Morgunblaðið - 07.09.2002, Blaðsíða 28
HEILSA
28 LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Ég er með svo lélegt sjálfsálit og
finnst kröfurnar um að geta allt og
ná árangri vera alstaðar, og mér
finnst það vera að buga mig. Svo
finnst mér reyndar margar vinkonur
mínar hafa lélegt sjálfsálit.
Hvernig er það, fæðist maður með
ákveðið magn sjálfsálits sem maður
verður hreinlega bara að sætta sig
við eða er hægt að bæta það?
SVAR ÞAÐ virðist mjög al-gengt að fólk hafi
skert eða jafnvel lélegt sjálfstraust. Í
nútímasamfélaginu á Íslandi eru
kröfurnar um útlit og árangur mikl-
ar og bein og falin samkeppni alstað-
ar. Kröfur um að verða fallegri og
grennri virðast einnig hafa aukist
mikið. Við erum í dag með töluvert
mikið af viðmiðum um hvernig fólk á
að gera, vera, og hvernig það á að líta
út og hvað það þarf að eiga, sem
veldur mörgum okkar skaða, því
fæst okkar geta uppfyllt allar þessar
kröfur og getur það haft neikvæð
áhrif á sjálfsmynd okkar, jafnframt
því sem okkur er nánast ómögulegt
að forðast þessi viðmið. Til þess að
reyna að forðast öll þessi viðmið
þyrftum við að hætta að tala við vini
og kunningja, hætta að horfa á sjón-
varp, fara á Netið og hreinlega vera
meðal fólks.
Auk þess sem samfélagið og við-
mið þess mótar sjálfsmynd okkar, er
hún að mótast og breytast allt lífið.
Þótt þessi mótun sé stundum nei-
kvæð þá er hún, sem betur fer, oft
líka jákvæð. Því er mikilvægt að við,
meðvitað, skoðum samskipti okkar
hvort við annað. Þetta er auðvitað
sérstaklega mikilvægt í uppeldinu
þar sem sjálfsmynd barna okkar
byrjar að myndast, þar sem við, for-
eldrar, höfum áhrif á mótun sjálfs-
myndarinnar, nánast eins og þegar
við mótum leir, og því er hrós ofboðs-
lega mikilvægt samskiptatæki. Okk-
ur hættir nefnilega til að taka bara
eftir „óþekktinni“ hjá börnunum
okkar en gleymum oft að hrósa þeg-
ar „óþekktin“ er ekki til staðar. Þar
verðum við að passa okkur og endur-
skoða stöðugt þær kröfur sem við
gerum til barnanna okkar og hvors
annars. Kröfurnar, hrósið og sam-
skiptin munu hafa áhrif á sjálfsmynd
barnsins þegar það verður fullorðið
og hafa áhrif á þær kröfur sem ein-
staklingurinn mun setja sér síðar.
Það kemur mér sífellt á óvart,
þegar ég fæ til mín fólk í meðferð eða
ráðgjöf sem er greinilega með mjög
skert sjálfsálit, hversu mikið fólk
hefur til brunns að bera sem ætti að
geta gefið því gott sjálfsálit, en við-
komandi einstaklingur hefur ekki
getað nýtt sér það af þeim sökum að
þeir „sjá“ ekki alla þá góðu kosti sem
þeir hafa.. Margir myndu halda að
sjálfstraust endurspegli raunveru-
lega getu, útlit, sigra og árangur. En
það virðist hinsvegar oft vera þannig
að t.d. myndarlegt fólk telur sig
„ómyndarlegt“, grannir telja sig
„feita“, afburðarnemendum „tekst
aldrei neitt“, og dugnaður er „ekkert
merkilegt“. Oft eru þetta viðmið sem
þau hafa einhvers staðar tekið með
sér óbeint eða beint frá samskiptum
og viðmiðum samfélagsins og ekki
tekist að vefengja.
Sjálfstraustið er gífurlega mik-
ilvægt til að viðhalda góðri geðheilsu,
vellíðan og hamingju í lífinu. Það er
reynslan í sálfræðilegri meðferð, að
skert sjálfstraust tengist mjög
mörgum vandamálum að einhverju
leyti og því er mikilvægt að leggja
einnig áherslu á að byggja upp
sjálfstraust samhliða því að vinna
með vandamálið sjálft. Sjálfstraust
tengist t.d. vandamálum eins og dep-
urð, vímuefnavanda, kvíða, reiði, og
samskiptavandamálum hjóna, svo
eitthvað sé nefnt. Það gefur í raun og
veru auga leið að einstaklingur, sem
er að berjast við depurð eða kvíða,
detti aftur niður í vanlíðan ef trúin á
eigin getu er lítil eða jafnvel engin.
Það má því draga þetta saman og
segja að sjálfsálitið mótast í sífellu af
samskiptum og viðmiðum, í uppeldi
okkar sem og á fullorðinsárum. Það
er því alls ekki eitthvað ákveðið
„magn“ sjálfsálits sem maður fær í
vöggugjöf sem maður verður að
sætta sig við heldur er hægt, í gegn-
um allt lífið, að bæta og byggja
sjálfsálitið upp. Auk þess er á hverj-
um tímapunkti hægt að nýta sér
þessa vitneskju og reyna að gera sér
grein fyrir hvernig maður hefur mót-
ast af samskiptum og viðhorfum.
Nota þær upplýsingar um stöðu
sjálfsálitsins til þess að skoða hvern-
ig við sjálf viðhöldum hugmyndum
okkar um sjálfsálitið dags daglega
með hugsunum, túlkunum, minni og
sannfæringu um sjálfsálitið. Þegar
við síðan erum farin að skilja mót-
unina og hvernig við viðhöldum
sjálfsálitinu, getum við notað sömu
aðferðir til að breyta hugsunum okk-
ar, túlkunum og hugmyndum um
okkur til að, kerfisbundið, byggja
upp sjálfsálit okkar sem ennfremur
mun færa okkur meiri vellíðan og
sátt við sjálf okkur.
Gangi þér vel.
Hvaðan kemur sjálfsálitið?
Höfundur er sjálfstætt
starfandi sálfræðingur.
Lesendur Morgunblaðsins geta
komið spurningum varðandi sál-
fræði-, félagsleg og vinnutengd mál-
efni til sérfræðinga á vegum per-
sona.is. Senda skal tölvupóst á
persona@persona.is og verður svar-
ið jafnframt birt á persona.is.
eftir Björn Harðarson
Kröfur um að verða
fallegri og grennri
hafa aukist mikið