Morgunblaðið - 07.09.2002, Blaðsíða 32
ÚR VESTURHEIMI
32 LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
FYRIR skömmu kom
út upplýsingabókin
The Ultimate Ice-
landic-North American
Directory ætluð til að
auðvelda samskipti Ís-
lendinga og íbúa Norð-
ur-Ameríku.
Mackenzie Kristjón
safnaði saman efninu
og bjó það til prentun-
ar, en Coastline Publis-
hing (www.coastline-
publishing.com) í
Guelph í Ontario í Kan-
ada gefur bókina út.
Bókinni er skipt upp
í 10 kafla en auk nafna
er greint frá heimilis-
föngum, netföngum,
símanúmerum og öðr-
um gagnlegum upplýs-
ingum og síðan er ým-
iss konar fróðleikur á
hverri síðu.
Í fyrsta kafla eru
upplýsingar um utan-
ríkisþjónustuna, þ.e.
sendiráð Íslands í
Norður-Ameríku, aðal-
ræðismenn og ræðis-
menn, sendiráð Banda-
ríkjanna og Kanada á
Íslandi, íslenska utanríkisráðuneytið
og Seðlabanka Íslands. Í öðrum kafla
er greint frá ýmsum menningar-
félögum í fylkjum Kanada, ríkjum
Bandaríkjanna og á Íslandi auk þess
sem minnst er á félög í Ástralíu og
London. Í þriðja kafla eru upplýsing-
ar um bandaríska og kanadíska há-
skóla, sem bjóða upp á nám í íslensku
eða/og íslenskum og norrænum bók-
menntum, sögu og öðru viðkomandi
Norðurlöndum. Einnig eru upplýs-
ingar um íslenska háskóla og ýmiss
konar verkefni varðandi aukin tengsl
þjóðanna á ýmsum sviðum, styrki,
fræðimenn, ættfræði og fleira. Í
fjórða kafla eru upplýsingar um
bókasöfn og önnur söfn, fimmti kafli
fjallar um fjölmiðla, sjötti kafli um
ýmsa listamenn og sjöundi kafli um
viðskipti. Í áttunda kafla eru upplýs-
ingar um íslenska hestinn, sauðfé og
íslenska hundinn og hvar megi nálg-
ast þessara skepnur í Norður-Amer-
íku. Í níunda kafla eru upplýsingar
um ferðaskrifstofur, gististaði, hátíð-
ir á ýmsum stöðum og fleira. Í 10.
kafla er efnisyfirlit og er það þrí-
skipt, þ.e. eftir nöfnum, svæðum og
starfsemi, en síðastnefnda yfirlitið á
aðeins við um upplýsingar í sjöunda
kafla. Aftast eru svo nokkrar auðar
síður fyrir eigin skráningu, en bókin
er 224 síður og er hægt að panta hana
hjá útgefanda.
Mackenzie Kristjón og Jenivieve
de Vries, eiginkona hans, kynntu
bókina á Íslendingadagshátíðinni í
Gimli og fengu góðar viðtökur. Krist-
in Olafson-Jenkins, móðir hans, var
þeim til halds og trausts og kynnti
bók sína um sögu matargerðar í
Nýja-Íslandi, The Culinary Saga of
New Iceland, sem Coastline Publish-
ing gaf út í fyrra og hefur vakið mikla
athygli vestra.
Morgunblaðið/Steinþór
Kristin Olafson-Jenkins, Mackenzie Kristjón og
Jenivieve de Vries kynntu bækur sínar í
tengslum við Íslendingadaginn, m.a. á styrkt-
argolfmóti fyrir Lögberg-Heimskringlu.
Samskipti Íslands og Norður-Ameríku
Víðtæk upplýs-
ingabók komin út
ÍSLENDINGAFÉLAGIÐ í Utah í
Bandaríkjunum hefur ákveðið að
óska eftir inngöngu í Þjóðræknis-
félag Íslendinga í Vesturheimi og
verður gengið frá umsókninni á
næstu dögum, en næsta þjóðrækn-
isþing verður í Edmonton í Kanada
1. til 4. maí 2003.
Fyrsta varanlega landnám Íslend-
inga í Vesturheimi var í Spanish
Fork í Utah, en fyrstu Íslendingarn-
ir komu þangað á vegum mormóna-
kirkjunnar (Kirkju Jesú Krists
hinna síðari daga heilögu) og þeir
stofnuðu Íslendingafélagið 1987.
David A. Ashby, upplýsingafulltrúi
félagsins, segir að heimsókn Ólafs
Ragnars Grímssonar, forseta Ís-
lands, í tilefni 100 ára afmælis félags-
ins 1997 hafi markað viss þáttaskil
hjá félagsmönnum. Sér hafi verið
boðið á ársþing Þjóðræknisfélags Ís-
lendinga í Vesturheimi í Minneapolis
í apríl sem leið og þar hafi gefist
tækifæri til að ræða hugsanlega að-
ild félagsins í Utah að INL, sem hafi
verið samþykkt samhljóða af stjórn
félagsins á fundi síðastliðinn mið-
vikudag. „Íslendingarnir í Utah eru
hreyknir af uppruna sínum og þeir
hlakka til samstarfs innan INL um
ókomna tíð,“ segir hann.
Starfsemi í rúm 80 ár
Þjóðræknisfélag Íslendinga í
Vesturheimi, The Icelandic National
League of North America (INL), var
stofnað 1919 og hefur verið með
skrifstofu í Menningarmiðstöðinni í
Gimli, The Waterfront Centre, síðan
hún var formlega opnuð 21. október
2000. Áður var INL með aðstöðu í
skóla í Gimli í þrjú ár eftir að hafa
verið í húsnæði með vikublaðinu
Lögbergi-Heimskringlu í Winnipeg
um árabil.
Helstu markmið INL eru að við-
halda og styrkja íslenska menning-
ararfleifð í Norður-Ameríku, efla
tengslin við Ísland og vinna að auk-
inni samvinnu félaganna í Vestur-
heimi. Helga Malis, sem hefur veitt
skrifstofu INL forstöðu í fjögur ár,
segir að í nógu sé að snúast. Um
2.200 manns eru skráðir í 21 félagi í
Kanada og Bandaríkjunum fyrir ut-
an Íslendingafélagið í Utah sem er
með um 400 félagsmenn. Helga segir
að starfið felist meðal annars í því að
veita fólki upplýsingar um margvís-
leg málefni. „Fólk hringir og spyr til
dæmis hvernig það geti orðið sér úti
um íslenskan hund og biður um upp-
lýsingar um íslenskar sumarbúðir
barna í Manitoba,“ segir hún og bæt-
ir við að hún sjái um fundargerðir á
öllum fundum og þjóðræknisþing-
um. Menntamálaráðuneytið á Ís-
landi bjóði tvo styrki árlega vegna ís-
lenskunáms fyrir erlenda stúdenta
við Háskóla Íslands og sé fram-
kvæmdin í höndum INL. Hún haldi
utan um félagatalið, sjái jafnframt
um að dreifa merkjum, bæjarskilt-
um og „íslenska“ dagatalinu til félag-
anna og komi í raun nánast að öllu
sem snerti INL á einn eða annan
hátt. Hins vegar sjái Robert As-
geirsson um heimasíðuna og Gail-
Einarson-McCleery hafi umsjón
með sérstöku verkefni, INL Int-
ernational Visits Program, sem
styrki listamenn vestra til Íslands-
dvalar.
„Íslensk“ skilti og dagatal
Að frumkvæði Nelsons Gerrards,
kennara í Árborg í Manitoba og ætt-
fræðings, hefur INL gefið út menn-
ingardagatal frá 1992 og hefur það
verið hugsað sem samstarfsverkefni
félaganna með fjáröflun í huga. Nel-
son hefur í raun séð um vinnuna við
dagatalið, skráningu upplýsinga og
fleira, en salan hefur síðan verið á
höndum INL og félaga þess. Helga
segir að félagsgjöld séu mjög lág og
nægi ekki til að standa undir kostn-
aði við rekstur skrifstofunnar. Því
þurfi ýmiskonar fjáröflun að koma til
til að ná endum saman.
Skiltadreifingin sé af öðrum toga
en Nelson hafi líka átt hugmyndina
að henni í þeim tilgangi að vekja at-
hygli á „íslenskum“ stöðum í Norð-
ur-Ameríku og ekki síst „íslenskum“
bóndabæjum. Verkefninu var hrund-
ið af stað 1993, en um er að ræða blá
skilti með hvítri umgjörð og hvítum
merkingum og má sjá þau víða í
Manitoba og reyndar víðar. Fálka-
merkið, sem er í merki Þjóðrækn-
isfélagsins, er á hverju skilti og síðan
nafn viðkomandi bæjar og jafnvel
einnig fjölskyldunafn íbúanna.
Helga segir að þetta verkefni sé
sérstaklega skemmtilegt og draum-
ur sinn sé að þau verði sett upp frá
strönd til strandar. „Þessi skilti
segja mikla sögu og segja okkur
hvar fólk af íslenskum uppruna býr.“
Íslendingafélagið í Utah óskar eftir inngöngu í Þjóðræknisfélagið í Vesturheimi
Mikil starfsemi
hjá INL í Gimli
Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson
Helga Malis á skrifstofu Þjóðræknisfélagsins í Gimli.
„ÞETTA er í þriðja skipti sem ég
er í sumarbúðunum og það er alltaf
jafn gaman,“ sagði Thelma Björk
Wilson, þegar Morgunblaðið heim-
sótti íslensku sumarbúðirnar rétt
við Gimli í Kanada nýverið.
Thelma Björk býr á Íslandi og er
í 9. bekk í Valhúsaskóla á Seltjarn-
arnesi, en hún kann ekki síður vel
við sig í Manitoba og hefur verið
hjá föðurafa sínum og ömmu, Kerr
og Thelmu Wilson, í Winnipeg und-
anfarin sumur.
Íslensku sumarbúðunum var
komið á laggirnar fyrir um ald-
arfjórðungi til að gera börnum
vestra á aldrinum sex til fimmtán
ára kleift að kynna sér íslenska
tungumálið og íslenska menning-
ararfleifð í Vesturheimi. Sum-
arbúðirnar hafa alla tíð verið í ná-
grenni Gimli og hefur verið um
vikunámskeið að ræða í vikunni
fyrir Íslendingadaginn. „Þetta hef-
ur verið einstaklega vel heppnað
og krakkarnir eru alsælir,“ segir
Jodi Burgess, yfirstjórnandi sum-
arbúðanna í ár, en hún hefur kom-
ið að þeim frá öllum hliðum og
byrjaði sem venjulegur þátttak-
andi fyrir nokkrum árum. Auk
hennar komu margir að stjórn-
uninni að þessu sinni sem fyrr, m.a.
þrjár stúlkur sem tóku þátt í
Snorraverkefninu í Vesturheimi í
sumar, og leiðbeinendur frá Wash-
ington, Victoria og Edmonton auk
leiðbeinenda frá Manitoba.
Eins og í fyrra voru sumarbúð-
irnar í Veselka-búðunum rétt norð-
an við Gimli og var þemað „Í spor-
um víkinga“, en í því sambandi var
krökkunum m.a. greint frá nor-
rænni goðafræði og Íslendingasög-
unum. Margt fleira var á dagskrá
enda uppbyggingin með þeim
hætti að börnin hafi nóg fyrir
stafni. Jodi segir að krakkarnir
hafi verið mjög áhugasamir um að
læra um víkingana, en þegar
Morgunblaðið bar að garði var
listatími þar sem verkefnið var að
búa til víkingaskip úr pappír og
var erfitt að slíta börnin frá verk-
inu.
Að þessu sinni tóku 26 börn allan
pakkann, þ.e. fræðslu og gistingu,
en auk þess gistu margir krakkar
annars staðar og mættu á morgn-
ana. Jodi segir að það séu ekki að-
eins börn af íslenskum ættum sem
sæki sumarbúðirnar enda séu þær
ætlaðar fyrir alla og núna hafi um
helmingur krakkanna verið af öðr-
um uppruna. „Þetta á að vera gam-
an og við gerum allt sem við getum
til að hafa þetta skemmtilegt enda
eru sumarbúðirnar vinsælar,“ seg-
ir Jodi.
Morgunblaðið/Steinþór
Krakkarnir og leiðbeinendur í sumarbúðunum. Jody Burgess stendur í dyrunum fimmta frá vinstri í efstu röð
en Thelma Björk Wilson er skáhallt fyrir neðan hana, ljóshærð, sjötta frá vinstri.
Íslensku sumarbúðirnar
í Nýja Íslandi vinsælar