Morgunblaðið - 07.09.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR
8 LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
fordmondeo
Keyrðu og finndu að í Ford Mondeo færðu meira af öllu.
Þú upplifir að nýr Mondeo gefur þér miklu meira en þú áttir von á.
Komdu og keyrðu. Vertu undir það búinn að vilja ekki láta hann frá þér.
Takmarkað magn.
Pantaðu núna.
Nýr Ford Mondeo kostar frá 1.995.000 kr.
Br imborg Reyk jav ík - Br imborg Akureyr i - br imborg. is
Keyrðu ...
og upplifðu
Ráðstefna Barnaverndarstofu
Hver verndar
slíkt barn?
RÁÐSTEFNA ávegum Barna-verndarstofu varð-
andi málefni barna og
unglinga sem send hafa
verið á meðferðar- eða
fósturheimili verður hald-
in í höfuðborginni á næstu
dögum og ræddi Morgun-
blaðið af því tilefni við
Bryndísi S. Guðmunds-
dóttur, deildarsérfræðing
á meðferðardeild Barna-
verndarstofu. Fara svör
hennar við nokkrum
spurningum hér á eftir, en
fyrst var hún beðin um að
segja aðeins frá ráðstefn-
unni og helstu markmið-
um hennar.
„Mánudaginn 16. sept-
ember mun Barnavernd-
arstofa í samvinnu við Fé-
lag íslenskra uppeldis- og
meðferðarstofnana standa fyrir
ráðstefnu um málefni barna sem
send hafa verið á meðferðar- og
fósturheimili.
Markmiðið með ráðstefnunni
er að skoða á hvern hátt við und-
irbúum börnin sem eru send að
heiman til dvalar á ókunnugum
stöðum, oft um óákveðinn tíma.
Einnig verður fjallað um hvaða
áhrif dvöl fjarri ættingjum og
vinum hefur á þessi börn og reynt
að skyggnast inn í þeirra eigin
reynslu og mat á þessum stuðn-
ingsúrræðum.
Ráðstefnan er fyrst og fremst
ætluð barnaverndarstarfsmönn-
um og þeim sem vinna á álíka
stofnunum og heimilum fyrir
börn en allir sem hafa áhuga á
málinu eru velkomnir.
Ráðstefnan er haldin á Grand
Hótel og er ráðstefnugjald 8.000
krónur. Innifalið er kaffi og með-
læti fyrir og eftir hádegi og skal
tilkynna þátttöku til Barnavernd-
arstofu á netfangið herdis-
@bvs.is. Ráðstefnustjóri verður
Bragi Guðbrandsson, forstjóri
Barnaverndarstofu.“
– Segðu okkur eitthvað frá því
hvernig ráðstefnan verður byggð
upp og helstu erindum.
„Barnaverndarstofa mun gera
grein fyrir fjölda íslenskra barna
sem vistuð eru í fóstur eða á með-
ferðarheimili. Þá mun norski sál-
fræðingurinn Erik Larsen fjalla
um börn sem send eru að heiman,
hvers vegna barnaverndarnefnd-
ir hafa valið þessa leið börnunum
til stuðnings, um hvaða vænting-
ar börn, foreldrar og barnavernd-
arstarfsmenn hafa til þessara að-
gerða. Þá mun hann fjalla um
undirbúninginn sem fram fer áð-
ur en dvöl hefst og hvernig barn
er búið undir að snúa aftur til fjöl-
skyldu sinnar. Hvað er það sem
skiptir máli þegar börn eru send
á meðferðar- og fósturheimili.
Tvær ungar konur munu segja
frá reynslu sinni sem fósturbörn
og ein ung kona mun segja frá
reynslu sinni af meðferð á mis-
munandi stofnunum eða heimil-
um.
Síðan mun Einar
Ragnarsson frá félagi
fósturforeldra tala um
reynslu sína sem fóst-
urforeldri, Drífa Krist-
jánsdóttir, meðferðar-
heimilinu Torfastöðum, talar um
reynslu sína af meðferðarstarfi.
Guðrún Marinósdóttir og Helga
Jóna Sveinsdóttir, starfsmenn
Barnaverndar Reykjavíkur, fjalla
um sinn þátt í þessari vinnu með
börnin. Þórunn Óskarsdóttir, for-
maður FÍUM, mun slíta ráðstefn-
unni klukkan 16.30.“
– Hver er þessi norski gestur
og hver er reynsla hans í þessum
efnum?
„Aðalfyrirlesari verður hinn
þekkti norski sálfræðingur Erik
Larsen. Hann hefur langa
reynslu af starfi á meðferðar-
heimilum, hefur unnið að rann-
sóknum á því sviði, skrifað ótal
fræðigreinar og bækur og unnið
að fræðslumálum sálfræðinga og
annarra sem vinna á þessu sviði.
Jafnframt hefur hann stundað
kennslu við háskóla í Noregi um
árabil.“
– Hvernig standa þessi málefni
á Íslandi í dag og ... er um stóran
hóp barna og unglinga að ræða?
„Í lok árs 2001 voru 268 börn í
fóstri, þar af 183 í varanlegu
fóstri, þ.e. allt til 18 ára aldurs, en
85 í tímabundnu. Á árinu 2001
fengu 123 börn meðferð á vegum
Barnaverndarstofu. Á hverjum
tíma eru um það bil 70 börn í
meðferð á heimilum og stofnun-
um á vegum stofnunarinnar.“
– Þú nefndir markmið áðan,
segðu okkur nánar frá þeim og
hvernig ætlunin er að vinna úr
því sem á ráðstefnunni kemur
fram.
„Auk þess sem fram kemur hér
að ofan þá leggjum við fyrst og
fremst áherslu á barnið sjálft við
þessar aðstæður. Það er mikið al-
vörumál þegar barn getur ekki
alist upp hjá sinni eigin fjölskyldu
og verður sífellt að minna á hvaða
aðstæðum barnið stendur frammi
fyrir.
Það að vera barn sem hefur
verið sent á fóstur- eða
meðferðarheimili þýðir
að það hefur þurft að
líða fyrir aðstæður sín-
ar og/eða þótt sýna svo
erfiða hegðun að það
hefur orðið að fjarlægja það af
heimili sínu. Ábyrgð barnavernd-
arstarfsmanna er mikil í slíkum
málum.
Hver verndar slíkt barn og
hver talar máli þess? Von okkar
er að þeir sem vinna að þessum
málaflokki fari ríkari heim af
fróðleik og skilningi á stöðu þess-
ara barna og mikilvægi góðs sam-
starfs allra aðila.“
Bryndís Guðmundsdóttir
Bryndís Guðmundsdóttir er
fædd í Reykjavík árið 1955. Nám
við Háskóla Íslands í uppeldis-
fræði, námsráðgjöf og kennslu-
réttindum. Stundaði nám í fjöl-
skyldumeðferð. Hefur starfað
við meðferð og kennslu síðan
1977 á Unglingaheimili ríkisins,
Unglingaathvarfinu, Skólaheim-
ilinu Egilsá, Meðferðarheimilinu
Stóru-Gröf/Bakkaflöt. Núver-
andi starf er deildarsérfræð-
ingur á meðferðardeild Barna-
verndarstofu samfleytt síðan
1997. Hún á eina dóttur, Védísi
Sigríði Ingvarsdóttur.
Leggjum
áherslu á
barnið sjálft
„ÉG HEF veitt marga sjóbirtinga í gegnum tíðina, en
þetta er maríulaxinn minn og hann var engin smásmíði,“
sagði Grétar Óskarsson, Suðurnesjamaður, sem landaði
rúmlega 19 punda laxhæng í Fjárhúsabakka síðastliðinn
þriðjudag. Svo stór lax hefur ekki veiðst í Geirlandsá í
mörg ár og grunur leikur jafnvel á að þetta sé stærsti lax
sem veiðst hefur í ánni. Geirlandsá er fyrst og fremst sjó-
birtingsá, en nokkrir laxar, yfirleitt 20 til 50 á sumri,
veiðast að jafnaði. Stærri sjóbirtingar hafa hins vegar
veiðst í Geirlandsá.
„Ég var með minnstu gerð af Lippu og þetta var harð-
ur slagur í fullan hálftíma. Félagi minn var bara með sil-
ungaháf og reyndi einu sinni að nota hann til að landa
skepnunni, en það komst bara hausinn inn í háfinn og lax-
inn sneri sig strax út úr honum. Þá tók félagi minn það
ráð að þegar ég bakkaði frá ánni fór hann aftur fyrir lax-
inn og ýtti honum með fætinum upp á eyrina. Lippan datt
þá bara úr kjaftinum á laxinum, önglarnir uppréttir,
þannig að ég hefði misst hann á næstu andartökum,“
sagði Grétar.
Skot eftir flóð
Grétar og félagar hans, sem eru þrautreyndir sjóbirt-
ingskarlar í ám á Klaustursvæðinu, voru svo heppnir að
koma í Geirlandsána er sjatnaði í henni eftir flóðið um
síðustu helgi. Þeir fengu fyrsta alvöru veiðiskotið á þess-
ari vertíð í kjölfarið, náðu alls tíu fiskum, þar af tveimur
löxum, öðrum 19 punda og hinum 6 punda. Þá lágu sex
birtingar í valnum, 3 til 9 punda, og auk þess einn stað-
bundinn urriði og ein bleikja.
Seinni morgunvaktina er þeir félagar hugðu sér gott til
glóðarinnar var aftur komið hlaup í ána eftir næturlanga
dembu.
Sumarið 1987 veiddust 1.523 laxar í Selá í Vopnafirði,
sem er metveiði þar. Nú er metinu ógnað og raunar
næsta líklegt að það falli. Síðastliðinn fimmtudag voru
komnir 1.475 laxar á land og enn er veitt í nokkra daga og
veiði góð. Skilyrði eru fín, vatn kannski með meira móti,
en mikill lax og enn nýr að ganga. Hofsá er um 200 löxum
á undan Selá, en hún nær ekki meti, því sumrin 1992 og
1993 fór heildarveiði í henni yfir 2.000 laxa.
Sá stærsti úr Geirlandsá?
ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN?
Grétar Óskarsson með stórlaxinn úr Geirlandsá.