Morgunblaðið - 07.09.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.09.2002, Blaðsíða 16
SUÐURNES 16 LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ EITT af athyglisverðustu atriðum Ljósanætur í ár en án efa Bæj- arstjórnarbandið, hljómsveit skip- uð fimm bæjarfulltrúum sem þar með sýna á sér aðra hlið en venju- lega. Bandið er skipað fulltrúum allra flokka í bæjarstjórninni og er eins konar þverskurður úr pólitík- inni. Þótt stundum sé tekist hart á í bæjarstjórninni bar ekki á öðru en hljómsveitinni tækist vel að stilla saman strengina á æfingu í fyrra- kvöld. Á efnisskrá Bæjarstjórabandsins eru bæði íslensk og erlend lög og víst er að enginn verður svikinn af flutningi hljómsveitarinnar, enda skipuð úrvals hljóðfæraleikurum. „Lífið er lotterí“ sungu bæjarfull- trúarnir fimm af mikilli innlifun á æfingunni. Kjartan Már Kjart- ansson leikur á fiðlu, Guðbrandur Einarsson á skemmtara, Sveindís Valdimarsdóttir syngur og Böðvar Jónsson og Árni Sigfússon eru gít- arleikarar bandsins. „Þetta var svona skyndihugmynd sem laust niður í kollinn á mér. Ég vissi af öllu þessu hæfileikaríka tón- listarfólki þegar ný bæjarstjórn var mynduð síðastliðið vor og þegar ég hafði samband við það fyrir stuttu tók það strax mjög vel í hugmynd- ina. Mér finnst alveg tilvalið að við sýnum fólki að við getum gert meira og annað en að þrasa,“ sagði forsprakkinn Guðbrandur sem á mörg ár að baki í tónlistarbrans- anum. „Já, það mætti segja það, ásamt því að sýna á okkur aðra hlið, sagði Guðbrandur þegar hann var spurð- ur að því hvort bæjarfulltrúarnir væru með þessu að stilla saman strengina fyrir komandi fjögurra ára samstarf. Aðspurður sagði Guð- brandur ekki úr vegi að þátttakan í Ljósanótt nú myndi leiða af sér nán- ara samstarf, jafnvel með frum- sömdu efni. „Þeir verða bara að vera með önnur atriði,“ sagði Guðbrandur spurður að því hvort ekki hefði ver- ið hægt að nota hina bæjarfull- trúana sex í bakraddir og dansa. Bæjarstjórabandið treður upp á kvölddagskránni á Ljósanótt, klukkan 20.40. Bæjar- stjórnin stillir saman strengina Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Reykjanesbær TÓMAS Ingi Olrich menntamála- ráðherra ávarpar ráðstefnu um sí- menntun í fyrirtækjum sem fram fer í Eldborg í Svartsengi nk. mánudag. Miðstöð símenntunar á Suðurnesj- um, MSS, heldur ráðstefnuna en hún er liður í viku símenntunar. Á ráðstefnunni er lögð áhersla á að kynna og fjalla um Markviss, verkefni sem snýst um markvissa uppbyggingu starfsmanna. MSS hefur umsjón með verkefninu á landsvísu og annast þjálfun ráðgjafa. Á ráðstefnunni ræðir Árni Sigfús- son, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, um símenntun fyrir atvinnulífið og Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðu- sambands Íslands, um símenntun og bætt kjör launafólks. Auk þess er Markviss-verkefnið kynnt og fulltrú- ar fyrirtækja fjalla um reynslu sína af því og símenntun í fyrirtækjum. Loks mun menntamálaráðherra opna Markviss-vefinn formlega. Ráðstefnan hefst klukkan 13.30. Ráðstefna um símenntun Svartsengi AÐALDAGUR Ljósanætur, menn- ingar- og fjölskylduhátíðarinnar í Reykjanesbæ, er í dag og nær há- marki með útidagskrá í kvöld. Henni lýkur síðan á morgun, sunnudag. Menningar- og skemmtidagskrá er allan daginn. Hana er meðal ann- ars hægt að nálgast á vef Ljósanæt- ur, www.ljosanott.is. Nefna má dag- skrá fyrir börnin, íþróttir og leiki, myndlist og handverk, opin gallerí, kvikmyndir og leiklist, tónlist, opin söfn og götuleikara. Kvölddagskráin fer fram á gras- bakkanum við minnismerki sjó- manna við Hafnargötu. Þar er leikin tónlist frá klukkan 20. Nefna má að fyrirhugað er að efna til bryggju- söngs og að víkingaskipið Íslending- ur siglir undir Bergið. Þá verður kveikt á lýsingu Bergsins og haldin vegleg flugeldasýning laust eftir klukkan tíu. Dagskránni er fram haldið og lýkur með ljósaböllum Á Ljósanótt í fyrra komu tuttugu þúsund manns. Aðstandendur hátíð- arinnar eru viðbúnir þeim fjölda og segjast geta tekið við fleirum. Ljósanótt haldin í dag Reykjanesbær LISTASAFN Reykjanesbæjar hef- ur nú fengið til afnota sýningarsal, austursal Duus-húsanna í Keflavík, en verið er að gera þau upp og taka í notkun að nýju. Árni Sigfússon bæj- arstjóri lýsti opnun salarins í gær um leið og Einar Garibaldi hóf sýn- inguna Blað 18 – Reykjanes. Hann hefur fært Listasafninu að gjöf sýn- inguna í heild, samtals 52 myndir. Listasafn Reykjanesbæjar varð til við stofnun bæjarfélagsins árið 1994 á grunni Listasafns Keflavíkur. Það á nú um 200 verk eftir marga lista- menn, mikið eftir Suðurnesjamenn en einnig nokkra af þekktustu mynd- listarmönnum landsins. Að sögn Val- gerðar Guðmundsdóttur menningar- fulltrúa hefur safnið verið húsnæðislaust en verk í eigu þess verið höfð til sýnis í stofnunum bæj- arins. Við athöfnina í gær sagði Árni Sig- fússon bæjarstjóri að opnun fyrsta sýningarsalar Listasafns Reykja- nesbæjar af mörgum væri dæmi um framsækni bæjarins í lista- og menn- ingarmálum, eins og á öðrum svið- um. Austursalur Duus-húsa er annar áfanginn við endurgerð húsaþyrp- ingarinnar. Árni sagði að mikið verk væri fyrir höndum við endurbæturn- ar en haldið yrði áfram við þær. Val- gerður er ánægð með salinn, sem er um 300 fermetrar að stærð. Segir raunar að eftir sé að leggja á hann nýtt gólf en það verði gert eftir ára- mót. Hún hefur áhuga á að setja þar upp áhugaverðar og metnaðarfullar sýningar, íslenskra og erlendra lista- manna. Þegar sé búið að bóka næstu sýningu en hún er á verkum hóps Fyrsti sýningarsalur Listasafns bæjarins Reykjanesbær Morgunblaðið/Jim Smart FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, opnaði sýningu um sögu saltfisksins í gær. Sýningin er í húsi sem sérstaklega var hannað og byggt fyrir Saltfisksetur Ís- lands. Fjöldi gesta var við opnun salt- fisksýningarinnar og opnun á sýn- ingu á bátum og ljósmyndum sem Grímur Karlsson líkanasmiður hef- ur gert og haldið saman en sú sýn- ing er í sal á efri hæð. Ístak byggði hús Saltfiskseturs- ins og afhenti Páll Sigurjónsson, forstjóri fyrirtækisins, það Ólafi Erni Ólafssyni, bæjarstjóra og for- manni stjórnar Saltfisksetursins. Í ræðum forseta Íslands, Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra og annarra kom fram ánægja með það framtak Grindvíkinga að koma upp sýningu um saltfiskinn og var þess látið getið að hún ætti hvergi annars staðar heima en í Grinda- vík. Sérstaklega var minnst á mik- inn hlut Grindvíkinga í saltfisk- framleiðslu undanfarinna áratuga og forystu þeirra í sölumálum, sér- staklega Tómasar Þorvaldssonar og Dagbjarts Einarssonar, sem voru formenn SÍF í aldarfjórðung samtals. Forsetinn flutti Grindvík- ingum og öðrum sem stuðlað hafa að uppbyggingu Saltfiskseturs Ís- lands og saltfisksýningar þakkir íslensku þjóðarinnar. Friðrik Pálsson, stjórn- arformaður SÍF, færði Salt- fisksetrinu fimm milljónir króna sem virðingarvott fyrir framtakið. Morgunblaðið/Jim Smart Ólafur Örn Ólafsson bæjarstjóri og Björn G. Björnsson hönnuður sýna Ólafi Ragnari Grímssyni forseta saltfisk á sögusýningunni. Salan er lokastig framleiðslunnar og því er vel við hæfi að sýningu sem segja á frá sögu, verkun og sölu saltfisksins ljúki í suðrænni sölubúð. Sýningin á hvergi annars staðar heima Grindavík ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.