Morgunblaðið - 07.09.2002, Blaðsíða 13
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2002 13
FÉLAG landeigenda í Bessastaða-
hreppi hefur farið þess á leit við
sveitarstjórnina þar að afturkalla
samkomulag, sem gert var árið
2000 við Garðbæinga um stjórn-
sýslu í afrétti fyrrum Álftanes-
hrepps enda hafi félagsmálaráðu-
neytið ekki staðfest það. Segir í
bréfi landeigendanna að innan
svæðisins sé að finna eitt mesta
háhitasvæði Reykjanesfjallgarðs-
ins.
Hlutur lögbýlisjarða í hreppn-
um 45 prósent árið 1848
Svæðið, sem kallað hefur verið
Almenningsskógar Álftnesinga, til-
heyrði áður Álftaneshreppi hinum
forna sem síðar skiptist í Bessa-
staðahrepp, Garðabæ og Hafnar-
fjörð. Að sögn Gunnars Vals Gísla-
sonar sveitarstjóra kveða lög á um
að eitt sveitarfélag þurfi að fara
með stjórnsýslu á hverju svæði og
því hafi Bessastaðahreppur og
Garðabær gert með sér samkomu-
lag árið 2000 um að svæðið myndi
tilheyra Garðabæ, enda lægi landið
að honum. „Hins vegar var gerður
fyrirvari á því að ef þarna kynni að
leynast eignarréttur eða önnur
réttindi þá hefði samkomulagði
engin áhrif á þau réttindi, hvorki
einstaklinga né landeigenda,“ segir
Gunnar.
Að hans sögn hefur samkomu-
lagið ekki verið staðfest af félags-
málaráðuneytinu þar sem Hafn-
firðingar mótmæltu því. Í bréfi
landeigenda til sveitarstjórnarinn-
ar er á það bent að samkvæmt
Nýrri jarðarbók fyrir Ísland, sem
samin var árið 1848, hafi hlutur
lögbýlisjarða innan Bessastaða-
hrepps verið 45,5 prósent á svæð-
inu. „Samkvæmt því er eignarstaða
lögbýlisjarða innan hreppsins í Al-
menningsskógum Álftnesinga mjög
sterk,“ segir í bréfinu.
Það hafi því valdið vonbrigðum
að Bessastaðahreppur skyldi hafa
afsalað sér stjórnsýslu á svæðinu
til Garðabæjar en þar sem sam-
komulagið hafi ekki hlotið staðfest-
ingu félagsmálaráðuneytisins sé
það „gagnslaust plagg sem ekki
nær fram að ganga og verði því að
fara aðrar leiðir“.
Er sem fyrr segir farið fram á
að samkomulagið verði afturkallað
en leitað verði eftir samkomulagi
við Hafnarfjörð um stjórnsýslu þar
sem Hafnarfjörður sé stærsti ein-
staki eigandinn í Almenningsskóg-
um. Mikilvægt sé að standa vörð
um eignarétt á jörðunum þar sem
iðnaðarráðuneytið sé um þessar
mundir að úthluta rannsóknarleyf-
um til Orkuveitu Reykjavíkur og
Hitaveitu Suðurnesja á jarðhita til
orkuframleiðslu. „Samkvæmt
könnunum Orkustofnunar er í
Brennisteinsfjöllum eitt mesta há-
hitasvæði Reykjanesfjallgarðsins,
en stærsti hluti þess svæðis er inn-
an Almenningsskóga Álftanes-
inga,“ segir í bréfinu.
Erindið var tekið fyrir á fundi
hreppsnefndar Bessastaðahrepps í
síðustu viku og var samþykkt að
leita álits lögmanns sveitarfé-
lagsins á því auk þess sem sveit-
arstjóra var falið að ræða við full-
trúa landeigenda.
Vilja afturkalla samkomulag um
stjórnsýslu í Almenningsskógum
!
"
#
4#5
6
! " !
Bessastaðahreppur
BÆJARRÁÐ Garðabæjar hefur
samþykkt að heimila Slökkviliði höf-
uðborgarsvæðisins að beita Eignar-
haldsfélagið Kirkjuhvol dagsektum
vegna ágalla á eldvörnum í húsnæði
þess að Garðatorgi 1. Segir deildar-
stjóri forvarnadeildar Slökkviliðsins
að ágallarnir séu taldir hafa umtals-
verð áhrif á öryggi fólks. Ekki hafi
verið farið eftir brunahönnun sem
gerð hafi verið fyrir húsið í samvinnu
við Brunamálastofnun.
Bjarni Kjartansson, deildarstjóri
forvarnadeildar Slökkviliðs höfuð-
borgarsvæðisins, segir málið eiga sér
langan aðdraganda. „Það má segja að
allt þetta hús að Garðatorgi 1 sé með
ákaflega mörgum ágöllum á eldvörn-
um sem óhjákvæmilega geta haft um-
talsverð áhrif á öryggi fólks. Þess
vegna förum við þessa leið. Á sínum
tíma var þessi bygging brunahönnuð
undir handleiðslu Brunamálastofn-
unar og það er skemmst frá því að
segja að það vantar flest grundvall-
aratriði sem tekið var á í þeirri
brunahönnun. Dæmi um það er sá
hluti sem um ræðir núna, eignarhluti
Kirkjuhvols sem Hagkaup er í. Þar á
til dæmis að vera sjálfvirkt vatnsúða-
kerfi samkvæmt þessari hönnun en
það er ekki.“
Þýðir ekki að
fólk sé í bráðri hættu
Hann segir eiganda húsnæðisins,
Eignarhaldsfélagið Kirkjuhvol, ekki
hafa bætt úr þessu þrátt fyrir tilmæli
Slökkviliðsins þar um og í mars síð-
astliðnum hafi því verið brugðið á það
ráð að óska eftir heimild sveitarfé-
lagsins til að beita dagsektum, sem
samkvæmt bréfi Bjarna til bæjarins
eru 27.000 krónur á dag. Hann segir
að ástæður þess að það hafi dregist
að fá þetta leyfi geti legið í því að það
sé nýtt hjá Slökkviliðinu að beita dag-
sektum af þessu tagi.
Bjarni undirstrikar þó að einhverj-
ar eldvarnir séu í byggingunni. „Þó
það sé ekki vatnsúðakerfi þá hefur þó
verið sett upp sjálfvirkt brunaviðvör-
unarkerfi í Hagkaupshlutanum sem
gerir auðvitað mjög mikið til þess að
vara fólk við. Þannig að það er ekki
eins og það sé ekki neitt þarna en það
er bara ekki nóg.“ Hann bendir á að
dagsektarleiðin sé farin þegar ágallar
teljist hafa umtalsverð áhrif á öryggi
fólks. „Með því erum við að segja að
möguleikar fólks til að bjarga sér séu
rýrðir að svo miklu leyti að ekki megi
una við til langframa án þess þó að
það þýði að fólk sé í bráðri hættu.“
Beittir dagsektum vegna
ágalla í brunavörnum
Garðabær
LOFTORKA ehf. hefur óskað eftir
samstarfi við Bessastaðahrepp um
uppbyggingu í landi Brekku á
Álftanesi.
Hugmyndir fyrirtækisins ganga
út á að byggja á svæðinu 26 íbúðir
sem yrðu bæði í sambýli og sér-
býli.
Að sögn Gunnars Vals Gísla-
sonar sveitarstjóra á lögbýlið
Brekka töluvert land í hreppnum
og samkvæmt skipulagi sveitarinn-
ar er gert ráð fyrir ákveðinni upp-
byggingu þar.
„Þarna kemur fyrirtæki með er-
indi þar sem það leitar eftir sam-
starfi við sveitarfélagið um upp-
byggingu á þessu svæði eftir
hugmyndum sem það fyrirtæki
hefur.
Þetta er í sama anda og við höf-
um unnið eftir undanfarin ár eins
og þegar Íslenskir aðalverktakar
byggðu hér upp ákveðið hverfi,
Hólmatún, á undanförnum árum.“
Hefur hreppsráð samþykkt að
Gunnar gangi til viðræðna við
Loftorku um málið þar sem hug-
myndirnar yrðu bornar saman við
áætlun um uppbyggingu Álftanes-
skóla og leikskóla með hliðsjón af
öðrum uppbyggingaráformum í
sveitarfélaginu á næstu árum.
Vilja byggja
26 íbúðir
í landi
Brekku
Bessastaðahreppur
ársins 1923. Hún kynntist Halldóri
Laxness á Borgundarhólmi sum-
arið 1922 en þau dvöldu þá í sama
húsi. Málfríður fór síðan heim til Ís-
lands snemma um vorið og þar
fæddist dóttir þeirra í apríl 1923.
Málfríður giftist hins vegar aldrei
og eignaðist ekki fleiri börn.
Málfríður bjó hjá dóttur sinni í
MÁLFRÍÐUR Jónsdóttir varð 106
ára á dögunum og er hún elsti núlif-
andi Íslendingurinn eftir því sem
næst verður komist. María Hall-
dórsdóttir, dóttir Málfríðar og Hall-
dórs Kiljans Laxness, segir að móð-
ir sín heyri orðið mjög lítið en að
sjón hennar virðist enn þokkaleg og
hún taki eftir og hafi orð á því þeg-
ar hún sjái fallega hluti í kringum
sig. Málfríður dvelur nú á Landa-
koti og líður þar vel að sögn Maríu.
Langlífi er í móðurætt Málfríðar og
móðir hennar, Þórunn Bjarnadóttir
frá Núpi á Berufjarðarströnd, varð
101 árs. Málfríður fæddist á Fögru-
eyri við Fáskrúðsfjörð 29. ágúst ár-
ið 1896 en flutti með foreldrum sín-
um, Þórunni og Jóni Bjarnasyni, og
föðurafa og -ömmu til Reykjavíkur
árið 1903. Málfríður fór með
venslafólki sínu til Danmerkur og
dvaldi þar í rúm þrjú ár eða fram til
Vesturbænum frá árinu 1948 fram
til ársins 1990 en hefur dvalið á
Landakoti hin síðari ár, þar sem
hún hélt upp á 106 ára afmælið með
nánustu ættingjum sínum. „Hún
mamma hefur alla tíð verið hlý
kona og ef ég ætti að nefna eitthvað
sem einkennir hana er það gott
hjartalag.“
Morgunblaðið/Kristinn
Málfríður Jónsdóttir og dóttir hennar, María Halldórsdóttir.
Elst
Íslendinga
Vesturbær
GERT er ráð fyrir að ný við-
bygging við Víðistaðaskóla í
Hafnarfirði verði tekin í notkun
í upphafi skólaárs 2004. Var
samningur um hönnun bygging-
arinnar undirritaður á þriðju-
dag.
Það er Batteríið ehf. sem mun
hafa hönnun byggingarinnar
með höndum en í frétt frá Hafn-
arfjarðarbæ segir að gert sé ráð
fyrir að vænlegasti kostur fyr-
irhugaðrar stækkunar sé um
3850 fermetra viðbygging sem
gangi til norðurs.
Þá þurfi að gera breytingar á
notkun og skipulagi á hluta af
núverandi húsnæði skólans,
samtals um 1070 fermetrum,
þar sem gamli skólinn komi til
með að tengjast viðbyggingunni.
Í henni verður komið fyrir há-
tíðar- og matsal, bókasafni,
tölvustofu og fyrirlestrastofu.
Sömuleiðis mun byggingin hýsa
nær allar sérgreinastofur, fjórar
heimastofur auk stjórnunar-
deildar skólans.
Samningurinn hljóðar upp á
32,3 milljónir króna en sem fyrr
segir er gert ráð fyrir að bygg-
ingin verði tilbúin til notkunar í
upphafi skólaárs 2004.
Þá er gert ráð fyrir að breyt-
ingum á eldra húsnæði verði
lokið í desember sama ár.
Bæjarstjóri undirritaði samn-
inginn fyrir hönd bæjarins með
fyrirvara um samþykki bæjar-
ráðs.
Frá undirritun samningsins: F.v. Lúðvík Geirsson bæjarstjóri, Jón
Ólafur Ólafsson arkitekt, Sigurður Einarsson arkitekt og Gísli Ó.
Valdimarsson, formaður Bygginganefndar skólamannvirkja.
Víðistaðaskóli
stækkaður
Hafnarfjörður