Morgunblaðið - 07.09.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.09.2002, Blaðsíða 20
LANDIÐ 20 LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Grjótháls Vesturlandsvegur H öfðabakki Bíldshöfði Á FERÐ sinni austur að Skógum fyrir stuttu komu við hjá Glerverk- smiðjunni Samverki á Hellu þau Heir H. Haarde fjármálaráðherra Inga Jóna Þórðardóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi, og Drífa Hjartardótt- ir þingmaður. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Ragnar Pálsson, tók á móti gestun- um og leiddi þá um verksmiðjuna og sagði frá rekstrinum. Samverk er elsta starfandi verksmiðja sinnar tegundar hér á landi og er meðal stærstu fyrirtækja á svæðinu en þar vinna 24 starfsmenn. Var tækifærið notað og fjármála- ráðherrann fenginn til að opna nýja heimasíðu fyrirtækisins. Morgunblaðið/Anna Ólafsdóttir Ragnar Pálsson, framkvæmdastjóri Samverks, sýnir Geir H. Haarde, Drífu Hjartardóttur og Ingu Jónu Þórðardóttur framleiðsluna. Fjármálaráðherra opnaði heimasíðu Hella LIONSKLÚBBURINN Rán afhenti síðastliðinn miðvikudag stóra gjöf til grunnskólans í Ólafsvík. Gjöf þessi samanstóð af þremur mjög vönduðum leiktækjum sem búið er að koma fyrir á lóð skólans ásamt bekk sem komið verður fyrir seinna, samtals að verðmæti tæp- lega 1.100.000 krónur. Ránarkonur hafa unnið að þessu verkefni í fimm ár en þar að auki hafa þær verið með minni verkefni með. Sigrún Ólafsdóttir, formaður lionsklúbbsins Ránar, sagði við af- hendinguna að samkvæmt upplýs- ingum frá þeim sem flutti tækin til landsins væru nöfnin á þeim Tvist- róla, Apa-róla og Vals-róla. Sigrún óskaði eftir tillögum að þjálli nöfn- um og í lok ræðu sinnar þakkaði hún íbúum Ólafsvíkur góðar við- tökur í fjáröflun klúbbsins. Sveinn Þór Elinbergsson skóla- stjóri þakkaði gjöfina og lýsti því hve mikils virði það væri fyrir bæjarfélagið að hafa svo öflug fé- lög og klúbba eins og við höfum í Snæfellsbæ. Því næst fékk Sveinn börnin til að taka undir með sér í ferföldu húrrahrópi fyrir lions- konum. Að lokum tók Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, til máls og ítrekaði þakkir til Rán- arkvenna og lýsti stuttlega fram- kvæmdum þeim sem farið hafa fram á skólalóðinni í sumar og einnig hvað væri eftir. Í sumar var lokið við jarðvegsvinnu á lóðinni en þegar verið var að skipta um jarðveg á svæðinu kom í ljós að þörf var á að skipta um mikið af lögnum sem lágu þar í jörðu, það hefur nú verið gert. Eftir er að helluleggja leiksvæðið sem er næst skólanum og einnig er ætlunin að aðalinngangur skólans verði frá leiksvæðinu svo að byggja þarf anddyri sem snýr út að íþróttahúsi Snæfellsbæjar. Þegar þessum framkvæmdum öllum verður lokið er víst að ásýnd skólans og um- hverfis hans verður bænum til sóma. Erla Kristjánsdóttir, lands- lagsarkitekt hjá teiknistofunni Eik í Grundarfirði, hefur séð um hönn- un lóðar grunnskólans. Lions- klúbburinn Rán af- hendir gjöf Ljósmynd/Tómas Alfonsson Kristinn Jónsson, bæjarstjóri í Ólafsvík, Sveinn Þór Elinbergsson skóla- stjóri og Sigrún Ólafsdóttir, formaður Lionsklúbbsins Ránar. Ólafsvík Í BYRJUN vikunnar sást til manns sem sigldi löturhægt á slöngubát fram og til baka í höfnunum í Ólafsvík og á Rifi, þótti þetta athæfi hið furðu- legasta en við nánari eftirgrennslan kom í ljós að þarna var á ferðinni jarð- fræðingur sem vinnur m.a. við að mæla dýpi niður á klöpp og notar hann til þess bergmálsmælingar. Í bátnum sem notaður er til verks- ins er heilmikill tækjabúnaður og með því að sigla fram og til baka eftir fyr- irfram ákveðnu neti fæst mjög ná- kvæmt dýptarkort af botninum í og fyrir utan hafnirnar, að sögn Björns Arnaldssonar hafnarstjóra er með þessu verið að safna miklum gögnum sem nýtast Snæfellsbæ þegar fara þarf út í dýpkanir og aðrar fram- kvæmdir Þá er vitað hve langt er nið- ur á botn, hversu þykkt sandlagið er og þar með hvort nauðsynlegt sé að sprengja eða fleyga klappir á botn- inum. Morgunblaðið/Tómas Alfonsson Dýpi niður á klöpp mælt í höfnum Ólafsvík SVEITARSTJÓRN Húnaþings vestra veitti fyrir skömmu sex styrki úr Húnasjóði, og er þetta í annað sinn sem sjóðurinn veitir viðurkenn- ingar til einstaklinga í héraðinu, sem eru í háskólanámi, fagnámi til starfs- réttinda og endurmenntunar. Í ár voru til úthlutunar um 500 þúsund krónur og komu í hlut hvers og eins 85.000 krónur. Styrkina hlutu: Elvar Daníelsson, sem stundar nám í læknisfræði í Danmörku, Jón Ívar Hermannsson, í tölvunarfræði við HR, Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir, í ferðamálafræð- um við HÍ, Aðalbjörg Hallmundar- dóttir, sem nemur félagsráðgjöf í Danmörku, Magnús Lárusson og Svanhildur Hall vegna endurmennt- unarnámskeiðs í reiðkennslu í Bandaríkjunum, og Örn Steinar Ás- bjarnarson, í tölvunarfræðum við HÍ. Elín R. Líndal, formaður byggð- arráðs, afhenti viðurkenningarnar f.h. sjóðstjórnarinnar. Styrkveitingar úr Húnasjóði Hvammstangi ÞAÐ var orðið brýnt fyrir leik- skólann Barnaból á Þórshöfn að fá meira húsrými fyrir barna- fjöldann en þar var aðeins rými fyrir 20 börn og biðlisti orðinn langur. Leikskólinn hefur nú fengið til viðbótar heilt hús með sam- liggjandi lóð við Barnaból og þar er aðstaða fyrir eldri deildina, um fjórtán börn. Leikskólinn getur nú tekið á móti 35 börnum og eldunaraðstaða er einnig komin á Barnabóli svo hádegis- verður barnanna er útbúinn þar en áður var hann sendur frá eld- húsi Dvalarheimilisins Nausts. Öll aðstaða hefur því batnað til muna og betur búið bæði að starfsfólki og börnum en leik- skólastjóri hefur nú skrifstofu fyrir sig á staðnum. Leikskólinn í rýmra húsnæði Þórshöfn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.