Morgunblaðið - 06.09.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.09.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ SAMKVÆMT könnun sem Samtök verslunarinnar létu gera í gær vegna vanskila Landspítala – háskólasjúkra- húss og Sjúkrahúsapóteksins ehf. við aðildarfyrirtæki sam- takanna hafa fyrirtækin fengið greiddar til baka um 276 millj- ónir króna. Að sögn Andrésar Magnús- sonar, framkvæmdastjóra Samtaka verslunarinnar, eru vanskil samkvæmt upplýsing- um sem fyrir liggja frá fyrir- tækjunum miðað við júní og eldra 435 milljónir með drátt- arvöxtum. Fyrirtækin boðuð til fund- ar um málið í dag Að sögn Andrésar hafði spít- alinn frest fram til dagsins í gær að ganga frá skuldinni. Fyrirtækin sem í hlut eiga, lyfjafyrirtæki og hjúkrunar- vörufyrirtæki, hafa verið boðuð til fundar hjá samtökunum í há- deginu í dag. „Þar munum við ráða ráðum okkar um framhaldið,“ segir Andrés. LSH hef- ur greitt 276 millj- ónir kr. Skuldir við birgja TVÆR konur og þrír karlmenn játuðu öll þátt sinn í smygli á samtals 1,5 kílóum af amfeta- míni til landsins í apríl árið 2000, þegar málið var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Skv. mælingum lögregl- unnar var styrkleiki efnisins aðeins 1%. Fólkið er á aldrinum 21–31 ára og var hlutverk þess í smyglinu misjafnlega stórt. Einn sá um að útvega fé til kaupanna og fá aðra konuna til að flytja það til Amsterdam. Annar sá um að kaupa efnið í Amsterdam og koma því í hendur konu og manns sem fluttu efnið til Íslands gegn lof- orði um að fá þóknun fyrir. Tollgæslan á Keflavíkurflug- velli lagði hald á amfetamínið þegar þau komu til landsins 9. apríl árið 2000. Játa inn- flutning á 1,5 kílóum af amfeta- míni HÉRAÐSDÓMUR Reykjavík- ur vísaði í gærmorgun frá kröfu verjanda sakbornings um að máli sem varðar smygl á 30 kíló- um af hassi verði vísað frá dómi. Segir í úrskurðinum, sem Pétur Guðgeirsson héraðsdóm- ari kvað upp, að ekkert þeirra atriða sem verjandi nefni geti varðað því að ákæru ríkissak- sóknara verði vísað frá dómi en úrskurðurinn er ekki rökstudd- ur frekar. Ekkert studdi frá- vísunar- kröfu ÓVÍST er hvenær rannsókn Sam- keppnisstofnunar á málefnum Eimskipafélags Íslands lýkur en að sögn Guðmundar Sigurðssonar, forstöðumanns samkeppnissviðs Samkeppnisstofnunar, er þó ljóst að taka mun allmarga mánuði að leiða málið til lykta. Húsleit var framkvæmd hjá fyrirtækinu á mið- vikudag í kjölfar kæru sem Sam- skip lagði fram í fyrri mánuði um meint brot Eimskips á samkeppn- islögum. Samkeppnisstofnun hefur í nokkur skipti á undanförnum ár- um gert húsleit hjá fyrirtækjum á grundvelli dómsúrskurðar, m.a. hjá olíufélögunum sl. vetur, hjá dreifingarfyrirtækjum grænmetis- framleiðenda, Sambandi ísl. trygg- ingafélaga o.fl. Guðmundur segir að rannsóknin sem beinist að Eim- skipafélaginu sé þó ólík fyrri hús- leitaraðgerðum að því leyti að í fyrri aðgerðum var leitað gagna vegna gruns um ólögmætt samráð fyrirtækja. ,,En í þessu tilviki för- um við í eitt fyrirtæki til þess að leita gagna vegna hugsanlegrar misbeitingar fyrirtækis á mark- aðsráðandi stöðu,“ segir Guð- mundur. Spurður um þá gagnrýni að stofnunin beiti of harkalegum að- gerðum með því að ráðast í hús- leitir sagði Guðmundur að það væri auðvitað matsatriði. Húsleit notuð mun meira í nágrannalöndunum en hér ,,En þetta er ekki rannsóknarað- ferð sem er fundin upp á Íslandi, heldur er tíðkuð víðast hvar. Hún þykir raunverulega sjálfsögð og eðlileg í nágrannalöndum okkar og er kannski notuð ennþá meira þar heldur en hér. Það er misjafnt hver viðbrögðin hafa verið við þessum aðgerðum okkar. Það voru dálítið harkaleg viðbrögð hjá samtökum í atvinnu- lífinu sl. vetur eftir húsleitina hjá olíufélögunum. Mér sýnist hins vegar af viðbrögðum fyrirsvars- manna Eimskips, að þeir líti þetta ekki þeim augum að það hafi verið farið með neinu offorsi á þeirra hendur,“ segir Guðmundur. Tekur marga mánuði að leiða málið til lykta Rannsókn Samkeppnisstofnunar á málefnum Eimskipafélags Íslands hf. HÚN vakti óneitanlega nokkra athygli japanska konan Teruko Sano, þar sem hún kraup á götu- horni við Drottningarbraut á Ak- ureyri og málaði landslagsmynd með vatnslitum sínum. Ljósmynd- ari Morgunblaðsins gat því ekki stillt sig um að taka af henni mynd við iðju sína. Teruko er á ferð með manni sínum hérlendis og hún notaði tækifærið að mála á meðan maður sat fund í bæn- um. Hún sagði íslenskst landslag svo fallegt og gaman að mála það. Kvaðst hún því nota hvert tækifæri sem gæfist til þess að mála. Morgunblaðið/Kristján Íslenskt landslag fallegt SPÁR sérfræðinga um að hætta sé á offramleiðslu á áli í heiminum undir lok þessa áratugar breyta ekki áætlunum Norðuráls á Grund- artanga um stækkun álbræðslunn- ar. Verðlækkanir á álverði á mörk- uðum að undanförnu hafa heldur ekki valdið stjórnendum fyrirtæk- isins sérstökum áhyggjum. „Við höfum ekki kippt okkur upp við svona skammtíma hreyfingar á álverði eins og við höfum orðið var- ir við að undanförnu. Það eru alltaf töluverðar sveiflur á verðinu upp og niður og það er bara hlutur sem er eðlilegur í þessum rekstri,“ seg- ir Ragnar Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri fjármála- og stjórn- unarsviðs Norðuráls. Eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær telja sérfræðingar að verði af áformum um byggingu fjölmargra nýrra álvera í nýiðnvæddum lönd- um Asíu geti orðið hætta á offram- leiðslu á áli til lengri tíma litið. Ragnar bendir á að þótt framleið- endur séu víða að skoða möguleika á byggingu álvera hafi reynslan sýnt að mörg verkefni verði aldrei að veruleika. Einnig megi líta til þess að nokkur úrelding eldri verk- smiðja eigi sér stað, sérstaklega ál- vera sem byggð voru um og eftir síðari heimsstyrjöldina, einkum í Bandaríkjunum. „Þetta hefur því ekki breytt grundvallarforsendunum hjá okk- ur. Þrátt fyrir samdrátt í iðnaðar- framleiðslu í heiminum, sem kemur fram í lækkuðu álverði, vakti at- hygli mína að það hefur samt sem áður orðið 3% aukning á notkun á áli. Þar er um verulegt magn að ræða því 3% aukning jafngildir 600 til 700 þúsund tonnum á ári. Það er í samræmi við þann vöxt sem átt hefur sér stað undanfarna áratugi. Þessi markaður er því að vaxa,“ segir Ragnar. Hann segir einnig að framleiðendur standi frammi fyrir fjölmörgum kostum þegar áætlanir eru gerðar um byggingu álvera og orkuverðið ráði úrslitum um hvar verksmiðjurnar eru. Spár sérfræðinga um offramleiðslu á áli í heiminum Breyta ekki áætlunum Norðuráls um stækkun SEXTÁN ára íslenskur piltur hef- ur fengið inngöngu í breska her- inn og byrjar í tólf vikna her- þjálfun í janúar næstkomandi. Pilturinn, Kristófer Kevin Turner, er breskur í föðurættina og hefur búið hérlendis frá ungaaldri ásamt fjölskyldu sinni. Hann lauk 10. bekk í Stóru-Vogaskóla í vor og einbeitir sér nú alfarið að því að undirbúa sig fyrir herinn. Hann hefur sett sér það mark- mið að verða liðþjálfi í breska hernum og hefur áhuga á að vinna við vélar. Það sem eftir lifir ársins fer í undirbúning fyrir ný- liðaþjálfunina og er Kristófer nú í stífum hlaupa- og lyftingaæfingum í Vogum þar sem hann býr. Í sumar fór hann ásamt föður sínum til Bretlands og gekkst und- ir ýmis hæfnispróf og var í kjöl- farið samþykktur inn í 12 vikna þjálfunina. „Ég þurfti að fara í greindarvísitölupróf og hlaupa 1,5 mílu undir 12 mínútum,“ segir Kristófer, sem hljóp vegalengdina á 9 mínútum. Ennfremur var hann látinn lyfta kassa með skotfærum og halda honum stöðugum í 4 mínútur og taka fleiri próf sem reyndu á líkamlegan styrk. „Þetta var frekar erfitt enda engin hvíld á milli þrekprófanna. Að lokinni einni þraut var maður strax látinn í þá næstu.“ Kristófer leysti þrautirnar eins og til var ætlast og næsta skref hjá honum er að fara í herþjálf- unarbúðir í Bassingborn í ná- grenni Lundúna. „Þar lærir mað- ur að halda á byssu og þrífa hana og allt sem tengist hermennsk- unni,“ segir hann. Að lokinni þjálfuninni kemur hann heim og íhugar hvort hann skrifi undir fjögurra ára samning við herinn, sem hann telur líklegt að hann geri. „Ég ætla að byrja á því að verða bílasérfræðingur hjá hern- um en skipta yfir í eitthvað annað seinna,“ segir Kristófer. 16 ára piltur frá Suðurnesjum hefur sett markið á liðþjálfastöðu Fékk inngöngu í breska herinn Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Kristófer fær að hefja 12 vikna herþjálfun eftir áramót.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.