Morgunblaðið - 07.09.2002, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2002 63
www.regnboginn.is
Sýnd kl. 6 og 10.Sýnd kl. 4 og 8. B.i. 10 ára
The Sweetest Thing
Sexý og Single
„Besta mynd ársins
til þessa“
1/2HÖJ Kvikmyndir.com
„Ein besta mynd þessa
árs. Fullkomlega
ómissandi.“
SV Mbl
HK DV
Radíó X
Yfir 25.000 MANNS
Sýnd kl. 8. B. i. 14.
„meistaraverk sem lengi mun lifa“
ÓHT Rás 2
i t l i lif
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.10.Sýnd kl. 4, 7 og 10. B.i. 12 ára.
mikeMYERS beyoncé KNOWLES and michaelCAINE
Sýnd kl. 4 og 6. með ísl. tali.
Radíó X
Yfir 15.000 MANNS
1/2Kvikmyndir.is
HL Mbl
Hverfisgötu 551 9000
Sannsöguleg
stórmynd
framleidd af
Sigurjóni
Sighvatssyni.
Ingvar
Sigurðsson
fer á kostum
í magnaðri
mynd sem þú
mátt ekki
missa af!
FRUMSÝNING
www.laugarasbio.is
Sýnd kl. 2, 4 og 6. með íslensku tali.
Ben affleck Morgan FreemanBen afflec organ Free an
SK Radíó X
ÓHT Rás2
„Enginn ætti að missa af þessari,“
Kvikmyndir.is
Sýnd kl. 3.30, 8 og 10.10.
Sýnd kl. 6 og 9. B. i. 14.
Yfir 25.000 MANNS
Yfir 15.000 MANNS
Sýnd kl. 1.50, 4, 6, 8 og 10.10.
Radíó X
1/2Kvikmyndir.is
HL Mbl
í kvöld frá kl. 22:00 í ÁSGARÐI, Glæsibæ við Álfheima.
Félagar í Harmonikufélagi Reykjavíkur
sjá um fjörið með þér.
Fordrykkur í boði hússins fyrir fyrstu 80 gestina.
HARMONIKUBALL
Gömlu- og nýju dansarnir • Dansleikur fyrir alla • Miðaverð kr. 1.200.
Ingvar fór tvisvar út í tökur, fyrst
í tólf daga en síðan var hann þarna í
þrjá mánuði og segist hafa eignast
góða félaga á því tímabili. Menn hafi
bundist tilfinningaböndum, nálægð-
in hafi verið mikil og samhygðin
sterk.
„Það varð í rauninni til hálfgert
bræðrasamfélag á milli okkar sem
tókum þátt í þessu. Og í raun var
andrúmsloftið ekkert ósvipað og því
sem er í myndinni. Það varð því til
„mynd“ utan myndarinnar í raun-
inni.“
Það að Ingvar sé inni í myndinni
telst harla góður árangur í bransa
sem þessum. Hann upplýsir þó að
margar senur – sumar sem hann
hefði viljað sjá í lokaútgáfunni – hafi
endað á gólfi klipparans.
„Það voru atriði þar sem persónan
sem ég leik var kynnt betur til sög-
unnar. En þegar þeir voru búnir að
klippa myndina var hún fjórir tímar
að lengd. Þannig að það þurfti að
taka harkalegar ákvarðanir til að
koma henni niður í þá lengd sem hún
er í núna.“ Ingvar segist þó ánægður
með lokaútkomuna.
„Hún virkar alveg og framvindan
er góð. En handritið tók stöðugum
breytingum þann tíma sem upp-
tökur stóðu yfir og maður vissi í
raun ekkert hvernig lokaútgáfan
yrði.“
Ingvar rifjar upp að „tveir gamlir
jálkar“, eins og hann orðar það, fyrr-
um kafbátahermenn sem störfuðu í
kalda stríðinu hafi verið á tökustað
allan tímann og gefið faglega ráð-
gjöf.
„Þetta voru Rússi og Kan-
adamaður og ég kynntist þessum
mönnum býsna vel,“ segir Ingvar og
tendrast upp. „Þetta eru frábærir
gaurar og mér er mjög minnisstætt
er þeir hittust í fyrsta skipti því þeir
voru óvinir í kalda stríðinu. Það var
mjög áhrifamikið andartak og sá
sem hélt ræðu af því tilefni klökkn-
aði. Það er nefnilega svo að þó að
beint mannfall hafi verið lítið í þessu
kalda stríði þá fóru mjög margir illa
út úr því, andlega.“
Mörgum leikur líklega forvitni á
að vita hvernig Harrison Ford er í
návígi.
„Þeir Neeson og Ford héldu sig
nokkuð út af fyrir sig. En að vinna
með þeim varð ósköp eðlilegt eftir
því sem á leið. Ford er frekar róleg
manngerð, talar hægt og er svolítill
töffari. En þegar maður komst í náin
kynni við hann felldi hann niður
brynjuna og í ljós kom frekar ein-
lægur maður. Neeson var mjög
notalegur. Hann er Íri og því fannst
mér ég vera nær honum á ákveðinn
hátt.“
Ingvar lætur markaðslega brot-
lendingu myndarinnar sér í léttu
rúmi liggja.
„Það er ekkert svekkelsi eða neitt
slíkt að finna hjá mér,“ segir hann.
„Myndin hefur fengið góða gagnrýni
og aðsóknin átti í raun ekki að koma
á óvart. Þetta er ekki venjuleg
Hollywood-mynd og ég held að til
lengri tíma litið eigi fólk eftir að leita
hana uppi – þó að ekki sé nema fyrir
þá staðreynd að Harrison Ford leik-
ur í henni.“
Eins og áður segir gat brugðið til
beggja vona hjá þeim leikurum sem
voru í smærri hlutverkum.
„Ég var reyndar hækkaður í tign
er ég mætti á tökustað. Fyrst átti ég
að leika ratsjármann en var gerður
að liðsforingja. Allir voru með mun
meira vægi í upphafi taka en svo
breytist þetta allt þegar við byrj-
uðum. Það var því mikil spenna og
taugatitringur eftir því sem leið á
þetta ferli. Menn vissu ekki hvort
þeir væru inni í myndinni eður ei –
eða hvort þeir yrðu jafnvel látnir
fara. Svo ef menn voru nógu frekir
gátu þeir sannfært leikstjórann um
að þeir ættu að fá meira pláss en var
búið að ákveða. Það var mikið af
ungum, reynslulitlum leikurum
þarna sem voru eðlilega mjög von-
bjartir. Þeir voru kannski með ein-
hvern hörkuumboðsmann og voru
því með ákveðnar stjörnur í aug-
unum.“
Það er óhætt að segja að þetta
hlutverk Ingvars sé eitt stærsta
verkefni sem íslenskur leikari hefur
fengist við, í alþjóðlegri stórmynd.
Hann segir þó að dyr hafi ekkert
opnast upp á gátt við þetta, tíminn
leiði allt slíkt í ljós.
„Ég mun ekkert eltast við svona
lagað í kjölfarið. Ég fer stundum út í
prufur, ef umboðsmaðurinn minn
hringir í mig. En ég á ekkert frekar
von á því að eitthvað gerist.“
Leikstjóri myndarinnar er Kathr-
yn Bigelow sem á að baki myndir
eins og Strange Days og Point
Break.
Ingvar ber Bigelow vel söguna.
„Hún á að baki fremur óvenjulegar
myndir og t.d. gerði hún eina flott-
ustu vampírumynd sem gerð hefur
verið, Near Dark.“
Það að þessi leikstjóri hafi verið
valinn og sú staðreynd að fram-
leiðslufyrirtækið er óháð virðist gera
það að verkum að glansáferð hinna
dæmigerðu Hollywood-mynda vant-
ar hér. Myndin er dimm og myrk,
með hægri framvindu, og hetjurnar
eru Sovétmenn. Kannski ekki skrýt-
ið að bandarískur almenningur hafi
ekki tekið henni með opnum örmum.
Og Ingvar samsinnir því að Bigelow
nái að fanga dramatík sögunnar vel;
ömurleika þess að vera fastur í
blikkdós nálægt hafsbotni er vel
lýst.
„Já, það er auðvitað ömurlegt að
vera um borð í þessum kafbátum,“
segir Ingvar og brosir hæðnislega.
„Þar er engu ofgert og plássið er
eins lítið og mögulega er hægt að
komast upp með. Þetta er í raun
hræðilegt fyrirbæri.“
Andinn um borð er oft spennuþrunginn: Ford sem kafteinninn Alexei
Vostrikov og Ingvar Sigurðsson sem liðsforinginn Viktor Gorelov.
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Ingvar E. Sigurðsson er reynslunni ríkari eftir að hafa tekist á við ógnir
og ægivald hafdjúpanna í myndinni K-19: The Widowmaker.
arnart@mbl.is