Morgunblaðið - 07.09.2002, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 07.09.2002, Blaðsíða 46
MINNINGAR 46 LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Elínborg Þórðar-dóttir fæddist á Innra-Leiti á Skóg- arströnd 15. ágúst 1911. Hún andaðist á Sjúkrahúsi Akraness 28. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Þórður Árnason bóndi, f. 28. september 1884, d. 27. mars 1961, og Sigurveig Davíðs- dóttir, f. 4. desember 1886, d. 28. mars 1951. Systkini Elín- borgar eru: Kristján (látinn), Arelíus (látinn), Árni (lát- inn), Jón (látinn), Kristín (látin), Sigríður, Elín, Ingibjörg (látin), Lúðvík og Ásta. Elínborg giftist 20. september 1930 Sigurði Hallbjörnssyni bónda á Brúarhrauni, Kolbeinsstaða- Ágúst, sjómaður, Kópavogi, f. 7. ágúst 1935. 5) Svanur, sjómaður, Keflavík, f. 16. september 1936, d. 18. janúar 1968. 6) Guðrún, sjúkra- liði, Búðardal, f. 16. september 1939, maki Sigvaldi Fjeldsted, f. 16. nóvember 1935. Börn þeirra eru fimm. 7) Sigurveig, hjúkrunar- fræðingur, Reykjavík, f. 8. júlí 1941, maki Björn Ingvarsson, f. 10. apríl 1942. Þau eiga einn son. 8) Auður, skrifstofumaður, Akranesi, f. 19. apríl 1943, maki Bergmann Þorleifsson. Þau eiga tvær dætur. 9) Kristján, bílstjóri, Reykjavík, f. 9. september 1949, maki María Einarsdóttir. Kristján á tvö börn. 10) Trausti, tannlæknir, Kópavogi, f. 6. október 1951, maki Guðrún Björnsdóttir. Þau eiga þrjú börn. Barnabarnabörn Elínborgar eru orðin 29. Elínborg var húsfreyja á Brúarhrauni, fyrst með manni sín- um, en eftir lát hans með sonum sínum. Síðasta hálfa árið dvaldi hún á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi. Útför Elínborgar fer fram frá Kolbeinsstaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. hreppi, f. 4. maí 1894, d. 8. febrúar 1959. Foreldrar hans voru Guðrún Jónsdóttir, f. 16. október 1852, d. 26. mars 1930, og Hallbjörn Hallbjörns- son, f. 5. desember 1849, d. 21. ágúst 1930. Börn Elínborg- ar og Sigurðar eru: 1) Hallbjörn Valdimar bóndi í Krossholti, f. 23. janúar 1931, maki Kristín Björnsdóttir, f. 15. september 1935. Þau eiga fjögur börn. 2) Hörður Baldur, verkamaður, Reykjavík, f. 20. janúar 1932. 3) Gunnar Helgi, verkstjóri, Reykja- vík, f. 19. desember 1933, d. 19. október 1995, maki Soffía Guð- björg Sveinsdóttir, f. 30. maí 1941. Þeirra börn eru þrjú. 4) Þórir Móðuramma mín hefur nú kvatt þennan heim rétt liðlega 91 árs að aldri. Hún tilheyrði því þeirri kynslóð sem með réttu getur sagt að hún hafi lifað tímana tvenna. Fædd í torfbæ þar sem hvorki var rafmagn né heitt vatn og nú látin á tímum hátækni og munaðar. Minningar mínar frá bernskuárun- um tengjast margar ömmu. Myndir af henni renna í gegnum hugann þar sem hún er að sýsla við að kveikja upp í olíulampanum, við mjaltir með rauða útvarpið á fjósgólfinu hlustandi á kvöldfréttir. Amma að setja eldivið í maskínuna, hella upp á kaffikönnuna og þar sem hún situr við rokkinn sinn og spinnur band. Ég sé hana fyrir mér þar sem hún situr og skreytir gamla vindlakassa með skeljum og kuðungum og fóðrar þá að innan með ljósbláu tauefni. Ég sé ömmu þar sem hún réttir að mér ýmislegt í „búið“, skörðótta diska og annað slíkt sem þóttu gersemar í mínum augum. Ég minnist skipta þar sem ég gisti hjá ömmu og á köldum vetrarkvöldum hlýjaði hún upp „holuna sína“ fyrir of- an sig í rúminu með heitu vatni sem hellt var á flösku sem stungið var ofan í ullarsokk. Og amma að hjálpa mér að kaupa fyrstu jólagjöfina til mömmu og pabba. Amma var alla tíð heilsuhraust og sagði oft að sér hefði aldrei orðið mis- dægurt fyrir utan einu sinni þegar hún lagðist í lungnabólgu eftir að hafa gengið á þunnum skinnskóm í frost- hörkum frá Tröð, sem þá var heimili hennar, og upp að Mýrdal þar sem farskólinn var í það skiptið. Hún gat aldrei nógsamlega lofað bóndann, Þórð Gíslason, fyrir það hvað hann reyndist henni vel þá og hefði séð til þess að hún fengi besta rúmið á bæn- um til að liggja í þar til hún var orðin nógu góð til að komast til síns heima. Í seinni tíð rifjaði amma oft upp ýmis atvik frá bernsku sinni og ung- lingsárum sem mér þótti gaman að heyra af, t.d. þegar hún stalst til þess að ríða net sem pabbi hennar hafði verið fenginn til að vinna að. Þá var hún búin að tileinka sér rétt verklag með því að fylgjast með honum svo lítið bar á og taldi að pabbi sinn hefði ekki tekið eftir tiltækinu. Amma mín var því býsna handlagin og ekki hefur veitt af þar sem barnahópurinn henn- ar var stór og hann þurfti ekki bara að fæða heldur einnig að klæða. Hún eignaðist snemma prjónavél og prjón- aði á alla fjölskylduna auk þess sem hún var jafnvel beðin um að prjóna fyrir aðra í sveitinni. Hún eignaðist líka snemma saumavél, fyrst hand- snúna og síðar fótstigna, sem hún not- aði bæði til sauma og viðgerða á fatn- aði heimilisfólksins. Vinnudagurinn hefur því oft verið langur og strangur því fyrir utan daglega matseld og þrif þá voru nútímaþægindi ekki fyrir hendi, þvottinn þurfti til að mynda að skola í bæjarlæknum fyrstu árin og ekki var hægt að hlaupa út í búð eftir neinum skyndibita eða öðru því sem í dag telst sjálfsagður hlutur. Á sumrin fjölgaði líka oft á bænum þegar eitt og eitt systkinabarna ömmu dvaldist hjá henni einhvern tíma. Eitt af því sem amma rifjaði stund- um upp var haustið þegar hún var tví- tug og orðin húsfreyja á Brúarhrauni. Þá tíðkaðist að fé var rekið til slátr- unar í Borgarnes. Leiðin gat verið löng og því fengu rekstrarmenn gist- ingu á Brúarhrauni og var féð geymt í Glámunni fyrir ofan bæinn yfir nótt- ina. Þar sem ekki var mikið pláss í bænum sváfu þau hjónin, amma mín og afi, úti í hlöðu ásamt nokkurra mánaða gömlum syni sínum. Um morguninn hljóp hún síðan heim í bæ til að hafa til kaffi fyrir næturgestina. Já, það er óhætt að segja að amma mín hafi verið nægjusöm og oftast lát- ið aðra en sig sjálfa sitja í fyrirrúmi. Amma varð fyrir því að missa manninn sinn tæplega fjörutíuogátta ára gömul og voru yngstu börnin hennar þá aðeins átta og tíu ára. Hún hélt áfram búskap á Brúarhrauni ásamt sonum sínum næstu árin, fyrst Hallbirni og Gunnari og síðar Þóri. En hún þurfti einnig að sjá á bak tveimur sona sinna fyrir aldur fram og veit ég að það tók hana sárt þó hún bæri ekki tilfinningar sínar á torg. Eftir að ég eltist og börnin mín komu til sögunnar var reynt að heim- sækja ömmu reglulega. Henni var umhugað um að allir fengju nú eitt- hvað í munn og maga og oft og iðulega lumaði hún á einhverju góðgæti fyrir smáfólkið. Það voru líka ófá vettlinga- og sokkaplöggin sem amma rétti að okkur og öðrum afkomendum sínum enda var hún alltaf með eitthvað á prjónunum eða þar til hendurnar tóku að gefa sig. Dóttur minnar eldri gætti hún oft fyrir mig á meðan heils- an leyfði og var ég henni ákaflega þakklát fyrir. Amma hafði gaman af því að ferðast en átti ekki hægt um vik fyrr en komið var á efri ár. Slæmska í fæti gerði það þó að verkum að hún átti ekki auðvelt með að komast um en hún sagði gjarnan að hún myndi hlaupa um allar jarðir ef árans löppin væri ekki að ergja sig. Hún fór þó tvisvar utan, fyrst til Danmerkur ásamt Sigurveigu dóttur sinni og hennar fjölskyldu og síðan til Noregs þar sem við tvær ásamt Stínu systur minni heimsóttum Hafdísi dóttur- dóttur ömmu sem þar bjó um tíma. Nokkur sumur var síðan venja hjá henni að skreppa austur undir Höfn í sveitina til Hafdísar sem þar hefur búið sl. 15 ár. Þær ferðir voru henni alltaf mikið tilhlökkunarefni. En nú er hún lögð í sína hinstu ferð þar sem engir fjötrar hefta för og á kveðjustund langar mig að þakka ömmu minni fyrir þann tíma sem ég átti með henni og allt það sem hún gerði, bæði fyrir mig og fólkið mitt. Einnig langar mig að færa Sigurveigu dóttur hennar sem jafnan var hennar stoð og stytta, ekki hvað síst nú hin síðari misseri, hugheilar þakkir fyrir allt sem hún gerði fyrir ömmu. Öllum börnum ömmu og þeirra fjölskyldum votta ég samúð mína um leið og ég bið minningu hennar Guðs blessunar. Elínborg Sigvaldadóttir. Þá hefur hún Elínborg amma mín lokið lífsgöngu sinni. Lífsgöngu sem varði í rúm níutíu ár. Hún er komin til afa sem hún missti fyrir rúmum fjöru- tíu árum og til sona sinna Svans og Gunnars. Það er sagt að gamla fólkið verði hvíldinni fegið og vafalaust hef- ur það verið erfitt fyrir þessa stoltu konu sem aldrei vildi láta neitt hafa fyrir sér, að vera upp á aðra komin um flesta hluti undir það síðasta. Amma var fædd 1911 og var því af aldamótakynslóðinni svokölluðu. Hlutskipti hennar varð eins og svo margra af þessari kynslóð að fara snemma að vinna fyrir sér og létta undir með heimilinu. Hún talaði stundum um það að hún hefði svo gjarnan viljað læra eitthvað sér til gagns en til þess hafði hún alla burði. Þess í stað varð hún ung að árum móðir og húsmóðir á stóru sveita- heimili og þar kom hún börnunum sínum tíu til manns. Það hefur eflaust einhvern tímann verið erfitt hjá þeim afa að hefja búskap þegar kreppan mikla var í algleymingi og að ala önn fyrir þessum stóra hópi. Það var líka afar gestkvæmt á Brúarhrauni, bær- inn í þjóðbraut og margir dvöldu þar um lengri eða skemmri tíma í skjóli þeirra hjóna. Amma hafði þann hæfi- leika að laða að sér bæði börn og full- orðna með hlýju viðmóti og um- hyggju. Áreiðanlega hefur hún oft farið þreytt að sofa eftir langan vinnu- dag en hún taldi slíkt aldrei eftir sér enda vildi hún hafa fólk í kringum sig. Hún amma gerði litlar kröfur til efnislegra gæða. Hún vildi vera sjálfri sér næg og ekki skulda neinum neitt. Neysluæðið sem einkennir nútíma- manninn fékk hún aldrei nema kannski fyrir jólin þegar hún keypti jólagjafir handa öllum afkomendum sínum. Þeir voru hennar stærsta eign og mesta stolt og hún sagðist oft ekk- ert skilja í því hvað svo myndarlegt og vel gefið fólk gæti verið komið út af svo ómerkilegri kerlingu. Að veita öðrum var ömmu líf og yndi. Við barnabörnin áttum alltaf sæg af sokkum, vettlingum og húfum sem amma prjónaði handa okkur og í hárri elli var hún að prjóna til að stytta sér stundir og hafa eitthvað fyrir stafni. Langömmubörnin, sem fjölgaði ört henni til mikillar ánægju, nutu þessa í ríkum mæli. Ef til vill kom rausnar- skapur hennar og umhyggja fyrir öðrum hvað skýrast fram í því að ní- ræð vildi hún fara upp að Brúar- hrauni um göngurnar til að gefa gangnamönnum kaffi um morguninn áður en þeir lögðu af stað á afrétt, eins og hún hafði gert alla sína tíð. Minningar mínar um ömmu eru all- ar góðar og hlýjar eins og hún var sjálf. Ég minnist hennar oftast í eld- húsinu á Brúarhrauni, staðnum sem hún elskaði mest af öllum stöðum á jarðríki og þar sem hún eyddi stærst- um hluta ævi sinnar. Hún er að taka á móti gestum, búa til mat og bera á borð, prjóna eða bara spjalla. Yfir henni er ró og friður og ég veit að það er líka ró og friður yfir henni þar sem hún er nú. Elsku amma, guð geymi þig. Ingibjörg Hallbjörnsdóttir. Það var alltaf ákaflega gott að koma til ömmu á Brúarhrauni. Þegar mig bar að garði beið faðmur ömmu útbreiddur og þegar heim var haldið beið hún á tröppunum og horfði á eftir mér þangað til ég hvarf úr augsýn. Ég bjó með foreldrum mínum á næsta bæ við ömmu frá því að ég var sjö ára gömul og naut því þeirra for- réttinda að geta labbað eða hjólað til hennar hvenær sem ég vildi. Þar fyrir utan passaði hún mig gjarnan þegar mamma vann og þurfti ég þá að fara eldsnemma á morgnana til hennar. Þetta voru oft erfiðir morgnar því að ég var óttaleg svefnpurka og því leyfði amma mér alltaf að leggja mig á skenknum í eldhúsinu svo að ég væri ekki langt frá henni. Á meðan ég svaf sat hún og prjónaði sokka eða vettlinga handa afkomendunum eða spann lopann á rokkinn sinn. Hún út- hlutaði svo afrakstrinum á hverju hausti fyrir réttirnar og oftar en ekki leyndust sokkar í jólapakkanum frá henni. Handavinnan var aldeilis ekki það eina sem ömmu var til lista lagt því pönnukökur bakaði hún af mikilli snilld og alltaf átti hún líka eitthvert annað góðgæti til að gleðja lítið hjarta. Ömmu og afa auðnaðist að eiga tíu börn. Þegar ég kom með frumburðinn minn, hann Halldór Óla, í heimsókn til hennar áréttaði hún ætíð að nauðsyn- legt væri að eignast meira en eitt barn, þrjú börn taldi hún viðunandi tölu. Hún sagði það mikinn missi að missa barn en taldi missinn enn meiri ef um einkabarn væri að ræða. Þar talaði amma af reynslu því sjálf missti hún tvo syni, þá Svan og Gunnar, auk þess sem hún missti Sigga afa „alltof snemma“ eins og hún gjarnan orðaði það sjálf. Það voru ekki bara nýir sokkar og vettlingar sem hún amma mín gaf mér á sinni löngu og farsælu ævi því hún gaf mér svo margt annað sem aldrei verður metið til fjár. Þann fjár- sjóð mun ég varðveita í minningu minni um ókomna tíð. Minningu um konu sem bjó yfir mikilli hlýju og kærleik sem hún var óspör á að miðla til annarra og þegar hún talaði um „blessuð ömmu- og langömmubörn- in“ sín ljómaði andlit hennar allt. Með minningarnar að veganesti, söknuði og trega kveð ég ömmu mína með eftirfarandi vísu sem Siggi afi orti: Lifðu í fegurð því lífið er ljósgeisli hverfull veittur hér. Láttu því beztu blómin þín blómgast á meðan sólin skín. (Sigurður Hallbj.) Þakka þér fyrir allt, amma mín, og guð blessi þig. Kristín Inga. Brúarhraun í Kolbeinsstaðahreppi hefur óvenjufagurt bæjarstæði. Grös- ugur hóll í skjóli Barnaborgarhrauns og Fagraskógarfjall í baksýn. Undan hrauninu rennur bæjarlækurinn sem fyrrum var fullur af silungi. Á Brúar- hrauni bjuggu þau Elínborg Þórðar- dóttir húsfreyja og Sigurður Hall- björnsson bóndi og ólu upp börn sín. Þar aðeins vestar er Jörfi þar sem móðir mín og við systkinin vorum í sveit hjá frændfólki okkar. Móðir mín giftist syni Elínborgar, öðlingnum Gunnari Helga Sigurðssyni árið 1968 en hann lést árið 1995. Þegar ég man fyrst eftir, var El- ínborg ekkja en hafði haldið bú með sonum sínum. Alltaf var gott að koma á Brúarhraun, Elínborg var mjög barngóð og gestrisin og fylgdi henni ró og mannleg hlýja. Hún var vel gerð bæði til hugar og handar, greind, glaðlynd og geðgóð. Allan sinn bú- skap sleppti hún aldrei verki úr hendi frá morgni til kvölds, svo lengi sem hún hafði heilsu til. Á kröppum tímum ól hún upp börnin sín tíu. Háöldruð gat hún litið yfir farinn veg og glaðst yfir börnum sínum og afkomendum sem allir voru og eru sómafólk. Eftir að Elínborg hætti búskap var hún á heimili dóttur sinnar og tengda- sonar í Reykjavík þeirra Sigurveigar og Björns nema undanfarna mánuði er hún var á heilbrigðisstofnunum vegna heilsubrests. Síðast er við móðir mín og Sigurður bróðir litum til hennar var hún með hugann í sveitinni okkar fyrir vestan, kát og glöð en heilsan mjög farin að gefa sig. Elínborg fékk hægt andlát á Akra- nesspítala hinn 28. ágúst, sátt við Guð og menn. Við, fjölskyldan úr Melgerði, minn- umst sómakonunnar Elínborgar með þakklæti og virðingu. Viggó Jörgensson. Elsku Elínborg langamma. Það var sárt að kveðja þig. Við skulum alltaf minnast þín í hjarta okkar. Þú verður alltaf hjá okkur. Við gleymum þér aldrei. Guð veri með þér. Þín langömmubörn Guðrún María, Sigvaldi, Dagný Ísafold, Hafsteinn Örn, Halldór Óli, Ásthildur Eyja og óskírð stúlka. ELÍNBORG ÞÓRÐARDÓTTIR                                                   !! "#    !! !$%&' ! (& )  (&  &!$%&  !!   *   (& +  &   (&  )&,- !! . %   (& / #&&(0&  !! 0 & 0#&()0 & 0 & 0#& !       ! 1  231+ 1  1/*'' 1 $ 4 $"  ) $ ) $ ! "  #  $ % &   & # ' (!   !          &  !! &)0"#)&  !! ,  && (& 5)& (& ,"      !! "#! & (& && & (& 5&!  " &  !! "#$&&  !! 6 & ! &)!)) (&    & (&   6  !! 5&"  ) (& &7 )  !!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.