Morgunblaðið - 07.09.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 07.09.2002, Blaðsíða 38
UMRÆÐAN 38 LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ É g var að byrja í sex ára bekk. Ég er með sextán krökkum í bekk og sit á borði með þremur öðrum krökkum. Ég var að lesa heima í Við lesum A. Svo lærði ég Í í gær og teiknaði ís og íkorna í skrift- arbókina mína. Ég á skólatösku með bólstruðu baki og böndum og hún passar vel á mig. Hún kostaði samt ekki áttaþúsundkall. Hún er heldur ekki með hörðum botni. Ég á rauðan nestisbrúsa með Stjána bláa. Ég er búin að læra að skrifa 1 og 2 og 3. Og svo er ég alltaf að lita. Ég er byrjuð að smíða tening í smíði, læra samba í dansi og sprikla með fótunum í skólasundi á meðan ég held mér í bakkann. Ég fór í tölvuleik í tölvutímanum og söng höfuð herðar hné og tær í tónmennt. Í leikfimi fórum við í eltingarleik úti. Það er miklu skemmtilegra í skólanum en ég hélt. Áður en ég byrjaði hélt ég að ég væri ekki nógu dugleg að klippa og lita. Tvær löggur eru búnar að koma í skólann og sögðu okkur að hafa endurskinsmerki og passa okkur á bílunum og gáfu okkur litabók. Það var gaman.“ Eitthvað á þessa leið gæti frá- sögn sex ára barns hljómað þessa dagana. Fyrir utan skólatösku- kostnaðinn, þeim áhyggjum er nú ekki velt á börnin, en ég varð að koma því að. Skólataskan er auð- vitað heilmikið mál en það er ekki forsvaranlegt að markaðssetja óþarflega stórar skólatöskur fyrir 5–6 ára börn. Vissulega þarf skóla- taskan að sitja vel og passa á barn- ið. Orð skólahjúkrunarfræðings eins hljómuðu í öllum bókaversl- unum og skólatöskusölubúðum í ágúst eitthvað á þessa leið: „Á góðri skólatösku eiga böndin yfir axlirnar að vera breið og bólstruð og stillanleg í lengd auk þess sem auðvelt á að vera að herða þau og losa. Bak töskunnar verður að vera vel bólstrað og nauðsynlegt er að annaðhvort séu brjóst- eða mjaðmafestingar á töskunni til að hún falli þétt upp að hrygg barns- ins.“ Allt er þetta gott og gilt. En þessi orð hljómuðu líka: „Þá er nauðsynlegt að endurnýja skóla- töskur á þriggja ára fresti en barn- ið vex upp úr töskunni þegar það stækkar, rétt eins og klæðnaði.“ Mikið rétt. En ef taskan er of stór fyrir það um sex ára aldur? Sex ára börn þurfa ekkert að bera í skólatöskunni sinni nema nesti, pennaveski og einstaka stílabók eða lestrarbók. Fullyrða má að ekkert sex ára barn sé látið bera harðspjaldamöppu á milli skóla og heimilis daglega, en hið gagnstæða var látið í veðri vaka í einni bóka- versluninni sem vildi selja mér tvær átta þúsund króna skólatösk- ur í ágúst. Ég hafði nefnilega ósk- að eftir að kaupa minni töskur, en „nei, þessar eru ætlaðar leik- skólabörnum,“ var svarið. Nú stendur yfir aðlögunar- tímabil margra barna sem eru að stíga sín fyrstu skref á mennta- brautinni og eru búin að vera u.þ.b. tvær vikur í grunnskóla. Þetta eru stór skref fyrir börnin og ekki minni fyrir foreldrana, a.m.k. þá sem eru að þessu í fyrsta skipti eins og undirrituð. Ég hef líka fengið það álit á orðum mínum og gjörðum í aðdraganda upphafs skólagöngu að ég sé stressaðri en blessuð börnin. Má rétt vera. Ég vil a.m.k. vita hvað börnin eru að gera í skólanum, hvernig þeim líð- ur og hvernig þeim gengur. M.a. þess vegna er ég líka komin í for- eldrafélagið. Hvað sem því líður, geta allir verið sammála um að upphaf skólagöngunnar er afskaplega mikilvægt og fyrsta upplifun barnanna af skólanum mun hafa áhrif á þau alla menntabrautina. Það er því eins gott fyrir foreldra að vera jákvæðir í garð skólans og það er ekkert nema sjálfsagt þegar foreldrar hafa sjálfir góða reynslu af sinni skólagöngu. Í skólanum fer fram hluti upp- eldisins og eins gott að gott sam- band sé á milli þessara tveggja uppalenda barnanna okkar, for- eldranna annars vegar og kenn- aranna og skólastarfsfólksins hins vegar, þ.e. heimilanna og skólanna. Því er starf samtaka eins og Heim- ila og skóla mjög gott og þarft. Markmið samtakanna Heimili og skóli er m.a. að miðla upplýs- ingum til foreldra svo að þeir geti betur sinnt uppeldi barna sinna og skólagöngu þeirra, að koma sjón- armiðum foreldra á framfæri við yfirvöld, að efla starf foreldra- félaga og leggja þeim lið svo að þau verði sem virkust þannig að foreldrar finni þar vettvang til samstarfs við skólann, að því er m.a. kemur fram á vefsíðu samtak- anna. Þetta er allt mjög mikilvægt og því nauðsynlegt að samskipti foreldra og skóla séu opin og regluleg. Foreldrafélög þurfa því að vera virk og miðla upplýsingum á báða bóga. Tómstundastarf skólabarna er mikilvægur málaflokkur og eitt er það sem Kópavogur er á undan Reykjavík með og það er að flétta tónlistarnám inn í grunnskólann. Tónmenntin sem er skyldunáms- grein samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla er fín en ennþá betra væri ef börn gætu lært á hljóðfæri í skólatímanum, eins og tíðkast a.m.k. í sumum skólum í Kópavogi að mér skilst. Hljóðfæranám er aðeins einn hluti af því tómstundastarfi sem börnum á grunnskólaaldri býðst eftir skóla. Ýmiss konar íþróttir eru annar valkostur. 5 og 6 ára börnum, sem vilja prófa að fara í fimleika, býðst það vissulega, en æfingar eru tvisvar í viku, í klukkutíma í senn um fimmleytið. Með strák og stelpu þýðir það fjóra eftirmiðdaga í viku, nei takk. Harður botn Fullyrða má að ekkert sex ára barn sé látið bera harðspjaldamöppu á milli skóla og heimilis daglega, en hið gagn- stæða var látið í veðri vaka í einni bókaversluninni sem vildi selja mér tvær átta þúsund króna skólatöskur í ágúst. Ég hafði nefnilega óskað eftir að kaupa minni töskur, en „nei, þessar eru ætlaðar leikskólabörnum“, var svarið. VIÐHORF Eftir Steingerði Ólafsdóttur steingerdur@mbl.is Á SÍÐASTLIÐNUM vetri var lagt fram frumvarp til nýrra laga um land- græðslu. Loksins! Lög um landgræðslu og landvernd eru sérlega mikilvæg fyrir náttúru- vernd á Íslandi, því þau setja ramma um nýtingu viðkvæmra auðlinda sem felast í gróðri og jarðvegi landsins, og mynda fag- lega stoð fyrir endur- heimt landgæða. Á fáum stöðum á jörðinni er eyðing jarðvegs jafn mikil eða afdrifarík – þegar auðnin tekur við af frjóum vistkerfum. Því er mikilvægt að landverndarstarf sé öfl- ugt á sem flestum svið- um og um nýtingu landsins þurfa að gilda skýrar reglur. Gildandi lög um land- græðslu tóku gildi 1965 og það verður að segj- ast eins og er að margt hefur breyst á sviði umhverfismála síðan þá. Ný við- mið hafa tekið við af þeim gömlu, þar sem varúðarreglan og sjálfbær nýting auðlinda eru hornsteinar umhverfis- verndar. Slíkt var að vísu lögfest í fornum íslenskum lagabókum, en lög- spekingar síðustu aldar týndu hálf- partinn þessum meginþræði með því að hylja hann alls kyns lagahnútum og reglugerðartrosi. Gömlu lögin eru mjög þung í framkvæmd og sá er skaðar land nýtur vafans, ekki landið. Mjög flókið er að sækja sérhvert mál og lögin eru til þess fallin að valda al- varlegri misklíð innan sveitarfélaga varðandi afréttarmálefni. Hvernig hefur tekist til í nýju frum- varpi um landgræðslu? Margt hefur tekist afar vel. Verkefni landgræðsl- unnar eru skýrð og lögð er áhersla á faglega þætti landgræðslustarfsins. Það er afar útbreiddur misskilningur að Landgræðsla ríkisins sé einvörð- ungu framkvæmdastofnun sem dreifir áburði og fræi. Landgræðslan fer með víðtækt hlutverk sem miðar að því að vernda og efla þær auðlindir sem fel- ast í gróðri og jarðvegi landsins. Það felur í sér eftirlit með nýtingu landsins, rann- sóknir og öflugt fræðslu- starf, stuðning við aðra sem stuðla að sjálfbærri nýtingu og endurheimt náttúrugæða. En frumvarpið hefur einnig veigamikla galla. Friðun viðkvæmra afréttarsvæða Ítarleg kortlagning á jarðvegsrofi í landinu leiddi í ljós að ástand gróðurs og jarðvegs er víða óviðunandi, sérstak- lega á hálendinu. Það voru svo sem ekki ný sannindi. Það hafa verið færð gild rök fyrir því að auðnir og rofsvæði þola enga beit og það sam- rýmist ekki neinum umhverfissjónar- miðum að nýta slík svæði. Auðnir og rofsvæði eru einkum á gosbeltunum eða hátt til fjalla, en einnig í nágrenni virkustu eldstöðvanna og við farvegi jökulánna. Mesti annmarki frumvarpsins til laga um landgræðslu er að ekki er skotið sterkum stoðum undir óhjá- kvæmilegar breytingar á lögum um nýtingu viðkvæmra afréttarsvæða til beitar. Slíkar breytingar eru nú lang- mikilvægasta hagsmunamálið í land- græðslu. Það er tími til kominn að ís- lenskt þjóðfélag horfist í augu við þennan vanda sem felst í nýtingu þessara svæða – og taki á honum. Án þess verður ný lagasetning fyrir land- græðslu nánast markleysa. Í frumvarpinu sem nú hefur verið lagt fram nýtur sá sem misnotar land- ið ennþá vafans, og úræði öll eru afar flókin. Það væri mikil bót ef ein grein frumvarpsins hljóðaði einhvern veg- inn á þennan veg: Afréttarlönd á há- lendi séu aðeins beitt að sannað sé að beitin skaði ekki gróður og að svæðið sem nýtt sé til beitar hafi að mestu leyti samfellda gróðurhulu og lítið rof eigi sér stað. Og: Ekki er heimilt að nýta auðnir, sandsvæði og rofsvæði til beitar búfjár. Þær reglur sem hér er stungið upp á geta haft rúman aðlögunartíma, t.d. 10 ár. Í ljósi þeirra gífurlegu fjármuna sem ríkið greiðir vegna framleiðslu dilkakjöts (2–3 milljarðar á ári) er það sanngjörn krafa að sú framleiðsla gangi ekki á gæði landsins. Reynsla síðustu aldar sýnir glögglega að þessi nýting á að lúta lögum á landsvísu. Hér á Alþingi að setja skýrar leikregl- ur. Það er ekki gert í núverandi laga- frumvarpi. Frumvarpið hefur ýmsa aðra ágalla sem hér er ekki rými til að telja upp, en á nokkra þeirra hefur verið bent í umsögn til Alþingis. „Stjórnsýsluhlutverk“ Frumvarpið að lögum um land- græðslu var víða sent til umsagnar. Athugasemdir sem gerðar hafa verið varðandi svokallað stjórnsýsluhlut- verk Landgræðslunnar eru allrar at- hygli verðar. Getur verið að sumir í stjórnsýslunni séu orðnir svo upp- teknir af hinu svokallaða „stjórnsýslu- Úrelt ný lög? Ólafur Arnalds Landgræðsla Frumvarpið tekur ekki á þeim vanda, segir Ólafur Arnalds, sem helst brennur á gróðri og jarðvegi landsins. Líklega hafa ekki fariðframhjá neinum fréttiraf miklum flóðum víðaum lönd nú í sumar, allt frá Evrópu og austur um til Kína. Ástæðan er eins og við er að búast einstök vætutíð og vot- viðri, rigningar, stórrigningar, úrkoma, úrhelli og úrfelli, steypiregn og ofanfall en ekki ofankoma. Í fjölmiðlum hefur samt mátt heyra það orð haft um vatnsausturinn á þessu regn- sama sumri. Rigningin kemur að vísu ofan að en umsjónarmaður ólst upp við, að orðið væri aðeins notað um snjókomu. „Ofan gefur snjó á snjó“ segir í vísunni og það er ofankoma. Yfirleitt má fletta upp merk- ingu orða í orðabókum en ekki er þó alltaf á vísan að róa í því efni. Í Íslenskri orðabók Menn- ingarsjóðs er þetta orð hvergi að finna og er það ekki í fyrsta sinn, sem umsjónarmaður fer bónleiður til búðar eftir leit í þeirri bók. Í Orðabók Háskólans er heldur ekki um auðugan garð að gresja, þar er aðeins nefnt, að orðið komi fyrst fyrir árið 1664. Eru engin dæmi nefnd um notk- un þess svo undarlegt sem það er. Ísland er vinda- og veðrasamt land og íslenskan er mjög auðug af orðum, sem lýsa veðrinu í öll- um sínum margbreytilegu mynd- um. Veðurlýsingar í fjölmiðlum verða hins vegar æ fátæklegri, í þeim flestum er klifað á sömu orðunum sýknt og heilagt. Til- hneigingin til að staðla málfarið er svo rík, að í sumum greinum fjölmiðlunar, til dæmis í íþrótta- fréttum, er hún næstum orðin allsráðandi. Heita má, að þar sé alltaf tekið eins til orða um það, sem fram fer á leikvanginum. Ofankoma eða snjókoma getur verið bylur, blindöskubylur, drífa, él, fannburður, fannkoma, fjúk, hraglandi, hríð, hríðarkóf, kafhríð, kafald, kóf, mokst- urshríð, moksturskafald, of- anburður, ofanbylur og ofanfjúk og er þá aðeins fátt eitt nefnt. Fjölmiðlafólk og aðrir geta að sjálfsögðu flett þessu upp í því skyni að auðga orðaforðann en því miður virðumst við vera uppi á tíma, sem einkennist af einum allsherjartímaskorti. Það verður helst að rubba öllu af og er þá gott að hafa eitt samheiti fyrir allt sam- an, orðskrípið snjóstormur. Er það að sjálfsögðu sótt beint í ensk- una, „snow- storm“. Í fréttum af flóðunum í Evr- ópu hefur verið sagt frá vatna- vöxtum í „Danube“ en hvers vegna sumir fréttamenn kjósa að nota enskt heiti á fljóti, sem rennur á meginlandinu, vita lík- lega þeir einir. Hugsanlegt er, að þeir viti bara ekki, að um er að ræða Dóná og hver veit nema þeim finnist fljótsheitið bara dónalegt. Elbe hefur líka borið á góma og Elbu en Saxelfur heitir vatnsfallið á íslensku. Á forsíðu eins fréttablaðsins fyrir skömmu sagði frá því, að fundur hefði verið haldinn í Krónborgarkastala í „Elsinore“ í Danmörku. Það sér semsagt á, að nokkuð er um liðið síðan við vorum undir Dani gefin og löngu farið að fyrnast yfir þau tengsl. Hamlet Danaprins bjó að vísu á „Elsinore“ en það er Helsingør á dönsku og Helsingjaeyri á ís- lensku. Er eyrin sú ekki kennd við fugla, heldur fólk. Í Nudansk Ordbog segir, að helsingjar hafi þeir verið kallaðir, sem bjuggu við háls eða á Hálsi. – – – Þeir, sem taka sér fyrir hend- ur að finna að málfari annarra, hafa að sjálfsögðu úr nógu að moða og ekki er ólíklegt, að þeim hætti til að mikla fyrir sér einstök dæmi og telja þau sýna, að allt stefni norður og niður. Sumt vekur þó meiri athygli en annað, til dæmis aukin notkun þágufalls þar sem eignarfall ætti að vera að réttu lagi. „Geti leitt til hryðjuverka- árása, svipuðum þeim ...“ sagði í sjónvarpsfrétt um Írak og í ann- an tíma í sama miðli sagði „vegna kvittana, tengdum ...“; „vegna öndunarfærasjúkdóma, tengdum menguninni“. Þetta mátti lesa á prenti: „... og það orðið vettvangur fúkyrða og í mörgum tilfellum meiðandi um- mæla, settum fram undir nafn- leysi“ og „að viðstöddum tugum felmtri slegnum áhorfendum“. Feitletruðu orðin eiga öll að vera í eignarfalli. „Vegna önd- unarfærasjúkdóma, tengdra menguninni“ er rétt mál en að vísu alls ekki mjög lipurt. Í mæltu máli notum við tilvís- unarfornöfnin sem og er og það ættu fréttamenn og aðrir að gera til að forðast setningar af þessu tagi. Þessi dæmi sýna hins vegar, að tilfinningin fyrir mál- inu er orðin eitthvað á reiki hjá sumum og er síðasta dæmið verst. ... og er þá gott að hafa eitt samheiti fyrir allt saman, orðskrípið snjóstormur svs@mbl.is ÍSLENSKT MÁL Eftir Svein Sigurðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.