Morgunblaðið - 06.09.2002, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 06.09.2002, Blaðsíða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2002 39 við Nýbýlaveg, Kópavogi ✝ Steinunn Guð-mundsdóttir fæddist í Hafnarfirði 7. mars 1929, en flutt- ist ung að árum að Móakoti á Vatns- leysuströnd og síðan til Reykjavíkur. Hún lést á heimili sínu 27. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guð- mundur Kristjáns- son, f. 28.4. 1881, d. 9.7. 1950, og Filippía Ingibjörg Eiríksdótt- ir, f. 3.2. 1888, d. 12.1. 1967. Systkini Steinunnar voru fjögur: Nikulás, f. 28.9. 1919, d. 3.3. 2002, Guðni, f. 16.2. 1921, d. 22.11. 1974, Laufey, f. 3.3. 1923, d. 20.12. 1981, og Kristján, f. 2.7. 1927, búsettur á Seltjarnarnesi. Árið 1964 giftist Steinunn Elísi Guðnasyni, f. 29.7. 1926, d. 4.2. 1994. Foreldrar hans voru Guðni Elísson, f. 31.10. 1897, d. 15.3. 1976, og Sigríður Guðrún Hall- dórsdóttir, f. 4.10. 1900, d. 14.5. 1981. Steinunn og Elís bjuggu alla tíð í Reykjavík, fyrst á Grettis- götu, svo á Melhaga og síðan á Laufásvegi 19. Þau eignuðust þrjú börn, 1) Guðna, f. 2.11. 1964, lekt- or í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands, maki Alda Björk Valdimarsdóttir, f. 2.2. 1973, bók- menntafræðingur; 2) Filippíu Ingibjörgu, f. 14.7. 1969, fata- og búningahönnuð, maki Vytautas Narbutas, f. 19.2. 1962, sviðsmynda- og búningahönnuð- ur. Sonur Filippíu er Elís Philip Vil- hjálmsson, f. 29.4. 1990; 3) Elísu Krist- jönu, f. 5.11. 1971, hárgreiðslukonu og ferðamálafræðing, maki Heimir Steinarsson, f. 16.2. 1967, prentsmiður, þeirra sonur Heimir Elís, f. 16.6. 1999. Steinunn lærði á mandólín und- ir leiðsögn Sigurðar Briem og lék í Mandólínhljómsveit Reykjavíkur á árunum 1947 til 1949, en fluttist þá til Bandaríkjanna að leita sér lækninga og þar lærði hún kjóla- og hattasaum. Eftir að hún sneri heim til Ís- lands starfaði hún um hríð við fatagerð en sneri sér síðan að feld- skurði. Hún rak Skinnasölu Stein- unnar Guðmundsdóttur ásamt eiginmanni sínum um árabil. Útför Steinunnar verður gerð frá Kristskirkju í Landakoti í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Við fráfall tengdamóður minnar, Steinunnar Guðmundsdóttur, langar mig að minnast hennar með fáeinum orðum. Ég kynntist Steinunni fyrst þegar við Elísa dóttir hennar byrj- uðum að vera saman og var mér strax vel tekið af henni. Á heimili hennar á Laufásveginum var ávallt mikið um að vera og brást það aldrei að heitt kaffi var á könnunni þegar gesti bar að garði. Á Laufásveginum hafði Steinunn einnig vinnustofuna sína þar sem hún starfaði nánast til dán- ardags sem feldskeri. Ég dáðist mikið að starfsþreki hennar en ekki síður að því hvernig henni tókst að hafa næg- an tíma fyrir fjölskyldu sína þegar annirnar voru sem mestar. Þrátt fyrir að Steinunn hefði barist við illvígan sjúkdóm í nær tvö ár var það ekki fyrr en hún lagðist inn á sjúkrahús núna í sumar að maður átt- aði sig á því hversu veik hún raun- verulega var. Fram að þeim tíma hafði hún sýnt ótrúlegt hugrekki og æðruleysi, aldrei kvartað, aldrei sýnt nein uppgjafarmerki. Þeim mun meira var áfallið þegar henni fór að hraka skyndilega fyrir rúmum mán- uði. Fjölskyldan var Steinunni ávallt efst í huga og fylgdist hún vel með sínum nánustu og tók innilegan þátt í gleði þeirra og sorgum. Sérstaklega voru barnabörnin hennar, þeir Elís og Heimir Elís, henni mikið gleðiefni og eyddi hún ómældum tíma með drengjunum hvenær sem færi gafst. En það voru fleiri sem nutu um- hyggju og leiðsagnar hennar, alltaf var hún tilbúin að aðstoða þá sem leit- uðu til hennar. Ég er lánsamur og þakklátur að hafa fengið að kynnast Steinunni Guðmundsdóttur. Blessuð sé minn- ing hennar. Heimir Steinarsson. Elskuleg frænka mín, Steinunn Guðmundsdóttir, hefur nú kvatt okk- ur um sinn. Minningar um Steinu frænku eru margar, allt frá því að ég fyrst man eftir mér. Hún var mín uppáhaldsfrænka og tengslin við hana og eiginmann hennar Elís og börnin þeirra, Guðna, Filippíu Ingi- björgu og Elísu, voru mikil og góð. Ófáar voru heimsóknirnar fyrst á Melhagann og síðar á Laufásveginn en þar stóð heimili þeirra og vinnu- stofa lengstum. Mikill gestagangur var alla tíð á heimili þeirra Steinunn- ar og Elísar á Laufásveginum og ætíð var öllum tekið opnum örmum og voru þau höfðingjar heim að sækja. Þar voru umræðuefnin óþrjótandi og voru þau hjónin viskubrunnur og allt- af hægt að leita til þeirra um hvað eina sem í hugann kom. Allt frá því að ég var lítil stúlka man ég eftir að hafa verið að máta pelsa, trefla, hatta og húfur úr skinni og leika prinsessu í þessum flíkum og ætíð lagði Steina frænka fram sitt álit á því hvort flíkin klæddi mig eða ekki og höfðum við gaman af. Á sínum unglingsárum átti frænka við mikil veikindi að stríða, þurfti hún að dvelja langdvölum á sjúkrahúsi bæði hér heima og í Boston. Mikið var hún alla tíð þakklát öllum þeim sem önnuðust hana í veikindum hennar. Nú þegar hún síðan veiktist vildi hún nú ekki gera mikið úr sínum veikind- um, hún var orðin sárþjáð en leyndi því sem mest hún gat. Þau voru um margt lík systkinin, Nikulás faðir minn sem lést fyrr á þessu ári og Steina. Þau fóru ekki stórum, báru ekki tilfinningar sínar á torg. Hugur Steinu frænku leitaði oft til heitari landa en því miður auðnaðist henni ekki að dvelja langdvölum er- lendis en hverrar stundar naut hún sem gafst, nú síðast er hún fór til Litháen í júnímánuði síðastliðnum. Mikið var hún þakklát dóttur sinni og tengdasyni sem af heilum hug fóru með henni í hennar síðusta ferðalag. Var þessi ferð henni mikils virði. Steina frænka var snillingur í höndunum. Hennar starfsferill var lengstum feldskurður en allur sauma- skapur lék í höndum hennar. Í fórum mínum á ég kjóla, kápu og fleira sem hún saumaði og gaf mér þegar ég var lítil telpa, þennan fatnað notaði ég síðan á dóttur mína og enn eru þessar flíkur geymdar til notkunar fyrir næstu kynslóð. Handbragð hennar var einstakt. Gegnum vinnu sína kynntist frænka mörgum og þar gat fólk átt í henni trúnaðarvin. Við fráfall Elísar var mikið frá frænku minni tekið, hún bar harm sinn í hljóði en mikið saknaði hún hans alla tíð. Elís gekk í gegnum mik- il og erfið veikindi áður en hann lést árið 1994, þá aðeins 67 ára gamall, og annaðist Steinunn og börnin hann af mikilli umhyggju og gerðu honum kleift að dveljast heima allt þar til yfir lauk. Nú þegar frænka mín var orðin mikið veik og ljóst var að ekkert mannlegt gæti komið henni til hjálpar í veikindum hennar voru það börnin hennar sem önnuðust hana og gerðu henni mögulegt að dveljast heima síð- ustu dagana sem hún þráði svo mjög. Samband Steinu við börnin sín, tengdabörn og barnabörn var ein- stakt, hafa þau að mestu búið í nábýli við hana, samgangur mikill og góður. Elís dóttursonur hennar hefur mikið verið hjá ömmu sinni, þeim báðum til óblandinnar gleði. Bið ég góðan Guð að veita þeim styrk á erfiðum stund- um. Ég kveð kæra frænku með mikl- um söknuði en hugga mig við það að við eigum eftir að hittast síðar. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregasárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Guðrún Nikulásdóttir. Ég kynntist Steinunni árið 1981 þegar við Guðni sonur hennar urðum bekkjarfélagar í Menntaskólanum í Reykjavík. Það sveif góður andi yfir fjölskyldunni og varð ég hálfgerður heimalningur hjá þeim á næstu árum. Sjaldan hef ég kynnst eins samheld- inni fjölskyldu og nánum hjónum. Ósjaldan þegar ég kom í heimsókn, sat Steinunn við sníðaborðið eða saumavélina og var að vinna við ein- hverja skinnflíkina af sinni alkunnu natni og samviskusemi. Skipti engu málið hvaða dagur var eða á hvaða tíma sólarhringsins var, ævinlega var Steinunn að vinna. Marga stundina sátum við í eldhúsinu og ræddum um daginn og veginn, það heitasta sem var að gerast í þjóðfélaginu, eða hvað það sem lá hjarta okkar næst þá stundina. Mikið þótti Steinunni gam- an þegar hún eignaðist fyrsta ömmu- barnið og hún umvafði Ella litla ást og kærleika svo eftir var tekið. Þegar erfiðleikar dundu yfir stóð Steinunn sem klettur í þeim lífsins ólgusjó og leitaði hún sér aukins styrks í trúnni, en hún var trúrækin þótt hún færi ekki hátt með það. Steinunn hafði gaman af að fylgj- ast með fjölskyldu minni og kom hún færandi hendi á sængina. Alltaf spurði hún mig um börnin og konuna þegar við ræddumst við, hvort heldur var augliti til auglitis eða í síma. Það er með miklum söknuði sem ég kveð Steinunni með þessum orðum, en veit að nú eru þau Elli aftur saman á ný. Kæri Guðni, Ingibjörg og Elísa, ég og fjölskylda mín sendum ykkur og ykkar fjölskyldum okkar innilegustu samúðarkveðjur og munum geyma minningu um Steinunni í hjarta okk- ar. Hjalti Kristjánsson. STEINUNN GUÐMUNDSDÓTTIR atvinnusöngvari jafnt á Íslandi sem í Danmörku, þar sem hann starfaði um árabil. Hann var gæddur ein- stakri náðargáfu og rödd hans var guðsgjöf, sem hann sparaði í engu í kennslunni. Nemendum sínum bast hann sterkum vináttuböndum og syrgja þeir nú sárt sinn meistara. Þessi ástmögur guðanna, sem hlaut svo miklar náðargjafir, gat aldrei sætt sig við að verða veikur og gamall. Sú hugsun er huggun harmi gegn, að ef til vill hafi það verið sama náðarhöndin, sem forðaði honum undan erfiðum árum og dögum. Fjölskyldu hans votta ég innilega samúð mína á sorgarstund. Elsku vini mínum, Magnúsi Jóns- syni, bið ég þess að hvíla í friði á lend- um hins eilífa ljóss, þar sem kærleik- urinn ríkir einn. Hólmfríður Sigurðardóttir. Árið var 1970, tónleikar haldnir á Laugum í Reykjadal, Magnús Jóns- son söng, á píanóið lék Ólafur Vignir Albertsson. Fjöldinn allur af lögum var sunginn, efnisskráin löngu tæmd en tónleikagestir vildu heyra meira og uppklappi ætlaði aldrei að linna. Þannig kynntist ég söngvaranum Magnúsi Jónssyni. Þessi minning frá unglingsárunum er mér mjög hugleikin enda fyrstu einsöngstónleikarnir sem ég upplifði. Tuttugu árum síðar kynntist ég söngkennaranum Magnúsi, við Söng- skólann í Reykjavík. Það lá við að maður væri hálffeiminn við að gefa frá sér hljóð þegar Magnús var ann- ars vegar en tilsögnin var góð og ein- staklega næmt eyra sem heyrði glöggt hvað betur mátti fara. Frábært starf hefur verið unnið við Söngskólann í Reykjavík og tók Magnús virkan þátt í því. Hann hafði gaman af kennslunni og ekki síst að vera í samneyti við hina kennara skólans, enda andinn þar innan veggja einstakur. Á námstíma mín- um við skólann og í mörg ár þar á eft- ir hlotnaðist mér sá heiður að aðstoða Magnús við hin árlegu þorrablót kennaranna, með þeim hafði hann umsjón til fjölda ára. Söngvarinn Magnús Jónsson, sem ég dáðist að sem unglingur, var nú orðinn vinur minn, Maggi. Utan veggja skólans áttum við einnig margar ánægju- stundir, sérstaklega með öðrum nemanda hans, Andrési Narfa. Þá var gjarnan borðað saman og síðan hlustað á plötur og bornir saman hin- ir ýmsu söngvarar. Ég veit að við Narfi eigum eftir að sakna þessara góðu stunda með Magga en minning- in um þær lifir. Ég kveð góðan vin og votta fjölskyldu hans mína innileg- ustu samúð. Björgvin Tómasson. Ég kynntist Magnúsi Jónssyni fyrst haustið 1994. Ég hafði áður stundað söngnám hjá Unni Jensdótt- ur sem sökum heilsubrests varð að draga sig í hlé frá kennslu. Mig lang- aði að breyta til og komast í læri hjá tenór. Það varð minn stóri happa- fengur að forlögin höguðu því svo að ég lenti hjá Magnúsi. Ég þekkti hann í reynd lítið fyrir, aðeins eins og flest- ir Íslendingar hafði ég heyrt hann syngja í útvarpi allra landsmanna með reglulegu millibili. Mér varð fljótlega ljóst að hér fór einstakur maður. Samhliða því sem kynni okk- ar urðu nánari bættust mér frá ýms- um aðilum fleiri brot um sögu þessa mikla söngvara og afreksmanns. Hann var sannkallað náttúrubarn, bæði hvað söng og íþróttir varðaði. Án verulegs undirbúnings er honum nánast kippt með á Ólympíuleika og um svipað leyti settur í hlutverk guð- spjallamannsins í Jóhannesarpass- íunni. Þetta eru býsna ólík hlutverk, en segja margt um hæfileika þessa stóra manns. Guðspjallamaðurinn í Jóhannesarpassíunni þykir svo vand- sunginn, að oftar en ekki hefur verið leitað til erlendra söngvara í það hlutverk. Magnús hafði þá aðeins stundað söngnám skamma hríð og var lítt læs á nótur. En hann var svo tónvís og fljótur að læra að hlutverk- ið var einfaldlega sungið ofan í hann. Eftir því sem námstími minn hjá Magnúsi lengdist varð vinskapur okkar mér æ dýrmætari. Undir lokin mætti ég aðeins í Söngskólann til að hitta Magnús. Hversu annríkt sem ég átti reyndi ég alltaf að hitta hann tvisvar í viku. Þá var mér boðin hvíld frá daglegu amstri, spjall við góðan og greindan vin og síðast en ekki síst frábær kennsla. Ég undraðist oft hve natinn kenn- ari Magnús var við mig. Það var löngu ljóst að ekki bar ég neina þá hæfileika, sem gætu greitt mér brautina á erfiðum vegi tónlistar- framans. En Magnús vissi hvað mér þótti vænt um sönginn og taldi það ekki eftir sér að eyða sínum dýrmæta tíma í vonlausan nemanda. Mér fannst í hvert sinn að leiðbeiningar hans hjálpuðu mér fram á veginn. Ég gekk úr hverjum tíma með gleði í brjósti yfir framförunum. Það er á hinn bóginn enn óráðin gáta hvers vegna ég er ekki kominn í röð fremstu söngvara eftir svo miklar framfarir. Magnús hafði einstaklega gott eyra fyrir raddbeytingu. Hann útskýrði og leiðbeindi þannig að manni fannst maður alltaf skilja hann. Ég og Björgvin Tómasson, einnig nemandi Magnúsar til margra ára, höfðum báðir svo miklar mætur á Magnúsi, að við reyndum að fjölga samverustundum okkar með þessum glæsilega manni. Minnisstæðar eru mér kvöldstundirnar sem við af eig- ingirni okkar námum Magnús á brott frá fjölskyldu sinni. Við fengum okk- ur þá gjarnan eitthvað gott að borða og hlustuðum síðan á hvern tenórinn á fætur öðrum. Magnús var alveg einstakur sem sögumaður í þeim flutningi. Ósjaldan hreifst hann þá með og fyllti rýmið sinni glæsilegu rödd. Hún var enn sindrandi fín. Það er með mikilli eftirsjá sem ég kveð góðan vin og söngkennara. Ég þakka fyrir þær samverustundir sem við áttum og syrgi þær sem ég missti af. Konu hans og börnum votta ég mína dýpstu samúð. Andrés Narfi Andrésson. Þegar ég hóf nám í Söngskólanum í Reykjavík árið 1996 hlotnaðist mér sá heiður að verða nemandi Magn- úsar Jónssonar stórtenórs. Áður en til fyrsta formlega söngtímans kom hafði ég leitað mér upplýsinga meðal fjölskyldumeðlima minna um þennan mann, sem ég hafði ekki áður heyrt minnst á, sökum ungs aldurs míns. Þar á bæ var nóg um svör og voru þau öll á þá leið að þegar Magnús söng hefðu áheyrendur átt í mesta basli við að halda vatni og beisla hrifningu sína. Með þessar lýsingar um hinn mikla söngvara í huga gekk ég dauðstressaður mína leið í minn fyrsta söngtíma. Í þessum fyrsta tíma varð mér ljóst að Maggi var einstakur maður og söngvari því hann tók mér opnum örmum og var spenntur að heyra mig gaula. Mig grunar þó að innst inni hafi honum fundist ég óttalegur kjúklingur í bókstaflegri merkingu enda var ég vart kominn úr mútum. Hann var óhræddur við að sýna mér hvernig ætti að gera hlutina og hvernig alvöru tenórrödd hljómar. Á þeim stundum varð mér hugsað til þess hvað þyrfti til að öðlast svo stór- kostlega rödd sem þessi 68 ára mað- ur bjó ennþá yfir. Eina skýringin sem kom upp í hugann var sú að Maggi hefði verið í einhverjum sér- stökum metum hjá skaparanum. Í kjölfarið komu fleiri ár og söng- tímar með tilheyrandi stigsprófum og samfara því jókst vinskapur okk- ar. Ég mun ávallt eiga Magga það að þakka að ég er tenór því hann lét mig alltaf syngja lög og skala fyrir háar raddir. Þetta var mér ómetanlegt því frá unga aldri hafði ég hlustað á og dreymt um líf hinna miklu stórtenóra svo sem Kristjáns Jóhannssonar og Pavarottis. Í söngtímunum var oft meira spjallað en sungið og kom þá fram hinn mikli húmor og prakkaraskapur sem Maggi bjó yfir. Hann sagði mér sögur frá sínum litríka og spennandi ferli ásamt slúðri um hina og þessa söngvara, íslenska sem erlenda. Við ræddum líka um fallega músík og hvaða verkum hann hafði sungið í og var þá ósjaldan hlustað á upptökur af viðkomandi verkum þar sem Maggi söng sjálfur. Fór ekki milli mála að þar hljómaði ein fegursta söngrödd sem Ísland hefur átt. Þó leið ekki sá söngtími að Maggi minntist ekki á fjölskyldu sína, konuna sína og börn- in tvö, og gortaði af þeim. Var ljóst af þeirri umfjöllun að mikið kostafólk er þar á ferð. Ég var hjá Magga þau fjögur ár sem ég var í Söngskólanum. Eftir að hann hætti formlega í skólanum fékk ég hann reglulega yfir vetrartímann til að taka mig í einkatíma. Var það þá ekki síður til að njóta skemmti- legra samvista en til að æfa rödd mína. Ég get ekki lýst þeim mikla heiðri að hafa kynnst Magga og mun ég ávallt varðveita söngviskuna og minningu mína um vinskapinn. Far- vel, Maestro. Megi Guð blessa minningu Magn- úsar og styðja fjölskyldu hans á þess- um sorgartímum. Birgir Karl Óskarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.