Morgunblaðið - 06.09.2002, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 06.09.2002, Qupperneq 14
SUMARIÐ hefur verið heldur enda- sleppt hjá þeim félögum Júlíusi Tryggvasyni og Hlyni Jóhannssyni knattspyrnumönnum í KA. Í stað þess að berjast með félögum á knattspyrnuvellinum hafa Júlíus og Hlynur barist við að ná aftur heilsu eftir smávægilegar hnéaðgerðir fyrr í sumar á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri. Báðir fengu þeir sýkingu í hnéð tveimur dögum eftir aðgerðirnar og hafa þeir þurft að liggja í rúma 40 daga á sjúkrahús- inu í kjölfarið, Júlíus í 25 daga og Hlynur í 16 daga. Júlíus sagði að svona hnéspeglun eins og hann og Hlynur fóru í, væri ekki stór aðgerð og hefði aðeins átt að halda þeim frá fótboltanum í 10– 14 daga. Hins vegar hafi hann þurft í fjórar aðgerðir til viðbótar eftir að sýkingin kom upp og Hlynur í þrjár aðgerðir til viðbótar. Hlynur fór í aðgerð 28. júní en Júlíus 23. júlí sl. Hvorugur hefur getað hafið æfing- ar, Júlíus gengur enn við hækjur og getur ekki sinnt vinnu en Hlynur var frá vinnu í heilan mánuð sumar. „Þetta hefur komið sér mjög illa, ég er í námi og ætlaði að nota sumarið til að afla mér tekna,“ sagði Hlynur. Gæti skrifað heila bók um mína sjúkrasögu Aðspurðir um af hverju þessi sýking hefði komið upp, sögðu þeir félagar, að fátt hefði verið um svör en talað um að þar hefðu áhrif margir samverkandi þættir. Þeim væri þó ljóst að skurðaðgerð fylgdi ákveðin hætta „en maður gerði sér ekki grein fyrir því hversu alvar- legt það er að fá sýkingu,“ sagði Hlynur. „Það er líka alveg sár- grætilegt að hafa misst af fótbolt- anum í sumar, ég ætlaði rétt að skjótast í þessa aðgerð og hlaupa svo út af sjúkrahúsinu aftur,“ sagði Júlíus. Enn liggur ekki ljóst fyrir hvern- ig þeim félögum reiðir af eftir sum- arið en báðir eru þeir ýmsu vanir og hafa fengið sinn skammt af meiðslum í gegnum tíðina. „Ég gæti skrifað heila bók um mína sjúkra- sögu,“ sagði Júlíus, sem hefur leik- ið með Þór, Leiftri, Stryn í Noregi og KA. Hlynur hefur einnig komið víða við og leikið með Víði, Kefla- vík, Leiftri og KA. Þessi atvik hafa komið illa við þá félaga fjárhagslega og sagði Júlíus að tryggingamálin væru hreinn frumskógur og því alls óvíst hvern- ig þau mál enduðu. KA-menn hafa staðið sig vel á knattspyrnuvell- inum í sumar og framundan er leik- ur í undanúrslitum bikarkeppn- innar gegn Fylki. Hlynur og Júlíus verða þá að gera sér að góðu að sitja uppi í stúku, eins og lengst af í sumar „en við verðum bara klárir í Evrópukeppnina á næsta ári,“ sagði Hlynur. Tveir knattspyrnumenn í KA fengu sýkingu eftir smávægilegar hnéaðgerðir Lágu á sjúkra- húsi í samtals um 40 daga Morgunblaðið/Kristján Júlíus Tryggvason, t.v., og Hlynur Jóhannsson halla sér upp að stöng norðurmarksins á Akureyrarvelli. Þeir félagar hafa ekki getað leikið knattspyrnu undanfarna mánuði og alls óvíst er með framhaldið. AKUREYRI 14 FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ www.islandia.is/~heilsuhorn Hver tafla inniheldur yfir 1 milljarð L-Bulgaris, L-Acido og L-Bytidus. PÓSTSENDUM Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889. Fæst m.a. í Lífsins lind í Hagkaupum, Árnesapóteki, Selfossi og Yggdrasil, Kárastíg 1. Nauðsynlegt fyrir góða meltingu FULLTRÚAR Samfylkingar og L-lista gagnrýndu fyrirtækið Mannafl, sem sá um að fara yfir og greina umsóknir um stöðu deild- arstjóra íþrótta- og tómstunda- mála, á fundi bæjarstjórnar fyrr í vikunni. Ágúst Hilmarsson á L-lista sagði þar að menn hefðu ekki kynnt sér gögn umsækjenda til fulls. „Það er alvarlegt að viður- kennt ráðgjafafyrirtæki beri á borð fyrir íþrótta- og tómstunda- ráð gögn þar sem allt er ekki alls kostar rétt,“ sagði Ágúst. Oktavía Jóhannesdóttir, Samfylkingu, sagði í Morgunblaðinu í gær að rangar upplýsingar hefðu fylgt gögnum en þær lúta að menntun þess sem hlaut stöðuna. Alls sóttu 34 um starfið og voru 4 valdir úr þeim hópi í starfsviðtal, en þar af voru 3 taldir hæfastir; Kristinn Svanbergsson, Soffía Gísladóttir og Viðar Sigurjónsson. Minnihluti íþrótta- og tóm- stundaráðs gerði að tillögu sinn að Soffía yrði ráðin í stöðuna, eftir skoðun á greinargerð Mannafls um hæfi umsækjenda og að teknu til- liti til krafna sem settar voru fram í auglýsingu um starfið og með hliðsjón af jafnréttisáætlun bæj- arins. Meirihlutinn greiddi Kristni atkvæði sitt. Samkvæmt auglýsingu um starf- ið voru þær kröfur gerðar til um- sækjenda að þeir hefðu menntun sem nýttist í starfi, reynslu af stjórnun og rekstri, þekkingu á málaflokknum og hæfni í mann- legum samskiptum. Í greinargerð Mannafls kemur fram að Kristinn hefur lokið námi í íþróttafræði við Bosön íþróttahá- skólann í Svíþjóð, Soffía er með B.A.-próf í uppeldis- og mennt- unarfræði frá HÍ og Viðar B.Ed.- próf frá Kennaraháskóla Íslands en að auki hafa öll lokið ýmsum námskeiðum. Gagnrýni Oktavíu og Ágústs beinist að því að nám Kristins hafi verið á lýðskólastigi og hafi þeir sem fóru yfir umsóknir lagt það að jöfnu t.d. við fjögurra ár nám við hinn virta Íþróttaháskóla í Köln í Þýskalandi. Slíkt sé fráleitt. Jón Birgir Guðmundsson fram- kvæmdastjóri Mannafls á Akur- eyri sagðist ekki geta tjáð sig um málið og hann kvaðst ekki skilja hvernig fyrirtækið hefði blandast inn í þessa umræðu. Samfylking og L-listi gagnrýna Mannafl Segja gögn um mennt- un ekki rétt MIKLAR umræður hafa verið að undanförnu um hugsanlega sam- einingu Norðurorku á Akureyri, RARIK og Orkúbú Vestfjarða í eitt orkufyrirtæki og sýnist sitt hverjum. Franz Árnason, framkvæmdastjóri Norðurorku á Akureyri, segir það sína skoðun að það skipti öllu máli fyrir Akureyringa hvert endanlegt verðmat Norðurorku verður miðað við hin fyrirtækin í því verðmætamati sem nú fer fram á fyrirtækjunum. Það er skoðun Franz að verðmæti Norðurorku sé að lágmarki 40% af samanlögðu verðmæti fyrirtækjanna þriggja. Þessa skoðun sína byggir hann að sögn á könnunum á verð- mæti fyrirtækjanna sem Norðurorka hefur látið gera og á öðrum fyrirliggj- andi upplýsingum um málið. „Það er jafnframt nauðsynlegt að tryggja að ríkissjóður verði ekki meirihlutaeigandi í nýju fyrirtæki og er eðlilegt að Akureyringar taki það hlutverk að sér. Þetta mundi tryggja að höfuðstöðvar fyrirtækisins verði á Akureyri. Þá þarf að sjá til þess við stofnun slíks fyrirtækis að ekki þurfi að hækka raforkuverð á Akureyri vegna þess.“ Franz sagði ekki rétt að gera að því skóna að mikið af nýjum störfum flytjist til Akureyrar þótt höfuðstöðvar nýs fyrirtækis yrðu þar. Spurður um samlegðaráhrif samein- aðs fyrirtækis sagði Franz að þau yrðu einhver en að menn yrðu lítið varir við þau áhrif í raforkutöxtunum. Umhverfi raforkufyrirtækja þarf að vera ljóst „Til þess að fá rétt verðmat á þessi fyrirtæki tel ég eðlilegast að bæði RARIK og Norðurorka verði gerð að hlutafélögum. Þá er hægt að fá fram markaðsvirði þeirra vilji eigendur það. Einnig er líka nauðsynlegt, áður en hugsanlegt fyrirtæki verður til, að ríkið taki af öll tvímæli um það hvert framlag þess til jöfnunar raforku- verðs í landinu eigi að vera. Að auki verður umhverfi raforkufyrirtækja að vera ljóst,“ sagði Franz. Fyrir Al- þingi liggur frumvarp til nýrra raf- orkulaga, sem felur í sér töluverðar breytingar á lagalegu umhverfi orku- fyrirtækja. Franz sagði í það minnsta óheppilegt að stofna til nýs fyrirtækis fyrr en sá lagarammi liggi fyrir. Þeg- ar hefur verið ákveðið að breyta Norðurorku í hutafélag og fyrir Al- þingi liggur frumvarp um að breyta RARIK í hlutafélag. Franz sagði það sína skoðun þrátt fyrir þær hugmyndir sem nú eru uppi, að Norðurorka sé ein og sér ágætis rekstrareining og komi til með að standa sig ágætlega, þótt lagaum- hverfi orkufyrirtækja taki einhverj- um breytingum. Páll Tómasson, stjórnarformaður Norðurorku, sagði að sérstakur starfshópur væri með málefni fyrir- tækjanna í vinnslu. Starfshópurinn muni skila af sér skýrslu um málið, sem byggist á verðmætamati fyrir- tækjanna frá ráðgjafafyrirtækinu Deloitte&Touche. Páll sagði að stjórn Norðurorku hefði ekki tekið málið til efnislegrar meðhöndlunar en muni að sjálfsögðu gera það þegar skýrslan liggi fyrir. „Hins vegar er ljóst að það er stefna Norðurorku að bjóða eitt lægsta raforkuverð landsins til heim- ila og atvinnulífs í sveitarfélaginu.“ Sitt sýnist hverjum um ágæti sameiningar Öll fyrirtækin þrjú voru rekin með tapi á síðasta ári. Heildartekjur RARIK á síðasta ári námu um 5,3 milljörðum króna en tap á rekstrin- um nam um 380 milljónum króna. Tekjur Norðurorku námu um 1.250 milljónum króna í fyrra en tap á rekstrinum nam 28 milljónum króna. Heildartekjur Orkubús Vestfjarða voru um 920 milljónir króna í fyrra og nam tap á rekstrinum tæpum 113 milljónum króna. Eins og áður er getið sýnist sitt hverjum um ágæti þess að sameina fyrirtækin þrjú. Fjórðungsþing Vest- firðinga, sem haldið var í Bolungarvík um síðustu helgi, skoraði á iðnaðar- og viðskiptaráðherra að falla frá áformum sínum um sameiningu RARIK, Orkubús Vestfjarða og Norðurorku með höfuðstöðvar á Ak- ureyri. „Nái þessi áform ráðherra fram að ganga má telja líklegt að störfum að orkumálum fækki á Vest- fjörðum þrátt fyrir samkomulag við ríkisstjórn Íslands um eflingu þess- arar starfsemi í fjórðungnum,“ segir í ályktun þingsins. Þá skorar ársþing Sambands sveit- arfélaga á Norðurlandi vestra á iðn- aðarráðherra og þingmenn Norð- vesturkjördæmis, að beita sér fyrir því að sveitarfélögum á starfssvæði RARIK verði tryggður 60% eignar- hlutur í fyrirtækinu ef RARIK verð- ur breytt í hlutafélag. Ársþingið lýsti andstöðu sinni við að viðræður séu hafnar um sameiningu RARIK, Orkubús Vestfjarða og Norðurorku án þess að fyrrgreindu skilyrði sé fullnægt. Málið var einnig til umræðu á aðalfundi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, þar sem Hjálmar Árnason alþingismaður benti m.a. á að Norðlendingar hefðu sýnt ákveðið frumkvæði um að fá til sín höfuð- stöðvar RARIK. Á fundinum var samþykkt ályktun þar sem sveitar- félög á starfsvæðinu og í kjördæminu öllu eru hvött til að huga að samein- ingu orkufyrirtækja í eitt öflugt fyr- irtæki. „Jafnframt verði hafnar viðræður við ríkisvaldið um kaup á þeim hluta RARIK sem starfandi er í nýju Suð- urkjördæmi. Með þessu verði til sam- eiginlegur öflugur bakhjarl íbúa og atvinnulífs á Suðurlandi.“ Hins vegar varð það niðurstaðan á aðalfundi Eyþings, Samtaka sveitar- félaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum um síðustu helgi, að álykta ekki um þetta mál. Framkvæmdastjóri Norðurorku um hugsanlega sameiningu þriggja orkufyrirtækja Nauðsynlegt að tryggja að ríkissjóður verði ekki meirihlutaeigandi RÍKISKAUP hafa sent erindi til kærunefndar útboðsmála og óskað eftir því að kærunefndin staðfesti þá skoðun Ríkiskaupa að tilboð Ís- taks og Nýsis í byggingu rann- sókna- og nýsköpunarhús við Há- skólann á Akureyri sé ógilt. Júlíus S. Ólafsson, forstjóri Rík- iskaupa, sagði að þar á bæ teldu menn að tilboð Ístaks væri ógilt út frá sömu forsendum og lagðar voru til grundvallar ógildingu til- boðs frá Íslenskum aðalverktök- um. Júlíus sagði að í skipulagsskil- málum væri áskilið að meginbygg- ingar hússins væru 5–7 hæðir. Eins og fram hefur komið bárust tvö tilboð í bygginguna að und- angengnu lokuðu forvali, annars vegar frá Ístaki og Nýsi og hins vegar Íslenskum aðalverktökum, ISS á Íslandi og Landsafli. Sér- stök valnefnd valdi tilboð ÍAV, ISS og Landsafls. Í kjölfarið kærðu Ís- tak og Nýsir útboðið til kæru- nefndar útboðsmála. Líflegt í lögfræðinni og ekkert byggt á meðan Kærunefndin lagði til í úrskurði sínum að Ríkiskaup höfnuðu til- boðinu sem varð fyrir valinu, sem ógildu. Jafnframt var mat nefnd- arinnar um bygginguna, á lausnum í tilboðum bjóðenda fellt úr gildi. Íslenskir aðalverktakar hafa í kjöl- farið stefnt Ríkiskaupum, Ístaki og Nýsi fyrir héraðsdóm til að reyna að fá úrskurði kærunefndar útboðsmála hnekkt. „Það er mikið líf í lögfræðinni í þessu en á meðan líður tíminn og ekkert er byggt á meðan,“ sagði Júlíus. Hann sagði óvíst hvað þetta ferli tæki langan tíma en ef úr- skurðarnefndin lýsti tilboð Ístaks ógilt, gæti það flýtt ferlinu. Þá gæti opnast möguleiki á nýju ferli, þar sem einn kosturinn væri að bjóða verkið út að nýju í einhverju formi, eins og Júlíus orðaði það. Bygging rannsókna- og nýsköpunarhúss við HA Tilboð Ís- taks ógilt að mati Ríkiskaupa

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.