Morgunblaðið - 07.09.2002, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 07.09.2002, Blaðsíða 42
KIRKJUSTARF 42 LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Upphaf barnastarfs í Dómkirkjunni Á SUNNUDAGINN kl. 11:00 verður fjölskylduguðsþjónusta í Dómkirkj- unni sem markar upphaf barna- starfsins þar. Hans G. Alfreðsson æskulýðsfulltrúi og sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson munu taka á móti börnum og foreldrum þeirra og kynna þeim vetrarstarfið. Í vetur verður líf og fjör í Dóm- kirkjunni. Börn frá 1–16 ára fá öll eitthvað við sitt hæfi. Í vetur verður sú nýbreytni að barnastundirnar sem ætlaðar eru fyrir yngstu krakk- ana verða hvern sunnudag í stað annars hvers. Hefst stundin niðri í kirkjunni klukkan ellefu og höldum við svo upp á kirkjuloft þar sem barnastundin fer fram. Að henni lokinni er svo kaffi þar sem for- eldrar og börn eiga góða stund sam- an. Að venju eru heimsóknir í Vest- urbæjarskóla og verða þær í vetur á þriðjudögum og fimmtudögum en það eru börn frá 6–8 ára sem eru heimsótt. Þá verður NTTT (9–12 ára starf) í fullum gangi en fund- irnir eru haldnir í safnaðarheimili Dómkirkjunnar á miðvikudögum. 9–10 ára krakkar eru frá kl.16:00– 17:20. 11–12 ára krakkar mæta á sama degi og eru frá kl.17:30–18:50. Fyrir elstu krakkana eða frá aldr- inum 13–16 ára er unglingaklúbb- urinn NEDÓ á fimmtudögum í Nes- kirkju en NEDÓ er afrakstur samstarfs Neskirkju og Dómkirkj- unnar. Krakkar úr 8. bekk mæta kl 17:00–19:00 og krakkar í 9.–10. bekk mæta kl 20:00–22:00. Sem sagt líf og fjör fyrir alla krakka á aldr- inum 1–16 ára í Dómkirkjunni. Vetrarstarfið í Grafarvogskirkju VETRARSTARFIÐ í Grafarvogs- kirkju hefst sunnudaginn 8. sept- ember með barna- og fjölskyldu- guðsþjónustu kl. 11. Almennar guðsþjónustur verða alla sunnudaga kl. 11. Barnaguðs- þjónustur eru einnig kl. 11. Guðs- þjónusturnar fara því fram sam- tímis, sín á hvorri hæð kirkjunnar. Barnaguðsþjónustur í Engjaskóla kl. 13. Þær annast prestar safnaðar- ins og leiðtogar í barnastarfi. Foreldramorgnar eru á fimmtu- dögum kl. 10–12 í kirkjunni. Dag- skráin er fjölbreytt. Boðið upp á fyrirlestra og skemmtilegar og fræðandi samverustundir. Kirkjukrakkar fyrir börn á aldr- inum 7–9 ára eru á mánudögum kl. 17.30–18.30 í Engjaskóla, á mið- vikudögum í Rimaskóla og á fimmtudögum í Húsaskóla og Graf- arvogskirkju. TTT fyrir börn á aldrinum 10–12 ára, á mánudögum í Engjaskóla og miðvikudögum í Rimaskóla kl. 18.30–19.30. KFUM & K verður í vetur fyrir drengi á aldrinum 9–12 ára á mið- vikudögum kl. 17.30–18.30 og hefj- ast fundirnir 25. sept. og fyrir stúlk- ur 9–12 ára á mánudögum kl. 17.30–18 og hefst 23. sept. Æskulýðsfélög fyrir unglinga í 8. bekk í Rimaskóla á þriðjudögum, í Engjaskóla á miðvikudögum og í Grafarvogskirkju á fimmtudögum kl. 20–22. Fyrir unglinga í 9. og 10. bekk í Grafarvogskirkju á þriðju- dögum kl. 20–22. Eldri borgarar. Þátttakendum í þessu starfi fer fjölgandi og er það von okkar að enn bætist í þennan góða hóp. Eldri borgarar hittast í kirkjunni á hverjum þriðjudegi kl. 13.30. Starfið hefst með því að farið verður í haustferð þriðjudaginn 17. sept. á Stokkseyri og Eyrarbakka, snædd verður humarsúpa á veit- ingastaðnum vinsæla Við fjöru- borðið á Stokkseyri. Kirkjukórinn hefur þegar hafið vetrarstarfið undir stjórn Harðar Bragasonar, organista og kórstjóra. Kórinn, sem er orðinn fjölmennur, getur þó enn bætt við góðum karla- röddum. Safnaðarfélagið. Fundir eru haldnir fyrsta mánudag hvers mán- aðar. Fyrsti fundur vetrarins verð- ur mánudaginn 7. okt. kl. 20. Gestur fundarins verður Steinunn Jóhanns- dóttir og ræðir hún um bók sína Reisubók Guðríðar Símonardóttur. Alfa-námskeið hefst þriðjudaginn 14. janúar 2003. Um er að ræða 10 vikna fræðslunámskeið um kristna trú og tilgang lífsins. Fermingarbörn. Dregið verður um fermingardagana í guðsþjón- ustu sunnudaginn 15. september kl. 11. Krakkakór. Æfingar verða á þriðjudögum kl. 18–18.45. Barna- og unglingakór. Æfingar verða á þriðjudögum kl. 16–17.30 og fimmtudögum kl. 17–18.30. Kór- stjóri er Oddný J. Þorsteinsdóttir. Kyrrðarstundir í Grafarvogs- kirkju verða í hádeginu á mið- vikudögum kl. 12 með altarisgöngu og fyrirbænum. Boðið upp á léttan hádegisverð á vægu verði að stund- inni lokinni. Allir velkomnir. Sorgarhópur. Hópur sem hittist reglulega í nokkrar vikur og fjallar um sorg og sorgarviðbrögð mun starfa í vetur líkt og síðastliðna vet- ur. Prestar kirkjunnar sjá um skráningu í hópinn og hefst starfið í janúar 2003 og verður 10 næstu mánudaga þar á eftir. Hópurinn er ætlaður þeim sem hafa misst nána ástvini. Bænahópur er á hverju sunnu- dagskvöldi í kirkjunni kl. 20 og er öllum opinn. Að búa einn er námskeið sem verður í janúar 2002 undir hand- leiðslu sr. Önnu Sigríðar Pálsdóttur og ætlað þeim sem hafa gengið í gegnum skilnað. Al-Anon er með fundi á föstu- dagskvöldum kl. 20. AA-hópur hittist á laugardags- morgnum kl. 11. Nýtt – Morgunstund gefur gull í mund. Alla virka daga aðventunnar verður boðið upp á friðar- og kyrrð- arstundir í Grafarvogskirkju kl. 7–8 á morgnana. Að helgihaldi loknu gefst fólki kostur á að snæða morg- unverð í safnaðarsal kirkjunnar. Símatímar prestanna eru frá kl. 11–12 þriðjudaga til föstudaga. Við- talstímar eftir samkomulagi. Tökum öll virkan þátt í starfi kirkjunnar okkar. Sóknarnefnd, safnaðarfélag, kór- ar, æskulýðsfélög, prestar og aðrir starfsmenn Grafarvogskirkju. Sköpunarmessa í Laugarneskirkju ÞAÐ er að verða að venju að hefja barnastarfið í kirkjum landsins með sérstökum messum sem alfarið eru á forsendum barna og fjölskyldna þeirra. Laugarneskirkja lætur sitt ekki eftir liggja og boðar til „sköp- unarmessu“ á sunnudaginn kl. 11:00. Þar mun Kirkjutrúðurinn spjalla og sprella, Kór Laugarnes- kirkju mun flytja barnasálma og hreyfisöngva undir stjórn Gunnars Gunnarssonar. Biblíusagan verður sögð með myndum og leikbrúður rökræða um tilgang lífsins við börn- in. Það eru Hildur Eir Bolladóttir, Heimir Haraldsson og Þorvaldur Þorvaldsson sem leiða sunnudaga- skólann þennan veturinn. Varð- veitum barnið í sjálfum okkur og mætum í sköpunarmessu! Upphaf vetrarstarfs- ins í Grensáskirkju MYNDVERK Gerðar Guðmunds- dóttir „Jörð úr ægi“ og „Lífsbók lambsins“ er nú til sýnis í forsal Grensáskirkju en um er að ræða tvær myndir með trúarlegu tákn- máli sem tengist kristnitökunni og mörkum heiðni og kristni. Á morgun, sunnud. 8. sept., pré- dikar Klara Hilmarsdóttir guðfræð- ingur í Grensáskirkju við guðsþjón- ustu kl. 11 árdegis og gerir grein fyrir táknmáli myndverksins. Kirkjukórinn leiðir að venju messu- sönginn undir stjórn organistans, Árna Arinbjarnarsonar, en kórinn er einmitt að búa sig undir söngferð til Færeyja síðar í mánuðinum. Barnastarf kirkjunnar hefst með samverustund á sama tíma og guðs- þjónustan fer fram. Þar er sem fyrr byggt á söng, helgihaldi, sögum og leik sem höfðar til barnanna. Samverustundir eldri borgara hefjast svo miðvikudaginn 11. sept. kl. 14. Starfið í Langholtskirkju að hefjast UM næstu helgi hefst safn- aðarstarfið í Langholtskirkju af krafti. Með því er hægt að fylgjast á nýrri heimasíðu kirkjunnar, en vef- slóðin er: langholtskirkja.is. Barnastarfið hefst sunnudaginn 8. sept. kl. 11 og er fyrir yngri sem eldri börn. Foreldrar, afar og ömm- ur og systkini eru hvött til að koma með börnum sínum í starfið. Þar er lagður mikilvægur grunnur að trú og siðgæði sem börnin búa að til framtíðar. Þrjár hressar konur sjá um starfið í vetur. Þær eru Sólveig Halla Kristjánsdóttir, guð- fræðinemi, Guðrún Helga Harð- ardóttir djáknanemi og Ágústa Jónsdóttir tónmenntakennari. Nýtt barnaefni verður afhent. Barna- starfið hefst alltaf í kirkjunni, en síðan fara börnin í safnaðarheimilið þar sem sérstök dagskrá er fyrir þau á meðan messan er. Fermingarstarfið hefst einnig með guðsþjónustu sunnudaginn 8. sept. kl. 11. Þau ungmenni sem vilja taka þátt í fermingarstarfinu í vetur og fermast vorið 2003, eru beðin að mæta. Þess er og vænst að foreldrar fermingarbarnanna komi með þeim, enda er mikilvægt að þeir eigi þess kost að fylgjast með starfinu. Á sunnudaginn verða væntanleg fermingarbörn boðin velkomin, þeim afhent messubók og starfið kynnt stuttlega. Skráningarblöð liggja frammi. Fermingartímar verða á miðvikudögum. Foreldra- og barnamorgnar hefj- ast fimmtudaginn 12. september. Þeir eru samvinnuverkefni Lang- holtskirkju og Miðstöðvar ung- barnaeftirlits á Heilsuverndarstöð- inni við Barónsstíg í Reykjavík. Ágústa Jónsdóttir hefur umsjón með starfinu veturinn 2002–2003. Samverustundirnar eru á fimmtu- dagsmorgnum kl. 10–12. Söngstund er með Jóni Stefánssyni organista og hressing er í boði kirkjunnar. 12. september verður opið hús. 19. september mun Herdís Storgaard, frkv.stjóri Árvekni fjalla um heim- ilið og fl. sem snýr að öryggi barna. Foreldrar! Verið öll velkomin en feður í fæðingarorlofi eru sér- staklega boðnir velkomnir. Kórstarfið að hefjast. Innritun í kórstarf kirkjunnar stendur nú yfir, en starfið hefst mánudaginn 9. sept- ember. Sérstök athygli er vakin á kórstarfi fyrir 4–7 ára börn (Krútta- kór) sem er á miðvikudögum. Kór- starf er fyrir 8–12 ára (kórskóli og Graduale futuri) og Gradualekór Langholtskirkju er fyrir 12–18 ára. Starf eldri borgara hefst ekki fyrr en 25. september og verður auglýst síðar. Starf fyrir 7–9 ára börn er í und- irbúningi og verður auglýst í næstu viku. Það mun verða á mið- vikudögum kl. 17–18.30. Annað fræðslustarf hefst í lok mánaðarins og verður auglýst sér- staklega. Vetrarstarfið í Seltjarnarneskirkju ÞAÐ verður mikið um að vera í Sel- tjarnarneskirkju í vetur. Kirkjustarfið hefst af fullum krafti næstkomandi sunnudag með fjölskylduguðsþjónustu kl. 11:00. Fjölskylduguðsþjónustur eru upp- byggðar þannig að bæði börnin og hinir fullorðnu geti átt saman gleði- ríka stund í húsi Drottins, sungið saman, dansað og leikið þar sem lof- gjörð og bæn eru í forgrunni. Solla stirða, sem öllum er kunn, kemur í heimsókn og hvetur okkur til dáða. Konni litli vinur okkar heimsækir okkur. Kirkjan verður í miklum ljóma og litadýrð því auðvitað verð- ur hún skreytt fyrir börnin og Guð. Fjölskylduguðsþjónusturnar verða fastur punktur í kirkjunni okkar í vetur fyrsta sunnudag hvers mán- aðar. Sumarið er búið að vera ynd- islegt og nú mætum við öll í kirkj- una okkar endurnærð og full af orku til góðra verka. Messur eru alla sunnudaga kl. 11. Sunnudagaskólinn verður á sama tíma. Starf fyrir 7–9 ára verður á þriðjudögum kl. 16. Starf fyrir 10– 12 ára verður á þriðjudögum kl.17:30. Æskulýðsfélagið er fyrir 8–10. bekk og verður á sínum stað á sunnudagskvöldum kl. 20:00. Foreldramorgnarnir verða eins og undanfarin ár á þriðjudags- morgnum kl. 10:00. Þar er gott tækifæri fyrir foreldra ungra barna að koma saman og deila af reynslu sinni í uppeldi barnanna. Kyrrðarstundir verða í kirkjunni á miðvikudögum kl. 12:00. Kyrrð- arstundirnar eru góður vettvangur til að koma til kirkju, staldra við í dagsins önn, setjast inn í kyrrðina og tala við Guð. Fyrirbænarefnin eru ætíð mörg sem berast bæði fyrir stundina og á stundinni sjálfri. Þannig er kirkjan athvarf bæði fyr- ir þau sem sækja eftir kyrrð og frið en einnig vettvangur til að gleðjast saman og njóta samfélags við Guð og hvert annað. Starfsfólk Seltjarnarneskirkju horfir fram í gleði til verkefna vetr- arins og býður ykkur hjartanlega velkomin til samfélags. Starfsfólk Seltjarnarneskirkju. Fyrsta guðsþjónusta Lindaprestakalls SUNNUDAGINN 8. september verður fyrsta guðsþjónusta nýstofn- aðs Lindaprestakalls í Kópavogi haldin í Lindaskóla kl. 14. Nýstofn- aður kór safnaðarins mun annast messusöng undir stjórn Hannesar Baldurssonar organista og söng- stjóra. Börn verða borin til skírnar og sr. Gísli Jónasson prófastur setur sr. Guðmund Karl Brynjarsson í emb- ætti sóknarprests í Lindapresta- kalli. Formlegt barnastarf hefst sunnudaginn 15. september og verður nánar auglýst síðar. Kynningarfundur á tólf spora starfi í Áskirkju KYNNING verður þriðjudaginn 10. september nk. kl. 19 í Áskirkju á tólf spora vinnunni – hinu andlega ferðalagi. Tólf sporin eru leið til að bæta til- finningalega og andlega líðan sína og ætluð öllum þeim sem áhuga hafa á að nota trúna á upp- byggilegan hátt til sjálfstyrkingar og til að dýpka trúarvitund sína. Allir hjartanlega velkomnir. BARNASTARF Fríkirkjunnar í Hafnarfirði er nú að hefjast á ný af fullum krafti. Fyrsta barna- samkoman á þessu hausti verður á morgun, sunnudaginn 8. sept- ember kl. 11. Það er alltaf mikið líf og fjör í sunnudagaskólanum enda koma þar saman fjörkálfar á öllum aldri. Umsjón með starfinu hafa þau Sigríður Kristín Helgadóttir prestur, Edda Möller, Hera Elf- arsdóttir og Örn Arnarson tón- listarmaður. Auk sunnudagaskólans er boð- ið upp á starf í safnaðarheim- ilinu virka daga sem hér segir. Á mánudagskvöldum kl. 20 er starf fyrir unglinga, 15 ára og eldri. Á þriðjudögum kl.16:30 er op- ið hús fyrir 7–9 ára börn og á þriðjudagskvöldum kl.20 er æskulýðsstarf fyrir unglinga í 8.–9. bekk. Á fimmtudögum kl. 16:30 er svo opið hús fyrir 10–12 ára börn. Umsjón með opnu húsi í safnaðarheimili hafa þær Sig- ríður Valdimarsdóttir djákni og Hera Elfarsdóttir guðfræðinemi ásamt fjölmennum hópi ungs fólks úr Hafnarfirði. Eins og sjá má þá er nóg um að vera fyrir börn á öllum aldri flesta virka daga og hvetjum við foreldra til að kynna sér þetta starf og benda börnum sínum á hvað í boði er. Barnastarf Fríkirkjunnar í Hafnarfirði Fríkirkjan í Hafnarfirði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.