Morgunblaðið - 07.09.2002, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 07.09.2002, Blaðsíða 56
56 LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. EINHVER sjálfskipaður spekingur fræðir okkur í Mbl. 3.9. sl. um að þessi skelfilegi sósíalismi sé frá Bandaríkjunum kominn! Þessu er að sjálfsögðu þveröfugt farið! Ég kynntist þessum sósíalisma ásamt fleirum í ótal heimsóknum á vörusýningar „austan tjalds“, þegar hér ríktu höft og skömmtun en inn- flutningur að austan var frjáls. Sjálfskipaði sérfræðingurinn segir um þennan sósíalisma „Frelsið verð- ur að ófrelsi og kúgun. Sannleikur- inn verður að lygi“. Þetta er hárrétt lýsing á ástandinu eins og það var í þeim austantjalds- löndum, sem kommúnistum tókst að sölsa undir járnhæl sinn. Samtímis blómstraði efnahagur, mannlíf menntun og frelsi í landi kapítalism- ans V-Þýskalandi. „Sósíalismi andskotans“ hélt ótal þjóðum í helgreip sinni og leiddi af sér andleg áþján alla daga ársins og sífelldan ótta íbúanna um njósnir og svik. Í sannleika sagt var engu líkara en andskotinn væri á ósýnilegu sveimi í dulargervi óttans. Þessar ömurlegu staðreyndir um „sósíalisma andskotans“ eru vissu- lega geymdar en ekki gleymdar í hug og hjarta þjóðanna sem upplifðu þetta tímabil ótta og ofsóknar! Sá fjölmenni hópur kommúnista, sem lagði á sig að menntast þarna eystra komst ekki hjá því að kynnast rækilega og upplifa þessar stað- reyndir. Mér koma ekki síst í hug Hjörleifur og Svavar! Það þurfti að sjálfsögðu mikla for- herðingu til að tapa ekki trúnni á ágæti sósíalisma Stalíns, þegar öm- urleiki lífsins var jafn augljós og mis- kunnarlaus í raun og sannleika. Þetta hörmulega tímaskeið má aldrei gleymast en hlýtur að vera al- varleg áminning um það tímabil, þegar „sósíalismi andskotans“ var allsráðandi í Austur-Evrópu og víð- ar. Svona utan dagskrár skaðar ekki að minnast þess, þegar grjóthaqrðir stalínistar á Íslandi urðu „vinstri- grænir“ á einni nóttu og það svo rækilega að heilagleiki frelsis og sakleysis ljómar enn af andliti þeirra! GUÐMUNDUR GUÐMUNDARSON, Lynghaga 22, Reykjavík. Nokkrar stað- reyndir um „sósíal- isma andskotans“ Frá Guðmundi Guðmundarsyni: EITT er það í hagfræði heimsins sem mér hefur alltaf verið gjörsam- lega fyrirmunað að skilja. Það er af hverju auðlegð heimsins byggist á gulli sem er vitagagnslaus málmur, óætur og óhæfur í allt nema skart- gripi. Á sama tíma er vatn talið nán- ast verðlaust, en engin lífvera á jörð- inni lifir samt án þess, og er vatn þannig algjör grundvöllur mannlegr- ar tilveru. Stundum virðist sem hagfræðing- arnir beini einvörðungu sjónum sín- um að hinu mannlega samfélagi og kröfum þess, en gleymi því að við lif- um í náttúrunni og erum háð þeirri þjónustu og þeim auðlindum sem náttúran lætur okkur í té. Og þær auðlindir eru ekki ótakmarkaðar. En nú lifum við í breyttum heimi. Hagfræði og umhverfisvísindi þurfa ekki lengur að vera andstæður. Komin er fram á sjónarsviðið ný fræðigrein, umhverfishagfræðin, sem á að leysa mannkynið úr hremmingum dvínandi olíubirgða og vaxandi auðlindakreppu. Hefðbundin hagfræði byggist á þeirri kenningu að hagvöxtur sé mjög eftirsóknarverður enda skapi hann velferð hjá sem flestum. Um- hverfishagfræðin er í raun sammála því að hagvöxtur sé eftirsóknarverð- ur, en heldur því jafnframt fram, að markmið hagfræðinnar eigi að vera sjálfbær vöxtur til langs tíma, ekki hagvöxtur hvað sem hann kostar. Það virðist þannig liggja ljóst fyrir, samkvæmt umhverfishagfræðinni, að þjóð sem fer illa með auðlindir sínar á bráðum engar auðlindir leng- ur. Þetta þurfa Íslendingar að hafa í huga varðandi fiskveiðistjórnun og gæslu þeirra náttúruverðmæta sem framar öllu öðru laða ferðamenn til landsins. En það eru ekki bara Íslendingar, heldur öll heimsbyggðin sem stend- ur á tímamótum. Nú sem aldrei fyrr er nauðsynlegt að hagfræðin breyti viðmiðum sínum þannig að hægt verði að skapa hagkerfi sem er bæði félagslega og umhverfislega sjálf- bært. Hagkerfið verður að læra að taka tillit til umhverfisins og þetta verkefni, að breyta hagkerfinu, er eitt stærsta verkefnið sem nú blasir við mannkyninu. Við verðum einfald- lega að gefa vatninu og náttúrunni sitt rétta verðgildi til þess að henni sé ekki eytt og sóað að óþörfu og við verðum einnig að taka eyðileggingu umhverfisins með í reikninginn þeg- ar við reiknum út auðlegð þjóða. Að öðrum kosti eignumst við aldrei neitt nema gagnslaust gull en enga græna skóga. INGIBJÖRG ELSA BJÖRNSDÓTTIR, umhverfisfræðingur, Fálkagötu 17, Reykjavík. Um gull og græna skóga Frá Ingibjörgu Elsu Björnsdóttur:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.