Morgunblaðið - 06.09.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.09.2002, Blaðsíða 24
ERLENT 24 FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ EFTIR því sem bandarísk stjórn- völd beita Rússa meiri þrýstingi um að hætta við viðskiptasamn- inga við Íran, Írak og Norður- Kóreu virðast samskipti Rúss- landsstjórnar við löndin sem George W. Bush Bandaríkjaforseti vill kalla „öxul hins illa“ verða nán- ari. Rússar áforma að gera 40 millj- arða dollara viðskiptasamning við Írak og selja fleiri kjarnaofna til Írans, og eru auk þess að vinna að því að tengja rússnesku Síb- eríujárnbrautina við járnbrautir í Norður-Kóreu. Í hvert sinn sem Rússar gera sér dælt við þessi ríki eru banda- rískir ráðamenn ekki seinir að benda á, að það geti reynzt dýrt að tapa velvilja Bandaríkjamanna. Að þeirra sögn gætu góð samskipti við Bandaríkin skilað Rússlandi mun meiru, einnig í fjárhagslegu tilliti, en hvaðeina sem Íran, Írak eða Norður-Kórea geta boðið upp á. Margir sem til þekkja velta því fyrir sér, hvort pólitískar ástæður liggi á bak við samstarf Rússlands við þessi þrjú ríki, sem gangi út á að erta Bandaríkin og koma Rúss- landi í þá stöðu að keppa um áhrif í heiminum. Enn ein ástæðan kann að vera fremur fjárhagslegs eðlis en póli- tísks. Vladimír Pútín Rússlands- forseti er að byggja upp nýjar áherzlur í utanríkisstefnunni, þar sem „vöðvar eru óhikað hnyklaðir“ en sem eiga sér þó þegar allt kem- ur til alls efnahagslegan tilgang. Eiginhagsmunastefna að bandarískri fyrirmynd „Það er orðið ljóst í Rússlandi, að Bandaríkin hugsa fyrst og fremst um eigin efnahagslegu og pólitísku hagsmuni. Og Rússland tekur sér þetta einfaldlega til fyr- irmyndar og er farið að framfylgja samskonar stefnu,“ segir Alexand- er A. Konovalov, yfirmaður póli- tísku rannsókna- og ráðgjafar- stofnunarinnar Institute for Strategic Assessment í Moskvu. „Rússland hefur lengi átt í nán- um samskiptum við þessi þrjú ríki. ... Og það væri beinlínis heimsku- legt ef rússnesk stjórnvöld ákvæðu allt í einu að skera á öll viðskipta- tengsl við þessi lönd, eingöngu í friðþægingarskyni við Bandaríkja- stjórn,“ segir Konovalov. „Rúss- land hefur ekki efni á að gefa svo dýrmæta gjöf.“ Rússneskir stjórnmálaskýrendur benda á reynslu grannríkisins Úkraínu, sem fyrir bandarískan þrýsting hætti við 45 milljóna doll- ara samning um sölu á túrbínum í kjarnorkuver í Íran fyrir fjórum árum. Rússar hlupu í skarðið og kjarnorkuverið, sem er í Bushehr á vesturströnd Írans, er nú nærri fullbyggt. Rússar hafa gert drög að samningi um að selja Írönum sex kjarnakljúfa á næstu árum, þvert á kröftugan þrýsting af hálfu Bandaríkjamanna. Reynsla Úkraínumanna „Rússar muna það vel, hvernig Úkraínumenn ákváðu að hætta við þátttöku í Bushehr-verkefninu í skiptum fyrir bandarísk loforð um fjárfestingar í Úkraínu,“ segir Anton Khlopkov, sérfræðingur við stofnunina Center for Policy Stud- ies í Moskvu. „Bandaríkjamenn stóðu aldrei við loforðin og nú iðr- ast Úkraínumenn þess illilega að hafa látið þessi viðskipti sér úr greipum ganga. Nú er Úkraína að reyna að bæta aftur tengslin við Íran,“ segir Khlopkov. „Það segir sig sjálft að Rússland kærir sig ekki um að lenda í þessari að- stöðu.“ Rússland er stærsta viðskipta- land Íraks. Næstmest viðskipti eiga Írakar við Egypta og Frakka. Einn talsmanna Hvíta hússins reyndi að gera lítið úr þeirri hættu sem þessi viðskiptatengsl Rússa við lönd í „öxli hins illa“ sköpuðu fyrir samskipti Rússa og Banda- ríkjamanna. Sagði talsmaðurinn að þótt bandarísk stjórnvöld hafi skýrt komið til skila mótbárum sínum við sölu á rússneskri kjarn- orkutækni til Írans sjái þau ekki að samningarnir við Írak geti skil- að neinu sem máli skipti né heldur að nokkuð rangt sé við járnbraut- arlagningaráformin milli Rúss- lands og Norður-Kóreu. Reyndar eru rússneskir stjórn- málaskýrendur einnig tortryggnir í garð viðskiptasamninganna við Írak. „Menn grunar sterklega að Saddam Hussein hafi ekki í hyggju að borga Rússum neitt. Allt þetta tal um 40 milljarða dollara er inn- antómt,“ segir Konovalov. „Þetta er ekkert annað en íraskt áróð- ursbragð.“ Írakar skulda Rússum enn sjö milljarða dollara vegna viðskipta á sovéttímanum, sem svarar til um tólf milljarða dala að núvirði eða um 1100 milljarða króna. Flestir rússneskir sérfræðingar eru á einu máli um að samstarf Rússlands við Íran, Írak og Norð- ur-Kóreu erti en ógni ekki sam- bandinu við Bandaríkin. Tillitssemi við Bandaríkin hefur skilað Pútín litlu Síðastliðna tólf mánuði hefur Pútín forseti gert Bandaríkjunum þýðingarmiklar tilslakanir; leyft bandarískum hermönnum að koma sér upp bækistöðvum í fyrrverandi Sovétlýðveldum í Mið-Asíu meðan á herförinni gegn talibanastjórn- inni í Afganistan stóð; látið af harðri mótstöðu Rússa við ákvörð- un Bandaríkjastjórnar um að brjóta gagneldflaugasáttmálann frá 1972 og þróa eigið eldflauga- varnarkerfi; og loks linast í and- stöðunni við stækkun Atlantshafs- bandalagsins. Þessi tillitssama stefna í garð Bandaríkjanna – sem hefur valdið mörgum áhrifamönnum í her, leyniþjónustu og utanríkisþjónust- unni gremju – virðist fram að þessu hafa skilað Pútín litlu. Bandaríkin hafa boðið fátt í stað- inn, en Pútín vonast til að stjórn- völd í Washington muni þegar á þarf að halda styðja inngöngu Rússlands í Heimsviðskiptastofn- unina og önnur skref í þá átt að binda Rússland betur inn í kerfi heimsviðskipta. En þótt Pútín hafi sýnt vilja til tilslakana að því er varðar kjarn- orkuvopnasamninga sem á árum áður voru ósnertanlegir, þá hefur hann ekki séð ástæðu til að beygja sig fyrir bandarískum þrýstingi varðandi viðskipti við lönd sem Bandaríkjamenn vilja einangra. Þrátt fyrir að reynsla Rússa af viðskiptum við stjórn Saddams Husseins í Írak sé slæm óttast Rússar að verði honum steypt af stóli muni bandarísk og brezk fyr- irtæki hrifsa til sín viðskiptin með íraska olíu og gas og ýta rúss- neskum aðilum frá. Rússar líta gjarnan svo á, að ástæðan að baki því hve Bush Bandaríkjaforseti er staðráðinn í að steypa Hussein sé að ná ráðstöfunarvaldinu yfir olíu- og gasiðnaðinum í Írak í hendur bandarískra fyrirtækja. „Það er óvíst hvort Rússum tekst að halda stöðu sinni sem stærsti viðskipta- aðili Íraks ef stjórnarskipti verða í landinu,“ segir Khlopkov. Rússar erta Banda- ríkjamenn Togstreita vegna viðskipta- tengsla Rússa við ríkin sem mynda „öxul hins illa“ Moskvu. Los Angeles Times. AP Ígor Ívanov (t.v.), utanríkisráðherra Rússlands, fagnar gesti sínum og starfsbróður, Naji Sabri frá Írak (t.h.), í byrjun mánaðarins. Írakar skulda Rússum milljarða dollara og vilja Rússar því reyna að tryggja hagsmuni sína. ’ Menn grunarsterklega að Sadd- am Hussein hafi ekki í hyggju að borga Rússum neitt. ‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.