Morgunblaðið - 07.09.2002, Blaðsíða 58
DAGBÓK
58 LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Thet-
is Freri og Atlantic
Peace koma í dag.
Mannamót
Bólstaðarhlíð 43.
Þriðjudaginn 17. sept-
ember kl. 12.30. Haust-
litaferð í Skorradalinn.
Ullarselið á Hvanneyri
heimsótt. Kaffiveitingar
á Hvanneyri. Skráning
og greiðsla í síðasta lagi
miðvikudaginn 11. sept.
Allir velkomnir. Uppl. í
síma 568 5052.
Aflagranda 40. Vetr-
arstarfið hafið: Mánud.
vinnustofa og leikfimi kl.
9, félagsvist kl. 14.
Þriðjud. vinnustofa, jóga
og leirkerasmíði kl. 9,
postulínsmálning kl. 13,
samsöngur undir stjórn
Kára Friðrikssonar kl.
14. Miðvikud.: vinnu-
stofa og postulínsmáln-
ing kl. 9 og kl. 13.
Fimmtud.: vinnustofa og
jóga kl. 9, myndmennt
kl. 13. Föstud.: vinnu-
stofa og leikfimi kl. 9.
Bingó kl. 14. Baðþjón-
usta þriðju-, miðviku- og
föstudaga, skráning.
Hjúkrunarfræðingur til
viðtals fimmtudaga kl.
11.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Landsbank-
inn aðra hverja viku.
Sviðaveisla verður 20.
sept. kl. 12. Kynning á
vetrarstarfi í Fé-
lagsmiðstöðinni verður
fimmtudaginn 12. sept.
kl. 13.30, súkkulaði og
rjómaterta í kaffinu.
Akstursþjónusta í fé-
lagsmiðstöðina, sími
568 3132.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Morg-
ungangan kl. 10 frá
Hraunseli. Rúta frá
Firðinum kl. 9.50. Or-
lofsferð að Höfðabrekku
10.–13. sept. Rúta frá
Hraunseli á þriðjudag
kl. 10. Glerskurður,
skráning hafin í Hraun-
seli. Leikfimi eldri borg-
ara er hafin í íþrótta-
miðstöðini Björk (gamla
Haukahúsið) á þriðju-,
fimmtu- og föstudögum
kl. 11.30, skráning og
greiðslur í Hraunseli,
sími 555 0142. Myndlist-
arfólk, fundur miðviku-
daginn 11. sept. kl.
13.30, rætt um skipulag
og tíma námskeiða í vet-
ur.
Félagsstarf aldraðra.
Leikfimi karla verður á
þriðju- og fimmtudög-
um, leikfimi kvenna á
mánu- og mið-
vikudögum. Skráning í
hópastarfið er 9.–10. og
11. sept. kl. 14–15 í Fé-
lagsmiðstöðinni í Kirkju-
hvoli. Kynning á fé-
lagsstarfinu á haustönn
verður í Kirkjuhvoli 12.
sept. kl. 14. Fótaaðgerð-
arstofan í síma 899 4223.
Garðakórinn, æfingar á
mánud. kl. 17–19 í
Kirkjuhvoli. Allir vel-
komnir. Ferð eldri borg-
ara á Akranes 14. sept.
Skráning hjá Arndísi í
síma 565 7826 og
895 7826.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði í
Glæsibæ. Kaffistofan
opin virka daga frá kl.
10–13. Kaffi, blöðin og
matur í hádegi. Félagið
hefur opnað heimasíðu,
www.feb.is. Opið húsið
hjá Félagi eldri borgara
í dag, laugardag, kl. 14–
16 í Ásgarði, Glæsibæ.
Kynning á starfi og
markmiði félagsins.
Fjöldasöngur, leikþáttur
og danssýning. Kaffi og
meðlæti. Félagar eru
hvattir til að mæta og
taka nýja félaga með.
Sunnudagur: Dansleikur
kl. 20. Mánudagur:
Brids kl. 13. Dans-
kennsla, framh. kl. 19 og
byrjendur kl. 20.30. Þor-
valdur Lúðvíksson lög-
fræðingur er með viðtöl
fyrir félagsmenn á
þriðjudögum frá kl. 10–
12, panta þarf tíma á
skrifstofu FEB. Þriðju-
dagur: Skák kl. 13. Mið-
vikudagur. Gönguhrólf-
ar ganga frá Ásgarði í
Glæsibæ kl. 10.
Réttarferð í Þverárrétt
15. september. Leið-
sögumaður Sigurður
Kristinsson. Einnig
verður komið í Reykholt
og að Deildartunguhver.
Brottför frá Ásgarði,
Glæsibæ, kl. 12. Skrán-
ing hafin. Silfurlínan er
opin á mánu- og mið-
vikudögum kl. 10–12.
Skrifstofa félagsins er
flutt í Faxafen 12, s.
588 2111. Félagsstarfið
er áfram í Ásgarði,
Glæsibæ. Upplýsingar á
skrifstofu FEB.
Gerðuberg, félagsstarf.
Myndlistarsýning Huga
Jóhannessonar opin í
dag og á morgun
frá kl. 13–16.30, lista-
maðurinn á staðnum. Á
miðvikudag kl. 13.30 og
föstudag kl. 14 kóræf-
ingar hjá Gerðuberg-
skór, undir stjórn Kárar
Friðrikssonar,
fjölbreytt dagskrá, nýir
félagar velkomnir.
Glerskurður hefst
þriðjudaginn 10. sept-
ember, umsjón Helga
Vilmundardóttir. Sund-
og leikfimiæfingar í
Breiðholtslaug,
mánu- og föstudaga kl.
9.30. Allar upplýsingar
um starfsemina á staðn-
um og í síma 575 7720.
Gullsmári, Gullsmára
13. Opið alla virka daga
kl. 9–17, hádegismatur,
kaffi og heimabakað
meðlæti.
Hvassaleiti. Árleg hand-
verkssýning á munum
sem unnir hafa verið af
þátttakendum hjá Fé-
lagsþjónustunni í
Hvassaleiti verður hald-
in laugardaginn 8. og
sunnudaginn 9. sept-
ember kl. 14–17. Kynn-
ing á félagsstarfinu fyrir
næsta vetur fer fram á
sama tíma. Kaffiveit-
ingar.
Félag eldri borgara,
Kópavogi. Púttað verður
á Listatúni í dag, laug-
ardag, kl. 10.30. Mánud.
16. sept. verður ferð í
Þverárrétt í Borgarfirði.
Lagt af stað frá Gjá-
bakka kl. 8 og frá Gull-
smára kl. 8.15. Leið-
sögumaður Nanna
Kaaber. Leiðin sem ekin
verður er eftirfarandi:
Kópavogur – Hvalfjarð-
argöng – Borgarnes –
Baulan – þjóðvegur 50
að vegamótum þjóð-
vegar 522 en eftir hon-
um ekið framhjá Arn-
bjargarlæk og Höfða –
að Þverárrétt í Þver-
árdal. Áætluð koma um
kl. 10. Þar verður dvalist
í 2-3 tíma, á leiðinni til
baka verður farið
framhjá Norðtungu að
Deildartungu og Deild-
artunguhver skoðaður.
Þaðan ekið framhjá
Kleppjárnsreykjum og
niður Andakíl að Borg-
arfjarðarbrú Hafn-
arfjallsmegin en þar
verður snædd kjötsúpa.
Eftir matinn verður ekið
niður til Akraness og
byggðarsvæði bæjarins
heimsótt – en meðal
þess, sem þar er sýnt
eru steinasafn, íþrótta-
safn, byggðasafn og for-
sýning á safni Landmæl-
inga Íslands. Áætluð
heimkoma er kl. 18.
Þátttökulistar og upp-
lýsingar liggja frammi í
félagsmiðstöðvunum
Gjábakka (s. 554 3400)
og Gullsmára (s.
564 5260). Ferða-
nefndin: Bogi Þórir (s.
554 0233) og Þráinn (s.
554 0999).
Vesturgata 7. Miðviku-
daginn 18. september kl.
13–16 byrjar fyrsti tré-
skurðartími vetrarins,
skráning hafin. Hand-
verkssýning og skoð-
unarferð um Grafarvog.
Mánudaginn 9. sept-
ember kl. 13 verður farið
á handverkssýningu í fé-
lags- og þjónustu-
miðstöðina í Hvassaleiti.
Kaffiveitingar að lokinni
sýningu. Síðan verður
farið í skoðunarferð um
Grafarvog undir leið-
sögn Önnu Lísu Guð-
mundsdóttir frá Árbæj-
arsafni. M.a. farið í
Grafarvogskirkju,
Bryggjuhverfi og fleira.
Vitatorg. Vetrardag-
skráin komin. Laus
pláss í eftirtöldum nám-
skeiðum: bókband,
myndlist, leirmótun,
körfugerð, mósaík og
smiðja. Upplýsingar í
síma 561 0300. Allir ald-
urshópar velkomnir.
Gönguklúbbur Hana-
nú. Morgunganga kl. 10
laugardagsmorgna frá
Gjábakka. Krummakaffi
kl. 9. Allir velkomnir.
Félag fráskilinna og
einstæðra. Fundur í
kvöld kl. 21 í Konnakoti,
Hverfisgötu 105. Nýir
félagar velkomnir. Mun-
ið gönguna mánu- og
fimmtudaga.
Ferðaklúbburinn
Flækjufótur. Helgarferð
til Grundarfjarðar verð-
ur farin 5. til 6. okt. kl.
14. Keyrt til Grund-
arfjarðar og gist, þar
verður skemmtun fram
eftir nóttu. Sextettinn
Sex í sveit syngur nokk-
ur lög. Skráning í síma
898 2468 fyrir 20. sept.
Minningarkort
Hrafnkelssjóður (stofn-
aður 1931). Minning-
arkort afgreidd í símum
863 6611 og 565 6611.
Í dag er laugardagur 7. september,
250. dagur ársins 2002. Orð dagsins:
Biðjið Drottin um regn. Hann veitir
vorregn og haustregn á réttum
tíma. Helliskúrir og steypiregn gef-
ur hann þeim, hverri jurt vallarins.
(Sak. 10, 1.)
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
K r o s s g á t a
LÁRÉTT:
1 galsi, 4 sólgin, 7 snauð,
8 nemum, 9 máttur, 11
saurgar, 13 dökk, 14 sem-
ur, 15 ryk, 17 ógæfa, 20
bókstafur, 22 lagarein-
ing, 23 gubbaðir, 24
sárra, 25 tuldra.
LÓÐRÉTT:
1 gæfa, 2 drekka, 3
ástunda, 4 datt, 5 skipu-
lag, 6 tökum, 10 hestur,
12 skúm, 13 togaði, 15 dý,
16 hörmum, 18 bleyðu, 19
híma, 20 hlífa, 21 um-
hyggja.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 söngleiks, 8 selur, 9 gifta, 10 puð, 11 ragna, 13
innar, 15 hress, 18 eigra, 21 tól, 22 seldu, 23 deiga, 24
kaldlynda.
Lóðrétt: 2 öflug, 3 garpa, 4 eygði, 5 kofan, 6 ásar, 7
maur, 12 nes, 14 nái, 15 hass, 16 eflda, 17 stund, 18 Eld-
ey, 19 grind, 20 agar.
Flatey
ÉG var í hópi eldri flug-
virkja sem fóru í boði Flug-
virkjafélags Íslands í
tveggja daga ferð að Hnjóti
í Örlygshöfn. Var þetta í
alla staði hin ánægjuleg-
asta ferð og landið, fagurt
og frítt, dásamað í hástert.
Í bakaleiðinni var farið með
ferjunni frá Brjánslæk til
Stykkishólms með viðkomu
í Flatey. Breiðafjörðurinn
skartaði sínu fegursta og
mátti sjá að fjöldi útlend-
inga um borð naut ferðar-
innar. Flatey er hluti af
fegurðinni.
Skúrar við höfnina, að
hruni komnir, setja þó
óneitanlega leiðinlegan
svip á umhverfið.
Stefán Vilhelmsson.
Myrkraengill
AF HVERJU eru þættirn-
ir Myrkraengill (Dark Ang-
el) ekki endursýndir eins
og næstum allir aðrir þætt-
ir á Stöð 2? Þessir þættir
eru með vinsælustu þáttun-
um á Stöð 2 og ætti að vera
endursýning einu sinni eða
oftar í viku. Til dæmis er
hver þáttur af Nágrönnum
(Neighbours) endursýndur
tvisvar.
G.S.
Poppkornsstyrjöld
ÉG fór í Laugarásbíó
ásamt tveimur tíu ára gutt-
um að sjá Stúart litla.
Við mættum tímanlega
til að fá góð sæti, en þegar
við gengum inn í salinn
u.þ.b. 10 mínútum fyrir
sýningu blasti við hið
venjulega íslenska sérfyrir-
brigði „poppkornsstyrjöld-
in“ á gólfum salarins. Auk
þess var gólfið klístrað svo
skósólarnir límdust við.
Ég beið nokkra stund í
sætinu en fór síðan fram og
spurði hverju það sætti að
ekki væri reynt að þrífa á
milli sýninga og fékk þau
svör að það væri bara svo
mikið að gera þennan dag –
„alger sprengja“, sagði
stúlkan (og hitti þar reynd-
ar naglann á höfuðið, þar
sem salurinn leit út eins og
eftir sprengjuárás).
Þetta er að mínu áliti al-
gerlega óboðlegt – ég borg-
aði 2.400 kr. fyrir þessa
skemmtun, þar sem kvik-
myndahús eru líklega með
fáum stöðum sem ekki
veita fjölskylduafslátt af
neinu tagi – og ég vænti
þess að mér sé boðið til
sætis í hreinum sal. Hvern-
ig á annars umgengnin að
skána þegar börnin ganga
inn í annað eins – það sér
auðvitað enginn ástæðu til
annars en að henda popp-
pokanum á gólfið, rétt eins
og síðasti gestur gerði.
Miðað við verðið ættu kvik-
myndahús að geta ráðið
aukamanneskju í þrifin.
Móðir.
Úrslit á unglinga-
landsmóti
Í VELVAKANDA 27.
ágúst sl. var ábending um
það að úrslit á unglinga-
landsmóti UMFÍ í Stykkis-
hólmi hefðu hvergi birst.
Ungmennafélag Íslands
vill benda á að úrslit í hin-
um ýmsu greinum má finna
á heimasíðu unglingalands-
mótsins, www.umfi.is/ulm
Þá er ennfremur fjallað um
að á mótinu hafi ekki nokk-
ur manneskja verið með
víni og allir skemmt sér
konunglega. Bent er á að
fjölmiðlar hefðu mátt gera
meira úr því sem vel er
gert. Ungmennafélag Ís-
lands vill þakka ábending-
arnar.
Páll Guðmundsson,
kynningarfulltr. UMFÍ.
Tapað/fundið
2 stáltöskur
týndust
TVÆR stáltöskur, merktar
Face, sem innihalda förð-
unarvörur, týndust aðfara-
nótt mánudags á Snorra-
braut. Sá sem getur gefið
upplýsingar um töskurnar
hafi vinsamlega samband í
síma 899 6966 eða 861 7808.
Fundarlaun.
Svartur Nokia týndist
SVARTUR Nokia 6210
týndist í miðbæ Reykjavík-
ur aðfaranótt 1. sept. Hann
var í svartri leðurtösku og
með sprungu á skjánum.
Finnandi vinsamlega hafi
samband í síma 695 0120
eða 699 4853. Fundarlaun.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
Víkverji skrifar...
VÍKVERJI fékk tölvubréf fráRagnari Arnalds, formanni
Heimssýnar, í kjölfar skrifa sinna á
fimmtudaginn um að lítið heyrðist
frá samtökunum. Í bréfinu upplýsir
Ragnar að Víkverja verði brátt að
von sinni um að meira heyrist frá
samtökunum sem voru stofnuð með
viðhöfn í sumar. „Stjórn samtakanna
hefur fundað stíft undanfarnar vikur
og er með margt á prjónunum. Með-
an unnið hefur verið að fjáröflun og
opnun skrifstofu höfum við út á við
látið okkur nægja greinaskrif í blöð
og þátttöku í umræðum ljósvaka-
miðla. En nú hefur Birgir Tjörvi Pét-
ursson, lögmaður, verið ráðinn fram-
kvæmdastjóri samtakanna og
verður skrifstofa okkar í Reykjavík-
urapóteki við Pósthússtræti form-
lega opnuð innan skamms. Jafn-
framt eru ráðstefnur og fundahöld í
undirbúningi og verður fyrsta ráð-
stefnan um áhrif ESB-aðildar á ís-
lenskan sjávarútveg auglýst von
bráðar,“ segir Ragnar. Víkverji
þakkar skjót viðbrögð og býst fast-
lega við að umræðan um Evrópumál
eflist mjög á næstunni.
VERULEIKASJÓNVARP erfyrirbæri sem flestir ættu að
þekkja orðið deili á. Hver veruleika-
þátturinn á fætur öðrum hefur verið
sýndur á sjónvarpsstöðvunum og
eins og gengur hefur reynst misjafn
sauður í mörgu fé.
Allra besta veruleikasjónvarpið er
þó sannarlega ekki nýtt af nálinni því
þrátt fyrir allan hamaganginn und-
anfarið í kringum þetta fyrirbæri,
veruleikasjónvarp, þá eru góðar og
raunsannar heimildarmyndir ennþá
eina almennilega veruleikasjónvarp-
ið sem í boði er. En það sjónvarps-
efni telst bara ekki til skemmti- og
afþreyingarefnis.
Flestir þættir, sem þeim tilgangi
eiga að þjóna, hafa reynst hin mestu
vonbrigði og eiga hreint ekkert skylt
við það sem Víkverji hefur hingað til
talið veruleika. Yfirborðsmennskan,
glysið og sýndarþörfin hefur borið
allt annað ofurliði svo að nákvæm-
lega engin raunveruleikatengsl
standa eftir, jafnvel þótt myndavél-
unum hafi verið beint að fólki sem
aldrei áður hafði komist í tæri við
slíkt apparat.
AF ÞEIM afþreyingarveruleika-þáttum sem hér hafa verið
sýndir gnæfir Survivor allnokkuð
uppúr, enda samkeppnin lítil. Fróð-
legt að sjá hvernig einangrunin,
hungrið og peningagræðgin hefur
umturnað fólki, gert hin ljúfustu
lömb að örgustu villidýrum. Fear
Factor kemur næstur, kappið þar og
þrjóskan hreint yfirgengileg - ég
meina að borða 10 iðandi og brak-
andi kakkalakka! Áhuginn á Amaz-
ing Race var horfinn þegar sigurveg-
arinn kom í mark, hinn ótrúlega
velgjulegi og siðblindi Temptation
Island er náttúrlega algjör lágkúra
en steininn tekur þó úr þegar þættir
eins og Bachelor eru sýndir en hann
hóf göngu sína í vikunni. Af fyrsta
þættinum að dæma gengur hann út á
að eftirsóttur snoppufríður pipar-
sveinn, smókingklæddur og í góðum
efnum velur sér kvonfang úr hópi 25
ungra stúlkna í síðkjólum, iðandi
æstar í að verða útvaldar. Algjörlega
fáránlegt sjónvarpsefni. Einskær yf-
irborðsmennska, helber tilgerð, full-
komlega á skjön við allt sem kalla má
veruleika.
VIÐ HJÓNIN vorum á
leið í sumarbústaðinn
austur fyrir fjall síðast-
liðna helgi. Þegar við vor-
um rétt ókomin að litlu
kaffistofunni mætum við
bíl þar sem ungur piltur
teygir sig hálfur út um
hliðargluggann á brúnum
bíl. Hann hendir ein-
hverju í framrúðuna hjá
okkur, við það kemur
mikið högg og rúðan
brotnar. Okkur brá óneit-
anlega mikið og mesta
mildi að við keyrðum ekki
útaf. Við hringdum í lög-
regluna og tilkynntum at-
hæfið. Við nánari athug-
un höldum við helst að
pilturinn hafi hent vatns-
blöðru í rúðuna en á 90
km hraða eykst kraft-
urinn í högginu. Þetta
hefði getað farið illa en
gerði það ekki sem betur
fer. Nóg er af umferð-
arslysunum samt og
óþarfi að reyna valda
þeim með ljótum leik.
Anna Eyjólfsdóttir,
Reykjavík.
Ljótur leikur