Morgunblaðið - 06.09.2002, Page 12

Morgunblaðið - 06.09.2002, Page 12
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 12 FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ SIGMAR B. Hauks- son, formaður Skot- veiðifélags Íslands, segir að sölubann sé þýðingarmesta að- gerðin til að vernda rjúpnastofninn auk þess sem félagið leggi til að friðað svæði í nágrenni Reykjavíkur verði stækkað og rannsóknir auknar. Rjúpnastofninn er í sögulegu lágmarki en talið er að hér séu nú um 400 til 600 þúsund rjúpur, þótt tölurnar séu ekki ábyggilegar, að sögn Sigmars, sem segir að um 140.000 rjúpur hafi verið veiddar á ári að undanförnu. Hann bendir á að í skoðanakönnun félagsins í fyrra hafi meira en 61% félagsmanna talið að grípa þyrfti til einhverra aðgerða til að vernda rjúpnastofninn og um 72% að- spurðra hefðu talið að vænlegasta leiðin væri að stöðva sölu til versl- ana og veitingahúsa. Um 500 veiðimenn veiði um helming allra rjúpna, en þetta sé fjöldadráp og atvinnustarfsemi. Áður fyrr hafi rjúpnaveiði verið atvinna en ekki sportveiði og rjúp- ur hafi verið fluttar út til Dan- merkur frá 1850. Upp úr 1920 hafi veiðarnar auk- ist með öflugri vopnum, en miklar sveiflur hafi ávallt einkennt stofn- inn. 1926 hafi verið fluttar út um 240.000 rjúpur en um 4.500 1929 og Friðrik Jónsson, bóndi í Hraunkoti í Lóni, hafi veitt um 1.100 rjúpur 1966 en innan við 100 stykki ári síðar. Auk þess hafi Náttúrufræði- stofnun bent á að topparnir væru að minnka og það væri visst áhyggjuefni sem yrði að taka á. Nátt- úrufræðistofnun legg- ur til bann við sölu á bráð og styttingu rjúpnaveiðitímans í einn mánuð. Sigmar var formað- ur nefndar sem um- hverfisráðherra skipaði til að fara yfir og gera tillögur um aðgerðir til að draga úr veiðiálagi á helstu tegundir villtra fugla, en nefndin komst m.a. að þeirri niðurstöðu varðandi rjúpuna að mikilvægt væri að banna sölu á bráð til veit- ingahúsa og verslana. Sigmar segir að skotveiðar eigi að vera frístundaiðja eins og aðrar veiðar en ekki atvinnuveiðar og því taki Skotvís undir það að rjúpan verði tekin út af markaðnum, því með því að stöðva atvinnuveiðarn- ar minnki heildarveiðin um 30 til 60 þúsund rjúpur á ári. Rannsökuð verði áhrif veiða á stofninn „Sölubann er þýðingarmesta að- gerðin,“ segir Sigmar. Hann bend- ir á að undanfarin fjögur ár hafi mest af nágrenni Reykjavíkur ver- ið friðað en félagið leggi til að frið- aða svæðið verði stækkað og verði frá Esjubrúnum í Þingvallaveg að sunnanverðu, Sogið og Ölfusá, þ.e. að Reykjanes verði alfriðað næstu fjögur árin. Samfara því verði stundaðar rannsóknir á svæðinu til að fá upplýsingar um hvaða áhrif veiðarnar hafi á rjúpuna. Hann segir að í tillögum Nátt- úrufræðistofnunar fylgi engar rannsóknaáætlanir en ekki sé að- eins þýðingarmikið að fá vitneskju um hvaða áhrif veiðarnar hafi heldur hvaða áhrif aðrir umhverf- isþættir eins og t.d. refur, minkur, hrafn og sílamávur hafa, aukin umferð, uppblástur, gróðurbreyt- ingar og fleira. Því sé Skotvís and- vígt styttingu veiðitímans á þessu stigi málsins auk þess sem of stutt sé í veiðitímabilið, sem er 15. októ- ber til 22. desember. Ennfremur sé talið að draga þurfi úr veiðum á grágæs og yrði rjúpnaveiðin aðeins leyfð í nóv- ember stunduðu menn grágæsa- veiðar lengur. Síðan verði alþjóð- leg rjúpnaráðstefna hérlendis á vegum Skotveiðifélags Íslands 5. október. Gert sé ráð fyrir fundi með er- lendu sérfræðingunum, sérfræð- ingum Náttúrufræðistofnunar og starfsmönnum umhverfisráðuneyt- isins um stöðu stofnsins og út frá niðurstöðum þess fundar yrði þá gripið til aðgerða á næsta ári. Þá beri að hafa í huga að rjúpnastofn- inn sé ekki í útrýmingarhættu og veiðitíminn hér sé styttri en á hin- um Norðurlöndunum. Formaður Skotveiðifélags Íslands um rjúpnaveiði Sölubann er þýðing- armesta aðgerðin Sigmar B. Hauksson FRÉTTIR „ÉG held að þetta sé örugglega stærsta lúða sem veiðst hefur á sjóstöng hér við land,“ segir Ólafur Björnsson um 131,5 kg lúðu sem Bandaríkjamaður setti í norðaustur af Garðsskaga fyrir rúmum átta ár- um. Ólafur gerði út sjóstangaveiðbát- inn Hnoss KE frá Keflavík og fór út með sjö Bandaríkjamenn úr liði þeirra á Keflavíkurflugvelli 22. maí 1994. Eftir að þeir höfðu verið í um þrjá tíma og veitt töluvert af þorski og eitthvað af ufsa norðaustur af Garðsskaga setti John Munro í þessa stóru lúðu. „Ég var með sjö menn úr land- gönguliðinu, eins og þeir kalla það á Vellinum, og þessi maður setti skyndilega í lúðuna,“ segir Ólafur, spurður um veiðina. „Hann taldi sig hafa fest í botni og því fór ég til hans enda í því að hjálpa til við svo- leiðis. Ég fann greinilega að þetta var lúða því hún fylgdi með og það kom í minn hlut að drösla henni upp, en við vorum í góðan hálftíma að því.“ Að sögn Ólafs urðu menn hissa þegar þeir sáu skepnuna. „Hún var samt býsna spök,“ segir hann og bætir við að hún hafi veiðst á venju- legan krók á venjulegri sjóstöng. „Áður hafði karfi húkkast á krók- inn og það var karfinn sem hún ætl- aði að gleypa en engin lína fór upp í hana.“ Ólafur segir að ekki hafi dugað nein vettlingatök við að taka á móti henni. „Ég fór hálfur ofan í sjó til að koma böndum á hana en strákarnir héldu í fæturna á mér. Þetta tókst og síðan drógum við hana í land en hún mældist 131,5 kíló. Ég held að þetta sé örugglega met á sjóstöng og er ég æði vanur á sjó, en það er hreint furðulegt að ná svona skepnu upp með svona tækj- um.“ Þegar í land var komið hafði Ólafur samband við fisksala en þeir vildu síður svona stóra lúðu. „Það varð úr að Garðar í Koti tók að sér að koma henni á markað og fékk hátt í 50 þúsund fyrir hana.“ Ólafur Björnsson og John Munro eru hér með 131,5 kg lúðuna á milli sín. Morgunblaðið/Hilmar Bragi „Fór hálfur ofan í sjó til að koma böndum á hana“ Veiddi 131,5 kg lúðu norðaustur af Garðsskaga FRAMKVÆMDUM við stækkun húsnæðis Slökkviliðs höfuðborg- arsvæðisins að Skógarhlíð 14 mið- ar vel áfram. Ráðgert er að taka hluta byggingarinnar í notkun í desember. Að sögn Björns Gíslasonar, framkvæmdastjóra SHS fasteigna ehf., sem hefur umsjón með bygg- ingum Slökkviliðsins, munu bygg- ingarnar hýsa Slökkviliðið, Al- mannavarnir, Neyðarlínuna, Fjarskiptamiðstöð lögreglunnar og Slysavarnafélagið Landsbjörg þegar þær eru fullbúnar. Stefnt er að því að viðbygging- unni verði að fullu lokið fyrir 15. júní næstkomandi. Hins vegar er stefnt að því að Fjarskipta- miðstöðin og Neyðarlínan flytji inn í neðri hæðina í desember næstkomandi. Alls verður við- Björn Hermannsson lítur hér yfir byggingarsvæðið úr körfubíl. Neyðarmiðstöð tekur á sig mynd Hlíðar BORGARRÁÐ hefur samþykkt að ganga til samninga við rekstr- araðila Egilshallar um leigu á að- stöðu fyrir frjálsíþróttaiðkun. Er með þeirri samþykkt fallið frá því að hafna tilboði um slíka leigu. Í bréfi Íþrótta- og tómstunda- ráðs til borgarráðs er rakið að í byrjun árs hafi farið fram við- ræður milli ÍTR og eigenda Eg- ilshallarinnar um leigu borgar- innar á viðbótaraðstöðu í höllinni fyrir ýmsar íþróttagreinar og skólaleikfimi. Var þá meðal ann- ars rætt um leigu á aðstöðu fyrir frjálsíþróttagreinar og lýstu leigusalar sig reiðubúna til að koma slíkri aðstöðu fyrir um- hverfis knattspyrnuvöllinn í hús- inu gegn sérstöku æfingagjaldi. Mótmæli frá forsvars- mönnum íþróttahreyfinga Í júlí síðastliðnum var ákveðið í borgarráði að taka samningi um leigu á aðstöðu fyrir ýmsar íþróttir og skólaleikfimi með þeirri breytingu þó að ekki yrði gengið til samninga um félagsað- stöðu skautamanna og aðstöðu fyrir frjálsíþróttastarfsemi. Hafa forsvarsmenn Frjáls- íþróttasambands Íslands, Frjáls- íþróttadeildar Fjölnis og Íþrótta- bandalags Reykjavíkur mótmælt þessari ákvörðun enda telja þeir að með frjálsíþróttaaðstöðu í Eg- ilshöll myndi öll aðstaða til æf- inga og hugsanlega keppni í frjálsíþróttum batna í borginni, ekki síst í Grafarvogi þar sem iðkendur þurfa að ferðast um langan veg til að stunda íþrótt sína. Fastir pallar í stað færanlegra Kemur fram í bréfi ÍTR að rekstraraðilar Egilshallar líta svo á að um heildarsamning hafi verið að ræða og með því að und- anskilja frjálsíþróttaaðstöðuna geti önnur verð sem samið var um breyst. Þá séu líkur á að þeir muni setja upp fasta áhorfenda- bekki í stað færanlegra ef ekki liggi fyrir afstaða fljótlega um hvort líkur séu á samningi um aðstöðu fyrir frjálsar íþróttir. „Þessi breyting myndi þýða að ekki verður hægt að koma fyrir frjálsíþróttaaðstöðu í húsinu í nánustu framtíð.“ Sem fyrr segir hefur borgar- ráð breytt ákvörðun sinni og samþykkt að ganga til samninga um frjálsíþróttaaðstöðuna. Kem- ur fram í bréfi ÍTR að heildar- greiðsla vegna þessa verði 3,1 milljón króna á ári frá og með árinu 2003. Borgarráð breytir fyrri ákvörðun sinni varðandi leigu í Egilshöll Samið um nýja aðstöðu fyrir frjálsar íþróttir Grafarvogur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.