Morgunblaðið - 07.09.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.09.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ TILLAGA meirihluta byggðaráðs sveitarfélagsins Skagafjarðar um að hefja undirbúning að sölu á hlut sveit- arfélagsins í Norðlenskri orku ehf. var samþykkt með tveimur atkvæð- um gegn einu atkvæði fulltrúa minni- hlutans sl. miðvikudag. Gunnar Bragi Sveinsson, fulltrúi Framsóknarflokksins, sem er í minnihluta byggðaráðs, lagði fram breytingartillögu þar sem lagt var til að byggðaráð fæli sveitarstjóra að undirbúa sölu á hlutnum til Skaga- fjarðarveitna. Var tillaga Gunnars felld af fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, sem mynda meirihluta byggðaráðs. Segir Vinstri græna hafa tang- arhald á Sjálfstæðisflokki Eins og greint hefur verið frá í Morgunblaðinu byggist ákvörðun meirihlutans um sölu á hlut sveitarfé- lagsins í Norðlenskri orku á því að þáverandi meirihluti sveitarstjórnar seldi um síðustu áramót Rafveitu Sauðárkróks til RARIK. Við það hafi forsendur fyrir aðkomu sveitarfé- lagsins að Norðlenskri orku breyst þar sem ljóst sé að það er ekki í verkahring sveitarstjórnar að byggja virkjanir og sveitarsjóður geti ekki staðið undir þeim fjárhagsskuldbind- ingum sem slíkum framkvæmdum fylgja. Gunnar Bragi lagði fram bókun á fundinum þar sem hann segir söluna á Rafveitu Sauðárkróks engu breyta um aðkomu sveitarfélagsins að Norð- lenskri orku. Bendir hann m.a. á að varið hafi verið milljónum króna í að kanna möguleika Skagfirðinga á að nýta orku virkjunar við Villinganes. „Vilji Skagfirðingar hafa einhver áhrif á hvernig orkan verður nýtt og hvort hún verður nýtt í Skagafirði þá er þátttaka í virkjunarferlinu lykil- þáttur. Þessu einstaka tækifæri má ekki hafna,“ segir m.a. í bókun hans. Gunnar segir einnig athyglisvert það tangarhald sem Vinstrihreyfingin – grænt framboð hafi á samstarfi meirihlutans, þar sem Sjálfstæðis- flokkurinn hafi kúvent í afstöðu sinni til Villinganesvirkjunar. Deilur í byggðaráði Skagfirðinga um eignarhlut í Norðlenskri orku ehf. Salan var samþykkt með tveimur atkvæðum gegn einu KENNARAR í 3. og 7. bekk í grunnskólum Reykjavíkur hafa verið á kynningarnámskeiði und- anfarna daga vegna verkefnisins Dagblöð í skólum, en útgáfufélög DV og Morgunblaðsins annars veg- ar og Fræðslumiðstöð Reykjavíkur hins vegar undirrituðu í vikunni samkomulag um samstarf vegna verkefnisins til næstu þriggja ára. Verkefnið byrjaði fyrir tveimur árum þegar dagblaðaútgefendur og fræðsluyfirvöld hófu samstarf undir nafninu Dagblöð í skólum fyrir nemendur í 7. bekk. Unnið hefur verið eftir erlendri fyr- irmynd, Newspapers in Education, sem er samstarf fræðsluyfirvalda og útgefenda víða um lönd. Til- gangurinn er alls staðar sá sami eða að nota dagblöð sem stuðnings- efni í kennslu í samræmi við nám- skrár til að efla áhuga á námi, auka orðaforða og þjálfa gagnrýna og skapandi hugsun nemenda. Auður Huld Kristjánsdóttir verk- efnisstjóri segir að fyrsta árið hafi fjórir skólar verið með í verkefn- inu. Því hafi strax verið vel tekið og í fyrrahaust hafi 27 skólar verið með. Í janúar síðastliðnum hafi síð- an verið ákveðið að hafa sérstakt verkefni fyrir nemendur í 3. bekk og hafi því líka verið vel tekið, en á liðnu skólaári hafi um 3.500 nem- endur í 44 skólum tekið þátt í verk- efninu. Nemendur fá blaðapassa og verkefnabók, sem heitir Dag- blaðabókin mín. Eldri nemendurnir fá DV og Morgunblaðið í eina viku á skólaárinu og vinna úr dagblöð- unum í viðkomandi viku, en yngri nemendurnir fá blöðin á tveggja vikna fresti. Útgefendur kosta út- gáfu kennsluefnisins og gefa dag- blöðin til notkunar í kennslu. Auk þess veita þau ráðgjöf og leiðbein- ingar um notkun á dagblöðum í skólastarfi. Fræðslumiðstöðin sér um að kynna verkefnið með fulltrú- um blaðanna og leggur til aðstöðu til þess. Tvö kynningarnámskeið hafa verið haldin í vikunni. Auður Huld Kristjánsdóttir segir að það fyrra hafi verið fyrir kennara í 3. bekk og hafi um 60 kennarar frá 24 skólum mætt, en um 50 kennarar í 7. bekk frá 25 skólum hafi verið með á því seinna. „Þetta hefur mælst mjög vel fyrir, jafnt hjá nemendum sem kennurum, og við setjum okkur ákveðin markmið,“ segir Auður Huld. „Við viljum að krakkarnir læri að lesa blöðin, geti aflað sér upplýsinga úr þeim og gagnrýnt það sem þeir lesa.“ Samið um þriggja ára samstarf í verkefninu Dagblöð í skólum Morgunblaðið/Jim Smart Brynhildur Anna Ragnarsdóttir frá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, Auð- ur Huld Kristjánsdóttir verkefnisstjóri og Örn Þórisson, áskriftarstjóri Morgunblaðsins, á kynningarfundi í vikunni vegna verkefnisins. Um 50 grunn- skólar taka þátt í verkefninu RAUÐI kross Íslands afhenti Blóðbankanum í gær fullkominn blóðsöfnunarbíl að gjöf, eins konar blóðbanka á hjólum. Blóðsöfnunarbíllinn er að grunni til Scania langferðabifreið sem er sérsmíðuð og útbúin af finnska fyr- irtækinu Kiitokuori. Bíllinn er 13,5 metrar á lengd, búinn öllum nauð- synlegum tækjum til blóðtöku. Þar er hægt að taka á móti 50 – 100 blóðgjöfum á dag og jafnvel fleiri í neyðartilvikum. Í bílnum eru sam- tals fjórir bekkir fyrir blóðgjafa. Um 70 manns gefa blóð í Blóðbankann á hverjum degi Um 70 manns gefa blóð í Blóð- bankanum við Barónsstíg á dag, að meðaltali. Hann útvegar sjúkra- húsum landsins 14 þúsund einingar af rauðkornaþykknum á ári. Að sögn Úlfars Haukssonar, for- manns Rauða kross Íslands, vill Rauði krossinn með þessari gjöf tryggja öryggi þeirra sem þurfa á blóðgjöf að halda á spítölum lands- ins og einnig búa í haginn ef sú staða kemur upp að safna þurfi miklu magni af blóði einhvers stað- ar á landinu í skyndi, til dæmis í tengslum við stórslys eða náttúru- hamfarir. Að sögn Sveins Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Blóðbankans á Íslandi, markar nýi blóðsöfnunar- bíllinn þáttaskil í sögu blóðbanka- þjónustu á Íslandi. „Á næstu árum er mikilvægt að Blóðbankinn geti nálgast blóðgjafa nálægt starfi þeirra og námi, auk þess að geta safnað blóði með öfl- ugri hætti í byggðarlögum í næsta nágrenni höfuðborgarsvæðisins,“ segir Sveinn. Safnað frá árinu 1996 Bílinn er fluttur inn hingað til lands í gegnum Heklu hf. í kjölfar útboðs og kostar um 30 milljónir króna. Rauði kross Íslands hefur lagt til hliðar fé til kaupa á bílnum síðan 1996. Fjármögnunin var end- anlega tryggð með fimm milljóna króna framlagi frá ríkisstjórninni seint á síðasta ári. Rauði kross Íslands afhendir Blóðbankanum 13 m langan blóðsöfnunarbíl Unnt að taka við 50–100 blóð- gjöfum á dag Morgunblaðið/Þorkell Fjórir bekkir eru fyrir blóðgjafa, en kostnaður er alls 30 milljónir. Morgunblaðið/Þorkell Friðrik Pálsson, formaður stjórnar Blóðbankans, settist undir stýri á nýja blóðsöfnunarbílnum í gær enda með reynslu af strætóakstri. SAMTÖK norrænna blaðamanna- félaga hafa sent stjórnvöldum á Ís- landi, í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi bréf þar sem þau eru eindregið hvött til þess að standa vörð um frelsi fjölmiðla og vernd heimildarmanna og að tryggt verði að símtöl blaðamanna verði ekki hleruð af lögregluyfirvöldum. „Samtökunum, sem meira en 50 þúsund blaðamenn á öllum Norður- löndunum eiga aðild að, er ákaflega brugðið vegna hlerana dönsku ör- yggislögreglunnar á símtölum blaða- manns á Jylland-Posten,“ segir í bréfinu. „Samtöl blaðamannsins, sem starfar á einum stærsta fjölmiðli Danmerkur, við ritstjóra sinn voru hleruð en í þeim samtölum ræddi hann við ritsjórann um blaðagrein en áður hafði hann neitað að tilgreina heimildarmenn þá sem hann studd- ist við í greininni. Ef ekki fæst stað- fest að hleranir sem þessar hafi verið ólöglegar mun enginn blaðamaður þora að nota vinnu- eða heimasíma sinn. Samtökin leggja ríka áherslu á að réttindi blaðamanna og réttur borgaranna til upplýsinga er ákaf- lega mikilvægur í sérhverju lýðræð- islegu réttarríki.“ Gagnrýna hler- anir dönsku lögreglunnar ÁKVEÐIÐ hefur verið að háhyrn- ingurinn Keikó verði í Skálavíkur- firði í Noregi í vetur. Var þetta ákveðið í gær á fundi fulltrúa norsku fiskistofunnar, samtakanna Ocean Futures og sveitarstjórnarinnar í Halsa, að því er netútgáfa Aftenpost- en sagði í gær. Lagðar voru línur um hvernig best yrði búið að Keikó og hvernig fólk skyldi haga sér í heim- sóknum til hans. Fernando Ugarte, talsmaður Ocean Future samtakanna, sagði við netútgáfu Aftenposten í gær, að þeir Colin Baird, þjálfari Keikós, væru áhyggjufullir vegna heilsu Keikós sem hefði ekki verið hress í gær. Tal- ið væri að hann hefði ofkælst og væri dýralæknir Ocean Futures í Banda- ríkjunum sömu skoðunar. Engin ástæða væri þó til að óttast þar sem kvefpestir legðust ekki sérlega þungt á háhyrninga. Keikó setti Halsa á kortið Allt frá því Keikó kom til Noregs hefur mikið gengið á í sveitarfé- laginu Halsa. 54 þúsund manns búa þar, að sögn Ole Jørgen Wirum, eins íbúans, sem Morgunblaðið talaði við. „Keikó hefur sett Halsa á kortið,“ sagði Virum. Mikill fjöldi ferða- manna hefur lagt leið sína til Halsa og sagði einn norsku miðlanna í vik- unni að landgangurinn niður að bryggjunni í Skálavíkurfirði væri í sundur genginn vegna átroðnings- ins. Keikó hefur enda dregið athygli heimsins rækilega að Halsa með veru sinni í Skálavíkurfirði og sagði Virum íbúana ánægða með þann gríðaröfluga kynningarfulltrúa sem Keikó er. Virum er í ferðaþjónust- unni og er byrjaður með Keikóbáta- ferðir. „Fjölmiðlar hafa mikinn áhuga á Keikó og hann er til umfjöllunar á hverjum degi. Sjónvarpsstöðin CNN er með þriggja manna teymi í Skála- víkurfirði til að fylgjast með honum,“ segir Virum og bætir við að argent- ískir fjölmiðlar hafi einnig fjallað um málið. Vinsælt hefur verið að busla með Keikó í sjónum, en þjálfarar hans eru ekki hrifnir af því. Virum sagði að hitastig sjávar í firðinum væri 17–18 gráður. Hann sagði einn- ig, er hann var spurður nánar, að Haraldur Noregskonungur hefði ekki hitt Keikó, eins og sumir fjöl- miðlar hefðu gefið vonir um í vik- unni. Keikó verð- ur í Skála- víkurfirði í vetur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.