Morgunblaðið - 07.09.2002, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 07.09.2002, Blaðsíða 60
FÓLK Í FRÉTTUM 60 LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ FYRIR utan sínasilkimjúku röddog útlit róm-versks guðs þá er ein af persónum Steves Coogans, Tony Ferrino, einstakur karlmaður í sinni röð. Hann er nefnilega sá fyrsti og eini sem tekist hef- ur að fá Björk til syngja með sér dúett (hún fékk Thom Yorke), nokkuð sem hvorki Bowie né Bono tókst, þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir. Ferrino og Björk sungu saman ástardúettinn tilfinningaþrungna „Short Term Affair“, lag sem náði þó nokkurri hylli meðal tjalla: „Tony og Björk voru mjög náin á sínum tíma. En það varði stutt, þetta eld- heita samband,“ skýrir Co- ogan og glottir út í annað. „Ég kynntist henni í gegn- um Tony og okkur er vel til vina. Hún bauð mér m.a. til Íslands hér um árið, um jól. Heillandi land, algjörlega heillandi. Hún dreif mig í allan túristapakkann, sýndi mér hveri, jökla og eldfjöll. Mér er eitt augnablik sér- staklega minnisstætt. Við vorum í þessari heitu hvítu laug, Bláa lóninu, þar sem mistrið lá yfir öllu. Þar sem ég svamlaði þar um sá ég Björk koma syndandi í átt að mér í gegn- um mistrið. Það kom einhvern veg- inn allt heim og saman við þessa sýn. Öll dulúðin sem við Englendingar, líkt og trúlega aðrir útlendingar, tengjum Björk og Íslandi. Alveg ein- staklega útfríkað augnablik.“ Sjaldnast hann sjálfur Þau eru ekki mörg andlitin sem kunnari eru í Englandi en andlit grínistans, leikarans og höfundarins Steves Coogans. Í meira en áratug hefur hann verið einn allra vinsæl- asti og um leið allra virtasti gam- anleikari þjóðarinnar og sjónvarps- þættir hans jafnan meðal þeirra vinsælustu. En húmor þessa 38 ára gamla borna og barnfædda Man- chester-búa er þess eðlis að það vita í raun fæstir hver hann er í raun, eða hvað hann eiginlega heitir. Ástæðan er sú að hann er sjaldnast hann sjálf- ur þegar hann grínast, heldur bregð- ur hann sér í gervi ýktra persóna sem hann hefur sjálfur skapað frá grunni. Alan Partridge er t.a.m. al- gjörlega misheppnaður spjall- þáttastjórnandi og Tony Ferrino er rómanskur súkkulaðisjarmör, ball- öðusöngvari í anda Julio Iglesias. Tony Wilson er hinsvegar til. Hann er sprelllifandi náungi, athafnamað- ur og sjónvarpsstjarna, sem allir Englendingar vita hver er og í 24 Hour Party People bregður Steve Coogan sér í gervi hans. En hver er hinn eiginlegi Coogan, þessi marg- frægi breski grínisti, sem fæstir þekkja utan landhelgi Stóra- Bretlands? „Það er skrítið að standa allt í einu frammi fyrir því að þurfa að kynna sig fyrir einhverjum sem þekkir hvorki haus né sporð á manni, ég er orðinn svo vanur því að allri viti hver ég er. En mér finnst það bara skemmtileg tilbreyting. En til að gefa einhverja mynd af mér, er ég lærður leikari, var uppistandari í nokkur ár en hef unnið mest í sjón- varpi. Þar byrjaði ballið með því að ég léði brúðunum í Spitting Image rödd mína en síðan hef ég verið með mína eigin þætti þar sem ég hef brugðið mér í gervi ýmissa persóna sem ég hef skapað.“ Kvikmyndaferill Coogans er enn sem komið er fremur skammur. Eft- ir að hafa farið með smáhlutverk í allnokkrum myndum lék hann loks í sínu fyrsta aðalhlutverki í gam- anmyndinni The Parole Officer á síðasta ári: „Við skulum segja að sú mynd hafi fengið misjafna dóma. Sumir féllu fyrir henni, öðrum fannst hún glötuð. Myndin var alfarið gerð með mark- aðinn í huga, allt voða að- gengilegt og skírskotun höfð eins víð og mögulegt var. Það er því kaldhæðn- irslegt að 24 Hour Party People, sem í rauninni er lítil listræn mynd í grunn- inn, virðist ætla að höfða til mun fleiri en raunin varð með The Parole Officer.“ Of enskur fyrir umheiminn? Það er óhætt að álykta að ein meginástæðan fyr- ir því að gamanþættir Coogans hafi ekki náð mikilli útbreiðslu utan heimalandsins sé sú að húmorinn í þeim þyki of breskur, of torskilinn fyr- ir einhvern sem ekki lifir og hrærist í bresku sam- félagi. En einnig mætti ætla að sama gilti því um 24 Hour Party People, mynd sem fjallar um mjög afmarkaða skemmt- ana- og tónlistarsenu sem grasseraði í Manchester- borg á 8. og 9. áratugnum. En myndinni hefur samt verið einkar vel tekið utan Bretlands. Hún var heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes þar sem hún þótti með betri myndum sem tóku þátt í aðalkeppninni í ár og gagnrýnendur beggja vegna Atl- antshafs hafa lofað myndina í há- stert. Mætti ekki draga af því þann lærdóm að menn eins og Alan Part- ridge og Tony Ferrino höfði kannski betur til útlendinga, en haldið hefur verið? „Jú, vissulega. Ég hef aldrei skilið hvers vegna sjónvarpsþættirnir hafa þótt of enskir til útflutnings því ég hef einmitt fengið svo jákvæð við- brögð frá þeim útlendingum sem hafa séð þá í ensku sjónvarpi. En það er vonandi að myndin opni ein- hverjar dyr fyrir þættina, að fólk losni við þá meinloku að ég sé of enskur fyrir umheiminn.“ Coogan segir viðbrögðin heima- fyrir við túlkun sinni á hinum lands- þekkta Tony Wilson hafa komið sér nokkuð í opna skjöldu því all- mörgum hafi fundist hann vera svo líkur Alan Partridge-týpunni. „Þetta er ákveðið vandamál fyrir mig. Þeg- ar ég bregð mér í gervi einhverrar persónu mætti segja að útkoman verði hálf persónan og hálfur ég. Það er heilmikið af Steve Coogan sem skín í gegnum Alan Partridge þann- ig að þegar fólk telur sig greina Partridge í túlkun minni á Wilson þá er það í raun að greina Coogan helminginn. Kannski svolítið flókið en svona er þetta bara. Með þetta í huga er ég hinsvegar ekki frá því að þeir sem ekki þekkja mig og mín fyrri störf, eigi auðveldara með að sjá mig í gervi Wilsons.“ Litið niður á grín Þrátt fyrir að Bretar séu rómaðir fyrir kímnigáfu sína og breskir gam- Steve Coogan leikur Tony Wilson, lykilpersónu bresku „Tony Wilson er náttúrlega nett fífl“ Steve Coogan í hlutverki Tony Wilsons: „Vissulega var samt ekki hjá því komist að gera hann hlægilega fáránlegan á stundum því svo hégómagjarn og sjálfs- elskur er hann að eðlisfari.“ Tony Wilson þekkja kannski fæstir Íslendingar. Enn færri Steve Coogan. Þó er staðreyndin sú að báðir eru þeir meðal þekktustu andlita í Englandi en munurinn á þeim er sá að annar er fyrirlitinn en hinn er dáður. Skarphéðinn Guðmundsson ræddi við hinn dáða um breskan húmor, breska tónlist, bjánann Wilson og Björk. gleði- og tónlistarmyndarinnar 24 Hour Party People Frums. lau. 7/9 uppselt þri. 10/9 örfá sæti laus mið. 11/9 örfá sæti laus fim. 12/9 örfá sæti laus fös. 13/9 örfá sæti laus fim. 19/9 laus sæti Í Loftkastalanum kl. 20 Miðasala: 552 3000  Leikfélag framhalds- skólanna kynnir:       $ 6  -    - - 6  -     ; 6      -  6  7               ( & 6    -  ; !     '  "   & ? "  @  !      7          6  6    #&                                                                        Í HLAÐVARPANUM Myrkar rósir Kvikmyndatónlist Valgerður Guðnad, Inga Stefánsd, Ásgerður Júníusd og Anna R. Atlad. Í kvöld laugardaginn 7. sept. kl. 21.00            !" #$ %"&' %" $ Sun. 8. sept. - 2. sýn. - UPPSELT Mið. 11. sept. - 3. sýn. - ÖRFÁ SÆTI Fim. 12. sept. - 4. sýn. - ÖRFÁ SÆTI Fös. 13. sept. - 5. sýn. - ÖRFÁ SÆTI Fim. 19. sept. - 6. sýn. - NOKKUR SÆTI Fös. 20. sept. - 7. sýn. - ÖRFÁ SÆTI Fös. 27. sept. - 8. sýn. - NOKKUR SÆTI Lau. 28. sept. - 9. sýn. - ÖRFÁ SÆTI Sun. 29. sept. - 10. sýn. aukasýn. laus sæti Sýningar hefjast kl. 21 Kvöldverður fyrir og eftir sýningar Papar Vesturgötu 2 sími 551 8900 í kvöld Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is ÁSKRIFTARKORT VERTU MEÐ Í VETUR 7 sýningar á 10.500 og ýmis fríðindi innifalin. 10 miða kort á 16.400. Frjáls notkun Nýja sviðið - Komið á kortið! 4 miðar á 6.000 Stóra svið KRYDDLEGIN HJÖRTU e. Laura Esquivel Lau 14. sept kl 20 MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney Su 8. sept kl 20 Ath: örfáar sýningar í haust STÓRTÓNLEIKAR EYJÓLFS KRISTJÁNSSONAR Í kvöld kl 20:00 GESTURINN e. Eric-Emmanuel Schmitt Í dag kl. 18:30 í Frumuleikhúsinu, Keflavík GESTURINN e. Eric-Emmanuel Schmitt Fö 13. sept kl 20 Lau 14. sept kl 20 AND BJÖRK OF COURSE e. Þorvald Þorsteinss. Fö 13. sept kl 20 Lau 14. sept kl 20 HÁRIÐ OKKAR - LEIKFÉLAG SÓLHEIMA Gestasýning í dag kl 14:00 Leikferð Nýja sviðið Litla svið Hausthátíð Borgarleikhússins HENRIETTE HORN Su 22.sept kl 20:00 MERCE CUNNINGHAM DANCE COMPANY Þri 24 sept kl 20:00 Forsala aðgöngumiða er hafin Áskriftargestir munið afsláttinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.