Morgunblaðið - 07.09.2002, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 07.09.2002, Blaðsíða 49
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2002 49 ✝ Garðar Sigurðs-son fæddist í Mið- húsum í Kálfsham- arsvík á Skaga 2. ágúst 1911. Hann andaðist á Heilbrigð- isstofnun Suðurnesja 25. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Sigurður Ferd- inandsson, sjómaður og póstur, f. 31.8. 1877, d. 3.9. 1932 og Arnfríður Einars- dóttir húsmóðir, f. 26.7. 1883, d. 17.5. 1928. Garðar var fjórði í röðinni af sex systkinum. Þau voru Guðbjörg, f. 27.7. 1901, d. 11.12. 1930, Ferdinand Frí- mann, f. 13.2. 1903, d. 3.6. 1940, Ingibjörg, f. 5.7. 1906, d. 17.7. 1933, Einar, f. 10.9. 1912, d. 20.10. 1942, og Örn, f. 24.7. 1921, d. 12.11. 1970. Garðar kvæntist Jó- hönnu Vilhjálmsdóttur frá Mið- húsum í Grindavík, f. 29.8. 1917. Börn þeirra eru: 1) Sigurður Vil- helm, f. 17.2. 1934, maki Brynhild- ur Ingibjörg Vilhjálmsdóttir, f. 1.10. 1933. Þau eiga fimm börn, tíu barnabörn og þrjú barna- barnabörn. 2) Ingi- björg, f. 4.11. 1935, maki Einar Þorleifs- son, f. 6.7. 1927, d. 18.4. 1988. Þeirra synir eru tveir. 3) Jó- hanna, f. 10.8. 1940, maki Gestur Ragn- arsson, f. 9.4. 1939 og eiga þau fjögur börn, níu barnabörn og eitt barnabarna- barn. 4) Bjarni Krist- inn, f. 5.3. 1943, maki Svava Gunn- laugsdóttir, f. 3.3 1944. Þau eiga þrjár dætur og fjögur barnabörn. 5) Ester, f. 30.12. 1947, maki Gísli Ófeigsson, f. 13.6. 1943. Þau eiga þrjú börn og tvö barnabörn. 6) Eygló, f. 25.9. 1960, maki Haf- steinn Ólafsson, f. 3.10. 1949. Þau eiga tvo syni. Garðar og Jóhanna bjuggu á Sólbakka í Þórkötlustaðahverfi í Grindavík en síðustu árin voru þau til heimilis í Víðihlíð, heimili aldraðra í Grindavík. Útför Garðars verður gerð frá Grindavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði’ er frá. (V. Briem.) Elsku afi minn. Ég kveð þig í dag með miklum söknuði, en minning- arnar eru margar og góðar. Ég var nú svo heppin að búa, með foreldrum mínum, hjá ykkur ömmu mín fyrstu æviár. Þótt þau væru ekki mörg sótt- ist ég alltaf eftir að vera hjá ykkur og þær voru ófáar ferðirnar sem ég labbaði eða hjólaði „austur í hverfi“ í Sólbakkann að heimsækja ykkur. Þó að ég eigi góða foreldra og bræður var alltaf gott að koma í hlýjuna og rólegheitin hjá ömmu og afa. Þar var alltaf nægur tími fyrir spjall og þú afi minn varst svo duglegur að segja mér alls kyns sögur og ævintýri. Einnig sagðir þú mér mikið frá „gömlu dögunum“ þegar þú varst lít- ill strákur í sveitinni fyrir norðan. Hvað þú og Einar bróðir þinn voruð að bralla þegar þið voruð litlir. Þú saknaðir hans mikið og eins margra ættingja sem þú misstir þegar þú varst ungur. Þú talaðir mikið um „Norðurlandið“ og Kálfshamarsvík- ina sem átti stóran stað í hjarta þér. En í Grindavík kynntist þú þínum góða lífsförunauti, henni ömmu. Þið áttuð tæp 70 ár saman og eignuðust stóra fjölskyldu. Það var ánægjulegt að sjá hve umhugað ykkur var hvoru um annað og ef þið fóruð út á göngu leiddust þið alltaf. Elsku afi minn, takk fyrir allar góðu stundirnar okk- ar saman. Guð blessi minningu þína. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Elsku amma mín. Innilegustu samúðarkveðjur sendi ég þér og fjöl- skyldunni. Guð gefi þér styrk í sorg- inni og veikindum þínum. Linda Gísladóttir. Elsku afi. Við kveðjum þig með sorg í hjarta. Ég geri mér þó grein fyrir því að svefninn langi hefur fært þér líkn meina þinna. Það er nú einu sinni þannig, að þegar einhver er mikið veikur og allir sjá hvert stefnir er vonast eftir dálitlu kraftaverki. Jafnvel þótt fólk trúi ekki á krafta- verk. En hvað sem öðru líður þá rifj- ast upp minningar. Afi á Sólbakka, eins og við köll- uðum hann, var fæddur og uppalinn í Kálfshamarsvík á Skaga. Þar snerist lífið að sjálfsögðu um sjóinn og voru ófáar sögurnar sem við fengum að heyra um lífið í Kálfshamarsvík á æskuárum afa. Ég hlustaði ætíð af athygli á frásagnir hans. Hann upp- lifði margt eins og að missa nánast alla sína fjölskyldu úr berklum. Ég var svo heppin, sem barn, að búa í Vesturbænum sem stóð við hliðina á Sólbakka og var stutt að hlaupa yfir til afa og ömmu. Á laugardagskvöld- um var skemmtilegast að fara yfir. Þá voru danslögin í útvarpinu og skiptist afi á að dansa við okkur Eygló frænku. Afi var mikið fyrir tónlist og söng hann mikið fyrir okk- ur krakkana. En sterkasta minning- in er hversu flottur og reffilegur afi var. Alltaf vel klæddur með hatt og í fínum jakka. Hann var sérstaklega mikið snyrtimenni sem sást best á honum og öllu sem í kringum hann var. Þau afi og amma voru mjög sam- rýnd hjón. Þau héldust alltaf í hend- ur þegar þau voru á göngu og mátti sjá ljómann í augum þeirra beggja. Í dag kveð ég afa á Sólbakka með söknuði og þökk fyrir þann kærleika og þá umhyggju sem hann hefur sýnt mér og fjölskyldu minni. Það er mikil eftirsjá að slíkum afa. Elsku amma, megi góður Guð styrkja þig og hughreysta og halda verndarhendi sinni yfir þér í veik- indum þínum og sorg. Einnig bið ég Guð að styrkja alla fjölskylduna sem og aðra aðstandendur. Við kveðjum þig með þessum ljóð- línum. Ég sit við leiðið lága, og löngu horfin ár, mér birtast eitt af öðru og augun fylla tár. En hvað skal hryggð og harmur, slíkt hæfa finnst mér lítt, því umhverfis þig ávallt var öllum glatt og hlýtt. Og minningarnar mætast og mynda geislakrans. Um höfuð horfins vinar hins hugum stóra manns. (Steingrímur Arason.) Kveðja, Kristín Kristinsdóttir og fjölskylda. Nú er hann afi minn horfinn frá okkur eftir stutt og erfið veikindi. Það er erfitt að hugsa til þess að hitta hann ekki oftar í þessu lífi. Ég minnist alltaf hversu skemmtilegt það var að gista hjá afa og ömmu á Sólbakka þegar ég var drengur að alast upp. Við strákarnir lékum okk- ur oft í fjörunni við að sigla bátum sem smíðaðir höfðu verið úr olíu- brúsum á litlu lóni sem þar var. Sól- bakki er ekki stórt hús en alltaf var það hlýlegt og notalegt að innan og húsinu vel haldið við. Það var eins og að koma í sveitina að koma á Sól- bakka. Oft var hægt að sjá þar, út um eldhúsgluggann, hross og sauðfé á beit. Afi hafði alltaf frá svo mörgu að segja. Hann var óþreytandi að segja okkur krökkunum sögur. Margar sögurnar snerust um þá daga sem hann sótti sjóinn bæði á árabátum og öðrum stærri bátum. Afi hafði gam- an af tónlist og þó sérstaklega gam- an af því að syngja. Oft snerust lögin um sjómennskuna, sem var honum alltaf ofarlega í huga. Á jólum og páskum komu afkom- endur afa og ömmu saman á Sól- bakka hér áður fyrr og var þá oft kátt á hjalla. En nú eru nokkur ár liðin síðan afi og amma fluttu í Víði- hlíð (dvalarheimili aldraða) í Grinda- vík. Til að skapa sömu stemningu og var á Sólbakka forðum komu þau og afkomendur þeirra saman, í sam- komuhúsi í Grindavík, á jólunum. Ekki veitir af rúmu húsnæði því hóp- urinn fer sífellt stækkandi. Ég man eftir síðustu jólum hversu sæl og ánægð þau voru hjúin og vel með á nótunum. Þau gátu stolt horft yfir stóran og myndarlegan hóp af- komanda. Jólin verða ekki þau sömu og áður þegar afa vantar en ég veit að hann verður með okkur í anda. Ég mun alltaf minnast þeirra stunda með þakklæti sem ég og afi áttum saman. Það voru alltaf gefandi og góðir tímar. Ég ætla að biðja guð að varðveita afa minn og styrkja ömmu mína og hugga í veikindum hennar og sorg. Þorleifur. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. Sveinbjörn Egilsson.) Elsku langafi. Við þökkum þér fyrir góðu stund- irnar sem við áttum saman. Við söknum þín. Hvíl í friði. Íris og Gísli. GARÐAR SIGURÐSSON ) *    &  ! 1 /18/*'' 1   )  9 1"  "  &    + &   & ,!     -. / &     0 1 (     & '2'  ! (   #"   2    *    !    -  + &   3    &     + &   & ,!   '   6 4 && (& &: ' (& #   !      ;1231'13' ,1 2,    ) )<=> 1"  "  (  &      -4 /  0 1 (  !  & '2' 51 6  / , $&&  " & (& %  &&  !! . 5" &, $&& (&  5(), $&& (&   )   !! 1 !, $&&  !! ' )  (& 5"#, $&&  !! 6 &*    (& ? @%, $&& (& @(& 1 &%(% ) *                      A? /31?/ @1 0))&) $. &)  , &&0()9   () "  + &    3     7    8  1 6 & ) B%  !! &0"#)&  !! !) " & (& ?  & (& )&?   !! B%& (&   @   !! 0 & 0#&()0 & 0 & 0#& ) *                   ? + 1'   ($) C ?()  "  + &    3     7    &&  (  &) $  !! 0"#)@&  !! )  (& +( !&&5& (&  !&B:!   !! &) $ ,& (& () $ 0#&& 9   2          6    /  ('       / 1 1     1      56;1  '1A  1 , &   ) $  5       *   !  (  !    99  3       # !  )!)) 65"#& (& 5(5"#& (& )  5"#& (& )  )35"#&  !! ) 55"#&  !! &) 55"#& (&  ?5"#& (& ?  15"#& (& !&) 0#&0 & 0#& ()0 & 0 & 0#& Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýs- ingar komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minning- argreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.