Morgunblaðið - 06.09.2002, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 06.09.2002, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2002 43 ✝ Erlendur JónBjörgvinsson fæddist á Barði í Fljótum í Skagafjarð- arsýslu hinn 4. ágúst 1944. Hann lést á gjörgæsludeild Land- spítala – háskóla- sjúkrahúss við Hring- braut hinn 30. ágúst síðastliðinn. Foreldr- ar hans eru Björgvin Márusson, f. 5. nóv- ember 1916, d. 13. nóvember 1993, og Sigurlína Jónsdóttir, f. 31. janúar 1922, d. 1. febrúar 1994. Þau voru lengst af búsett á Fyrirbarði í Fljótum í Skagafjarðarsýslu. Systkini Er- lends eru: 1) Sigurbjörg, f. 1. nóv- ember 1941. 2) Sigurjóna, f. 4. jan- úar 1951. 3) Freysteinn, f. 12. nóvember 1953. 4)Gylfi, f. 7. sept- ember 1956. 5) Guðjón, f. 20. mars 1960. 6) Þröstur, f. 21. júlí 1962. 7) Guðrún, f. 1. nóvember 1963. Hinn 26. ágúst 1967 kvæntist Erlendur Elísabetu Guðmunds- dóttur, f. 12. nóvember 1946 í Hafnarfirði, d. 15. apríl 2001. Fósturforeldrar hennar voru Guð- mundur Pétur Guð- mundsson og Ragn- heiður Jónsdóttir en þau eru bæði látin. Börn Elísabetar og Erlends eru: 1) Guð- mundur Heiðar, f. 30. jan. 1968, hag- fræðingur, búsettur í Kópavogi. 2) Sólveig, f. 15. apríl 1980, nemi í hjúkrunar- fræði við Háskóla Ís- lands. Erlendur ólst upp á Fyrirbarði í Fljót- um ásamt foreldrum sínum og systkinum. Hann stund- aði nám í barnaskólanum á Sól- görðum í Fljótum. Erlendur bjó í Reykjavík ásamt eiginkonu sinni frá 1967–1977, en þá fluttust þau í Kópavoginn og bjó Erlendur þar þegar hann lést. Hann starfaði hjá Mjólkursamsöl- unni frá 1966 þar til hann lést, lengst af sem bílstjóri og var með elstu starfsmönnum þar. Útför Erlends fór fram frá Kópavogskirkju hinn 5. septem- ber síðastliðinn í kyrrþey að ósk hins látna. Það hefur orðið mikil breyting á stuttum tíma og stórt skarð sem skilið er eftir hjá þeim sem þekktu pabba. Fyrir stuttu hugsaði ég að kannski væri þetta allt bara draum- ur og ég gæti vaknað bráðum og allt yrði eins og það var áður. Það kom óvænt að pabbi veiktist 26. ágúst síðastliðinn en þá áttu hann og mamma, sem lést fyrir einu ári og rúmum fjórum mánuðum, ein- mitt 35 ára brúðkaupsafmæli. Það var svo þremur dögum síðar að pabbi kvaddi þetta líf með reisn. Það er huggun að trúa að þau geti verið saman núna Margt væri hægt að segja um hann, t.d. hve áreið- anlegur og traustur hann var. Það var undantekning ef hann sagði eitthvað að það stæði ekki eða breyttist. Margir hafa notið góðs af ráðleggingum hans við fjárfestingar á öllum sviðum og var hann fljótur að læra inn á þær breytingar sem orðið hafa á fjármálamarkaðnum á síðustu árum og margt sem hann sagði áhugaverðara en það sem hægt er að læra í skólum á því sviði. Hann hugsaði ávallt vel um heimilið og gaf sér tíma með okkur systkinunum og vildi raða hlutum í rétta forgangsröð og lagði mikið upp úr snyrtimennsku og að hafa hlutina í röð og reglu. Ég bið þess að hann megi hvíla í friði. Blessuð sé minning hans. Guðmundur Heiðar. Elsku pabbi minn. Nú ert þú fall- inn frá, öllum að óvörum. Þetta var nokkuð sem enginn bjóst við. Allt í einu ert þú bara horfinn. Það er virkilega sárt að horfa upp á þetta, þér er bara kippt út úr lífinu með svo mikið ógert. Þú varst nýbúinn að kaupa þér nýjan bíl, varst að dunda þér við að laga hann til og varst nýbúinn að koma honum á götuna. Þú áttir líka eftir að gera ýmislegt fleira í raðhúsinu sem þú varst svo stoltur af að eiga. Það sem gerir þennan missi enn sárari er hve stutt er liðið frá því að mamma dó, ekki nema u.þ.b. eitt og hálft ár. Maður skilur ekki hvernig svona getur gerst, einkum þegar litið er á það hve ung þið dóuð. Þú varst alltaf svo góður við mig og vildir allt fyrir mig gera. Þú varst sko ekki eigingjarn maður, langt í frá. Það var alltaf hægt að leita til þín um hjálp við ýmsa hluti og það var gott að fá ráðleggingar þínar um málin. Það er ekki laust við að ég kvíði dálítið framtíðinni, nú þegar þú ert ekki nálægt. Það vantar þig til að gefa ráð og hjálpa til. Þú hefur alla tíð reynst mér mjög góður en leiðinlegast finnst mér að við vorum ekki eins náin og ég og mamma vorum. Mér fannst ég þó verða nánari þér þegar hún dó. Þess vegna finnst mér sorglegt að þú skyldir fara svona fljótt frá mér. Mér finnst einnig leiðinlegt að þú færð ekki að fylgjast með mér í framtíðinni og færð ekki að kynn- ast barnabörnunum þínum sem verða örugglega einhver. Þú hafðir gaman af börnum og hefðir örugg- lega viljað fylgjast með því. Þú hefðir líka örugglega viljað hjálpa mér við íbúðarkaup og ýmislegt það sem fylgir því að flytja að heiman. Þú varst einmitt góður ráðgjafi og það var í flestum tilvikum mikið að marka það sem þú sagðir um hlut- ina, þó svo að maður kysi stundum að fara ekki eftir ráðleggingunum. Það eina sem ég get sagt að sé jákvætt við lát þitt er að nú getur þú verið með mömmu og hitt hana á ný. Ég veit að þú varst mjög sorgmæddur þegar hún dó þó svo þú hafir ekki alltaf látið líðan þína í ljós á yfirborðinu og þú varst lengi að komast yfir mestu sorgina. Samt finnst mér ósanngjarnt að þú skyldir yfirgefa okkur svona snemma. Ég veit samt að þú fylgist með okkur úr fjarlægð og þú verð- ur alltaf hér í huga mér. Ég elska þig, pabbi minn, og mun ávallt sakna þín. Þín dóttir, Sólveig. Skjótt skipast veður í lofti, það sannaðist enn einu sinni við fráfall bróður míns og mágs Erlends Björgvinssonar. Laugardagskvöldið 24. ágúst síðastliðið kom Elli bróðir í heimsókn. Við sátum saman langt fram á kvöld og ræddum landsins gagn og nauðsynjar. Á meðal þess sem rætt var að einhverju gagni voru Kanaríeyjaferðir fyrr og að hugsanlega væri sniðugt að huga að slíkri ferð á komandi vetri. Elli var óvenju seint á ferð og stoppaði óvenju lengi, hann var yfirleitt ekki á ferð seint á kvöldin þar sem hann fór snemma í háttinn að öllu jöfnu, en í þetta sinn lá honum ekkert á. Varla hefði hvarflað að okkur hjón- unum þá að þetta væri í síðasta sinn sem við töluðum við hann en aðeins einum og hálfum sólarhring síðar hneig hann niður og kom ekki til meðvitundar eftir það. Þegar skrifa á niður minninga- brot vilja þau verða ansi fátækleg vegna þess að af svo miklu er að taka. Ég minnist til dæmis þess þegar ég var strákur í sveitinni heima að Elli kom heim á glænýj- um bílum sem hann var nýbúinn að kaupa, og bauð okkur yngri krökk- unum í bíltúra. Þá var ekki alltaf farin stysta leið. Ég man eftir túr- um fyrir Skaga og fram í Austurdal alveg fram að Merkigili í Skaga- firði. Í slíkum ferðum var faðir okk- ar yfirleitt hafður með í för og sagði frá því sem fyrir augu bar. Slík ferðalög voru saklausum sveitastrák ógleymanleg og mikil upplifun þó varla þættu þau merki- leg í dag. Fyrir um hálfum mánuði þurfti ég að skreppa í ferð út á land. Þar sem aðeins var um skot- túr að ræða hringdi ég í Ella og spurði hvort hann vildi ekki koma með og tók hann því vel. Við keyrð- um sem leið lá um Borgarfjörð og sinnti ég mínum erindum. Á heim- leið vildi Elli endilega að við kæm- um við á einhverjum veitingastað og gerðum við það. Þegar hann var fundinn sagðist hann vilja bjóða mér eitthvað gott að borða. Fyrst hélt ég að hann ætti við hamborg- ara eða eitthvað þvíumlíkt, en hann hafði annað í huga, tók upp matseð- il og benti mér á eina af dýrustu steikunum á matseðlinum og spurði hvort mér litist ekki vel á þessa. Þegar ég jánkaði því pantaði hann hana samstundis. Ég varð hálfhissa og spurði hann þegar við vorum sestir niður hvert tilefnið væri. Hann sagði að það væri ekkert til- efni. Ég hef bara aldrei boðið þér einum að borða með mér á veit- ingastað fyrr, svo það er kominn tími til. Þetta var rétt hjá Ella, þetta var og er í eina skiptið sem við höfum borðað einir saman á veitingastað. Þetta var einnig okkar síðasta máltíð saman, og þykir mér afar vænt um þetta uppátæki hans, ekki síst ef haft er í huga hvernig hans endalok urðu. Elli var oftast miðdepill hvers samkvæmis og hrókur alls fagn- aðar, hann kom yfirleitt fyrstur á staðinn þegar kallað var í kaffisopa eða til annarra samverustunda. Það er því kannski honum líkt að vera fyrstur á staðinn af okkur systk- inunum til nýrra heimkynna og leggja snemma af stað, það var honum einnig líkt. Við hjónin og fjölskylda okkar þökkum honum fyrir samfylgdina. Elsku Gummi, Solla og Sigurjón. Missir ykkar er mikill. Guð gefi ykkur styrk á þessum erfiðu tím- um. Gylfi og Guðbjörg. Enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Ekki átti ég von á að þú myndir kveðja svona snemma. Mér er minnisstætt þegar ég var að alast upp í Fljótunum og sum- arið nálgaðist sem var sérstakt til- hlökkunarefni er þú komst með fjölskyldu þína heim í foreldrahús til stuttrar dvalar í sumarfríinu þínu. Við Gummi lékum okkur sam- an að hinum ýmsu leikföngum sem mér þóttu tilkomumikil. Alltaf varst þú góður við okkur yngri börnin og kenndir okkur margt. Mér er það sérstaklega minnisstætt þegar þú komst eitt sumarið af mörgum á splunkunýjum bíl. Þú bauðst mér í bíltúr og ég varð hugfanginn af bílnum. Ég varð mjög hissa þegar þú stöðvaðir bílinn, steigst út og sagðir við mig: Nú ekur þú heim. Ég held ég hafi verið 12 ára í mesta lagi. Þetta var fyrsta sinn sem ég hafði ekið og varð mjög ánægður með það. Mín fyrsta ferð suður til Reykjavíkur var með þér á vörubíl. Mér þótti leiðin löng og spurði þeg- ar við nálguðumst Blönduós hvort þetta væri Reykjavík. Þú sýndir mér borgina í þessari fyrstu ferð. Alltaf varstu boðinn og búinn að að- stoða náungann. Þú hefur hálpað mér ómetanlega og ber að þakka það. Þegar ég kom suður til náms og vinnu tókuð þið Ella mig upp á arma ykkar og veittuð mér ómet- anlegan stuðning út í lífið. Það var ekkert til sem ég ekki gat leitað til ykkar með úrlausnir á. Þið voruð mér eins og faðir og móðir. Við kveðjum ykkur bæði með miklum söknuði og hörmum að þið þurftuð að kveðja svona snemma. Í minn- ingunni verðið þið ávallt vel geymd. Megi guð varðveita ykkur og veita börnum ykkar styrk í sorginni. Þinn bróðir Þröstur. ERLENDUR JÓN BJÖRGVINSSON  Fleiri minningargreinar um Er- lend Jón Björgvinsson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. 1              + C-< ! 2 "  D ) 2,8  )        ;, ( 0 ! "      >(  &   ! , //- >      $!  $  &  "    ' &  2!    8#&     -- -+ ;,+,4, +<-4<4)-</?  F"= ,!))  "= + F >)D*5 2 ,!))   F7*+ F,!))  F"'-! 7    ;=  F+ F   4  I)* 1                %:% 4%: = !. ,"' )  9  '7' '  9  ,  ' ,"'  &    6  &  < 4-- -!7  9,!))         5 & , 7  9,!))   . 2    ,!))  -!   ,!))  ) %    )     ""  ,!))  )    ,!))  ' <=  & !   ,!))  =) <=  . .2  . . .2 * @  $     $    .    (   " ."      ( !                !  ! D%3 %J  = " "'*  . ,  =) ,  F   . ,,!))      ==   / == . .2  . . .2 * @  $     $  .   (   "  ( !    !    !    4% % % F)  K +L")" )*  = ' )  '9,!))  '5 2   ,!))  ,! "   ! %!   ,!))     -! )  '9 (!     )5       6  ,!))  . .2 * @   $        .    (    ( !  4%:%* *53  " = M  * . 2 5  , ),!)) +   9,  *5  , ) 9, (! 5  , )   . 2 ,!))     *5  , ) "') ,!))  %   *5  , )  F5 > ,!))   = '   ,!)) *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.