Morgunblaðið - 07.09.2002, Blaðsíða 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2002 11
TALIÐ er að kafarinn sem var hætt
kominn í Kleifarvatni á þriðjudags-
kvöld nái fullum bata, skv. upplýs-
ingum frá fjölskyldu mannsins.
Kafaranum, Gunnari Sigurfinns-
syni, var um tíma haldið sofandi í
öndunarvél en hann hefur verið út-
skrifaður af gjörgæsludeild og hafa
læknar tjáð fjölskyldu hans að nú
líti út fyrir að hann nái fullum bata.
Ásgeir Már Ólafsson, yngsti kaf-
arinn sem lenti í vandræðum í Kleif-
arvatni á þriðjudagskvöld, segir að
Bragi Reynisson hafi gefið sig út
sem köfunarkennara og hann og
Gunnar Sigurfinnsson hafi farið eft-
ir fyrirmælum hans við köfunina.
Aldrei hafi þó verið rætt um
greiðslu en þeir kafað með honum á
þeirri forsendu að hann byggi yfir
þekkingu sem hann hafi ekki haft.
Ásgeir segir að Bragi hafi áður
boðið honum að taka hann á nám-
skeið í hellaköfun í Þingvallavatni
en þá hafi heldur ekki verið rætt um
greiðslu. Bragi sagði í samtali við
Morgunblaðið að hann hefði aldrei
sagst vera kennari og hann vissi
ekki hvernig menn hefðu fengið þá
hugmynd. Hann tæki þó stundum
að sér leiðsögn fyrir ferðamenn, t.d.
í Þingvallavatni. Aðspurður um
hvort hann tæki þóknun fyrir kaf-
anir í Þingvallavatni sagði hann að
það væri aðallega fyrir kostnaði.
Nánar spurður um þóknun, aðra en
fyrir kostnaði, svaraði hann: „Það er
voðalega lítið. Ég hef bara mjög
gaman af að kafa í Þingvallavatni og
vil að sem flestir eigi möguleika á að
kafa þarna.“ Hann kveðst þekkja
hvern krók og kima í vatninu og
segir að sér finnist ekki nema eðli-
legt að hann fylgi köfurum þar um.
Ekki sé um að ræða kennslu, allir
þurfi að vera vanir köfun.
Hefðu átt að vera 58 mínútur
upp á yfirborðið
Ásgeir segir upphaf ferðarinnar
hafa verið að Bragi hafi boðið sér
ásamt öðrum að koma með í köfun í
Kleifarvatni. Áður en lagt var af
stað hafi verið rætt um að kafa
djúpt en hámarksdýpi ekki ákveðið,
en mesta köfun Ásgeirs til þessa var
á 41 metra dýpi. Það telst vera
djúpköfun og taldi hann að þeir
myndu fara niður á svipað dýpi í
þetta skipti. Hann og Gunnar hefðu
síðan fylgt Braga eftir allan tímann.
Ásgeir segir að þegar komið var á
48 metra dýpi hafi hann reynt að ná
sambandi við Braga og spyrja hvað
vekti fyrir honum. Bragi hafi þá
verið kominn enn dýpra og varð Ás-
geir að synda eftir honum. Á 52
metra dýpi segist Ásgeir hafa feng-
ið einkenni djúpsjávargleði sem lík-
ist því helst að vera drukkinn. Hann
hafi þá viljað fara upp og gefið
merki um það. Ásgeir segir að sam-
kvæmt köfunartölvu sinni hefðu
þeir þurft að vera 58 mínútur á leið-
inni upp á yfirborðið til að tryggja
að þeir fengju ekki köfunarveiki.
Hann hafi ekki haft nægt loft til
þess, það hefði hins vegar verið
nægt loft til að fara upp af 54 metra
dýpi og segir hann aðspurður að
búnaður hans hafi staðist svo mikla
köfun. Á 56 metra dýpi kom í ljós að
Gunnar átti í vandræðum með að
stjórna loftflæði í þrýstijöfnunar-
vesti og það varð til þess að hann
barst hratt upp. Ásgeir segir að í
fyrstu hafi hann ekki áttað sig á
hvað væri að gerast, hann hefði
fyrst talið að þeir væru á leiðinni
upp í öryggisstopp en síðan áttað
sig á að Gunnar var í miklum vand-
ræðum. Þeim hefði síðan öllum
skotið upp á yfirborðið á um tveim-
ur mínútum.
Blár í framan
Ásgeir segir að þeir hafi allir ver-
ið með meðvitund þegar þeir komu
upp og með góðri rænu. Eftir að
þeir höfðu synt í allnokkurn tíma í
átt að landi tók hann eftir því að
Gunnar var hættur að synda og höf-
uð hans var ofan í vatninu. Ásgeir
segist þá hafa gefið Braga neyðar-
merki og kallað á hann meðan hann
synti í átt til Gunnars. Þegar hann
kom að honum „var hann blár og
meðvitundarlaus og leit út fyrir að
vera dáinn.“ Hann hafi strax byrjað
að blása í hann og á leiðinni í land
hefði Gunnar farið að anda með
herkjum en ekki náð meðvitund.
Þegar þeir komust í land hefði hann
kallað til sambýliskonu Gunnars að
hringja á hjálp en ekkert símasam-
band hefði verið við vatnið. Á
ströndinni hefði hann ennfremur
kallað í Braga, sem komst seinna í
land, að halda áfram að blása í
Gunnar meðan hann færi á bílnum
til að komast í símasamband. Þegar
hann kom til baka hefði Gunnar ver-
ið farinn að anda betur og litaraft
hans hefði breyst til batnaðar. Hon-
um var síðan flogið með þyrlu Land-
helgisgæslunnar á slysadeild í Foss-
vogi. Ásgeir segir þetta hafa verið
hrikalegt slys og kannski munað
litlu að Gunnar léti lífið. Af þessu
yrði að læra, komast að því hvað
hefði farið úrskeiðis og koma í veg
fyrir að slíkt gerðist aftur.
Segir að loftbirgðir
hafi verið nægar
Í Morgunblaðinu í gær segir
Matthías Bjarnason, fræðslufulltrúi
Sportköfunarfélags Íslands, að eng-
inn þeirra þriggja sem köfuðu hafi
haft réttindi til að fara svo djúpt.
Bragi Reynisson sagði í samtali við
Morgunblaðið að það væri rangt,
hann hefði svonefnd „Naui Master
Diver“ réttindi sem væri hæsta
gráða sportkafara. Það væri und-
arlegt hjá Matthíasi að býsnast yfir
þessu dýpi, hann hefði t.a.m. fengið
tölvubréf frá Sportkafarafélaginu
þar sem væri verið að auglýsa ferð í
skipsflak sem lægi á 40–50 metra
dýpi. Þá neitar hann því að þeir hafi
ekki haft nægt loft til að komast upp
á yfirborðið með réttum hætti, hann
hafi haft tvö lofthylki og alltaf hafi
verið gert ráð fyrir því að Gunnar
og Ásgeir myndu nota þær birgðir.
Var blár í framan og með-
vitundarlaus í vatninu
Kafarinn útskrifaður af
gjörgæsludeild og talið að hann
muni ná sér að fullu
HAFSTEINN Hafsteinsson,
forstjóri Landhelgisgæslunnar,
segir að varðskipið Óðinn sé
falt fáist gott verð fyrir það.
Var hann spurður um viðbrögð
við áhuga útgerðar í Ástralíu á
að kaupa Óðin og nota skipið
gegn tannfiskveiðiþjófum í
Suður-Íshafi, eins og Morgun-
blaðið greindi frá sl. laugardag.
Fleiri hafa sýnt skipinu
áhuga, samkvæmt upplýsing-
um frá Landhelgisgæslunni, en
því var nýlega lagt fyrir vetur-
inn eins og tíðkast hefur und-
anfarin ár
Hafsteinn sagðist kannast
við áhuga áströlsku útgerðar-
innar. Eigandanum væri vel-
komið að kynna sér rækilega
ástand skipsins og sjá hvort
það hentaði til ætlaðra nota. Að
sögn Hafsteins var Óðinn ekki
kominn á söluskrá og vegna
aldurs hefur ekki verið reiknað
með að mikill áhugi sé á skipinu
en það var smíðað árið 1960.
„Ef einhverjir hafa áhuga er-
um við sannarlega opnir fyrir
því. Við höfum notað Óðin um
háannatíma frá aprílmánuði og
fram í september. Það kemur
að þeim tíma að við getum ekki
notað hann. Við þurfum að brúa
visst bil þangað til við fáum
nýtt varðskip en við erum
bjartsýn á að það gerist. Við
þurfum á þremur varðskipum
að halda, á því leikur enginn
vafi,“ sagði Hafsteinn.
Forstjóri Land-
helgisgæslunnar
Óðinn
falur fyrir
gott verð
STJÓRN Alþjóðahússins í Reykja-
vík hefur sagt framkvæmdastjóra
hússins, Bjarneyju Friðriksdóttur,
upp störfum. Að sögn Hrannars B.
Arnarssonar er ástæðan trúnaðar-
brestur milli stjórnar og fram-
kvæmdastjóra. Framkvæmdastjór-
anum var sagt upp sl. laugardag og
mun hann vinna út uppsagnarfrest-
inn sem eru þrír mánuðir.
„Ákveðinn trúnaðarbrestur hefur
orðið milli stjórnar og framkvæmda-
stjóra. Menn sáu að hann yrði ekki
leystur með öðrum hætti en þess-
um,“ útskýrir Hrannar. Hann segist
aðspurður ekki vilja fara nánar út í
það í hverju trúnaðarbresturinn fel-
ist. „Þetta er þó ekki tengt neinu
misferli,“ tekur hann fram, „heldur
tengist þetta samskiptum stjórnar
og framkvæmdastjóra.“ Spurður að
því hvort umræddir erfiðleikar í
samskiptum tengist á einhvern hátt
endurbótum á Hverfisgötu 18, sem
Alþjóðahúsið hefur aðsetur í, segir
Hrannar að það sé hluti af málinu.
„Það er hluti af málinu en ég vil helst
ekki fara út í það.“
Hrannar staðfesti að áætlaður
kostnaður við endurbætur á Hverf-
isgötu 18 hafi verið um 10 milljónir
kr. en nú stefni í að sá kostnaður fari
upp í 25 milljónir kr.
Framhaldið rætt
við eigendur
Inntur eftir því hvort uppsögnin
myndi hafa einhver áhrif á starfsemi
Alþjóðahússins sagði Hrannar að
svo muni ekki verða. „Við munum
fara yfir málefni hússins í samráði
við eigendur.“ Aðspurður sagði hann
að ekki hefði verið tekin ákvörðun
um hvernig staðið yrði að ráðningu
nýs framkvæmdastjóra.
Alþjóðahúsið við Hverfisgötu var
formlega opnað um miðjan júní sl.
Alþjóðahúsið er einkahlutafélag en á
bak við starfsemina standa Reykja-
víkurborg, Hafnarfjarðarbær,
Kópavogur, Seltjarnarnes og
Reykjavíkurdeild Rauða kross Ís-
lands.
Bjarney Friðriksdóttir vildi ekki
tjá sig um málið að svo stöddu þegar
til hennar var leitað. Minnti hún ein-
ungis á að eigendur hússins væru að
fara yfir málið.
Lýsa yfir stuðningi við
framkvæmdastjóra
Starfsmenn Alþjóðahússins hafa
sent stjórnarformanni Alþjóðahúss-
ins bréf þar sem lýst er yfir fullum
stuðningi við Bjarneyju. „...Lýsum
við enn og aftur fullum stuðningi við
hana sem eins góðum framkvæmda-
stjóra og mögulegt er fyrir þessa
stofnun,“ segir m.a. í bréfinu. Þar
segir ennfremur að frá byrjun ársins
hefði öllum, jafnt stjórnarmönnum,
framkvæmdastjóra sem og starfs-
mönnum hússins, verið ljóst að
kostnaður við endurbætur við húsið
á Hverfisgötu hefði farið um 18
milljónum fram úr áætlun og að
ákveðinna aðgerða væri þörf til að
mæta þeim halla. „Ástæðurnar fyrir
þessari framúrkeyrslu eru okkur
augljósar, fagmenn á sviði endur-
bóta mátu kostnað við endurbæturn-
ar kolrangt,“ segir einnig í bréfinu.
Alþjóðahúsið í Reykjavík
Framkvæmda-
stjóra sagt
upp störfum
STYTTAN af Jóni Sigurðssyni á
Austurvelli, frelsishetju íslensku
þjóðarinnar, var klædd í álpappír í
gærmorgun. Með þessu vildu
nokkrir einstaklingar mótmæla
fyrirhugaðri Kárahnjúkavirkjun og
því að framkvæmdir væru hafnar
að Kárahnjúkum, án þess að ís-
lenska þjóðin hefði verið spurð
álits.
„Jón er gamalt lýðræðistákn hjá
okkur en ég tel að það sé ekki verið
að vinna lýðræðislega að framtíð Ís-
lands. Með því að pakka Jóni, sem
stendur á Austurvelli og er samein-
ingartákn fyrir þjóðina, inn í ál-
pappír vildum við vekja athygli á
þessum málstað,“ segir Erla Þór-
arinsdóttir myndlistarkona. Hún
segir að engin samtök hafi staðið að
þessum gjörningi heldur hafi fimm
einstaklingar verið þarna að verki.
Erla segir að um hálftíma eftir að
styttunni var pakkað inn hafi
starfsmenn komið á vegum borg-
arinnar og fjarlægt álpappírinn.
„Þjóðin hefur ekki verið spurð
hvers konar framtíð hún vill, þetta
er ekki kosningamál heldur er haf-
ist handa við Kárahnjúka. Und-
irbúningsframkvæmdir eru þegar
gífurlegar og allt stefnir í að
Landsvirkjun ætli að gera þarna
stóra virkjun og mesta mannvirki
sem hefur verið gert á Íslandi án
þess að við séum meðvituð um hvað
sé að gerast. Þannig erum við búin
að útiloka þjóðgarðinn og erum að
vinna stórfellt skarð í framtíð-
aruppbyggingu. Með því að setja á
laggirnar álver erum við ekki að
skapa okkur neina aðra framtíð, er-
um ekki að nýta okkar sköp-
unarkraft en erum með eina lausn
sem heitir álver og er algjör tíma-
skekkja og forneskja.“
Vildu mótmæla framkvæmdum við Kárahnjúka
Pökkuðu
styttunni
af Jóni inn
í álpappír
Morgunblaðið/Kristinn