Morgunblaðið - 07.09.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.09.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ FRAMSÓKNARFLOKKUR og Vinstri hreyfingin – grænt framboð sækja hlutfallslega mest fylgi sitt út á landsbyggðina en fylgi Sjálfstæð- isflokks og Samfylkingar er mest á Reykjanesi, ef marka má skoð- anakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir Morgunblaðið, en greint var frá niðurstöðum skoð- anakönnunarinnar í blaðinu í gær. Tölfræðilega marktækur munur reynist á fylgi flokkanna eftir bú- setu, en samkvæmt könnuninni myndu tæplega 26% svarenda af landsbyggðinni kjósa Framsókn- arflokkinn, en einungis 6% svarenda af Reykjanesi. Þá myndu 16% svar- enda á landsbyggðinni styðja VG, en tæplega 10% svarenda í Reykjavík og Reykjanesi. Hins vegar myndu rúm 46% Reyknesinga styðja Sjálf- stæðisflokkinn samkvæmt nið- urstöðum könnunarinnar og 38% þeirra Samfylkinguna. Samfylkingin fær hins vegar hlutfallslega minnst- an stuðning á landsbyggðinni eða 17% Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og Vinstrihreyfingin – grænt framboð auka fylgi sitt lítillega frá síðustu al- þingiskosningum fyrir þremur ár- um, en Framsóknarflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn töpuðu fylgi samkvæmt könnuninni. Sjálfstæð- isflokkurinn naut stuðnings 41,7% aðspurðra en fékk í kosningunum fyrir þremur árum 40,7% atkvæða. Samfylkingin fengi 27,1% en fékk í kosningunum 1999 26,8% atkvæða. Framsóknarflokkurinn fékk nú 17,6% , en fékk í kosningunum 1999 18,4%, VG fékk 11,7% en fékk í kosn- ingunum 9,1% atkvæða og Frjáls- lyndi flokkurinn fékk nú 1,6% en fékk 4,2% í kosningunum árið 1999. Tölfræðilega marktækur munur var einnig á fylgi flokkanna eftir starfsstétt svarenda samkvæmt könnuninni. Þannig reyndist Sjálf- stæðisflokkur njóta mest fylgis með- al stjórnenda og æðstu embættis- manna eða 54%. Hins vegar styðja 43,9% sérfræðinga og kennara Sam- fylkinguna, 26,5% vélafólks og ófag- lærðra styðja VG og 26,9% sjó- manna og bænda styðja Framsóknarflokkinn. Þá kemur fram að Samfylkingin og VG sækja hlutfallslega mun meira fylgi til kvenna en karla. Fylgi Framsóknarflokksins er nokkuð jafnt meðal beggja kynja, en mun fleiri karlmenn en konur styðja Sjálfstæðisflokkinn. Þegar fylgið er skoðað eftir aldri kemur í ljós að Sjálfstæðisflokk- urinn nýtur mest fylgis í yngsta ald- urshópnum en 54,3% svarenda í ald- urshópnum 18–24 ára sögðust myndu styðja flokkinn ef kosið væri nú. Fylgi Framsóknarflokksins er hlutfallslega mest í elsta aldurs- hópnum 60–80 ára en þar er stuðn- ingurinn 23,9%. Mestur stuðningur við Samfylkinguna er í aldurshóp- unum 25–44 ára og í elsta aldurs- hópnum og stuðningur við VG er mestur í aldurshópunum 35–59 ára. Um var að ræða símakönnun sem fram fór á tímabilinu 24.–31. ágúst. Úrtakið var 1.200 manns á aldrinum 18–80 ára og var nettósvörun 56,1%. Þeir sem neituðu að svara voru 27,1% og ekki náðist í 16,8%. Í könn- uninni var spurt: Ef alþingiskosn- ingar væru haldnar á morgun hvaða flokk eða lista myndir þú kjósa? Ef fólk sagðist ekki vita það var haldið áfram og spurt hvaða flokk eða lista líklegast væri að það kysi og ef svar fékkst ekki við því var spurt hvort líklegra væri að það kysi Sjálfstæð- isflokkinn eða einhvern annan flokk. Fylgi Sam- fylkingar og Sjálfstæð- isflokks mest á Reykjanesi                  !"#$ %$$"!! & !! ' (!"  * !$!" +$$","-")"    ./$-0$ ./$ 1)/                        ! "#$  "    #    %  &  ' $   ! ()*+, (-*., /-*-, 0(*/ /-*., /+*0, ((*1, /(*/, 0(*/, 23*3, ((*/, (2*., (1*(, /3*0, /-*+, (0*(, ()*+, (-*/, /3*-, )0*+, )+*+, )+*2, )2*1, 21*(, )3*3, )(*., 2/*., ).*-, )/*-, )0*2, )+*., 20*1, 2-*., )2*2, )+*-, )3*2, -*1, 20*+, 2+*), 2/*-, /)*), 22*3, /1*), 2.*2, 20*(, 2.*., 2)*+, (/*. /)*-, 2)*(, 23*3, +*+, 22*(, 20*., 23*., /3*), )+*1, )*-, 2*1, )*/, 2*2, )*., )*1, 1*+, /*1, 2*2, )*0, 1, 1, 1, 2*1, 2*3, )*-, 1, 2*., ))*+, .*3, )/*., 3*+, )1*+, )/*0, )(*., .*1, 2*2, )2*), 3*., )+*., 0*3, ).*2, 2-*0 3*/, .*-, .*+, )0*3, +*+, Framsóknarflokkurinn og Vinstri grænir sækja mest fylgi sitt út á landsbyggðina anlandsmálið, því þau snertu hag hvers einasta manns í landinu, og taka þyrfti ákvörðun um þau á næstu árum. Evrópuumræðan hefði styrkt flokkinn og það styrkti Fram- sóknarflokkinn að taka á málefnum samtímans og framtíðarinnar. Mörg mikilvæg mál Þorvaldur Guðmundsson benti á að ef ríkið legði fram 100 millj. kr. í menningarsal Hótels Selfoss væri hægt að koma honum í gagnið og nýta á margvíslegan hátt. Halldór Ásgrímsson sagði að Framsóknar- flokkurinn hefði samþykkt að ríkið kæmi að byggingu tónlistarhúss í Reykjavík og jafnframt ákveðið að styðja við uppbyggingu menningar- húsa á landsbyggðinni. Hefði verið ákveðið að byrja á Ísafirði, Akur- eyri, Egilsstöðum og í Vestmanna- eyjum, en nú væri verið að ræða um FRAMSÓKNARMENN hafa tekið forystu í ýmsum mikilvægum mál- um og munu gera það áfram, ekki síst í Evrópumálum. Þetta kom fram hjá Halldóri Ásgrímssyni, for- manni Framsóknarflokksins og ut- anríkisráðherra, á Selfossi í gær, en hann benti meðal annars á mikil- vægi umræðna um Evrópumálin enda væru þau stærsta innanlands- málið. Ráðherrar og þingmenn Fram- sóknarflokksins sátu fyrir svörum á opnum stjórnmálafundi á Hótel Sel- fossi í gær. Fundurinn var haldinn í tengslum við haustfund þingflokks og landstjórnar Framsóknarflokks- ins og var vel sóttur. Halldór Ásgrímsson sagði að spurningarnar bæru vott um að mikið væri að gerast. Þjóðin væri að ganga í gegnum gífurlega miklar breytingar og líta bæri á þær sem tækifæri en ekki vandamál. Í máli utanríkisráðherra kom fram að Framsóknarflokkurinn gæti ekki vikið sér undan því að ræða Evrópumálin, en um væri að ræða mikilvægasta og stærsta ákvörðun- arefni þjóðarinnar til lengri fram- tíðar, sem snerti marga þætti. Hann sagði ekki augljóst að hagsmunum Íslands væri betur borgið innan Evrópusambandsins en utan en ræða þyrfti málið með hagsmuni fólksins í landinu í huga. Evrópu- málin væru jafnframt stærsta inn- smærri verkefni og þá hlyti að koma til álita að ríkið kæmi með mynd- arlegum hætti að framkvæmd við menningarsalinn í Hótel Selfossi og notaði til þess hluta af því fé sem fengist fyrir sölu ríkisfyrirtækja. Björn Jónsson sagði að skógrækt á Suðurlandi mætti ekki við meiri niðurskurði á fjárlögum. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra svaraði því til að fjármagn til skóg- ræktarmála hefði ekki verið skorið niður í sinni tíð heldur tvöfaldast. Ríkið hefði sett 300 milljónir í skóg- ræktarverkefni á árinu og við gerð fjárlaga fyrir næstu ár væri lagt til að 310 milljónir færu í málaflokkinn, þ.a. 20% hækkun til Suðurlands- skóga. Það væri vissulega ekki nóg en mikilvægt væri að menn vissu hvað þeir fengju þegar til lengri tíma væri litið og hefði hann beðið Byggðastofnun að kanna hvaða áhrif skógræktarstefnan hefði á ýmsa þætti í landinu eins og byggðaþróun og fleira. Þorvaldur Guðmundsson sagði að bygging íþróttahúss við Fjölbrauta- skóla Suðurlands væri brýnt verk- efni. Ísólfur Gylfi Pálmason þing- maður tók undir það og sagði að allir þingmenn Suðurlands væru á sama máli. Öllum mögulegum þrýstingi yrði beitt til að koma málinu í höfn. Einnig kom fram hjá Þorvaldi að þjóðvegurinn milli höfuðborgar- svæðisins og Árborgar væri stór- hættulegur. Menn ættu að gleyma lýsingu en fara í lagfæringar. Ísólfur var á sama máli og áréttaði að aðal- atriðið væri að vegurinn yrði greið- færari. Þorvaldur minnti á mikilvægi við- byggingar við Sjúkrahús Suður- lands. Jón Kristjánsson heilbrigðis- ráðherra sagði að um mjög aðkallandi aðgerð væri að ræða og hún væri forgangsmál á svæðinu. Orkumálin í tengslum við RARIK voru nokkuð rædd sem og fyrirhug- uð sala á ríkisbönkum og gerði Val- gerður Sverrisdóttir iðnaðar- og við- skiptaráðherra grein fyrir stöðu mála. Auk fyrrnefndra sátu þingmenn- irnir Magnús Stefánsson, Ólafur Örn Haraldsson, Páll Pétursson og Hjálmar Árnason fyrir svörum en Kristinn H. Gunnarsson stjórnaði umræðum. Evrópumálin stærsta inn- anlandsmálið Björn Jónsson leggur spurningar fyrir ráðherra og þingmenn Framsóknarflokksins á Hótel Selfossi í gær. Opinn stjórnmálafundur Framsóknarflokksins á Selfossi SVO virðist sem óprúttnir aðilar hafi stundað þá iðju að hringja í eldri borgara og óskað eftir fjárframlögum í framkvæmdasjóð aldraðra, en engin slík söfnun er í gangi. Segir Herdís Óskarsdóttir, forstöðukona fé- lagsmiðstöðvar eldri borgara í Hafn- arfirði, að nokkrir eldri borgarar hafi látið hana vita af þessari söfnun og spurt hvort hún viti eitthvað um hana. „Þegar þriðja manneskjan hringdi fóru að renna á mig tvær grímur. Ég hringdi til sýslumanns, í ríksiféhirði og heilbrigðis- og tryggingaráðuneyt- ið og fékk alls staðar upp gefið að það væri útilokað að það væri verið að safna með símasöfnun í fram- kvæmdasjóð aldraðra,“ segir hún. Segjast safna í framkvæmda- sjóð aldraðra MAÐUR um tvítugt, sem grunaður er um alvarlega hnífstunguárás í miðborginni í félagi við annan mann í lok ágúst, var úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarð til 27. september í gær. Félagi hans sat í gæsluvarðhaldi í viku og er nú laus úr haldi. Hinir grunuðu hafa komið við sögu lögreglunnar áður, en þeir eru grunaðir um aðra hnífstunguárás í miðborginni á menningarnótt. Gæsluvarðhald framlengt vegna hnífstungu ♦ ♦ ♦ TVÍTUGUR maður var úrskurðaður í gæsluvarðhald á miðvikudag vegna gruns um nokkur innbrot á höfuð- borgarsvæðinu að undanförnu. Lög- reglan fékk manninn úrskurðaðan í gæsluvarðhald til 11. september og hefur hann grunaðan um að hafa stol- ið bifreið og notað hana til innbrota. Í gæsluvarð- hald vegna innbrota ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.