nóvem- ber 1953. Hann lést á heimili sínu 30. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans eru Rut Gíslína Gunnlaugs- dóttir, f. 21.9. 1928, d. 28.9. 1970, og Friðfinnur Guðjónsson, f. 7.5.1929. Alsystkini Harðar eru: 1) Sævar Bjarni, f. 3.2. 1951. 2) Garð- ar Borg, f. 29.10. 1955, maki Hulda Sigurðardóttir. 3) Ólafur Guðjón, f. 8.6. 1957, d. 3.2. 1993, hann á tvö börn. 4) Rut, f. 17.9. 1958, maki Tómas Kristinn Sig- urðsson og eiga þau þrjú börn. 5) Björk, f. 29.4. 1960, maki Jón Ósk- ar Hauksson og eiga þau tvö börn. 6) Viðar Már, f. 25.2. 1963, kvænt- ur Moniku Rusnáková, hann á fimm börn. 7) Jökull Ægir, f. 23.12. 1964, d. 8.4. 1999. Hann á þrjú börn. Hálfbræður Harðar sammæðra eru: 1) Guðjón Hilmar Jónsson, f. 16.6. 1946. 2) Brandur Kristinsson, f. 10.10. 1948, d. 26.4. 2001. 3) Hilmar Hlíðberg Gunn- arsson, f. 28.11. 1949. Útför Harðar verður gerð frá Fossvogskapellu í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Í dag kveðjum við Hödda, föður- bróður okkar. Hann var besti vinur okkar og frændi. Hann var alltaf til staðar fyrir okkur með kærleik og umhyggju. Hann kom svo til daglega til okkar og fylgdist með öllu okkar lífi. Höddi var alltaf tilbúinn að hjálpa okkur með allt sem hann gat og hann gat allt. Höddi á stóra svarta sendi- bílnum var líka vinur vina okkar og við fengum alltaf að vita hvar og hve- nær þeir sáu Hödda í umferðinni. Þegar við og vinir okkar sáum svarta bílinn í Seljahverfinu, þá eltum við hann, hlaupandi eða hjólandi, og með miklum látum. Stundum svindlaði Höddi og tók okkur öll inn í bílinn sinn. Höddi sagði okkur oft sögur frá því þegar hann og pabbi voru litlir, og hann kenndi okkur mörg prakkara- strik. Hann var stóri prakkarinn og við þeir litlu. Stundum plötuðum við Hödda. Þá hjóluðum við upp á Vatns- enda, fengum að hringja hjá einhverj- um og báðum Hödda að sækja okkur því við værum of þreyttir til að hjóla heim. Þá kom Höddi á stóra svarta bílnum, skutlaði hjólunum aftur í bíl- inn, og svo var brunað í næstu sjoppu. Hann fór einnig oft með okkur í bíl- túr, og þá fórum við alltaf út fyrir bæ- inn, en fyrst var alltaf komið við í sjoppu og keypt nesti. Höddi skamm- aði okkur líka. Hann vildi ákveðnar reglur og vildi að við bærum virðingu fyrir ákveðnum hlutum. Einnig vildi hann að við værum duglegir að læra í skólanum og lærðum að gera sjálfir við hjólin okkar og það ætlaði hann að kenna okkur. Hann ætlaði líka setja saman tölvu fyrir okkur og kenna okkur á hana, því hann var svo mikill tölvukarl. En nú er Höddi okkar dá- inn og við söknum hans strax mikið. Hann fer núna og hittir pabba okkar og afa, Óla bróður sinn og Rut mömmu sína. Við ætlum að reyna að vera duglegir og góðir eins og Höddi vildi. Takk fyrir allt elsku frændi og vin- ur. Eyvindur Árni og Ólafur Ægir Jökulssynir. Stundum verður vetur veröld hjartans í. Láttu fræ þín lifa ljóssins guð í því. Gef oss þitt sumar sólu þinni frá. Kristur kom og sigra kom þú og ver oss hjá. (Sigurbjörn Eiríksson.) Lífsganga okkar flestra skiptist í gleði og sorg, skin og skúrir. Þannig var það einnig hjá Herði systursyni mínum, sem nú hefur lokið sinni lífs- göngu hér. Ég þakka honum sam- fylgdina, sem stundum var slitrótt, en að lokum urðum við samstiga og sátt. Með virðingu kveð ég frænda minn, og óska honum Guðs blessunar. Björg Svava Gunnlaugsdóttir. Orð mega síns lítils er við nú kveðj- um Hörð Trausta Friðfinnsson. Höddi eins og hann var gjarnan kall- aður var maður verka, heiðarleika og með hjarta úr gulli. Á yfirborðinu hafði hann þykkan skráp og hleypti ekki hverjum sem er að sér. Fyrir þær sakir var hann af sumum talinn einfari sem fór sínar eigin leiðir. Hann hafði ákveðnar skoðanir, og oft á tíðum lítt sveigjanlegar, á mönnum og málefnum. Hann hafði einnig sterkan persónuleika, hafði kjark og dug til að standa með þeim sem hann tengdist í blíðu sem stríðu. Einlægur var hann, svo auðvelt var að hrífast með, var léttur í lundu og mjög barn- góður. Fyrstu kynni mín af Hödda voru eftir að Jökull bróðir hans lést langt fyrir aldur fram. Sá ég þá að þarna fór enginn meðal-Jón. Hann hafði góða nærveru og mína aðdáun fyrir hversu vel hann náði til sona Jökuls, sem áttu um sárt að binda vegna föð- urmissisins. Höddi með sinn stóra faðm var til staðar og brást aldrei. Hann varð tíður gestur á heimili Hönnu, fyrrverandi mágkonu sinnar, og hefur í gegnum tíðina tekið þátt í gleði og sorgum bróðursona sinna. Einnig tengdist hann Sæunni Birtu, dóttur Hönnu, sterkum böndum. Eftir lifa minningar tengdar lífs- hlaupi hans, m.a. við eldhúsborðið þar sem málefni líðandi stundar voru rök- rædd fram og aftur og ræðusnilld Hödda naut sín. Þótt við sæjum ekki alltaf hlutina í sama ljósi virtum við þó skoðanir hvort annars. Hann var þús- undþjalasmiður og bóngóður með ein- dæmum. Allt sem viðkom viðgerðum á bílum jafnt sem heimilistækjum lék í höndunum á honum. Við Hanna höfðum ráðgert ferðalag með honum, en hann kvaddi þessa jarðvist nokkr- um dögum áður en til þess kom. Mikill er söknuðurinn og sorgin sem fylgja brottför hans. Ljós hans mun þó skína áfram og alla þá góðu mannkosti sem hann stóð fyrir skilur hann eftir sem veganesti fyrir þá sem tengdust honum tilfinningaböndum. Megi Guð styrkja fjölskyldu hans og veita huggun í sorginni. Þú skilur eftir auðlegð þá sem enginn tekið fær. Ást í hjarta, blik á brá, og brosin silfurtær. Mesta auðinn eignast sá er öllum reynist kær. (G.Ö.) Ásdís S. Arnljótsdóttir. Í dag verður til moldar borinn mað- ur sem ekki var allra, en við vorum svo lánsöm að hann var okkar. Ein- stakur vinur. Höddi, eins og hann var jafnan kallaður, var að mörgu leyti einstæðingur þó að úr stórri fjöl- skyldu kæmi. Móður sína missti hann árið 1970, þá 17 ára gamall. Næst- elstur af átta systkinum. Hann hafði tímabundið athvarf hjá frændum sín- um og móðursystur, en stofnaði fljót- lega heimili með elsta bróður sínum. Systkinum sínum og fjölskyldum þeirra var Höddi kær. Sérstaklega systrum sínum tveimur og elsta bróð- ur. Höddi var kletturinn sem alltaf var til staðar fyrir aðra, fullur af kærleik og hjálpsemi. Sem unglingur átti Höddi sér ákveðna drauma og vann, einn og óstuddur, markvisst að því að láta þá rætast. Flogaveikin varð til þess að Höddi varð að hætta námi og snúa sér að öðrum starfsvettvangi. Fyrir valinu varð sendibílaakstur og vann Höddi við það starf í rúm tutt- ugu ár, hjá Sendibílastöðinni hf. Að mörgu leyti má segja að þjónustu- starf þetta hafi hentað honum vel, hann réð sér og sínum vinnutíma og gat þar af leiðandi stundað öll sín áhugamál, sem voru mörg. Höddi var stakur reglumaður allt sitt líf, strangheiðarlegur, vandvirkur og nákvæmur á öllum sviðum. Hann hafði ákveðnar skoðanir á öllum hlut- um og stóð fastur á sínu. Síðustu árin urðu samskipti okkar enn nánari. Hann var ljós í lífi okkar, traustur og öruggur, í gleði sem sorg. Með ást og virðingu kveðjum við Hödda okkar, en minning hans lifir áfram. Hanna Eyvindsdóttir, Gunnar B. Gunnarsson. Flýt þér, vinur, í fegra heim, krjúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa Guðs um geim. (Jónas Hallgrímsson.) Með virðingu og þökk kveð ég vin minn Hödda. Manni eins og honum er mannbætandi að kynnast. Hann var heiðarlegur, traustur og kærleiksrík- ur. Hann var boðinn og búinn ef að það var eitthvað sem hann gat gert fyrir aðra. Barnabörnum mínum og fjölskyldu reyndist hann traustur vin- ur og öruggur klettur í lífsins ólgusjó. Systrum hans og fjölskyldum þeirra, barnabörnum mínum, dóttur og tengdasyni, votta ég samúð mína. Megi minning Hödda lifa með ykkur og lýsa veginn. Anna María Guðmundsdóttir. Höddi minn er dáinn. Hann var vinur minn. Ég var litla konan hans og hann var stóri maðurinn minn. Hann var Jón og ég var Gunna. Hann var villihesturinn minn sem hljóp með mig á hestbaki. Höddi var líka góður við dúkkurn- ar mínar og hann lék sér alltaf við mig. Stundum fórum við á bílnum hans og keyptum okkur ís, það fannst okkur gaman. Höddi var líka vinur Eyja, Óla og mömmu og pabba. Höddi var alltaf góður og ég sakna hans. Höddi minn verður núna á himnum og borðar súkkulaðirúsínur með afa mínum. Bless Höddi minn. Sæunn Birta Gunnarsdóttir. HÖRÐUR TRAUSTI FRIÐFINNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.