Morgunblaðið - 07.09.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.09.2002, Blaðsíða 23
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2002 23 NÝTT verslunarhúsnæði BYKO í Breiddinni í Kópavogi verður tekið í notkun hinn 14. september næst- komandi. Jón Helgi Guðmundsson, forstjóri BYKO, segir að vöruúrval fyrirtækisins aukist til muna með tilkomu hins nýja húsnæðis auk þess sem öll aðkoma fyrir viðskiptavini og starfsfólk breytist mikið til batn- aðar. Hann segir að nú sjái fyrir endann á endurskipulagningu á allri aðstöðu fyrirtækisins, sem staðið hafi yfir undanfarin ár. „Forsendan fyrir því að hægt var að ráðast í endurskipulagningu hjá BYKO í Breiddinni var sú að við fengum úthlutað lóð hjá Reykjavík- urhöfn, í Kjalarvogi við Sundahöfn,“ segir Jón Helgi. „Þar höfum við byggt um 10 þúsund fermetra vöru- geymslu fyrir grófar byggingavör- ur, en við byrjuðum á þeirri bygg- ingu á árinu 1999. Hinn 22. júní á síðasta ári var svo fyrsta skóflu- stunga tekin að hinu nýja verslunar- húsnæði fyrirtækisins í Breiddinni.“ Með tilkomu nýja verslunarhús- næðisins í Breiddinni verður heild- argólfflötur BYKO þar um 20 þús- und fermetrar. Nýbyggingin er um 7 þúsund fermetrar að stærð á tveimur hæðum, um 4 þúsund fer- metrar á jarðhæð, þar sem verður verslun, og um 3 þúsund fermetrar í kjallara fyrir lager. Nýbyggingin er byggð við um 3 þúsund fermetra vörurhús sem fyrir var á staðnum en breytt hefur verið í verslunar- rými, og verður heildargólfflötur verslunarinnar því um 7 þúsund fer- metrar á einni hæð. Auk stækkunar á verslunarhús- næði BYKO í Breiddinni hefur skipulagi timbursölunnar og sölu á öðru byggingarefni verið breytt. Nærri allt byggingarefni er nú und- ir þaki og geta viðskiptavinir ekið þar inn og í gegn á bílum sínum og afgreitt sig sjálfir ef þeir vilja. Jón Helgi segir að þessi verslunarmáti sé nýjung, sem geri kaup á bygg- ingavörum mun aðgengilegri og auðveldari fyrir viðskipavinina. Sérinngangur fyrir iðnaðarmenn Ýmis nýmæli verða í hinni nýju verslun BYKO í Breiddinni að sögn Jóns Helga. Hann segir að verslunin verði öll mun rýmri en áður var og opnunartími lengri. Viðskiptavinir muni geta keypt sér léttar veitingar í kaffiteríu og iðnaðarmenn muni hafa sér inngang til að auðvelda þeim það sem þeim tilheyrir. Þá verði flestar vörur verslunarinnar í henni sjálfri en viðskiptavinirnir muni ekki þurfa að sækja þær ann- að, nema í undantekningartilvikum. Jón Helgi segir að hin nýja versl- un BYKO í Breiddinni verði opnuð kl. 10:00 laugardaginn 14. septem- ber næstkomandi. Hann segir að bygging húsnæðisins og aðrar breytingar sem framkvæmdar hafi verið á því um 5 hektara landsvæði sem BYKO hefur til umráða í Breiddinni í Kópavogi hafi gengið mjög vel. Þannig hafi verið staðið að framkvæmdum að ekki hafi þurft að koma til mikillar yfirvinnu og ekki sé útlit fyrir að þörf verði á slíku síð- ustu dagana fyrir opnun, eins og al- gengt sé hér á landi við svipuð tæki- færi. Það var arkitektastofan Arkís ehf. sem sá um hönnun hins nýja versl- unarhúsnæðis BYKO í Breiddinni. Hjá BYKO starfa um 350 manns en að meðtöldum starfsmönnum ELKO og starfsmönnum fyrirtæk- isins í Lettlandi er heildarfjöldinn rúmlega 600. BYKO opnar nýtt verslunarhúsnæði í Breiddinni í Kópavogi hinn 14. september næstkomandi Morgunblaðið/Kristinn Heildargólfflötur hinnar nýju verslunar BYKO í Breiddinni er um 7 þúsund fermetrar á einni hæð en í kjallara er um 3 þúsund fermetra lager. Morgunblaðið/Kristinn Jón Helgi Guðmundsson, forstjóri BYKO, við hluta af þeim rafmagnshand- verkfærum sem í boði verða í hinni nýju verslun fyrirtækisins. Aukið vöru- úrval og stórbætt aðstaða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.