Morgunblaðið - 07.09.2002, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 07.09.2002, Blaðsíða 57
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2002 57 Góð verð Allt á að seljast Lagerútsala í 3 daga 5.-7. sept. Fjölbreytt úrval leikfanga. Ódýrar brauðristar og kaffivélar. Veiðivörur, verkfærakassar o.fl. Veiðafæri Opið Fimmtudaginn 5. sept. kl. 10-12 / 13-17 Föstudaginn. 6. sept. kl. 10-12 / 13-17 Laugard. 7. sep. kl. 13-17 11 36 / T A K T ÍK Rauðagerði 26, sími 588 1259 Nýtt Haust — Vetur 2002 Opið í Rauðagerði 26 frá kl. 10—18 í dag, laugardag. Komið og fáið nýja listann frá GreenHouse, frítt Dömufatnaður í stærðum 36-48. Eldri vörur seldar með góðum afslætti. Verið velkomin Nýbýlavegi 12, Kópavogi, sími 554 4433. Mikið úrval af nýjum fatnaði                           !   "#$ $     VIÐ undirritaðar höfum allar fengið endurhæfingu hjá Landspítala – há- skólasjúkrahúsi í Kópavogi. Allar höfum við fengið krabbamein og gengið í gegnum erfiðar lyfja-, geisla- eða aðrar meðferðir vegna krabbameins. Við fréttum eftir ýms- um leiðum að það ætti að fara að opna endurhæfingu fyrir krabba- meinssjúka í Kópavogi. Fyrstu sjúk- lingarnir byrjuðu í lok janúar 2002. Formleg opnun hefur dregist á lang- inn. Við viljum með þessu bréfi segja frá því hve nauðsynlegt og jákvætt það er að fá endurhæfingu bæði and- lega og líkamlega eftir svona alvarleg veikindi. Þegar einstaklingur hefur verið lengi í vernduðu umhverfi spít- alans þar sem aðrir hafa að mestu ráðið ferðinni þá getur verið erfitt að takast á við daglega lífið aftur. End- urhæfingin er á vegum spítalans, en umhverfið í Kópavogi bæði utandyra og innan er ekki stofnanalegt. End- urhæfingin hefur gert okkur kleift að takast á við hið daglega líf á ný. Ástæðan fyrir því að okkur finnst svo gott að koma í endurhæfinguna er margvísleg og einstaklingsbundin. Við erum þó sammála um að þar er borin virðing fyrir okkur, og okkar markmiðum. Fólk sem kemur í end- urhæfinguna er ýmist ennþá í lyfja- meðferðum, eða hafa lokið þeim og eru í reglulegu eftirliti hjá krabba- meinslækni. Iðjuþjálfun er hluti af endurhæfingunni. Þar er leitast við að finna styrkleika einstaklingsins og vinna útfrá þeim. Það er gott að koma í iðjuþjálfun og hitta annað fólk sem er í sömu uppbyggingu og mað- ur sjálfur. Það er gott að geta komið á svona stað eins og í Kópavogi, gleyma öllum erfiðleikum um stund, og byggja sig upp andlega og líkam- lega. Í vor fórum við á sjálfstyrking- arnámskeið í iðjuþjálfuninni. Þar gafst okkur tækifæri til að tala um viðkvæm mál sem koma oft í kjölfar krabbameins, eins og streitu, sjálfs- ímynd, líkamsímynd, kynlíf, mat- aræði og fl. Auk iðjuþjálfans komu að námskeiðinu sálfræðingur, hjúkrun- arfræðingur, næringarráðgjafi og prestur. Iðjuþjálfinn á sér einnig þann draum að geta útvíkkað starf- semina með garðrækt, bæði í gróð- urhúsi og með matjurtargarði. Að okkar mati er aðstaðan í Kópavogi til endurhæfingar alveg frábær og margir möguleikar í umhverfinu. Þar eru góðar gönguleiðir við voginn í fal- legu umhverfi, kyrrð og ró. Það að vera úti í náttúrunni eykur bæði and- lega og líkamlega vellíðan. Inniað- staða sjúkraþjálfunar er einnig fín að okkar mati. Þar er stór sundlaug, heitur pottur, tækjasalur og leikfim- is- og slökunarsalur. Sumar af þeim konum sem hafa misst t.d. brjóst þora að fara í sund í endurhæfing- unni, því samhugurinn og skilningur er mikill. Við vonumst til að þeir peningar sem söfnuðust í mars 2001, um 80 milljónir, undir yfirskriftinni 3. hver Íslendingur fær krabbamein verði að hluta nýttir til að styrkja endurhæf- inguna í Kópavogi. Við getum stað- fest að hún á fullan rétt á sér, hún er okkur krabbameinssjúkum nauðsyn- leg. Við viljum að þeir sem á eftir okkur koma fái sömu tækifæri til endurhæfingar og við. Það sem okk- ur finnst vanta í endurhæfingunni er að fá aðgang að félagsráðgjafa. Þeg- ar kemur að því að leita réttar síns er það alger frumskógur. Þá væri gott að hafa fagaðila sem er inni í þeim málum. Í endurhæfingunni hafa skapast sterk tengsl milli okkar sem þangað koma. Eftir að endurhæfing- unni lýkur skiljast leiðir. Við eigum þann draum að geta fengið afnot af húsnæði þar sem við getum haldið áfram að hittast og styrkja hvor aðra. Að lokum viljum við þakka þeim sem hafa af þrautseigju og hugsjón byggt upp endurhæfingu fyrir krabba- meinssjúka í Kópavogi. Gangi ykkur vel í framtíðinni. ÍSFOLD ELÍN HELGADÓTTIR, RÓSA JÓNSDÓTTIR, ÞÓRDÍS ÞORBERGSDÓTTIR, STEINUNN GUNNARSDÓTTIR, MARGRÉT SIGGEIRSDÓTTIR OG INGA OLSEN. Endurhæfing krabbameins- sjúkra í Kópavogi Frá Ísfold Elínu Helgadóttur, Rósu Jónsdóttur, Þórdísi Þor- bergsdóttur, Steinunni Gunnars- dóttur, Margréti Siggeirsdóttur og Ingu Olsen: ÉG sendi um daginn kvörtun til Al- coa, þar sem ég bað ágæta forráða- menn auðhringsins að hlífa hálendi Íslands, ég bað þá að hætta við að reisa hér álver. Það sorglega er að ég fékk svar við þessu bréfi, þar sem mér er þakkað fyrir ádrepuna og sérstak- lega er mér þakkað fyrir sýndan áhuga. Ég átti nú ekki annað eftir en fá þakklæti frá uppblásnum auðkýfingi fyrir það eitt að sýna í verki áhuga minn á mínu eigin landi. Hann hefur líklega haldið greyið að við værum allir jafn sinnulausir hérna á skerinu, að okkur sé öllum jafn skít- sama hvernig rosabullurnar líta út sem á okkur traðka. Nei, þeir skulu svo sannarlega fá að vita það að þar sem ég er, fer ekki vinur Alcoa eða undirgefinn aumingi sem bíður þess að fá spark í andlitið. Ég finn þó til með mannkertinu sem sendi mér þakkirnar allar, því hann veit það eitt að sjálfviljug teyg- ir ríkisstjórn Davíðs Oddssonar háls íslenskrar þjóðar í gapastokk heims- ins svo hafa megi okkar fólk að að- hlátursefni og skotspæni um aldur og ævi. Fyrir okkar hönd er því haldið fram að breið samstaða sé meðal þjóðarinnar að leyfa þeim Al- coa-mönnum að níða af okkur skó- inn. Okkur er sagt að þjóðin vilji fórna náttúruauðlind sem ekki á sinn líka í veröldinni. Okkur er sagt að hagnaðurinn verði slíkur að þjóðin eigi eftir að mala gull um ókomin ár, bara ef við fórnum auðæfunum og látum ekki þjóðernisstolt og nátt- úruást standa í vegi fyrir athafna- gleði auðmagnseigenda sem engu geta tapað á framkvæmdinni. Þetta er þjóðinni sagt og hún er svo áhugalaus, að hún spyr ekki, en sporðrennir þess í stað því sem að henni er rétt. Það er búið að stokka spilin og okkur er sagt að setja upp pókerfés- in: Við eigum að fórna öllu og ef við lítum á það sem í boði er, þá kemur í ljós að útgjöld hvers einasta Íslend- ings eiga eftir að aukast á næstu ár- um, bæði vegna hækkandi vaxta og svo einnig vegna þess að ekki er tryggt að Kárahnjúkavirkjun geti nokkurntíma skilað arði. Við borg- um virkjunina, gefum Könunum raf- magn, þeir selja framleiðsluna og hirða sjálfir allan gróðann. Ásarnir eru allir á einni hendi. Og við erum svo ótrúlega undirgefnir aumingjar að við sjáum ekki einu sinni að það er vitlaust gefið. Svo heimsk er íslensk þjóð í þessu pókergeimi, að við reynum að svindla, og það gerum við til að tryggja það að við megum tapa með stæl. Kannski erum við ennþá svo bljúgir og böðlum hlýðnir, að við bjóðum ekki bara hina kinnina þegar við fáum högg á andlitið. Við erum þess albúin eftir fyrsta höggið að láta drottnunarvald amerískra auð- hringa riðlast á okkur og mergsjúga land og þjóð ef það er það sem þessir ástkæru vinir okkar vilja. Þeir koma hingað með pókerbros á vör og doll- araglampa í augunum og við setj- umst við borðið tilbúin í ólsen-ólsen eða lúdó. Við erum svo gjörsneydd heil- brigðri skynsemi þegar kemur að því að taka þátt í peningaspili heims- ins að við látum ríða okkur á slig af minnsta tilefni, á meðan þjóðir eins- og t.d. Víetnamar og Indverjar setja auðvaldinu afarkosti og neita að fórna náttúruperlum fyrir hjómið eitt. Það teljast náttúrulega landráð að selja þjóðarsálina, og að selja hana fyrir slikk hlýtur að sýna að hér eiga undirgefnir aumingjar hlut að máli. KRISTJÁN HREINSSON, skáld, Einarsnesi 27, Reykjavík. Undirgefnir aumingjar Frá Kristjáni Hreinssyni: Silfurstigamót í sumarbrids Dagskráin í dag, laugardaginn 7. sept.: Monrad-barómeter, opinn tví- menningur, hefst klukkan 11 og lýk- ur um kl. 18. Skráningarfrestur til kl. 22 föstud. 6. sept. Sunnudaginn 8. sept.: Monrad-sveitakeppni, 8 spila leik- ir, 7 umferðir, einnig frá kl. 11 til 18. Skráningarfrestur til kl. 10.45 sunnud. 8. sept. Úrslit í Sumarbrids Úrslit 2. sept. Mitchell, M=216 NS Guðlaugur Sveinss. – Þórður Björnss. 288 Soffía Daníelsd. – Óli Már Guðmundss. 234 Björn Friðrikss. – Leifur Aðalsteinss. 215 AV Guðrún Jóhannesd. – Sævin Bjarnas. 251 Bryndís Þorsteinsd. – Dröfn Guðm. 238 Arnar Arngrímss. – Alfreð Kristjánss. 233 Úrslit þriðjudagsins 3. septem- ber, Mitchell, 22 pör, M=216. NS Kristján Blöndal – Haukur Ingason 249 Guðl. Sveinsson – Sveinn R. Eiríksson 241 Guðný Guðjónsd. –Hrafnhildur Skúlad. 238 AV Helgi Bogason – Kjartan Ásmundsson 256 Jón Stefánsson – Magnús Sverrisson 247 Sverrir Þórisson – Björn Friðriksson 233 Ólöf Ingvarsdóttir – Björn Hrafnkelss. 233 Erla Sigurjónsdóttir – Sigfús Þórðars. 233 Úrslit miðvikudagsins 4. sept, Howell, M=156. Þröstur Ingimarss. – Þórður Björnss. 211 Hlynur Garðarss. – Magnús Ásgrímss. 194 Guðrún Jóhannesd. – Sævin Bjarnas. 188 Harpa Fold Ingólfsd. – María Haraldsd. 184 Síðasta spilakvöldið í Sumarbrids 2002 verður föstudagskvöldið 13. september. Allar nauðsynlegar upplýsingar um Sumarbrids 2002, lokastöðu spilakvölda, bronsstigastöðu og fleira má finna á heimasíðu Brids- sambands Íslands, www.bridge.is og á síðu 326 í textavarpi sjónvarps- ins. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson 26 pör í Gullsmára Eldri borgarar spiluðu tvímenn- ing á 13 borðum í Gullsmára 13 fimmtudaginn 5. september sl. Með- alskor 264. Beztum árangri náðu: NS Þórhildur Magnúsd. – Helga Helgad. 349 Bjarni Guðmundss. – Haukur Hanness. 337 Heiður Gestsd. – Þórdís Sólmundard. 281 AV Þórhallur Árnas. – Haukur Guðmundss. 313 Kristjana Halldórsd. – Eggert Kristinss. 311 Garðar Sigurðsson – Ernst Backman 292 Eldri borgarar koma saman til bridsiðkunar í Gullsmára alla mánu- daga og fimmtudaga. Skráning kl. 12.45 á hádegi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.