Morgunblaðið - 06.09.2002, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 06.09.2002, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2002 55 EVRÓPSKA kvikmyndaakademían hefur tilnefnt kvikmyndina Hafið eftir Baltasar Kormák til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna 2002 og er það eina íslenska kvikmyndin sem tilnefnd er að þessu sinni. Verðlaunin verða veitt á vegum akademíunnar í Róm 7. desember. Hátíðardagskránni verður sjón- varpað víða um Evrópu og til fleiri heimsálfa. Handritið að Hafinu sömdu leik- stjórinn Baltasar Kormákur og Ólaf- ur Haukur Símonarson, höfundur leikritsins sem myndin er gerð eftir. Evrópsku kvikmyndaverðlaunin eru veitt árlega. Tilgangur þeirra er að kynna evrópskar kvikmyndir og listræn gæði þeirra og tendra áhuga á þeim sem víðast. Atkvæðisrétt hafa rúmlega 1.400 Evrópumenn sem starfa við kvikmyndir, hafa afl- að sér viðurkenningar fyrir störf sín og vilja styðja markmið akademí- unnar. Þrettán Íslendingar hafa nú atkvæðisrétt. Auk þess fer fram netkosning um hverjir hljóta skulu áhorfendaverð- launin en undanfarin ár hefur sú kosning m.a. farið fram á mbl.is og verður þar engin breyting á í ár. Íslendingar hafa nokkrum sinnum unnið til Evrópsku kvikmyndaverð- launanna. Árið 1991 fékk Hilmar Örn Hilmarsson evrópsku FELIX- verðlaunin, sem voru forveri verð- launa akademíunnar, fyrir tónlist sína í Börnum náttúrunnar eftir Friðrik Þór Friðriksson. Árið 2000 fékk Björk bæði verðlaun Evrópsku kvikmyndaakademíunnar og áhorf- endaverðlaunin sem besta evrópska leikkonan fyrir hlutverk sitt í Myrkradansara eftir Lars von Trier. Sama ár fékk Ingvar Sigurðsson áhorfendaverðlaunin fyrir hlutverk sitt í Englum alheimsins eftir Frið- rik Þór Friðriksson. Sýningarréttur til kvikmynda- húsadreifingar á Hafinu hefur nú verið seldur til rúmlega 30 landa. Í fréttatilkynningu frá Kvikmynda- sjóði Íslands segir að svo víðtæk dreifing á mynd áður en hún hefur verið heimsfrumsýnd sé einsdæmi um íslenska bíómynd. Salan sé einn- ig víðtækari í hverju landi um sig en yfirleitt hafi tíðkast um íslenskar bíómyndir. Hafið verður heimsfrumsýnt á kvikmyndahátíðinni í Toronto í dag. Myndin verður sýnd á 50. kvik- myndahátíðinni í San Sebastian á Spáni 23. þessa mánaðar, og er þar ein af 18 myndum í keppni. Hafið verið frumsýnd hér á landi næst- komandi föstudag, 13. september. Spennandi verður að fylgjast með hvernig Hafinu farnast er Evrópsku kvikmyndaverðlaunin verða veitt í desember. Hafið tilnefnt til Evrópsku kvikmynda- verðlaunanna TENGLAR ..................................................... www.europeanfilmacademy.org/ index.htm www.regnboginn.is Sýnd kl. 6 og 10.Sýnd kl. 8. B.i. 10 ára The Sweetest Thing Sexý og Single „Besta mynd ársins til þessa“ 1/2HÖJ Kvikmyndir.com „Ein besta mynd þessa árs. Fullkomlega ómissandi.“  SV Mbl  HK DV  Radíó X Yfir 25.000 MANNS Sýnd kl. 8. B. i. 14. „meistaraverk sem lengi mun lifa“  ÓHT Rás 2 i t l i lif Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.10.Sýnd kl. 7 og 10. B.i. 12 ára. mikeMYERS beyoncé KNOWLES and michaelCAINE Sýnd kl. 6. með ísl. tali.  Radíó X Yfir 15.000 MANNS 1/2Kvikmyndir.is  HL Mbl Hverfisgötu  551 9000 Sannsöguleg stórmynd framleidd af Sigurjóni Sighvatssyni. Ingvar Sigurðsson fer á kostum í magnaðri mynd sem þú mátt ekki missa af! FRUMSÝNING www.laugarasbio.is Sýnd kl. 4 og 6. með íslensku tali. Ben affleck Morgan Freeman  SK Radíó X  ÓHT Rás2 „Enginn ætti að missa af þessari,“ Kvikmyndir.is Sýnd kl. 8 og 10.10. Forsýnd kl 12.15 eftir miðnætti. Sýnd kl. 6 og 9. B. i. 14. Yfir 25.000 MANNS Yfir 15.000 MANNS  Radíó X 1/2Kvikmyndir.is mikeMYERS beyoncé KNOWLES and michaelCAINE Frá leikstjóra og framleiðanda THE FAST AND THE FURIOUS NÝ TEGUND TÖFFARA ATH! MIÐASALA OPNAR KL. 15.30. FORSÝNING POWERFORSÝNINGkl. 12.15 eftir miðnætti.Á STÆRSTA THX tJALDI LANDSINS Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.