Morgunblaðið - 07.09.2002, Blaðsíða 41
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2002 41
OFT er um það deilt
hvort vegur þyngra
menn eða málefni þeg-
ar kjósendur veita
fulltrúum sínum um-
boð í lýðræðislegum
kosningum. Varla er
þó um það ágreiningur
að hvort tveggja skipt-
ir máli. Sagan kennir
okkur hins vegar, bæði
hérlendis og erlendis,
að af og til koma fram
á sjónarsviðið stjórn-
málamenn sem hefur
tekist að breyta gangi
sögunnar. Afburða-
skilningur þeirra á
samfélagsaðstæðum,
hæfni þeirra til að greina kjarnann
frá hisminu, skýr framtíðarsýn og
hugrekki til að taka réttar ákvarð-
anir eru á meðal þeirra kosta sem
prýða afburðamenn í stjórnmálum.
Það er gæfa hverrar þjóðar þegar
slíkir stjórnmálamenn koma fram
á sjónarsviðið. Skoðanakönnun
Kremlverja í vikunni undirstrikar
að þjóðin telur borgarstjórann í
Reykjavík Ingibjörgu Sólrúnu
Gísladóttur til slíkra stjórnmála-
manna.
Mikilvæg ákvörðun
Vandi Ingibjargar Sólrúnar er
mikill. Hún stendur frammi fyrir
stórri og vandasamri ákvörðun.
Annars vegar hefur hún heitið
kjósendum sínum í Reykjavík að
hún verði borgarstjóri Reykvík-
inga þetta kjörtímabil. Hins vegar
virðist sem kjósendur hennar og
fólk almennt sé að endurmeta
stöðuna. Nýr pólitískur veruleiki
blasir nú við.
Engum blandast hugur um að
Ingibjörg Sólrún getur orðið leið-
andi í því að gjörbreyta pólitískum
áherslum í landsmálunum. Verkin
hennar og samverkamanna hennar
í Reykjavík eru nægur vitnisburð-
ur í því efni. Í Reykjavík hafa
áherslur verið færðar til fjölskyld-
unnar og umhverfismála, fé hefur
verið fært til barnafólksins og
mikilvægra félagslegra þarfa.
Hlustað hefur verið á kjósendur
og margvísleg viðhorf þeirra end-
urspeglast í stjórnun borgarinnar
og þar sem áður hvíldi þunglama-
legur hrammur eins flokks,
blómstra nú margvísleg sjónarmið.
Enginn annar stjórnmálamaður
hefur þessa stöðu. Um er að ræða
sögulegt tækifæri til að færa
stjórnmálaþróunina í átt til fólks-
ins. Hún hefur öðlast traust kjós-
enda langt út fyrir raðir sinna
pólitísku samherja og hefur sýnt
svo um munar að hún er traustsins
verð og leiðtogahæfileikar hennar
eru óumdeildir. Það þarf því eng-
um að koma á óvart
að kjósendur kalli
eftir því að hún láti
landsmálin nú til sín
taka og gefi kost á
sér til framboðs í
komandi alþingis-
kosningum. Innkoma
Ingibjargar Sólrúnar
í landsmálin skapar
sóknarfæri sem get-
ur gjörbreytt lands-
laginu í landsmála-
pólitíkinni.
Að gefa fólkinu
fleiri kosti
Það er ljóst að með
innkomu Ingibjargar
í landsmálin skapast í fyrsta sinn
sá möguleiki að unnt verði að
mynda tveggja flokka ríkisstjórn
án aðkomu Sjálfstæðisflokksins.
Þess vegna mun Sjálfstæðisflokk-
urinn bregðast við innkomu henn-
ar af mikilli hörku. Hún er stjórn-
málamaðurinn sem getur gefið
fólkinu í landinu fleiri kosti en
þann að Sjálfstæðisflokkurinn geti
valið sér samfylgdarflokk í ríkis-
stjórn landsins.
Það er rétt að ítrekað lýsti borg-
arstjóri því yfir í kosningabarátt-
unni að hún hefði engin áform um
annað en að sinna hlutverki borg-
arstjóra á komandi árum.Hún gat
þess þó jafnan að engin vissi sína
ævi fyrr en öll væri. Sú staða sem
nú blasir við var ekki fyrirséð fyrir
fáum mánuðum síðan þegar tekist
var á um sveitarstjórnarmálefnin.
Sterkar vísbendingar eru um að
hasli Ingibjörg Sólrún sér völl á
vettvangi landsmálanna skapist
mikil sóknarfæri fyrir félagshyggj-
una í landinu. Þessi nýja staða
skýrir líka hvers vegna Ingibjörg
Sólrún hefur tekið þá ákvörðun að
„leggjast undir feld“ og meta yf-
irvegað þá áskorun sem hún hefur
fengið. Hún er nefnilega í stjórn-
málum til að breyta samfélaginu.
Á það hefur verið bent að hyrfi
borgarstjóri úr leiðtogasæti R-
listans, sem hún yrði að gera með
því að taka sæti í ríkisstjórn,
stefndi það samstarfi fé-
lagshyggjuflokkanna í hættu.
Þetta sjónarmið vegur ekki þungt
enda vita allir að R-listinn er vel
skipaður hæfileikaríku fólki sem
margt hefur mikla forystuhæfi-
leika. Skynsamlegt er að gefa því
fólki tækifæri á yfirstandandi
kjörtímabili, nema borgarstjórinn
kjósi að vinna borgina í fjórða
skiptið! Ekki þarf að draga áfram-
haldandi vilja til samstarfs á vett-
vangi R-listans í efa þótt breyt-
ingar verði á fóki í forystu. Hann
er að sjálfsögðu grundvallaður á
sameiginlegum hugsjónum en er
ekki einskorðaður við persónu
Ingibjargar Sólrúnar þótt hún hafi
vissulega leikið þar lykilhlutverk.
Sögulegt tækifæri
Íslensk þjóð á það skilið að eign-
ast nýja mikilvæga kosti í lands-
málunum. Fátækt er orðið hlut-
skipti stærri þjóðfélagshóps en
nokkru sinni fyrr. Völd og áhrif
færast á æ færri hendur. Vantrú á
að hér þróist réttlátt samfélag hef-
ur dregið úr allri samstöðu ekki
síst á vinnumarkaði. Þetta kallar á
nýja hugsun, ný vinnubrögð og
breytingu á landsstjórninni.
Það bíða okkar gríðarleg verk-
efni framundan í landsmálunum.
Þar þurfum við að horfa út fyrir
flokksgleraugun og kalla fram eins
öflugt fólk til stjórnmálastarfa og
nokkur kostur er. Það er stórt
verkefni að tryggja jafnan aðgang
að heilbrigðis- og menntakerfi. Þar
er gjaldþrotastefna fjármálaráðu-
neytisins ekki lengur umræðuefni.
Að vinna að jafnrétti þegnanna,
einu þjóðfélagi fyrir alla og sömu
launum fyrir sömu vinnu. Það er
verkefni að rétta kúrs og leita til
þess leiða með verkalýðshreyfing-
unni. Að skapa samstöðu um sam-
félagsform. Auk þessara hefð-
bundnu sjálfsögðu baráttumála
bíða nú sértæk mál úrlausnar sem
sterkur flokkur með framtíðarsýn
getur tekið á og leitað samstöðu
um.
Stóra málið í íslenskri pólitík er
hvar Ísland ætli að staðsetja sig í
samfélagi þjóðanna. Það er full-
komlega óviðunandi að þessi þjóð
fái ekki tækifæri til þess að brjóta
til mergjar og taka afstöðu til þess
hvort hagsmunum hennar sé betur
borgið í samfélagi með Evrópu-
þjóðum en í sífellt meiri einangr-
un. Innan ríkisstjórnar hefur virð-
ingarverð viðleitni formanns
Framsóknarflokksins í þessum
efnum hvað eftir annað verið kæfð
af Davíð Oddssyni, sem í þessu tel-
ur sig geta tekið ákvörðun fyrir
þjóðina eins og í svo mörgu öðru.
Komandi kosningar eru mikil-
vægari sem aldrei fyrr. Þau mál-
efni sem við landstjórninni blasa
eru stór. Íslensk þjóð á að eiga völ
á því besta fólki sem finnst til að
ráða þeim málum til lykta. Spurn-
ingin er því þessi: hvort vegur
þyngra að fylgja eftir ávinningi fé-
lagshyggjunnar í Reykjavík eða
taka áhættu sem gæti falið í sér
nýtt upphaf í landstjórninni?
Það er þess vegna sem á Ingi-
björgu Sólrúnu er kallað. Ég
treysti því að hún sjái sér fært að
bregðast rétt við kallinu.
Verða þáttaskil í ís-
lenskum stjórnmálum?
Rannveig
Guðmundsdóttir
Stjórnmál
Engum blandast hugur
um, segir Rannveig
Guðmundsdóttir,
að Ingibjörg Sólrún
getur orðið leiðandi
í því að gjörbreyta
pólitískum áherslum
í landsmálunum.
Höfundur er þingmaður Samfylking-
arinnar í Reykjaneskjördæmi.
Toppárangur
með
þakrennukerfi
þakrennukerfi
Fagm
enns
ka
í
fyrir
rúmi
BLIKKÁS EHF.
SKEMMUVEGUR 36
200 KÓPAVOGUR
SÍMI 557 2000 - FAX 557 4111
Söluaðilar um land allt
alltaf á föstudögum