Morgunblaðið - 07.09.2002, Blaðsíða 31
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2002 31
BLAÐ 18 – Reykjanes nefnist
myndlistarsýning Einars Garibalda
sem verður opnuð í nýjum salar-
kynnum Listasafns Reykjanesbæj-
ar kl. 17 í dag. Sýningin er haldin í
tengslum við Ljósanótt, og er sú
fyrsta sem opnuð er á vegum safns-
ins í Austursal Duushúss þar sem
staðið verður fyrir reglulegu sýn-
ingarhaldi.
Einar Garibaldi lýsir sýningunni
sem málverkasýningu, og er þar
fjallað um landslagið eins og það
birtist í túlkun kortagerðarmanna.
„Verkið er í 52 hlutum og vísar tit-
illinn í kort frá landmælingum Ís-
lands sem gefið er út í Atlaskorta-
röðinni. Blað 18 í þeirri röð er af
Reykjanesi,“ segir Einar. „Ég lít á
verkin sem landslagsmyndir og
beini að því sjónum hvernig þetta
landsvæði, þ.e. Reykjanesið, hefur
verið túlkað af kortagerðarmönn-
um. Mér finnst það í raun athygl-
isverðara að fylgjast með því hvern-
ig náttúran er túlkuð á kortum
fremur en í myndlist. Hvort tveggja
er náttúrulega sjónræn framsetning
á náttúrunni og er ég að velta þessu
fyrir mér á sýningunni. Þannig má
segja að verkið á sýningunni sé
málverk sem er kort sem er mál-
verk.“
Einar Garibaldi hefur unnið
nokkuð með þann ólíka skilning sem
lagður er í landslagið í skynjun og
framsetningu, og segir hann verkin
á sýningunni Blað 18 – Reykjanes
t.d. tengjast fyrri verkum, þ.e. skilt-
um er vísa veginn og merkja lands-
lagið. „Kortagerðin velur og hafnar,
hún ákvarðar fyrir okkur hvað er
merkilegt og hvað ekki í landslag-
inu. Þó svo að ég vinni með táknin
sem birt eru á kortinu beinist at-
hygli mín ekki síður að eyðunum á
milli táknanna. Eitt af því sem er
svo athyglisvert við þetta kort 18 er
að það er eiginlega ekkert á því.
Það hefur einhvern veginn raðast
þannig inn í Atlas-kerfið.“
Einar segir hin nýju salarkynni
Listasafns Reykjanesbæjar vera
kjörinn vettvang fyrir umrædda
sýningu, en hugmyndina að henni
fékk hann fyrir nokkuð löngu, eftir
að kort af Reykjanesi rataði í hend-
ur hans. „Ég hef eiginlega verið að
bíða eftir að finna réttan vettvang
til að sýna þetta verk, því mér
fannst alveg nauðsynlegt að það
yrði einhvers staðar á Reykjanesi.
Salurinn í Duushúsi er góður og
þykir mér þetta mjög áhugavert
starf sem er að hefjast hér. Hér er
orðinn til metnaðarfullur og sam-
felldur myndlistarvettvangur í
Reykjanesbæ,“ segir Einar Gari-
baldi en sýning hans í Duushúsi
stendur til 20. október.
Málverk af blaði 18
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Einar Garibaldi lítur upp úr landabréfinu, blaðsíðu 18, Reykjanes, en
það er einmitt heiti sýningarinnar og myndefnið er þangað sótt.
Næsti bar, Ingólfsstræti 1a Haf-
steinn Michael opnar sýningu kl. 17.
Sýningin samanstendur af mál-
verkum og teikningum og stendur
fram yfir mánaðamót.
Caffé kúlture Sigga Vala opnar
myndlistarsýningu í kaffihúsi Al-
þjóðahúss, Hverfisgötu 18. Sigga
Vala stundaði nám við Myndlista- og
handíðaskóla Íslands frá 1979–99 og
1983–86, hún hefur einnig numið ljós-
myndun hjá Kristjóni Haraldssyni,
Studio 28 í Reykjavík.
Hún vinnur mest með olíu, egg-
olíutempúru og vatnsliti. Sigga Vala
hefur haldið níu einkasýningar á Ís-
landi og í Svíþjóð og tekið þátt í fimm
samsýningum. Hún er búsett í Sví-
þjóð.
Kaffihúsið er opið frá kl. 11.30–01 alla
daga og stendur sýningin til 28. sept-
ember.
Þá verða sýndar tvær indverskar
kvikmyndir í Alþjóðahúsinu: Lagaan
kl. 14, en hún var tilnefnd til Ósk-
arsverðlauna og á morgun kl. 15
verður sýnd indversk barnamynd.
Kaffi Sólon Ásdís Spano opnar sýn-
ingu á stórum olíumálverkum kl. 17.
Ásdís er í útskriftarárgangi myndlist-
ardeildar LHÍ, en hefur einnig stund-
að nám í myndlist í Central Saint
Martin-skólanum á Englandi og í
Academy de belle arte á Ítalíu. Sýn-
ingin stendur til 27. september. Sýn-
ingarstjóri er Sesselja Thorberg S.
Í DAG
Sjá einnig Staður og stund á mbl.is
GVENDUR dúllari ehf. hefur opn-
að nýja fornbókaverslun á Klapp-
arstíg 35. Kappkostað er að hafa á
boðstólum gott úrval bóka í rúm-
góðu og björtu húsnæði. Auk þess
geta gestir rýnt í gömul Morg-
unblöð sem þekja gólf verslunar-
innar.
Verslunin er opin alla daga kl.
12–18, fimmtudag til kl. 20 en þá
eru fyrirhugaðar uppákomur af
ýmsu tagi.
Í dag er Langur laugardagur og
verður verslunin opin af tilefninu.
Gvendur dúllari verður áfram
með opið um helgar í Kolaportinu.
Gólf nýju fornbókaverslunarinnar er þakið gömlum Morgunblöðum.
Ný fornbókaverslun
á Klapparstíg
SIGLUFJARÐARKIRKJA átti 70
ára vígsluafmæli á dögunum, 28.
ágúst síðastliðinn, og á sunnudaginn
kemur, 8. september verður formlega
haldið upp þau tímamót með veglegri
afmælisdagskrá. Fyrrverandi prestar
Siglfirðinga mæta, ásamt prófasti og
vígslubiskupi, og tónlistarflutningur
og söngur verður í umsjá Antoníu He-
vesi, kirkjukórsins, Sigrúnar Hjálm-
týsdóttur og hins siglfirska tenórs
Hlöðvers Sigurðssonar
Afmælishátíðin hefst með guðs-
þjónustu kl. 11 þar sem sungið verður
hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar
tónskálds, í upprunalegri útgáfu, en
kirkjan var reist í prestskapartíð
hans. Sr. Bjarni mun óefað vera
þekktasti prestur Siglfirðinga frá
upphafi, kom til starfa 1888 og þjón-
aði til 1935, eða í samtals 47 ár.
Í hátíðarguðsþjónustunni á morg-
un mun núverandi sóknarprestur, sr.
Sigurður Ægisson, þjóna fyrir altari,
sr. Ragnar Fjalar Lárusson prédika
og aðrir prestar sjá um ritningar-
lestra; prófastur og vígslubiskup
flytja ávörp í lokin. Við hátíðarmess-
una verða m.a. fluttar sex Ave Maríur
(eftir Johann Sebastian Bach/Charles
Gounod, Eyþór Stefánsson, Hans Ny-
berg, Indriða Einarsson/Sigvalda
Kaldalóns, Antoníu Hevesi, og Sigurð
Þórðarson), auk þess sem Antonía
leikur Toccötu, úr gotneskri svítu, eft-
ir Leon Boellman, og Pílagrímakór-
inn eftir Richard Wagner. Að messu
lokinni er boðið til kaffisamsætis í
safnaðarheimilinu.
Síðar um daginn, kl. 15, verða svo
afmælistónleikar í Siglufjarðarkirkju,
en hún hefur verið talin með betri
sönghúsum á landinu og tekur um 400
manns í sæti. Þar munu Sigrún
Hjálmtýsdóttir og Hlöðver Sigurðs-
son verða með 11⁄2 klukkustundar
söngdagskrá, við undirleik Antoníu
Hevesi. Flutt verða íslensk einsöngs-
lög, alþekkt, og síðan léttar óperuarí-
ur og dúettar. Í hópi einsöngslaganna
verða „Þú eina hjartans yndið mitt“,
„Rósin“, „Tondeleyó“, „Dagný“,
„Draumalandið“, „Sjá dagar koma“,
„Svanasöngur á heiði“ og „Hamra-
borgin“. Aðgangseyrir er 1.500 krón-
ur.
Afmælishátíð Siglu-
fjarðarkirkju
Sigrún
Hjálmtýsdóttir
Hlöðver
Sigurðsson
TÍBRÁ, tónleikaröð Salarins í Kópa-
vogi, hefst í kvöld kl. 20.00.
Flytjendur á fyrstu tónleikum eru
Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzó-
sópran og Francisco Javier Jáuregui
gítarleikari, en Guðrún hreppti í gær
styrk úr Styrktarsjóði Önnu Nordal
til áframhaldandi náms í söng.
Á efnisskránni eru söngvar eftir
Manuel de Falla, Enrique Granados,
José Serrano og Jéronimo Giménez,
flestir útsettir af Jáuregui, auk út-
setninga eftir Valls og Lorca.
Guðrún segir styrkinn úr sjóði
Önnu Nordal koma sér vel, enda
söngnám í London dýrt.
„Þetta er frábært. Ég vissi ekkert
um Önnu Nordal áður en ég frétti af
styrknum, en það vill svo til að amma
mín, Guðrún Stephensen var Vestur-
Íslendingur eins og hún.“
Francisco Javier Jáuregui er kær-
asti Guðrúnar. „Spænska tónlistin er
honum í blóð borin, og það er frábært
fyrir mig að syngja með manni frá
heimalandi söngvanna. Hann skilur
tónlistina betur og hjálpar mér með
tungumálið. Ég syng líka á ladino
sem er afbrigði af miðaldaspænsku
og á mállýskum, til dæmis frá Sevilla,
og þá er gott að hafa leiðbeinanda.“
Þau Guðrún og Francisco Javier
hafa áður haldið tónleika með
spænskum sönglögum, sem hún seg-
ir höfða sterkt til sín.
„Tónlistin er ástríðufull og drama-
tísk, en líka oft mjög fyndin. Ljóðin
höfða líka mjög til mín; þessi eilífu
yrkisefni um ást, ástarsorg, vobrigði,
þrá og fleira slíkt; tilfinningar sem
eru reyndar sameiginlegar öllu
mannkyni. Í spænsku lögunum finn-
ur maður fyrir arabískum áhrifum,
sérstaklega í Canciones Sefarditas,
sem eru söngvar frá tímum Már-
anna.“
Vinargjafir og Goyamyndir
Meðal annarra verka á tónleikun-
um eru Siete canciones populares
españolas, sjö spænsk alþýðulög,
sem eru meðal þekktustu verka
Manuels de Falla. Francisco Javier
leikur einnig eing gítarverk tón-
skáldsins, Homenaje, sem er óður til
vinar hans Claudes Debussys.
Þótt Federico Garcia Lorca sé
þekktastur fyrir skáldskap sinn
fékkst hann einnig við tónsmíðar.
Lorca átti það sameiginlegt með
kennara sínum Manuel de Falla að
hrífast af þjóðlögum heimalands síns.
Guðrún og Francisco Javier flytja
fimm spænsk þjóðlög í útsetningu
Lorcas. Katalónska tónskáldið
Granados sótti innblástur í málverk
spænska málarans Goya. Sú hrifning
varð til þess að hann samdi píanó-
verkin Goyescas, sem hann notaði
síðar sem grunn að óperu. Textahöf-
undur óperunnar samdi nokkur ljóð í
tengslum við hana, sem Granados
samdi síðan lög við og kallaði þau
Tonadillas. Francisco Javier hefur
útsett nokkur laganna fyrir rödd og
gítar. Auk þessa flytja Guðrún og
Francisco Javier aríur úr spænskum
óperum, eða zarzúelum.
Vel menntað músíkpar
Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir fædd-
ist árið 1977 í Reykjavík. Í fyrra lauk
hún meistaragráðu frá Guildhall
School of Music and Drama í London
og er nú á öðru ári í óperudeild skól-
ans. Guðrún kom fram á tónleikunum
Tónlistarmenn 21. aldarinnar á
Listahátíð í hitteðfyrra og söng í jóla-
óratoríunni Barn er oss fætt eftir
John Speight, í Hallgrímskirkju árið
2001. Hún hefur einnig sungið á tón-
leikum í Færeyjum, á Skotlandi og í
London, meðal annars í beinni út-
sendingu á BBC Proms hátíðinni.
Þau óperuhlutverk sem hún hefur
sungið á sviði eru Rosina í Rakaran-
um í Sevilla og Prins Orlofsky í Leð-
urblökunni. Í fyrra vann hún verð-
laun í alþjóðlegri söngkeppni í
Konunglegu óperunni í Covent Gar-
den og í ár vann hún Schubertkeppni
í skólanum.
Francisco Javier Jáuregui er
spænskur að uppruna en lauk meist-
aragráðu frá Guildhall School of
Music and Drama í London á þessu
ári. Hann hefur komið fram á tón-
leikum í Bandaríkjunum, á Spáni,
Ítalíu, Frakklandi, Portúgal, Skot-
landi og Englandi, bæði sem einleik-
ari og sem flytjandi kammertónlist-
ar.
Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, handhafi styrks Önnu Nordal, syngur í Salnum
Spænsk þjóð-
lagastemmning
Morgunblaðið/Þorkell
Þórður Júlíusson afhendir Guðrúnu Jóhönnu Ólafsdóttur styrkinn.
Laugardagur Nú stendur yfir
tónlistarhátíð ungra norrænna
tónlistarmanna, UNM og verða
síðustu tónleikar hátíðarinnar í
Skálholtskirkju kl. 17. UNM-
hljómsveitin og Hamrahlíðar-
kórinn flytja verk eftir Jens
Voigt Lund (DK); Perttu Haap-
anent (FI), Simon Christensen
(DK), Niels Rønsholdt og Mal-
in Bangs.
Tónlistar-
hátíð UNM
HAUKUR Dór opnar sýningu
á málverkum í Listasalnum
Man, Skólavörðustíg, í dag,
laugardag, kl. 15.
Á fjörutíu ára ferli hefur
Haukur Dór sýnt reglulega á
Íslandi og erlendis. Hann hélt
sýna fyrstu sýningu á Mokka
1962 eftir fjögur ár á kvöldnám-
skeiðum í Myndlistaskólanum í
Reykjavík. Sama ár hélt hann
utan til náms í myndlist, fyrst í
til Edinborgar og síðan til
Kaupmannahafnar. Þá stund-
aði hann nám í Bandaríkjunum
og á Spáni.
Mörg verka hans eru í opin-
berri eigu og á einkasöfnum.
Haukur
Dór sýnir
í Man