Morgunblaðið - 06.09.2002, Síða 2

Morgunblaðið - 06.09.2002, Síða 2
FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Vala hyggst keppa á tugþrautarmóti í Þýskalandi/C4 Ungverjar eru hentugir andstæðingar/C3 8 SÍÐUR Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is 8 SÍÐUR Sérblöð í dag  Undir Nausthömrum/B1  Skór hafa sál/B2  Framhaldsskólanemar og framfærslan/B4  Sekkjaspark/B6  Heimanámið/B6  Auðlesið efni/B8 RÚMLEGA 40 björgunarsveitar- menn ásamt slökkviliði og lögreglu voru kallaðir út eftir að unglings- stúlka féll um 20 metra niður bratta hlíð Múlafjalls í Botnsdal um hádegisbil í gær. Fjórir skóla- félagar hennar sem voru henni samferða lentu í sjálfheldu og var hjálpað niður af björgunarsveit- armönnum. Stúlkan var flutt á Landspítala – háskólasjúkrahús með TF-SIF, þyrlu Landhelgisgæslunnar, en skv. upplýsingum frá lækni á vakt á slysadeild eru meiðsl hennar ekki eins alvarleg og fyrst var talið. Hún marðist og hruflaðist á baki. Unglingarnir voru í árlegu skóla- ferðalagi 10. bekkjar Foldaskóla í Grafarvogi. Alls voru 65 nemendur ásamt fimm kennurum í gönguferð á milli Brynjudals og Botnsdals þegar slysið varð. Kristinn Breið- fjörð Guðmundsson, skólastjóri Foldaskóla, segir að stúlkan hafi verið í litlum hópi nemenda sem hafi farið á undan öðrum nem- endum og kennurum og þar með brotið gegn fyrirmælum kennara. Þau hafi farið út af gönguleiðinni og síðan lent í ógöngum. Nokkrir komust af sjálfsdáðum til baka en stúlkunni skrikaði fótur. Að sögn Friðfinns Freys Guðmundssonar hjá svæðisstjórn Slysavarnafélags- ins Landsbjargar virðist sem hún hafi fallið um 20 metra milli syllna í hlíðinni þar til hún stöðvaðist á grasbala. Björgunarsveitarmenn sem voru á vettvangi telji mikið happ að hún skyldi þó ekki renna lengra niður hlíðina. Eftir þetta þorðu fjórir félagar hennar sig hvergi að hræra og biðu hjálpar. Skv. upplýsingum frá Neyðarlínu lét annar rútubílstjóri hópsins vita af óhappinu klukkan 12:12. Símtöl frá nemendum fylgdu í kjölfarið og voru margir þeirra ekki alveg viss- ir um staðsetningu eða hversu al- varleg meiðsl stúlkunnar væru. Þrátt fyrir tilmæli um að láta stúlk- una liggja þar til sjúkralið kæmi henni til hjálpar hafi verið reynt að styðja hana niður hlíðina. Fjórir menn á sjúkrabíl og sérútbúnum jeppa landflokks Slökkviliðs höf- uðborgarsvæðisins fóru á vettvang og komu þeir í Botnsdal um klukk- an 13. Eftir það kom í ljós að fjórir nemendur voru í sjálfheldu í hlíð- inni og hlúði sjúkraflutningsmaður að þeim þar til björgunarsveit- armenn, sem höfðu verið fluttir upp á fjallið með TF-SIF, komu þeim til aðstoðar. Stúlkan var síðan flutt með þyrlu til Reykjavíkur um einni og hálfri klukkustund síðar en björgunarsveitarmenn settu fjórmenningana í línu og fylgdu þeim niður. Í fréttatilkynningu frá Landhelg- isgæslunni kemur fram að beiðni barst frá lögreglunni í Borgarnesi um að þyrlan yrði sett í viðbragðs- stöðu klukkan 12:30 en beiðnin var afturkölluð af Neyðarlínu 15 mín- útum síðar. Stundarfjórðungi síðar óskaði Neyðarlína eftir að þyrlan yrði sett í viðbragðsstöðu á nýjan leik og klukkan 13:14 kom beiðni frá lögreglu um að þyrlan yrði send á vettvang. Að sögn Kristins Breiðfjörð var nemendum brugðið en þeir jöfnuðu sig þó fljótt og vildu allir halda skólaferðalaginu áfram. Ætlunin var að gista í Skorradal í nótt. Stúlkan var hífð um borð í TF-LÍF úr fjallshlíðinni þar sem björgunarsveitarmenn og slökkviliðsmenn höfðu búið hana undir flutning. Skrikaði fótur og féll niður snarbratta hlíð Stúlka slasaðist í skólaferðalagi og fjórir nemendur lentu í sjálfheldu UMFERÐ um Hvalfjarðargöngin fyrstu átta mánuði ársins var nærri 4% meiri en sama tíma í fyrra. Um síðustu mánaðamót höfðu um 907 þúsund bílar farið um göngin frá ára- mótum en tekjurnar námu um 570 milljónum króna, sem er tæplega 2% samdráttur frá sama tíma í fyrra. Stjórn Spalar hf. kemur saman til fundar eftir helgi þar sem gjald- skrármál verða m.a. á dagskrá. Að sögn Gísla Gíslasonar, stjórn- arformanns Spalar og bæjarstjóra á Akranesi, er talið ólíklegt að gjald- skráin verði hækkuð frá því sem ver- ið hefur. Ákveðið hafi verið í upphafi árs að halda gjaldskránni óbreyttri ef gengisþróun leyfi það. Sú þróun hafi verið hagstæð og þrátt fyrir aukinn kostnað innanlands eigi fé- lagið að geta staðið við þá stefnu sína að halda gjaldskránni óbreyttri eins lengi og hægt sé. Ástæðan fyrir minni tekjum, að sögn Gísla, er aðallega sú að fleiri bíleigendur nýta sér afsláttarkjör en áður og er hlutfall þeirra af allri um- ferð um göngin á bilinu 60-65%. Gísli segir að það sé viðunandi hlutfall og í samræmi við áætlanir Spalar. Nið- urgreiðsla lána er sömuleiðis á áætl- un og segist Gísli almennt vera sátt- ur við fjárhagsstöðu ganganna í dag. Áætlanir miðuðust við að göngin borguðu sig upp á 20 árum þannig að í kringum árið 2016 þyrfti ekki leng- ur að innheimta veggjald. Stefnir í hagnað hjá Speli á rekstrarárinu Samkvæmt níu mánaða uppgjöri Spalar, þar sem reikningsárið hefst í október, var hagnaður félagsins um 108 milljónir króna miðað við stöð- una í lok júní sl. Gísli segir að þrátt fyrir bata í gengisþróuninni síðustu mánuði hafi það sem tapaðist ekki skilað sér allt til baka. Þegar verst lét hafi gengistapið verið 707 millj- ónir króna en gengishagnaður síð- ustu mánaða sé nú 277 milljónir króna. Gísli segir að þótt aukning umferðar um göngin sé minni nú en fyrst eftir að þau voru opnuð í júlí ár- ið 1998 þá geti hún talist mjög eðlileg miðað við þróun umferðar almennt hér á landi. Árið 1999 fór um 1 millj- ón bíla um göngin, um 1,1 milljón ár- ið 2000, 1,2 milljónir í fyrra og um 907 þúsund fyrstu átta mánuði árs- ins sem fyrr segir. Gísli segir þessa þróun vera vel viðunandi og í raun umfram það sem vænst hafi verið í upphafi. Hækkanir á gjaldskrá Hvalfjarðarganga eru taldar ólíklegar Aukin umferð er um göngin en minni tekjur Fíkniefn- in fund- ust vegna hávaða HÁREYSTI og fyrirgangur í íbúð í Grafarvogi urðu til þess að lögreglan í Reykjavík lagði hald á um 51 gramm af amfetamíni, 489 e-töflur, 545 grömm af hassi og 103 grömm af kókaíni. Afskipti lögreglunnar hófust vegna kvartana nágranna um há- vaða sem barst frá íbúðinni. Ríkissaksóknari hefur nú ákært rúmlega tvítugan mann fyrir að hafa efnin í sinni vörslu en talið er að þau hafi verið ætluð til sölu. Hald var lagt á mikið magn vopna Auk fíkniefnanna fannst þýfi í íbúðinni og auk þess lagði lögregla hald á níu hnífa með allt að 21 cm löngum hnífsblöðum, sveðju, sex loft- skammbyssur, startbyssu, loftriffil, bogarör og skotfæri. Húsleitin var gerð í desember 2000 en maðurinn hefur einn- ig verið ákærður fyrir að kaupa e-töflur og fyrir um- ferðarlagabrot sem hann framdi í janúar á þessu ári. Er hann sakaður um að hafa ekið bifreið um Reykjavík án þess að hafa ökuréttindi og undir áhrifum lyfja og áfeng- is. Skv. ákæru ók hann síðan inn í bifreiðageymslu við þá- verandi heimili sitt í fjölbýlis- húsi í vesturbænum án þess að opna bílskúrsdyrnar fyrst og eyðilagðist hurðin við áreksturinn. Grafarvogur Stofnfjárskrá SPRON Úrskurð- urinn var staðfestur HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest úr- skurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að heimilt sé að rita niður upplýs- ingar úr skrá um stofnfjáreigendur í SPRON. Stofnfjáreiganda var í sumar meinað að rita skrá um stofnfjáreig- endur í SPRON. Í dómi Hæstaréttar segir að í hinum kærða úrskurði sé með réttu sagt að ágreiningur aðila lúti að því hvað felist í orðunum að „eiga aðgang“ að skrá yfir stofnfjár- eigendur sem fjallað sé um í 8. gr. samþykkta sparisjóðsins. Héraðs- dómari hafi komist að þeirri niður- stöðu að í orðunum felist að heimilt sé að rita upplýsingar úr skránni. Með þeirri athugasemd og með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar að öðru leyti sé hann staðfestur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.