Morgunblaðið - 06.09.2002, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 06.09.2002, Blaðsíða 47
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2002 47 Gengið á slóðir gamalla trjáa Í HAUST standa skógræktarfélög- in fyrir skógargöngum, þar sem ætlunin er að skoða gömul og sögu- fræg tré. Þessar göngur eru hluti af fræðslustarfi skógræktarfélag- anna og Búnaðarbanka Íslands hf. Göngurnar eru skipulagðar í sam- vinnu við Garðyrkjufélag Íslands. Fyrsta gangan verður í Hafnarfirði laugardaginn 7. september á vegum Skógræktarfélags Hafnarfjarðar. Gangan hefst klukkan 10.00 um morguninn við Lækjarskóla við Skólabraut. Gengið verður um suð- ur- og miðbæ Hafnarfjarðar undir leiðsögn starfsmanna Skógræktar- félags Hafnarfjarðar þar sem leitað verður að vöxtulegum trjám og þau mæld. Þetta er létt ganga við allra hæfi sem tekur um tvo tíma. Gangan er opin öllum og vilja skógræktar- félögin hvetja sem flesta til að mæta. Skógargöngur verða síðan næstu laugardaga í september og verða þær kynntar jafnóðum. Námskeið í djúpslökun og hugleiðslu SÍTA, frá Skandinavíska jóga- og hugleiðsluskólanum, heldur eins dags námskeið í Reykjavík sunnudaginn 8. september. Lögð verður áhersla á djúpslökun- ar- og hugleiðsluaðferðir. Námskeiðið verður haldið í Bolholti 4, 4. hæð. Það byrjar kl. 9 og lýkur kl. 17. Upplýsingaseðlar eru á Grænum kosti, Skólavörðustíg 8B. Kriya-jógameistarinn Swami Jan- akananda svarar spurningum áheyr- enda um jóga, tantra og hugleiðslu. Kvöldinu lýkur með leiddri hug- leiðslu. Skráning ekki nauðsynleg. kennsl- an fram á ensku. Bolholti 4, 4. hæð – sunnudaginn. 8. september. Kl. 20– 22. Aðgangseyrir 1.500 kr. Nánari upplýsingar á www.yoga.se Umræðufundur um stjórnmála- ástandið ÞJÓÐMÁLARITIÐ KREML boðar til Kremlarkvölds um stjórnmála- ástandið á veitingastaðnum Café Victor í Hafnarstræti á föstudags- kvöldið nk. 7. september kl. 20. Meðal mælenda verða þau Árni Snævarr fréttamaður, Bryndís Hlöðversdóttir alþingismaður, Guð- laugur Þór Þórðarson borgarfulltrúi og Logi Bergmann Eiðsson frétta- maður. Kremlverjarnir Hreinn Hreinsson, Eiríkur Bergmann Ein- arsson og Magnús Árni Magnússon taka einnig til máls. Aðrir Kreml- verjar stjórna fundi. Lýst eftir vitnum LÝST er eftir vitnum að umferðar- óhappi er varð í Pósthússtræti við Kaffibrennsluna, fimmtudaginn 5.9. á milli kl. 8.20 og 9.05. Ekið var utan í mannlausa fólksbifreið af gerðinni Volkswagen Bora, bláa að lit, sem lagt var þar í bifreiðastæði og fór tjónvaldur af vettvangi. Þeir sem upplýsingar geta veitt um mál þetta eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við lögregluna í Reykjavík. HÖRKUVEIÐI var í Vatnamótun- um neðan Klausturs í byrjun vikunn- ar, veiðihópur sem þá var á svæðinu í tvo daga veiddi 42 sjóbirtinga og menn settu í og misstu fullt af fiski til viðbótar, að sögn Arnar Hjálmars- sonar í Útilífi sem fylgist grannt með gangi mála þar eystra. „Þetta var rosaveiði hjá þeim og mikið af vænum fiski í bland, einn 14 punda og að minnsta kosti þrír 10 punda,“ sagði Örn. Á sama tíma urðu menn fiska varir í Tungufljóti, fólk sem var í óveðrinu um helgina lenti í fljótinu óveiðandi á sunnudeginum, sem var heili dagur- inn þeirra, en varð talsvert vart við sjóbirting bæði í vatnamótunum hjá Eldvatni og víða upp í á er áin sjatn- aði á mánudeginum, þó svo að aflinn hafi ekki verið mikill. Fiskur tók grannt og nokkrir sluppu, en eitthvað náðist þó og stærsti fiskurinn 8 pund. Þetta er óvenjusnemmt fyrir Tungu- fljót, en tíð suðaustanvatnsveður gætu hafa spilað inn í. Sjóbirtingur hefur líka gengið óvenjusnemma í Vatnsá við Vík og að sögn Hafsteins Jóhannessonar, for- manns Stangaveiðifélagsins Stakks, voru komnir um 140 birtingar á land um miðja vikuna sem er miklu meira en á sama tíma í fyrra. Þá voru komn- ir 33 laxar á land sem er sama tala og veiddist alla síðustu vertíð. „Ég var að tala við menn áðan sem hafa veitt hér í nokkur ár. Þeir voru með væna og fallega fiska, bæði laxa og birtinga og þeir sögðust aldrei hafa veitt jafn- vel í ánni og nú. Eitt hollið fyrir skömmu var með 26 fiska, bæði lax og sjóbirting,“ bætti Hafsteinn við. Ekki met í Norðurá Lokatalan í Norðurá var 2.310 lax- ar, en við athugun á veiðiskýrslum kemur í ljós að þetta er fjórða besta veiðisumarið í ánni frá upphafi. Sam- kvæmt skýrslum Veiðimálastofnunar var mest veiði í ánni í byrjun áttunda áratugarins, 1970 veiddust 2.197 lax- ar, 1971 komu 2.544 laxar á land, 1972 komu 2.529 laxar á þurrt og 1973 voru þeir 2.323 laxarnir sem veiddir voru. Þarna voru því fjögur ár í röð með yf- ir 2.000 laxa og þrjú þeirra sumra voru hærri en nú. Hins vegar er þetta sumar það besta síðan, en aðeins fjórum sinnum á tímabilinu 1974 til 2001 komu meira en 2.000 laxar á land. 1975 veiddust 2.132 laxar, 1978 veiddust 2.089 laxar, 1993 veiddust 2.117 laxar og 1998 veiddist 2.001 lax. Fyrir árið 1970 náði Norðurá aldr- ei 2000 laxa heildarveiði. Norðurá var því 234 löxum frá meti í sumar. Sjóbirtingur veiðist vel Veiðimenn með hluta stórveiðinnar úr Vatnamótunum. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.