Morgunblaðið - 06.09.2002, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 06.09.2002, Blaðsíða 50
DAGBÓK 50 FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Carr, Poseidon, Mána- foss, Skógafoss og Tok- uju Maru fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Kaldbakur og Tjaldur komu í gær. Mannamót Aflagrandi 40. Vinnu- stofa og leikfimi kl. 9. Bingó kl. 14. Nýtt: í vet- ur verður samsöngur undir stjórn Kára Frið- rikssonar á þriðjud. kl. 14 og hefst þriðjud. 10. sept. Jóga byrjar þriðjud. 10.sept. kl. 9 nokkur laus pláss, upp- lýsingar og skráning í afgreiðslu, sími 562 2571. Árskógar 4. Púttvöll- urinn er opin kl. 10–16 alla daga. Allar upplýs- ingar í s. 535 2700. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 16 hárgreiðsla, kl. 8.30– 12.30 böðun, kl. 9–12 bókband, kl. 9–16 al- menn handavinna, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 13– 16 frjálst að spila í sal. Þriðjudaginn 17. sept- ember kl. 12.30. Haust- litaferð í Skorradalinn. Ullarselið á Hvanneyri heimsótt. Kaffiveitingar á Hvanneyri. Skráning og greiðsla í síðasta lagi miðvikudaginn 11. sept. Allir velkomnir. Uppl. í síma 568 5052. Félagsstarfið, Furu- gerði 1. Kl. 9 aðstoð við böðun, smíðar og út- skurður, kl. 10 létt leik- fimi, kl. 14 skemmtun með Ólafi B. Ólafssyni og Ingibjörgu Aldísi Ólafsdóttur, sópr- ansöngkonu. Kaffiveit- ingar. Allir velkomnir. Félagsstarfið, Dalbraut 18–20. Kl. 9–12 aðstoð við böðun, kl. 9–16.45 opin handavinnustofan, hárgreiðslustofan opin kl. 9–16.45 alla daga nema mánudaga. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 10 hársnyrting, kl. 10– 12 verslunin opin, kl. 11 leikfimi, kl. 13 „Opið hús“, spilað á spil. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Leikfimi karla verður á þriðju- og fimmtudögum, leik- fimi kvenna á mánu- og miðvikudögum. Skrán- ing í hópastarfið hefst 9.–10. og 11. sept. kl. 14–15 í Félagsmiðstöð- inni í Kirkjuhvoli. Kynning á fé- lagsstarfinu á haustönn verður í Kirkjuhvoli 12. sept. kl. 14. Fótaað- gerðarstofan í síma 899 4223. Garðakórinn – æfingar eru byrjaðar á mánud. kl. 17–19 í Kirkjuhvoli. Allir vel- komnir. Ferð eldri borgara á Akranes 14. sept. Skráning hjá Arn- dísi í síma 565 7826 og 895 7826. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Brids kl. 13.30. Púttmót við pútt- klúbb Hrafnistu á Hrafnistuvelli, mæting kl. 13. Á morgun morg- ungangan kl. 10 frá Hraunseli, rúta frá Firðinum kl. 9.50. Or- lofsferð að Höfða- brekku 10.–13 sept. Nokkur herbergi laus, hafið samband við Hraunsel. Glerskurður, skráning hafin. Bilj- ardstofan opinn virka daga frá kl. 13.30–16, skráið ykkur í tíma í Hraunseli, s. 555 0142. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Opið hús hjá Félagi eldri borgara laugardaginn 7. sept- ember kl. 14–16 í Ás- garði. Kynning á starfi og markmiði félagsins. Fjöldasöngur, leik- þáttur og danssýning. Félagar eru hvattir til að mæta og taka nýja félaga með. Sunnud.: Dansleikur kl. 20. Rétt- arferð í Þverárrétt 15. sept. Leiðsögumaður Sigurður Kristinsson. Komið verður við í Reykholti og við Deild- artunguhver. Brottför frá Ásgarði kl. 12. Skráning hafin á skrif- stofu FEB, s. 588 2111. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–12 böðun, kl. 9–16.30 opin vinnustofa, myndlist, kl. 9.30 gönguhópurinn Gönuhlaup leggur af stað, boðið upp á kaffi á eftir göngunni, allir vel- komnir, kl. 14 brids og almenn spilamennska. Sviðaveisla verður föstudaginn 20. sept. kl. 12. Kynning á vetr- arstarfi í Félagsmið- stöðinni verður fimmtu- daginn 12. sept. kl. 13.30, súkkulaði og rjómaterta í kaffinu. Akstursþjónusta í fé- lagsmiðstöðina, sími 568 3132 Gerðuberg. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, m.a. bútasumur og föndur, kl. 9.30 boccia, kl. 10 boccia, frá hádegi spila- salur opinn, kl. 14 kór- æfing. Myndlistarsýn- ing Huga Jóhannes- sonar stendur yfir. Veitingar í Kaffi Bergi. Í dag, 6. sept., dans- leikur, hljómsveit Hjör- dísar Geirs. Grettir Björnsson og Ragnar Páll sjá um góða stemn- ingu, gestur kvöldsins Sigvaldi danskennari. Allir velkomnir. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan opin, leiðbeinandi á staðnum kl. 9.30–16. Gullsmári, Gullsmára 13. Opið alla virka daga kl. 9–17, hádegismatur, kaffi og heimabakað meðlæti. Hraunbær 105. Kl. 9 al- menn handavinna, út- skurður, fótaaðgerð og hárgreiðsla. Kl. 14 verður spilað bingó. Kaffiveitingar. Allir vel- komnir. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun, kl. 10 Mæðra- morgunn. Fótaaðgerð, hársnyrting. Allir vel- komnir. Hallgrímskirkja, eldri borgarar. Vetrarstarfið hefst þriðjudaginn 10. september, fyrirbæna- stund kl. 10.30, leikfimi kl. 13. Súpa, spilað og spjallað. Allir velkomnir. Uppl. í síma 510 1034. Norðurbrún 1. Kl. 9–13 tréskurður, kl. 9–17, hárgreiðsla, kl. 10–11 boccia. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9.15 handa- vinna, kl. 13.30 sungið við flygilinn, kl. 14.30– 16 dansað við lagaval Sigvalda, rjómaterta með kaffinu. Hand- verkssýning og skoð- unarferð um Grafarvog: Mánudaginn 9. sept- ember kl. 13 verður far- ið á handverkssýningu í félags- og þjónustu- miðstöðinni í Hvassa- leiti. Kaffiveitingar að lokinni sýningu. Síðan farið í skoðunarferð um Grafarvog undir leið- sögn Önnu Lísu Guð- mundsdóttir frá Árbæj- arsafni. M.a farið í Grafarvogskirkju, Bryggjuhverfi og fleira. Vitatorg. Vetrardag- skráin komin. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla og myndlist, kl. 9.30 bókband og morg- unstund, kl. 10 fótaað- gerðir og leikfimi al- menn, kl. 12.30 leirmótun, kl. 13.30 bingó. Laus pláss í eft- irtöldum námskeiðum: bókband, myndlist, leir- mótun, körfugerð, mósaik og smiðju. Upp- lýsingar í síma 561 0300. Allir aldurs- hópar velkomnir. Bridsdeild FEBK, Gjá- bakka. Brids kl. 13.15 í dag. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan verður á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, Fannborg 8, kl. 10. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13 kl. 10 á laug- ardögum. Háteigskirkja. Eldri borgarar, bingó kl. 14. í setrinu, kaffi á eftir. Félag kennara á eft- irlaunum. Félagsvistin laugardaginn 14. sept- ember verður í Síðu- múla 37, húsi Brids- sambands Íslands, klukkan 13.30, en ekki í Húnabúð eins og sagt var í seinasta frétta- bréfi FKE. Ungt fólk með ungana sína. Hitt húsið býður ungum foreldrum (u.þ.b. 16–25 ára) að mæta með börnin sín á laugard. kl. 15–17 á Geysi, Kakóbar, Að- alstræti 2. Karlakórinn Kátir karlar hefur æfingar þriðjudaginn 17. sept kl. 13 í Félags- og þjón- ustumiðstöðinni Ár- skógum 4. Söngstjóri Úlrik Ólason. Tekið við pöntunum í s. 553 5979, Jón, s. 551 8857, Guð- jón, eða s. 553 2725, Stefán. Í dag er föstudagur 6. september, 249. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Svo segir Drottinn allsherjar: Dæm- ið rétta dóma og auðsýnið hver öðr- um kærleika og miskunnsemi. (Sak. 7, 9.) LÁRÉTT: 1 óperu, 8 sjávardýr, 9 hamingja, 10 streð, 11 bölva, 13 fyrir innan, 15 reifur, 18 ráfa, 21 verk- færi, 22 létu af hendi, 23 raka, 24 harðbrjósta. LÓÐRÉTT: 2 styrk, 3 hetja, 4 kom auga á, 5 ungi lundinn, 6 hæðir, 7 skordýr, 12 tangi, 14 handsami, 15 fíkniefni, 16 styrkta, 17 tími, 18 eyja, 19 burðar- viðir, 20 vætlar. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 sníða, 4 loppa, 7 ábati, 8 kæpan, 9 ryk, 11 alda, 13 órór, 14 skjót, 15 hönk, 17 tómt, 20 arg, 22 kolin, 23 rýjan, 24 reiða, 25 torga. Lóðrétt: 1 snáfa, 2 íhald, 3 akir, 4 lokk, 5 pipar, 6 arnar, 10 ymjar, 12 ask, 13 ótt, 15 hikar, 16 nældi, 18 ósjór, 19 tunga, 20 anga, 21 grút. K r o s s g á t a 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Naten-safi SÍÐASTLIÐIÐ 1½ ár hef ég annað slagið keypt aloe vera-safa sem mælt er með við ójafnvægi í maga og ýmsum öðrum smákvillum. Á umbúðum er safinn sagður framleiddur fyrir NATEN International ehf., Íslandi. Ég hef verið ánægður með safann sem hefur haft ferskt og hress- andi bragð. Nú bar svo við fyrir stuttu að ég keypti eina litla flösku af þessum safa. Flaskan sjálf var allt öðru vísi í laginu, en merki- miðinn sá sami. Bragðið hins vegar var hreinlega fúlt og andstyggilegt. Ég hef talað við verslunar- stjórann þar sem ég keypti flöskuna, en hann sagðist kaupa hana frá ákveðinni lyfjadreifingu, sem hins vegar kannast ekki við þennan safa. Ég hef árang- urslaust reynt að ná í fyr- irtækið NATEN í Mos- fellsbæ, síminn fyrst sagður sambandslaus, en var síðan á tali í heila viku samfellt. GSM-síminn er sagður utan svæðis eða ekki í sambandi. Nú veit ég að fleiri aðilar sem hafa keypt þennan safa áður og verið ánægðir eru nú verulega óánægðir, en vita ekki hvert er hægt að snúa sér til að fá upplýs- ingar um hvað hefur gerst. Ef einhver lesandi getur leyst þessa gátu er hann vinsamlega beðinn að koma því á framfæri svo að fyrrverandi kaupendur þessa safa fái úrlausn sinna mála. Fúll neytandi. Bláa lónið dýrt KRISTÍN hafði samband við Velvakanda og sagðist hún hafa farið í Bláa lónið með barnabörnin. Sagði hún að þau hefðu verið 5 sem þurfti að borga fyrir og kostaði það rúmlega 3.000 krónur. Fannst henni þetta mjög dýrt og sagðist hún hafa grun um að Ís- lendingar myndu sækja staðinn oftar ef verðið væri lægra. Börn hernámsmanna GETUR einhver sagt mér hver var stofnandi félags- ins Börn hernámsmanna og hvar hægt væri að ná sambandi við hann. Þeir sem gætu liðsinnt mér hafi samband við Kristrúnu Hauksdóttur í s. 864 8804. Að fá almennilega aðhlynningu ÞÓRUNN hafði samband við Velvakanda og vildi hún koma á framfæri, vegna umfjöllunar í fjöl- miðlum fyrir stuttu um lokun deildar fyrir heilabil- aða á Landakoti, að hún viti til þess að heilabilaðir sem dvelji á stofnunun þurfi að borga með sér um 100 þús. krónur á mánuði. Sagði hún að sér fyndist að þeir sem borguðu 100 þús. kr. á mánuði ættu að geta fengið almennilega aðhlynningu fyrir þá upp- hæð. FM á Akureyri ÉG má til með að benda hlustendum á Eyjafjarðar- svæðinu á FM Akureyri 93,9. Þátturinn á morgnana hjá honum Finnboga Mar- inóssyni er bráðskemmti- legur og hlusta ég gjarnan á hann. Þó má ég til með að hrósa ungu konunni sem er milli klukkan fjögur og sex á daginn, Hafdís Erla heit- ir hún, og þakka ég henni fyrir einstaklega notalega þætti. Hún spilar þægilega tónlist, svolítið í anda hans Gests Einars sem ég hef nú saknað frá Rás 2, auk þess sem hún segir skemmtilega frá því sem hún tekur fyrir hverju sinni. Með kveðju. Ánægð kona á Akureyri. Dýrahald Læða og kettlingar fást gefins ÞRÍR fallegir og yndisleg- ir níu vikna kettlingar óska eftir góðum fjölskyldum. Eru kassavanir og barn- vænir. Mömmu þeirra, hana Snoppu Loppu, sem er gullfalleg og ljúf (verður tveggja ára í vetur), vantar einnig nýtt heimili vegna ofnæmis í frændgarði. Upplýsingar í síma: 820 2470 (Marta). VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is SÍFELLT fær maður frétt- ir, bæði í blöðum og sjón- varpi, af alvarlegum slys- um í umferðinni, jafnvel banaslysum. En það hafa ekki allir efni á að eiga og reka bíl og nota strætó í staðinn eða leigubíl þegar þannig vill til. Þeir sem þurfa að nota leigubíla og eru með börn með sér þurfa iðulega að sitja undir börnunum, sem er stórhættulegt, eða setja þau í bílbelti sem passa þeim ekki. Vil ég því koma þeim tilmælum á framfæri að leigubifreiðastjórar hafi barnabílstól og/eða púða fyrir börn í bílum sínum. Þá gæti fólk með börn pantað bíl sem hefði þessi öryggistæki. Þar með yrði öryggi barna í leigubifreiðum tryggt eins og hægt er. Þóra Stefánsdóttir. Varnir í umferðinni Víkverji skrifar... FYRR á þessu ári las Víkverjigrein í bandarísku dagblaði um sigurgöngu DVD-spilara þar í landi. Sala á DVD-spilurum hefur tekið þvílíkan kipp á síðustu misserum að því er haldið fram að nær ekkert annað rafmagnstæki í sögunni hafi verið jafnfljótt að festa sig í sessi. Vinsældir DVD eru slíkar að spilar- arnir hafa verið mun fljótari að ná fótfestu en myndbandstæki, geisla- spilarar, einkatölvur og jafnvel sjón- varpstæki á sínum tíma. Einungis eru um fimm ár liðin frá því að DVD-spilarar komu á markað og nú þegar eru þeir farnir að ógna myndbandstækjunum. Ekki spillir fyrir að verðhrun hefur orðið á spil- urum og margir þeirra kosta á bilinu 80-100 dollara eða frá sjö þúsund krónum þótt dýrari merkjaspilarar séu enn á verðbilinu 150-200 dollarar eða allt að 18 þúsund krónur. Í upp- hafi var ekki óalgengt að spilarar kostuðu 600-700 dollara. x x x ÞETTA endurspeglast í sölu ogleigu á kvikmyndum en þar virðist DVD vera að ná yfirhöndinni gagnvart VHS-myndböndunum. Talið er að Bandaríkjamenn muni kaupa DVD-diska fyrir þrjá millj- arða dollara á þessu ári, sem er 50% aukning frá síðasta ári. Dæmi eru um að margar vinsælar kvikmyndir hafi selst mun betur á DVD en á myndbandi. Kostir DVD eru augljósir. Af- burða hljóð- og myndgæði og jafn- framt minna vesen en með mynd- böndin. Diskarnir taka minna pláss, þola meira hnjask og það þarf ekki að spóla þá til baka. Hins vegar er það augljós ókostur að ekki er hægt að taka upp á DVD-diskana. Á með- an sú er raunin er líklega engin hætta á að myndbandstækið endi á haugunum. x x x ENN sem komið er hafa mynd-böndin sterkari heildarstöðu á bandaríska leigumyndamarkaðnum. Þróunin er hins vegar skýr. Á fyrsta helmingi þessa árs jókst útleiga á DVD-myndum um 116% á sama tíma og leiga á myndböndum dróst saman um 22%. Í New York Times í síðasta mánuði var haft eftir forstjóra Col- umbia Tri-Star kvikmyndafyrirtæk- isins að innan tveggja ára yrði að öll- um líkindum erfitt að finna annað en „fjölskyldumyndir“ á myndbandi. x x x ÍSLENDINGAR státa sig stund-um af því að vera tæknivædd þjóð og því hefur það komið Víkverja á óvart hversu hægt hefur gengið að auka framboðið á DVD-diskum. Á mörgum stærri myndbandaleigum er enn sem komið er hreinlega enga DVD-diska að finna. Myndböndin eru allsráðandi. Það sama má segja um margar verslanir. Ef sú spá er rétt að innan nokk- urra ára muni DVD taka völdin fer varla að verða seinna vænna fyrir myndbandaleigurnar að bregðast við þessari þróun og vissulega hafa margar þeirra gert það nú þegar. Í Bandaríkjunum ákvað myndbanda- keðjan Blockbuster, sem er stærsta keðja af þessu tagi í heimi, nýlega að megináhersla fyrirtækisins í fram- tíðinni yrði á sölu og leigu á DVD- diskum og tölvuleikjum. Hvenær kemur að því að íslenskar mynd- bandaleigur taki sama pól í hæðina?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.