Morgunblaðið - 07.09.2002, Blaðsíða 26
ERLENT
26 LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
meistar inn. is
HÖNNUN LIST
KATHLEEN Kennedy Townsend
átti að tryggja að völd og vonir
Kennedy-fjölskyldunnar skiluðu
sér til nýrrar kynslóðar. Leið
hennar í stól ríkisstjóra í Mary-
land í Bandaríkjunum átti að vera
greið – hún hafði nafnið, pen-
ingana og samböndin til að láta
rætast drauminn sem dó þegar
faðir hennar, Robert F. Kennedy,
var myrtur á Ambassador-hótelinu
í Los Angeles 1968.
Í Maryland eru tveir af hverjum
þrem skráðum kjósendum demó-
kratar, kosningarnar eru eftir tvo
mánuði og Townsend á enn mögu-
leika á því að komast á spjöld sög-
unnar með því að verða fyrsta
konan til að gegna embætti rík-
isstjóra í Maryland og fyrsti
Kennedy-fjölskyldumeðlimurinn
sem gegnir svo háu embætti síðan
frændi hennar, John F. Kennedy,
var forseti.
En fátt hefur komið mönnum í
ríkisþinghúsinu í Annapolis og lyk-
ilkjördæmum í fátækustu hverfum
Baltimore og glæsilegum úthverf-
um Washington meira á óvart en
það hvað fylgið hefur hrunið hratt
af frambjóðandanum sem kallaður
er KKT. „Þetta snýst allt um
KKT,“ sagði Blair Lee, sem er af
marylenskum stjórnmálamönnum
kominn og er nú dálkahöfundur
hjá blaðinu Montgomery County
Journal. „Það er hún sem getur
klúðrað þessum kosn-
ingum, og hún er að
því.“
Townsend var í átta
ár vararíkisstjóri,
sem er svo að segja
alveg valdalaust emb-
ætti. Hún er gift pró-
fessor við St. Johns-
háskóla í Annapolis
og á fjórar dætur.
Hún hefur sjálf séð
um að tæta af sér
fylgið, úr 15 prósenta
forskoti í janúar í
þriggja og sjö pró-
senta forskot í tveim-
ur nýlegum skoðana-
könnunum.
Það liggur ekki vel fyrir henni
að taka þátt í kosningabaráttu.
Hún tafsar á litlu orðunum sem
skipta hvað mestu máli. Á kosn-
ingafundi hjá kjósendum af róm-
önskum uppruna bjó hún til nýyrð-
ið „hispanish“. Hún klúðraði
kynningu á meðframbjóðanda sín-
um og í ræðu kallaði hún veð-
hlaupahest sem heitir War Embl-
em (Heiðursmerki) War Monger
(Stríðsæsingamaður).
Það sem verra er, hún valdi til
framboðs til vararíkisstjóra fyrr-
verandi hershöfðingja
sem hafði aðeins
nokkrum vikum áður
verið félagi í Repú-
blíkanaflokknum. Í
Maryland er 31%
kjósenda blökkumenn
og Townsend hefði
getað valið úr fjölda
hæfra meðframbjóð-
enda sem eru blökku-
menn.
Hugmyndin var sú,
að vinstri vængurinn í
Demókrataflokknum
myndi áfram styðja
hana þótt hún reyndi
um leið að höfða til
íhaldssamari kjósenda
í miðjunni. En þetta kom í bakið á
henni nokkrum dögum síðar, er
líklegasti andstæðingur hennar,
repúblíkaninn Robert L. Ehrlich,
valdi sér sem meðframbjóðanda
Michael Steele, sem er blökkumað-
ur og formaður í Repúblíkana-
flokki Maryland.
Breyttir tímar
En mesti vandinn sem Towns-
end á við að etja kann að vera
breyttir tímar. Sharesse DeLeav-
er, 27 ára blökkukona sem er að-
stoðarsamskiptastjóri hjá Ehrlich,
benti á að sú tíð, er margir kjós-
endur höfðu mynd af Martin Luth-
er King og John F. Kennedy á ar-
inhillunni hjá sér, væri liðin, og að
áhyggjur af borgararéttindum
hefðu vikið fyrir áhuga millistétt-
arinnar á skólamálum, glæpatíðni
og samgöngum.
„Hundruð þúsunda kjósenda í
Maryland muna ekki eftir því
hverjir faðir hennar og frændi
voru,“ sagði stjórnmálafræðingur-
inn Matthew Crenson. „Hún þarf
að reiða sig miklu meira á sjálfa
sig en leiðtogar demókrata gerðu
sér grein fyrir þegar þeir ákváðu
að styðja hana.“
En Townsend er þó með nokkur
tromp á hendi. Dyggir demókratar
hafa látið fagmannlegar hendur
standa fram úr ermum í kosninga-
baráttunni, og sumir fréttaskýr-
endur segja að Townsend fari
fram í ræðupúltinu, sennilega hafi
hún fengið tilsögn.
Auk þess á hún digran sjóð, sex
milljónir dollara, en Ehrlich á að-
eins þrjár milljónir. Svo hefur fjöl-
miðlameistari demókrata, Bob
Shrum, verið ráðinn sem ráðgjafi í
baráttunni og er þess vænst að
hann muni hefja níðauglýsingaher-
ferð um Ehrlich eftir forkosning-
arnar á þriðjudag í næstu viku, 10.
september.
„Hún krossfestir hann með aug-
lýsingum,“ sagði dálkahöfundur-
inn, Lee. „Það er ekkert svo alvar-
legt að kosningabaráttunni hjá
henni að ekki sé hægt að lækna
það með neikvæðum auglýsingum
fyrir þrjár milljónir. Allir í Anna-
polis bíða eftir því.“
Á kolröngum
forsendum?
Lee hefur varið töluverðum tíma
í að fylgjast með framboði Towns-
end. Hann telur að hún hafi farið
að skipta sér af stjórnmálum til
þess að heiðra arfleifð föður síns.
Lee telur einnig að hún muni sigra
auðveldlega í forkosningum demó-
krata í næstu viku, líkt og
Ehrlichman muni gera hjá
repúblíkönum. En Townsend
kunni að tapa í ríkisstjórakosning-
unum sjálfum í næsta mánuði
vegna þess að kjósendum finnist
hún sækja of mikið til arfleifðar
föður síns og frænda.
„Hún er væn og heiðarleg kona,
en ég er sannfærður um að hún er
í stjórnmálum á kolröngum for-
sendum,“ sagði Lee. „Hún er að
þessu vegna þess að henni finnst
að henni beri að gera þetta fjöl-
skyldunnar vegna. Og vandinn við
kosningabaráttuna hjá henni er sá,
að kjósendur finna að hún er ekki
á réttri hillu.“
Dóttir Roberts Kennedys á undir högg að sækja í ríkisstjórakosningum í Maryland
Á góðri leið með
að klúðra kosn-
ingabaráttunni
Bethesta í Maryland. Los Angeles Times.
’ Vandinn við kosn-ingabaráttuna hjá
henni er sá, að kjós-
endur finna að hún
er ekki á réttri
hillu. ‘
Kathleen Kennedy
Townsend.
ZAHRA Langroudi (t.h.), fyrsta
konan sem er leigubílstjóri í Íran,
tekur við greiðslu frá farþega í
borginni Qom í fyrradag. Lang-
roudi og níu aðrar konur – sem
allar verða að vera giftar – starfa
hjá Nesa, sem er einkarekin
leigubílastöð. Þjónustan er veitt
fyrir þær konur sem eru giftar
trúuðum mönnum sem ekki vilja
að konur sínar ferðist með leigu-
bílum sem karlmenn aka.
Nayereh Aghaz, fram-
kvæmdastjóri Nesa, tjáði AP að
hún hefði stofnað fyrirtækið til
þess að auka réttindi og tækifæri
kvenna í samfélagi þar sem karl-
ar hafa löngum haft yfirhöndina.
„Ég stofnaði ekki þessa kven-
leigubílastöð til að komast á
spjöld sögunnar heldur til að
bjóða konum upp á þjónustu sem
þær geta notið án þess að finna
til óþæginda og líka til að ítreka
hvað þær geta og auka réttindi
kvenna í Qom, þar sem konur
eiga sér lítið opinbert líf.“
AP
Kvenleigubílstjórar í Íran
DÓMARI í Pennsylvaníu hefur
bannað til bráðabirgða sölu á súkku-
laðifyrirtækinu Hershey Foods en
yfirvöld í ríkinu segja, að hún myndi
hafa mjög alvarleg áhrif á atvinnulíf í
bænum þar sem verksmiðjurnar eru.
Hershey-sjóðurinn, sem ræður yf-
ir rúmlega fimm hundruðum millj-
arða ísl. kr. og fjármagnar rekstur
Milton Hershey-skólans fyrir börn,
sem eiga erfitt uppdráttar af ein-
hverjum sökum, á 31% hlut í Hersh-
ey Foods og fer með 77% atkvæða-
réttarins. Stofnaði Milton Hershey,
stofnandi fyrirtækisins, sjóðinn í
þessu skyni áður en hann lést 1945.
Talsmaður sjóðsins lýsti vonbrigð-
um með úrskurð dómarans og hefur
verið ákveðið að áfrýja honum. Áætl-
að er, að söluverð fyrirtækisins geti
orðið allt að 1.300 milljarðar ísl. kr.
Hershey Foods eru í samnefndum
bæ, Hershey, enda varð hann í raun
til utan um verksmiðjurnar. Þar búa
um 12.000 manns og um helmingur
vinnandi fólks í bænum vinnur hjá
fyrirtækinu. Mike Fisher, dóms-
málaráðherra í Pennsylvaníu, hafði
farið fram á, að salan yrði bönnuð og
fagnaði hann úrskurði dómarans.
Vinnur hann nú að því að breyta lög-
um ríkisins þannig, að stjórnarmenn
og forsvarsmenn sjóða megi taka til-
lit til þeirra félagslegu afleiðinga,
sem salan getur haft í för með sér, í
stað þess að vera uppálagt það eitt að
gæta fjármálalegra hagsmuna hans.
Talið er líklegt, að Nestlé, Kraft
Foods og Cadbury Schweppes muni
hafa áhuga á að kaupa Hershey.
Sala á Hershey bönn-
uð til bráðabirgða
Harrisburg. AP.
UM 100 breskar og bandarískar
flugvélar tóku þátt í árás á stóra,
íraska loftvarnamiðstöð í fyrradag.
Var um að ræða mestu árásirnar á
þessu ári og líta margir á þær sem
viðvörun til Saddams Husseins
Íraksforseta og hugsanlegan fyrir-
boða innrásar.
Sérfræðingar telja, að með árás-
unum á loftvarnastöðina, sem er í
vesturhluta landsins, hafi Bretar og
Bandaríkjamenn verið að búa í hag-
inn fyrir flutning á sérsveitum með
þyrlum frá Jórdaníu og Saudi-Arab-
íu. Yrði það hlutverk þeirra að eyði-
leggja skotpalla fyrir Scud-eldflaug-
ar áður en eiginleg innrás hæfist.
Talsmaður bandaríska hersins
sagði, að gerðar hefðu verið árásir á
„loftvarnamiðstöð á herflugvelli í
Vestur-Írak vegna ögrana Íraka“ og
hefðu allar flugvélarnar snúið aftur
til stöðva sinna. Hafa talsmenn hers-
ins verið óvanalega fúsir til að tjá sig
um árásirnar og þykir það benda til,
að þær hafi einnig verið hugsaðar
sem viðvörun til Saddams Husseins.
Fjölmiðlar í Írak hafa ekkert sagt
frá þessum árásum en hafa aftur
verið uppfullir af yfirlýsingum um,
að Írak væri „óvinnandi vígi“.
Bretar og Bandaríkjamenn halda
uppi flugbanni yfir Norður- og Suð-
ur-Írak en það er þó ekki gert í um-
boði Sameinuðu þjóðanna. Var til
þess gripið eftir árangurslausa upp-
reisn Kúrda í norðri og shíta í suðri
gegn stjórninni í Bagdad.
Stórárás á íraska
loftvarnamiðstöð
London, Bagdad. AFP.