Morgunblaðið - 06.09.2002, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.09.2002, Blaðsíða 17
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2002 17 Steinflísarnar frá BM Vallá eru öðru fremur sniðnar að veröndinni hjá þér. Klassískt og viðhaldsvænt yfirborð þeirra gefur garðinum hlýlegt og skemmtilegt útlit. Flísarnar fást í ýmsum stærðum og gerðum og því engin ástæða til að festast í forminu. öðrum fremur 5.100 krónur fyrir gömlu hrærivélina! Já, við greiðum þér 5.100 krónur fyrir gömlu hrærivélina þína við kaup á nýrri þrælsterkri og glæsilegri Verðdæmi: KitchenAid K90 kr. 41.900 - Gamla hrærivélin þín kr. 5.100 þú greiðir kr. 36.800 eða kr. 34.960 stgr. Misstu ekki af þessu einstaka tilboði, það stendur aðeins til 1.okt nk! hrærivél í tískulitnum „Almond“ 5 ára ábyrg ð UNNIÐ hefur verið í sumar að vegaframkvæmdum á Gaulverja- bæjarvegi frá Selfossi að félags- heimilinu Félagslundi og Gaul- verjaskóla. Þessi vegkafli á grófri og holóttri möl var orðinn veru- lega slæmur. Horfðu íbúar því mjög til bættra samgangna. Vörbílstjórafélagið Mjölnir á Selfossi hefur séð um verkið sem var í heild upp á 75 milljónir, en tilboð Mjölnis í vegagerðina sjálfa rúmar 40 milljónir króna. Efni var m.a. sótt í Rútsstaðahraun og Loftsstaðafjöru. Verkið hefur sóst eftir áætlun og nú er nýlokið við að leggja klæðningu á þennan vegkafla sem er 6,8 km langur. Sá klæðn- ingarflokkur Ræktunarsambands Flóa og Skeiða um þann verk- þátt. Er hér um mikla samgöngubót að ræða. Vegurinn var hækkaður töluvert upp og mun slíkt eflaust skila sér í minni snjómokstri því skafrenningur var oft til trafala þar sem lægðir voru. Einnig voru krappar beygjur réttar af. Beygja 500 metra fyrir neðan Félagslund er rétt af og vegurinn færður. Er unnið að því verki þessa dagana. Morgunblaðið/Valdimar Guðjónsson Klæðning komin að Félagslundi Gaulverjabær VIKA símenntunar verður haldin á Suðurlandi dagana 8.– 14. september undir yfir- skriftinni Símenntun í atvinnu- lífinu. Það er Fræðslunet Suð- urlands sem stendur fyrir þessu átaki og hvetur fólk á öll- um aldri til að afla sér þekk- ingar. Fræðslunet Suðurlands hefur starfað í þrjú ár og býður upp á fjölþætt nám á ýmsum sviðum. Námsvísir Fræðslu- netsins verður borinn í hús á næstu dögum. Á mánudag, 8. september, verður hádegisverðarfundur klukkan 12–13 á Hótel Selfossi á vegum fræðslunetsins og At- vinnuþróunarsjóðs Suðurlands. Frummælendur á fundinum verða Ari Edwald fram- kvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins, Þorvarður Hjalta- son framkvæmdastjóri SASS og Sigurður Bjarnason hjá At- vinnuþróunarsjóði Suðurlands sem kynnir þróunartækið MARKVISS en það má nota til að byggja upp þekkingu og færni starfsmanna í fyrirtækj- um og stofnunum. Heimsóknir í fyrirtæki Í vikunni eru einnig skipu- lagðar heimsóknir í fyrirtæki á Suðurlandi og laugardaginn 14. september verður opið hús hjá Fræðsluneti Suðurlands á Austurvegi 56 á Selfossi. Vísinda- og rannsóknarsjóð- ur Fræðslunetsins auglýsir um þessar mundir eftir umsóknum um námsstyrk að upphæð 500 þúsund sem er ætlaður náms- fólki sem vinnur að rannsókn- arverkefni á Suðurlandi til lokaprófs BA/BS eða sambæri- legrar eða hærri gráðu. Rann- sóknarverkefnið verður að þjóna ótvíræðum atvinnulegum eða fræðilegum tilgangi fyrir Suðurland eða hluta þess. Vika sí- menntun- ar á Suð- urlandi Selfoss ÁKVÖRÐUN um hvort úr- skurður Skipulagsstofnunar um Norðlingaölduveitu verður kærður til umhverfisráðherra var ekki tekin á fundi hrepps- nefndar Skeiða- og Gnúpverja- hrepps í fyrradag. Endanleg af- staða í þeim efnum verður tekin á næsta fundi hreppsnefndar- innar sem fyrirhugaður er 16. september og er ekki gert ráð fyrir öðru en niðurstaðan verði sú að úrskurðurinn verði kærð- ur. Már Haraldsson, oddviti í Há- holti, sagði í samtali við Morg- unblaðið að niðurstaða fundar- ins hefði verið sú að undirbúa kæru til umhverisráðherra, en endanleg ákvörðun um það hvort hún yrði látin fara yrði tekin á næsta fundi hrepps- nefndarinnar sem ákveðinn hefði verið 16. september. Már sagði að ákveðið hefði verið að kanna málið og undir- búa það betur áður en ákvörðun yrði tekin. Hann ætti hins vegar ekki von á öðru en að úrskurð- urinn yrði kærður, en formleg ákvörðun þar að lútandi hefði ekki verið tekin ennþá. Hreppsnefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps Ekki tekin ákvörðun um kæru Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21  sími 551 4050  Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.