Morgunblaðið - 06.09.2002, Page 26

Morgunblaðið - 06.09.2002, Page 26
LISTIR 26 FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ meistar inn. is ÁBYRGÐ ÁREIÐANLEIKI SUMARTÓNLEIKUM 2002, í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar, lauk með kammertónleikum, er Trío Nordica stóð fyrir en þar standa að verki Auður Hafsteins- dóttir á fiðlu, Bryndís Halla Gylfa- dóttir á selló og Mona Sandström á píanó. Fyrsta verk tónleikanna var Trio Elegiaque í g-moll, eftir Sergej Rakhmanínov, sem hann samdi 1892, er hann var í skóla en annað tríó með sömu yfirskrift og er í d-moll, op. 9, var samið ári seinna. Varðandi tónmál hans má segja, að Rakhmanínov marki eins konar endalok á þeim stíl, er Tsjajkovskí stóð fyrir, enda dáði hann forvera sinn mjög og samdi seina tríóið í d-moll, til minningar um meistara sinn. Þrátt fyrir að tríóið í g-moll sé frekar léttvægt að gerð, er það hlaðið af fallegum syngjandi laglínum og í raun gott verk frá hendi nítján ára tón- skálds. Auðvitað fær píanóið oft glitrandi skemmtilegar tónhug- myndir en treginn kemur sérstak- lega fram í þrungnum laglínum fyrir sellóið og þó verkið væri á köflum einum um of átaksmikið í flutningi, var leikurinn hjá Trio Nordica, þegar til heildarinnar er litið, glæsilega útfærður. Frumflutt var nýtt tríó eftir Hauk Tómasson, gott verk, skýrt í formi er var mjög vel flutt. Tón- málið hjá Hauki er að breytast, frá því að vera kontrapuntískt flókið og einnig byggt á smágerðum tón- hugmyndum, í að tónflöturinn er að stækka og tónmálið er að verða gegnsærra og jafnvel tónalla en áður var. Verkið er töluvert erfitt og var mjög sannfærandi flutt, þar sem heyra mátti vel leiknar ka- densur leiknar á fiðlu og selló. Átakskaflarnir voru bæði þrá- stefjaðir og kaotískir, aðferðir sem ekki eru nýjar af nálinni, þó allt félli að einu, í þessu ágæta og op- inskáa verki. Tónleikunum lauk með tríói op 87, eftir meistara Brahms og þar tók oft í hnúkana hjá flytjendum, sem léku verkið með miklum til- þrifum og á stundum of hratt, eins t.d. andante kaflann, tilbrigðin, með sína „lombardísku“ hrynskip- an og „ballöðulega“ tónmál, þar sem marka hefði mátt fyrir meiri hraðabreytingum, á milli einstakra tilbrigða, þó niðurlagið væri fal- lega og hæglátlega flutt. Þetta með hraðann á einnig við um skersóið, sem var í það hraðasta og missti því ísmeygileg sérkenni sín og að ekki var gert nóg úr syngjandi andstæðum miðþáttar- ins gagnvart sjálfu skersóinu. Trio Nordica er skipað frábær- um hljóðfæraleikurum er náðu oft góðum tilþrifum, sérstaklega í jað- arþáttum Brahms tríósins, sem eru átaksmiklar tónsmíðar. Pían- istinn, Mona Sandström, átti margar glitrandi tónhendingar, bæði í tríóinu eftir Rakhmanínov og Brahms. Fiðlarinn, Auður Haf- steinsdóttir, lék sérlega vel í til- þrifamikilli „cadensu“, í tríói Hauks og átti markvissan leik í Brahms-tríóinu. Sellistinn, Bryn- dís Halla Gylfadóttir, með sinn safamikla og syngjandi tón, var frábær í Rakhmanínov, ótrúlega teknísk í verki Hauks og átti kraftmikinn leik í Brahms. Eins og fyrr segir, var leikur Trio Nordica mjög þrunginn, sérstaklega í Brahms, og það sem helst mætti tiltaka, að á köflum hefði mátt slaka ögn á í hraða og styrk, í Brahms-tríóinu, til að skapa and- stæður og marka þáttaskil í tón- máli verksins, sem að öðru leyti var glæsilega flutt. Tilþrifamikill og glæsilegur flutningur TÓNLIST Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Trío Nordica flutti verk eftir Rakh- manínov, Brahms og frumflutti tríó eftir Hauk Tómasson. Þriðjudagurinn 3. sept- ember 2002. KAMMERTÓNLEIKAR Jón Ásgeirsson. ÍSLENSKIR bíógestir hafa án efa beðið með talsverðri eftirvæntingu eftir spennumyndinni K-19: The Widowmaker, sem frumsýnd verð- ur hér á landi í dag. Hér er á ferð- inni ein dýrasta mynd sumarsins, en Sigurjón Sighvatsson og fyrir- tæki hans Paloma Pictures er með- al framleiðenda auk þess sem Ingv- ar E. Sigurðsson fer með eitt aðalhlutverkanna og Karl Júl- íusson tók þátt í gerð leikmynd- arinnar. Tökur fóru að mestu leyti fram í Kanada. Kvikmyndin er byggð á sönnum atburðum, sem áttu sér stað um borð í sovéskum kafbáti á tímum kalda stríðsins. Árið 1961 varð geislavirkt úrfall í kjarnakljúfi kaf- bátsins K-19 þar sem hann var á siglingu í Norður-Atlanshafinu milli Íslands og Noregs. Skipið var nýtt, í sinni jómfrúsiglingu og kjarnorkuofnaranir lítið reyndir. Áhöfnin, undir stjórn Alexi Vostri- kov (Harrison Ford), stóð í hat- rammri baráttu upp á líf og dauða til að afstýra slysi af svipaðri stærðargráðu og henti í Chernobyl. Það hefði að öllum líkindum ekki aðeins leitt af sér dauða áhafnar- innar og ófyrirsjáanlegt umhverfis- slys í hafinu heldur jafnvel komið af stað stríðsátökum milli stórveld- anna í austri og vestri en á þessum tímapunkti ríkti geysileg spenna í öllum samskiptum þeirra. Handrit myndarinnar skrifaði Christopher Kyle upp úr sögu Louis Nowra. Leikstjórinn er Kathryn Bigelow en það verður að teljast harla fátítt að konur fái tækifæri til að stýra mynd af þessari stærðargráðu. Bigelow mun hafa verið valin til að leikstýra myndinni þar sem hún á að baki framtíðartryllinn Strange Days (’95), sem var lítið viðaminni og þótti forvitnileg í marga staði. Bigelow, sem var gift leikstjóran- um James Cameron (Titanic), er einnig höfundur nokkurra annarra athyglisverðra mynda á borð við Blue Steel (’90) og Point Break (’91). Leikarar: Harrison Ford (What Lies Beneath, Six Days Seven Nights, Air Force One); Peter Stebbings (On Their Knees, Picture Claire, No Alibi); Liam Neeson (Gangs of New York, Gun Shy, Star Wars II: árás klón- anna); Peter Sarsgaard (Uncondition- al Love, The Center of the World, Housebound); Joss Ackland (Painting Faces, Passion of Mind, The House on Turk Street. Leikstjóri: Kathryn Bigelow. Harrison Ford ásamt félögum í kafbátsmyndinni K19. Kjarnorkuslys í jómfrúferð Smárabíó, Regnboginn og Borgarbíó Akureyri frumsýna K-19: The Widow- maker með Harrison Ford, Peter Stebb- ings, Liam Neeson, Peter Sarsgaard og Joss Ackland. KVIKMYNDIN 24 Hour Party People segir lygilega en sanna sögu Tony Wilson og félaga hans, sem gerðu Manchester að háborg tón- listarinnar á árunum 1976–1992, allt frá fæðingu pönksins til dauða „sýruhúsanna“. Við sögu kemur m.a. mikil tónlist, eiturlyf og kynlíf. Steve Coogan fer með hlutverk Tony Wilson í myndinni, sjónvarps- stjörnu og útgefanda Joy Division, New Order, Happy Mondays og Smiths. Tony Wilson og félagar stóðu m.a. að stofnun hljómplötuút- gáfunnar Factory Records og Hac- ienda-klúbbsins og komu Man- chester þar með á kortið hvað varðar tónlist, tísku og skemmtana- hald. Aðalleikari myndarinnar, Steve Coogan, sem þekktur er í heimalandi sínu Englandi fyrir sjónvarpsþætti sína og fjölmarga grínkaraktera, þ.á m. Alan Part- ridge, þykir í myndinni vinna mik- inn leiksigur. Þetta mun vera fyrsta kvikmynd- in, sem sýnd er hér á landi undir nýjum samningi, sem Samfélagið og Íslenska kvikmyndasamsteypan ehf. hafa gert með sér um dreifingu innlendra og erlendra kvikmynda hins síðarnefnda. Íslenska kvik- myndasamsteypan mun leitast við að tryggja sér sýningarrétt á myndum, sem vakið hafa athygli á helstu kvikmyndahátíðum, sem haldnar eru. Lögð verður áhersla á myndir, sem framleiddar hafa verið utan Bandaríkjanna. Í tengslum við myndirnar, verður jafnframt stefnt að því að fá athygl- isverða kvikmyndagerðarmenn í heimsókn. Leikstjóri 24 Hour Party People er Michael Winterbottom, sem leik- stýrt hefur m.a. Wonderland, Wel- come to Sarajevo, Jude og Family. Leikarar: Steve Coogan (The Parole Officer, The Revengers’ Comedies); Paddy Considine (East of Harlem, Born Romantic, Last Resort); Lennie James (The Martins, Lucky Break, Among Giants); Andy Serkis (Death- watch, The Escapist, Shiner); Shirley Henderson (American Cousins, Harry Potter and the Chamber of Secrets, Once Upon a Time in the Midlands). Leikstjóri: Michael Winterbottom. Hljómsveitin Joy Division birtist í 24 Hour Party People. Stjórnlaus rokksagnfræði í háborg tónlistarinnar Háskólabíó og Sambíóin í Mjódd frum- sýna 24 Hour Party People með Steve Coogan, Paddy Considine, Lennie James, Andy Serkis og Shirley Hend- erson. INDVERSK-bandaríski leikstjór- inn M. Night Shyamalan hefur vakið mikla athygli á sínum stutta ferli, en vönduð draugamynd hans, The Sixth Sense, sló í gegn eftir að hún kom út árið 1999, og þótti leikstjórinn ná að fylgja henni vel eftir með Unbreak- able sem sýnd var ári síðar. Líkt og í nýjustu mynd sinni, Signs, er Shya- malan mjög umhugað um dulin lög- mál er áhrif hafa á gang lífsins og koma þar draugar og ýmis yfirnátt- úruleg fyrirbæri við sögu. Í Signs er það spurningin um tilvist geimvera og Guðs sem knýr söguna áfram, jafnframt því sem leikstjórinn reynir sig við klassíska spennuhroll- vekju í anda meistara Hitchcocks. Sögusviðið er mestmegnis bundið við afskekkt bóndabýli í Bandaríkjunum. Þar býr lítil fjölskylda, presturinn Graham og börnin hans tvö, auk yngri bróður Grahams. Fjölskyldan er í sárum eftir skyndilegt fráfall móður- innar og hefur presturinn snúið baki við Guði sínum. Þetta sögusvið af- markar ytri og innri spennufram- vindu myndarinnar, þar sem dular- fullir atburðir taka að gerast í kringum bóndabæinn og reyndar víð- ar sem knýja prestinn til uppgjörs við eigin lífsviðhorf og tilfinningar. Andstætt þeim miklu væntingum sem gerðar hafa verið til M. Night. S. sem leikstjóra þykir mér þessi nýja mynd engan veginn standast saman- burð við hina mögnuðu hrollvekju- og örlagasögu sem The Sixth Sense var. Myndin og einkum ytri rammi er að flestu leyti haganlega smíðuð og mjög í anda þess skóla sem kenna má við Hitchcock. Framvindan er hæg, tök- ur vandaðar og myndrænar og ógnin lengi að sýna sig. Rýmið þarna á milli er síðan notað til þess að kryfja sálar- líf persónanna og er það í þessum veigamikla þætti myndarinnar sem mér þykir leikstjórinn og handrits- höfundurinn byggja á sandi, enda er öll sú saga bæði ósannfærandi og fyr- irsjáanleg – fer satt að segja út í óþarfa væmni. Lífsspekin sem miðla á í hinum dularfullu teiknum, þ.e. hringjum sem birtast á kornakri prestsins, er jafnframt yfirborðs- kennd og leysist reyndar upp þegar spennuframvinda sögunnar er farin almennilega af stað. Þó svo að vel sé staðið að allri umgjörð myndarinnar, og leikarar standi sig vel finnst mér sjálf miðjan, þ.e. stórleikarinn Mel Gibson í hlutverki Grahams, engan veginn valda hlutverki sínu, sem byggist á hægfara og bældum tilfinn- ingaupplifunum. Í staðinn er hann einhæfur og vélrænn og er túlkun hans á tilfinningaþrungnum atriðum þvinguð og væmin. Sterk nærvera Joaquins Phoenix er hreinlega ómiss- andi í þessu ljósi. Á heildina litið er Signs því meingölluð og því ekki meira en meðalspennuhrollvekja. Tilvist Guðs og geimvera KVIKMYNDIR Háskólabíó, Sambíóin Álfabakka og Kringlunni Leikstjórn og handrit: M. Night Shya- malan. Kvikmyndataka: Tak Fujimoto. Tónlist: James Newton Howard. Aðal- hlutverk: Mel Gibson, Joaquin Phoenix, Rory Culkin, Abigail Breslin og Cherry Jones. Sýningartími: 118 mín. Bandarík- in. Touchstone Pictures, 2002. SIGNS (TEIKN)  Heiða Jóhannsdóttir Í RAUÐA húsinu á Eyr- arbakka stendur nú yf- ir sýning Haf- liða Magnús- sonar, rit- höfundar og teiknara, á lit- uðum teikn- ingum. Um er að ræða götumyndir frá Eyrarbakka, Stokkseyri og Selfossi. Götumyndir á Eyrarbakka Hafliði Magnússon með eitt verkanna. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.