Morgunblaðið - 07.09.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.09.2002, Blaðsíða 14
AKUREYRI 14 LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ SIGFÚS Jónsson framkvæmda- stjóri Nýsis sagði það mjög ein- kennilegt að Ríkiskaup skuli nú meta tilboð Ístaks og Nýsis í bygg- ingu rannsókna- og nýsköpunar- húss við Háskólann á Akureyri ógilt. „Þeir hjá Ríkiskaupum mátu bæði tilboðin gild í upphafi en eru þeir með þessu að biðja einhverja menn úti í bæ að dæma sjálfa sig óhæfa. Ég veit heldur ekki á hvaða forsendu þeir vilja fá okkar tilboð metið ógilt,“ sagði Sigfús. Ríkiskaup hafa sent erindi til kærunefndar útboðsmála og óskað eftir því að nefndin staðfesti þá skoðun stofnunarinnar að tilboð Ís- taks og Nýsis sé ógilt. Áður hafði kærunefnd útboðsmála úrskurðað tilboð frá Íslenskum aðalverktökum og fleirum í verkið ógilt. Sigfús sagði að allur þessi mála- tilbúnaður yrði til í ráðuneytum menntamála og fjármála. Þar væru menn að brugga einhver launráð en að Ríkiskaup væri látið vinna málið formlega. „Er ekki markmið hins opinbera að annast hagkvæm inn- kaup en vera ekki að standa í svona stríði? Við höfum farið að leik- reglum og jafnframt unnið málið hjá kærunefnd útboðsmála, þar sem niðurstaðan var alveg skýr. Það liggur því beinast við hjá ríkinu að semja við okkur á grundvelli þeirrar niðurstöðu, auk þess sem við erum með hagstæðasta tilboð- ið.“ Sigfús sagði að í raun væri þetta mál alveg óskiljanlegt og að bygg- ingasagan væri að verða efni í heila bók. „Við getum ekkert annað gert en að bíða og sjá til hvert fram- haldið verður.“ Í Morgunblaðinu í gær var m.a. haft eftir Júlíusi S. Ólafssyni for- stjóra Ríkiskaupa að mikið líf væri í lögfræði málsins en að á meðan liði tíminn og ekkert byggt á meðan. „Það er að verða mánuður síðan úr- skurður vegna okkar máls kom frá kærunefndinni og ef menn vilja klára málið er bara að semja við okkur,“ sagði Sigfús. Framkvæmdastjóri Nýsis vegna erindis Ríkiskaupa Bæði tilboðin voru metin gild hjá Ríkiskaupum MJÖG góð aðsókn hefur verið að Byggðasafninu Hvoli og hafa um 5.000 gestir heimsótt safnið í sumar. Er þetta mikil aukning frá síðustu árum. Í frétt frá safninu er talið líklegt að þakka megi þessa miklu að- sókn sjónvarpsþætti um Jó- hann Svarfdæling sem sýndur var í Ríkissjónvarpinu um jól- in og aftur nú í sumar, og einnig því að vegna veðurs sóttu ferðamenn í ríkara mæli í afþreyingu innandyra. Safninu var lokað 6. sept- ember síðastliðinn, en opið verður fyrir hópa eftir sam- komulagi við forstöðumann safnsins. Óvenju góð aðsókn að Hvoli HIN árlega lendingakeppni Flug- skóla Akureyrar var haldin nýlega. Keppnin felst í fjórum mismunandi nákvæmnislendingum og var keppt samkvæmt alþjóðlegum reglum FAI. Alls tóku 13 flugmenn þátt að þessu sinni. Undirbúningurinn og keppnin veitir flugmönnum góða æfingu og gott tækifæri til að viðhalda þekk- ingu sinni. Að vanda sýndu sumir nokkur tilþrif í æfingunum. Hlutskarpastur að þessu sinni varð yngsti flugmaðurinn, Kristján Þór Kristjánsson, á TF-FAD en hann er aðeins 16 ára gamall og hlaut hann aðeins 22 refsistig, í öðru sæti varð Björn Ásbjörnsson á TF-UTA með 179 refsistig og í þriðja sæti varð Smári Árnason, TF-KNM, með 245 refsistig. Kristján Þór vann einnig auka- verðlaunin sem eru veitt fyrir best- an árangur í Tomahawk-flokki. Verðlaunahafar ásamt Kristjáni Kristinssyni yfirdómara. Sá yngsti vann Lendingakeppni Flugskóla Akureyrar BÓKAÚTGÁFAN Hólar á Akur- eyri hefur gert samning við sjáv- arútvegsráðuneytið um útgáfu á Sögu sjávarútvegs á Íslandi. Um verður að ræða útgáfu á þremur bókum og kemur sú fyrsta út nú fyrir jólin. Höfundur verksins er Jón Þ. Þór sagnfræðingur. Í fyrsta bindinu er greint frá árabátaút- gerð og útgerð seglskúta og nær tímabilið fram undir aldamótin 1900. Næstu bækur í þessu þriggja binda verki koma út árin 2003 og 2004. Merkileg saga útgerðar á Grenivík Þá munu Hólar einnig gefa út bókina „Bein úr sjó,“ sem er út- gerðarsaga Grýtubakkahrepps. Hana skrifar Björn Ingólfsson skólastjóri á Grenivík. Útgerðar- saga Grýtubakkahrepps hefst í kringum 1850 með hákarlaveiðum. Á seinni hluta 19. aldar var Greni- vík einn af stærstu vertíðarstöðum landsins og skipaði veigamikinn sess í útgerð í Eyjafirði sem og á Íslandi öllu. Sagan nær til vorra daga. Bókin er mikil að vöxtum, um 350 blaðsíður og ríkulega myndskreytt. Bókaútgáfan Hólar á Akureyri Tvær bæk- ur um sjáv- arútveg BIFREIÐ af gerðinni Porsche var stolið frá verkstæði í Glerárþorpi á Akureyri aðfaranótt þriðjudags og hefur hennar ekki orðið vart síðan. Bifreiðin ber einkennisstafina AL-996 og er dökkblá að lit. Þeir sem geta gefið upplýsingar um hvar bifreiðin er niðurkomin eru beðnir að hafa samband við lögregluna á Akureyri. Bifreið stolið ♦ ♦ ♦ Háskóli Íslands átti 90 ára afmæli á síðasta ári. Af því tilefni hafa Hollvinasamtök Háskólans og Bókaútgáfan Hólar tekið höndum saman um að senda skólanum afmæliskveðju í formi bókar þar sem markmiðið er að kryfja 20. öldina á Íslandi til mergjar. Kvenréttindi, kristindómur, menntamál og ótal margt fleira verður þar í brennipunkti. Áformað er að ritið komi út um næstu áramót en í ritnefnd þess eiga sæti Sigríður Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Hollvinasamtakanna, doktor Kristján Kristjánsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, og Jón Hjaltason, sagnfræðingur. TABULA GRATULATORIA Vinsamlegast skráið nafn mitt á heillaóskaskrá sem prentuð verður í AFMÆLISKVEÐJU TIL HÁSKÓLA ÍSLANDS. Að sjálfsögðu er heimilt að hafa tvö nöfn (eða fleiri) saman án nokkurrar aukagreiðslu. Verð bókarinnar er kr. 5.700 (sendingargjald innifalið) og verður það innheimt fyrirfram en bókin send jafnskjótt og hún kemur úr prentun sem verður í kringum næstu áramót. NAFN/NÖFN (sem eiga að koma saman á heillaóskaskrá): HÁSKÓLI ÍSLANDS AFMÆLISKVEÐJA Vinsamlegast setjið x þar sem við á: Ég óska að greiða bókina, kr. 5.700, út í hönd með reiðufé/ávísun er fylgir hér með ____, eða með VISA ____, EURO ____, GÍRÓ ____. Ég óska eftir að skipta greiðslum í tvennt ____, þrennt ____ Kort nr. Gildir til: Undirskrift: Nafn: Kennitala: Heimilisfang: Sími: Sendist til: Bókaútgáfunnar Hóla, pósthólf 9089, 129 Reykjavík. Einnig má skrá sig á Tabula í s. 587 2619 eða á netfanginu; holar@simnet.is  Til sölu eða leigu Njarðarnes 14 Nýtt verslunar/iðnaðarhúsnæði. Stærð um 900 m². (Góð staðsetning í nýju hverfi.) Dalsbraut 1 Verslunar/iðnaðarhúsnæði. Grunnflötur 750 m² + kjallari 170 m² (Mjög góð staðsetning við hliðina á Glerártorgi) Upplýsingar í símum 461 1188 og 891 2823 Fyrrverandi og núverandi Akureyringar og nærsveitamenn fæddir 1952. Ætlum okkur að hittast 28. september á Pollinum kl. 3-5 og endurnýja gömul kynni. Síðan borðum við saman á KEA um kvöldið. Makar velkomnir með. Mæting skal tilkynnt í síðasta lagi 13. sept. til eins af undirrituðum. Úlfar Hauksson, s. 462 5443, Brynja Skarphéðinsdóttir, s. 699 4639, Margrét Þórðardóttir, s. 462 2760, Jóhanna Magnúsdóttir, s. 462 4520, Ólafur Svanlaugsson, s. 897 3283. Árgangur 1952
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.