Morgunblaðið - 07.09.2002, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 07.09.2002, Blaðsíða 51
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2002 51 Þessi vísa sem Ella amma kenndi mér og hafði eftir langömmu kemur upp í hugann þegar ég sest niður og minnist hennar. Einhvern veginn er inntakið svo lýsandi fyrir lífshlaup og viðhorf ömmu til tilverunnar. Því þrátt fyrir langan vinnudag og vísast á köflum erfiðan tapaði amma aldrei hæfileikanum til að sjá lífið og til- veruna í spaugilegu ljósi. Jafnvel und- anfarna mánuði liggjandi rúmföst og þrotin kröftum var hún sem fyrr æðruleysið uppmálað, glensaði með aðstæður sínar og kom ekki til hugar að gefast upp. Amma mín var af þeirri kynslóð Ís- lendinga sem ólst upp við mikla vinnu og lærði það frá blautu barnsbeini að ekkert kemur fyrirhafnarlaust. Fædd og uppalin í torfbæ á öðrum áratug síðustu aldar lifði hún og lærði í raun á tvo heima. Ólst upp í gamla bænda- samfélaginu en lifði það að sjá Ísland nútímans verða til og lagði sitt af mörkum eins og aðrir af hennar kyn- slóð. Það hefur væntanlega ekki verið auðvelt verk fyrir afa og ömmu að taka sig upp og flytja frá Drangsnesi fyrir réttum 50 árum. Sjóferðin á litlum vertíðarbát var erfið og um tíma tvísýn og yngsta barnið aðeins hálfs mánaðar gamalt. Við tók mikið verk við að koma undir sig fótunum á ný, rækta upp bústofninn og jörðina. Aldrei heyrði ég ömmu tala um að þetta hefði verið eitthvert sérstakt til- tökumál. En maður fann að meira lá undir þegar hún sagði okkur frá því að landið hefði tekið heldur kaldrana- lega á móti þeim með alhvítri jörð, þegar þau stigu á land hinn 2. júní. Það var oft handagangur í öskjunni við eldhúsborðið í Ögri og strákahóp- urinn frekur til fjörsins. En alltaf átti amma nóg rúm fyrir alla og einhvern veginn blessaðist allt hjá henni án þess að hún virtist þurfa nokkuð að hafa fyrir því. Hvort sem það var að halda aftur af fjörinu í okkur eða taka við þrefalt fleiri í mat en hún hafði átt von á. Ömmu var margt til lista lagt, hún var flink hannyrðakona og verklagin við allt það fjölbreytta stúss sem fylgdi búskaparhefðinni til lands og sjávar. En hún var líka afskaplega hnyttin og ágætlega hagyrt þegar hún vildi við hafa. Aldrei var samt glensið hennar ömmu á kostnað nokkurs nema kannski hennar sjálfr- ar. Það var heldur ekki ónýtt að hafa ömmu sem kennara þegar verið var að bögglast við að setja saman fyrstu vísuna. Já, „á skeiðinu lá’ann“, amma mín. Ég kveð ömmu með hlýhug og virðingu, með hugann fullan af björt- um og góðum minningum. Sigþór U. Hallfreðsson. Elsku amma, mig langar til að minnast þín með fáeinum orðum því glaðværari manneskju var varla hægt að hugsa sér. Það var allt svo gott hjá ömmu, það var lífssýn hennar sem heillaði alla sem hún kynntist. Ég naut þeirra forréttinda að fá að vera í sveit í Ögri hjá afa og ömmu ásamt fleirum og má segja að ég hafi mótast hvað mest þessi ár. Ég man eftir lummunum og öllum matnum sem amma eldaði en það átti alltaf að vera nóg handa öllum. Allar gleðistundirnar og hláturinn sem einkenndi allt og alla sem í kring- um ömmu voru því hún hafði þá sýn á öllu að sjá það besta og skoplega á hlutum sem gerði það að verkum að ávallt var gaman í kringum hana ömmu. Það er því með trega sem ég kveð þig, amma mín, og þakka þér fyrir þær yndislegu stundir sem við áttum saman og minninguna um yndislega ömmu varðveiti ég vel og hugga mig við það að þér líði vel þar sem þú ert núna og að þú og afi séuð saman. Guð blessi þig og varðveiti minningu þína, elsku amma mín, þú munt lifa í minn- ingu minni alla tíð. Ég kveð þig elsku amma með kinnar votar af tárum, á ást þinni enginn vafi, til mín, ég gæfu þá bar. Horfin er hönd þín sem leiddi á hamingju og gleðifundum, ástúð er sorgunum eyddi, athvarf á reynslustundum. Margt er í minninga heimi mun þar ljósið þitt skína, englar hjá guði þig geymi ég geymi svo minningu þína. Bjarni Lárus. Elsku Ella, mig langar að minnast þín með örfáum orðum. Það var alveg yndislegt að fá að kynnast þér, ég man aldrei eftir þér öðruvísi en glaðlyndri og með hlýju og umhyggju fyrir öllum og svo jákvæð gagnvart öllu. Það kom nú engin að tómum kofunum hjá þér, það var allt- af hlaðborð af mat og kökum og man ég þá sérstaklega eftir appelsínu- hringnum þínum sem ég fékk mikið dálæti á. Ég man þegar við sögðum þér að við ætluðum að skíra í höfuðið á þér, þú táraðist og tókst utan um okkur og spurðir hvort þetta væri örugglega vilji okkar. Það var svo yndislegt að fá að hafa þig við skírnina, þú varst svo fín og sæt, eins og alltaf. Ég vildi óska að hún nafna þín hefði fengið að kynnast þér lengur og sjá hvaða yndislegu konu þú hafðir að geyma, en hún mun kynnast þér í gegnum minningu okkar sem við varðveitum alla tíð. Ég kveð þig með söknuði og þakka þér fyrir allar yndislegu stundirnar. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Nína Hauksdóttir. Móðursystir okkar Elín Bjarna- dóttir, Ella frænka eins og við köll- uðum hana, var einstök kona. Hún var glæsileg. Sem börnum fannst okkur að drottningarnar í ævintýrun- um væru eins og hún, hávaxin, með dökkt liðað hár, brosandi og gjöful. Við minnumst sumardaga í Ögri, gleði og kátína með frændsystkinum okkar, það var alltaf sungið og sagðar sögur. Seinna hafa margar sögur ver- ið sagðar af veru okkar systkinanna þar, sem kitlað hafa hláturtaugar þeirra sem á hafa hlustað. Alltaf er Ella miðpunkturinn í þeim. Þá var gaman að vera til. Við lærðum að setja saman vísu, en Ella og Sigríður amma okkar, sem hjá henni bjó, voru báðar vel hagmæltar. Ella hafði þann hæfileika að líta tilveruna björtum augum, hún hafði góða kímnigáfu, eins og þessi vísa sýnir, er hún lýsir sjálfri sér bóndakonunni: Mjólkar, gefur, skeinir skít, skjátum vatnar frúin. Bólgin, marin, blá og hvít, blettótt mærin lúin. Þegar við vorum lengur eða skem- ur hjá Ellu og Lárusi eitt eða fleiri í senn var sem heimurinn stækkaði. Ekki bara við það að bætast í hópinn hjá stórri fjölskyldu þeirra Ellu og Lárusar, heldur hitt allt, sem var okk- ur borgarbörnunum framandi heim- ur, sveitin, skepnurnar, eyjarnar og allt þetta iðandi líf alls staðar. Ella hafði yndi af blómum, í Ögri voru blóm í hverjum glugga. Seinna í Stykkishólmi ræktaði hún rósir og ýmis framandi blóm í gróðurhúsinu sínu. Henni var eiginlegt að hlúa að því sem í kringum hana var, eins og kem- ur best fram í stórri fjölskyldu hennar sem kaus að vera nálægt henni. Feg- urðin fylgdi Ellu, þrátt fyrir háan ald- ur, hún var slétt á vanga, full af áhuga, fór í morgunleikfimi, það var eins og árin næðu ekki að marka hana. Ella og Lárus hófu búskap sinn á Ströndum en fluttu til Stykkishólms þar sem þau byggðu heimili á trausti og hlýju. Það hafa ugglaust verið á stundum erfiðir tímar þar eins og hjá mörgum bændum í þá daga, aldrei sáust þess samt merki, alltaf var af nógu að taka hvenær svo sem gest bar að garði. Það var gott að eiga Ellu frænku, hún var einstök persóna, traust sem klettur, brosandi og hlý. Við minn- umst hennar með söknuði og biðjum góðan guð að styrkja börn hennar, barnabörn og barnabarnabörn í sökn- uði þeirra. Minningin um hana er jafnframt okkar styrkur. Styrkurinn og hlýjan sem hún gaf og fóstraði með okkur er það besta sem við getum öðrum gefið. Blessuð sé minning hennar. Sigríður, Bjarni, Hallgrímur og Sigrún. Með fáum og fátæklegum orðum vil ég minnast þessarar góðu vinkonu minnar og þökk fyrir liðnar samveru- stundir, eða um hálfrar aldar skeið. Þau hjónin Lárus Guðmundsson keyptu árið 1952 jörðina Ögur í Stykkishólmi og fluttu þau þá frá Drangsnesi á Ströndum með fjöl- skyldu sína. Ekki höfðu þau lengi búið þar þeg- ar ég kynntist þeim og sá strax að hér voru á ferð dugnaðar og góð hjón og það sannaðist fljótt eftir lengri kynni. Samhent voru þau og börnin þeirra í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur. Þess varð ég fljótt áskynja. Eftir að þau fluttu svo í bæinn juk- ust kynni og vinátta okkar og þótti mér mikill fengur að. Seinustu árin vorum við svo í nánari tengslum þeg- ar hún dvaldi á Dvalarheimilinu hér. Hún var ein þeirra kvenna sem bár- ust ekki mikið á en var meira fyrir heimili sitt og vini og þar undi hún glöð við sitt. Það voru henni og vinum hennar góðir dagar og hún naut þeirra vel og þess vegna voru við- brigðin meðal okkar meiri þegar hún veiktist og þurfti á sjúkrahúsvist að halda. Það fer ekki á milli mála að söknuðurinn segir til sín og svipbrigð- in stór, en hún skilur eftir minning- arnar sem lengi lýsa fram á veg. Ég þakka Elínu góða og farsæla samfylgd og bið henni allrar blessun- ar á nýjum leiðum og veit að lífið gaf henni mikið og það voru henni mestu auðæfin. Fjölskyldu hennar sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Árni Helgason. Elsku amma. „Hún amma hún er mamma hennar mömmu, og amma er það besta sem ég á“ sungum við oft í útilegunum. Mér fannst og finnst þetta lag eiga svo vel við þig elsku amma mín. Núna ertu farin á vit hins óþekkta, en ég veit þú ert komin til hans afa Ingvars. Hann náði ég aldr- ei að hitta en þú skilar kveðju til SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR ✝ Sigríður Jóns-dóttir fæddist í Vík í Mýrdal 20. október 1910. Hún lést á sjúkradeild Sólvangs laugardag- inn 24. ágúst síðast- liðinn og var útför hennar gerð frá Víðistaðakirkju 30. ágúst. hans frá mér elsku besta. Þú sagðir um jól- in er við vorum á Ís- landi í heimsókn að þú myndir finna mig ein- hverstaðar í annarri vídd. Það fór um mig gæsahúð því ég vissi að þú varst að kveðja mig elsku besta. Þinn tími var kominn og þangað til við hittumst á ný í annarri vídd megi góð- ur guð vera með þér og blessi þig, hvíl í friði elsku besta amma Sigga. Kveðja, Ingvar Baldursson, Vigdís L. Jónsdóttir og Silja Rós Ingvarsdóttir, Horsens, Danmörku. Ég kynntist Svan- hildi Steinsdóttur eða Svönu í Neðra-Ási, eins og hún var jafnan kölluð, fyrst að ráði haustið 1973 þegar ég var ráðin kennari við Barnaskólann á Hólum en ég hafði flutt í Hjalta- dalinn tveimur árum áður ásamt fjölskyldu minni. Þá var skólinn til húsa í leiguhúsnæði á Hólum, Bús- húsinu, eins og það var kallað. Kennt var í tveimur stofum, yngri og eldri deild. Síðar var þriðju stof- unni bætt við þegar skólanum var skipt í þrjár deildir. Svana átti þá langan kennara- og skólastjóraferil að baki og hafði löngum mátt búa við ófullkomna aðstöðu en kunni að gera það besta úr því sem bauðst á hverjum tíma. Hún stjórnaði skól- anum af mikilli umhyggju, var vakin og sofin yfir velferð barnanna og af- ar ósérhlífin. Oft undraðist ég út- hald hennar og seiglu því að auk starfa við skólann sá hún um stórt heimili. Þarna hjálpaði án efa hin létta lund hennar en hún var glað- lynd og átti auðvelt með að sjá spaugilegar hliðar á tilverunni. Svana hafði gaman af þjóðlegum fróðleik, var ljóðelsk og átti létt með að setja saman vísur, þótt hún flík- aði því lítið. Það var mikill áfangi þegar skól- inn flutti í eigið húsnæði á Hólum árið 1977 þar sem allur aðbúnaður stórbatnaði. Enginn gladdist meira yfir því en Svana. Kennurum hafði fjölgað, Rósberg G. Snædal skáld hafði komið til starfa nokkru áður og komið var á fót mötuneyti við skólann. Árið 1981 flutti ég suður með fjöl- skyldu minni en tryggð Svönu við okkur var hin sama. Hún heimsótti okkur þegar hún var á ferð og var ætíð kærkominn gestur. Alltaf fylgdi henni sami óbilandi áhuginn á skólastarfinu en hún kenndi í all- mörg ár eftir að samstarfi okkar lauk. Hún fylgdist vel með gömlum nemendum sínum og gladdist yfir sigrum þeirra í lífinu. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst Svönu og starfað með henni. Hún var vönduð sómakona sem skil- aði miklu ævistarfi. Ég og mitt fólk flytjum fjölskyldu hennar innilegar samúðarkveðjur. Margrét Guðmundsdóttir. Heiðurskonan Svanhildur Steins- dóttir er látin. Mig langar að minn- ast hennar í fáum orðum því hún verður mér alltaf hugstæð. Svana í Ási var einn fulltrúi þeirra íslensku kennara sem hafa í sínu starfi upp- lifað hvað mestar breytingar á ís- lensku skólahaldi. Hún byrjaði að kenna þegar enn var farskóli í henn- ar sveit og hún lauk sinni starfsævi sem kennari í vel búnu skólahús- næði sem verið var að tölvuvæða. Þegar við hófum störf saman átti hún aðeins eftir fáein ár í kennslu. Hún var að sönnu orðin þreytt eftir langa starfsævi en gleðina við að kenna og umgangast nemendurna átti hún ennþá óskerta. Og það var þessi gleði og óbilandi áhugi sem mér fannst einkenna hana mest sem kennara og vakti eftirtekt mína og aðdáun. Það er svo með kennara að þeir eru flestir að læra eitthvað nýtt starfsævina alla. Eitt af því er að til- einka sér góða hluti sem þeir geta nýtt í sinni kennslu hvar sem þeir rekast á þá. Áhuginn og kjarkurinn óbilandi sem einkenndi Svönu var nokkuð sem mér fannst ég geta lært af henni og tekið mér til fyrirmynd- ar. Það var ekki hennar stíll að búa til vandamál úr smámunum. Ekkert SVANHILDUR STEINSDÓTTIR ✝ SvanhildurSteinsdóttir fæddist í Neðra-Ási í Hjaltadal 17. október 1918. Hún lést á heimili sínu 26. ágúst síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Hóladómkirkju 6. september. var svo erfitt eða leið- inlegt að það mætti ekki yfirstíga það, maður bara gekk í hlutina og gerði þá eins og maður hafði best vit til. Mér er það mjög minnisstætt þegar ég, ungi kennarinn, sat í nýjum og vel útbúnum skólanum á Hólum og hlýddi á frásagnir hennar af vinnuað- stöðu, ferðalögum til og frá vinnu og kennslustarfinu áður fyrr. Þetta voru frásagnir sem báru vitni um kjark og dug við aðstæður sem enginn launþegi í dag hefði get- að unað. Þegar ég hlustaði á þessar sögur þá virtust þau vandamál sem ég þóttist standa frammi fyrir ósköp lítilvæg. Það var varla að manni þætti þau þess verð að nefna þau. Og þetta hjálpaði mér að líta já- kvæðum augum á starf dagsins og allt sem því viðkom. Því þegar allt kemur til alls þá er það ekki hús- næðið og umbúnaðurinn sem skipta sköpum þegar litið er til kennslu- starfsins heldur það að sjálfur kenn- arinn sé fær um að miðla nemend- um sínum námsefninu og að hann hafi gleði, áhuga og ánægju af því að kenna og umgangast börn. Og það hafði Svana svo sannarlega. Ég minnist Svönu í skólanum, hlæjandi að einhverju smellnu sem eitthvert barnið hafði sagt. Ég sé hana fyrir mér í skógræktinni sinni, stolta að horfa á allar plönturnar sínar sem hún hafði eytt ómældum tíma í að hlú að. Ég hlusta á hana glaða og káta, spjallandi um daginn og veginn, spyrjandi frétta, segj- andi frá góðum bókum sem hún hafði lesið. Ég minnist hennar sem góðrar manneskju og góðs kennara sem sinnti sínu starfi af alúð og gleði. Ég vil þakka Svönu fyrir gott og farsælt samstarf og góð kynni um leið og ég sendi fjölskyldu hennar samúðarkveðjur. Sara Regína Valdimarsdóttir, Frostastöðum. Ríðum út að Ási. Ef við höfum hraðan á, háttum þar við skulum ná. Ríðum út að Ási. (Guðm.Guðm.) Það var engu líkara en að ég fengi það á tilfinninguna í vor þegar ég lagði leið mína heim að Neðra- Ási að nú færi hver að verða síð- astur til að heilsa upp á Svönu. Það hafði ég ætlað að gera í mörg ár. Makindalega komum við okkur fyrir í herberginu hennar þar sem fljótlega brutust fram minningar í hlýlegu og góðlátlegu spjalli um gamla tíma, samveru okkar á skóla- árum mínum og síðar þegar ég kom aftur í skólann til Svönu til að kenna. Tilvera hennar var svo sam- ofin lífinu í sveitinni að nánast var um einingu að ræða. Þannig upp- fræddi hún börn nágranna sinna og sveitunga og lagði þeim til gott hjartalag, svo að segja í margar kynslóðir. Af harðfylgi og eintómum hetjuskap barðist hún í gegnum hríðir og ófærð til að sinna þeirri lífsáráttu sinni. Af fullkomnum móðurkærleik annaðist hún okkur skólabörnin sem værum við hennar eigin. Og mismun gerði hún engan nema ef vera skyldi að hún tæki þá sem voru minni máttar undir sinn verndarvæng þegar á bjátaði. „Senn er himni sólin af, sigin ljós í vesturhaf“. Að leiðarlokum ber að þakka þvílíka manngæsku. Svana var fágæt mannkostakona sem lengi verður í minnum höfð. Fyrir mína hönd og systkina minna vil ég færa fram einlæga þökk fyrir það sem hún færði okkur í veganesti. Öllum aðstandendum hennar sendum við samúðarkveðjur. Reynir Þór Jónsson, frá Sleitustöðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.