Morgunblaðið - 07.09.2002, Side 45
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2002 45
og hann kvað í persónulegu afmæl-
isljóði til Maríu, móður minnar, ferm-
ingarsystur sinnar, er hún varð átt-
ræð:
Þó að hafi úr ýmsu undist
ævin þar til nú
við höfum bæði fyrirfundist
firðinum okkar trú.
Áttum fyrir allra sjónum
andans góðu vist
svo í ljóði sem í tónum
sýndum okkar list.
Í þessu fallega 6 erinda ljóði rifjar
skáldið upp kynni þeirra allt frá því
þau „gengu á gamla prestsins fund“
og hvernig hann lýsir tilfinningum
unglingsins þegar hann þylur Helga-
kver með ungri blómarós frá Flat-
eyri.
Þessum gamla, góða hita
gleymi ég nokkuð seint.
En þetta má ekki Þuríður vita
það á að fara leynt.
Ef hún samt um yl þann fréttir
einhvers staðar frá
það er helst minn hugarléttir
að hún var ófædd þá!
Þótt ekki lægju vegir þeirra móður
minnar og skáldsins á Kirkjubóli
saman nema í gegnum fermingar-
heitið fléttast þeir þó saman að vissu
leyti þegar móðir mín giftist inn í
frændgarð hans. Og síðustu árin hafa
þau bæði dvalið í hárri elli um lengri
eða skemmri tíma og notið einstakrar
umönnunar á öldrunarstofnuninni
Sólborg á Flateyri. Á hverjum
morgni í allt sumar hefur móðir mín
spurst fyrir um líðan Guðmundar
Inga því hún vissi að heilsu hans var
mjög tekið að hraka. Veit ég að þær
óskir sem Ingi sendi henni áttræðri
og fram koma í síðasta erindi afmæl-
isljóðsins gat hún með sanni gert að
sínum núna síðustu dagana og vik-
urnar fyrir andlát hans – en þær eru
á þessa leið:
Gleðibros á götu þinni
gafstu hvar sem var.
Förunautum úti og inni
unað sinn það bar.
Vona ég sömu leiðarljósin
lifi og fylgi þér
þar til seinast út í ósinn
ævistraumur fer.
Í ljóðinu sem hér hefur verið vitn-
að til koma einkar skýrt fram þættir
sem svo oft prýddu ljóð Guðmundar
Inga, orðsnilldin, hlýjan og glettnin –
og það hve frábærlega honum tekst
að gera hin hversdagslegustu verk og
atburði að einhverju stórmerkilegu. Í
því var list hans fólgin og þannig fékk
hann okkur hin til að skynja hve mik-
ilvægt það er að geta öðru hverju haf-
ið okkur yfir amstur hversdagsins og
reynt að sjá hið venjubundna í nýju
og fersku ljósi.
Að leiðarlokum færa móðir mín,
við systkinin og aðrir í fjölskyldunni
Guðmundi Inga innilegar þakkir fyr-
ir samfylgdina og það sem hann gerði
fyrir þá sem reyna eins og hann að
vera „firðinum sínum trú“. Þuríði,
eftirlifandi eiginkonu Guðmundar
Inga, Jóhönnu, systur hans, og öðr-
um aðstandendum eru færðar inni-
legar samúðarkveðjur.
Jóhanna G. Kristjánsdóttir.
Látinn er 95 ára að aldri heiðurs-
borgari Ísafjarðarbæjar, bóndinn og
skáldið Guðmundur Ingi Kristjáns-
son frá Kirkjubóli í Bjarnardal í Ön-
undarfirði.
Guðmundur Ingi naut mikils
trausts og virðingar sveitunga sinna
sem og annarra sem unnu með hon-
um þar sem hann lét til sín taka fyrir
sitt samfélag. Hann starfaði á breiðu
sviði í félagsmálum og kom víða við
enda ótrauður hugsjónamaður með
trú á framtíð sinnar sveitar og lands-
hluta. Þá trú og vissu má víða lesa í
ljóðum hans enda eru þau mörg hver,
án efa, sett fram sem hvatning, bæði
til hans sjálfs og annarra um að vinna
vel og trúa á verk sín. Í ljóðum Guð-
mundar Inga er ótrúleg næmi og til-
finning fyrir íslenskri náttúru og
samfélagi. Sveitarstjórnarmenn og
aðrir sem sátu þing og aðalfundi með
Guðmundi Inga minnast þess hversu
ánægjulegt var að fá glettnar athuga-
semdir hans í formi vísna og ljóða,
sett fram á staðnum án mikils und-
irbúnings en vandað og markvisst.
Skáldið á alltaf ljóð sem hæfir til-
efninu. Forsíða sérstakrar byggða-
áætlunar, sem vestfirsk sveitarfélög
unnu fyrr á þessu ári, sækir afl í eitt
ljóða Guðmundar Inga. Það ljóð eða
öllu heldur hluti af stærra ljóði er ein-
mitt dæmi um hvatningu, trú og
framtíðarsýn skáldsins og hugsjóna-
mannsins.
Nú skal fagna nýjum vegi,
nýrri sókn með hverjum degi,
láta vesturfirði fá
frama þann sem völ er á.
Þótt Guðmundar Inga njóti ekki
lengur við munu hin vönduðu verk
hans lifa með Vestfirðingum og
landsmönnum öllum um ókomna tíð.
Það er með þakklæti og virðingu
sem undirritaður f.h. bæjarstjórnar
Ísafjarðarbæjar og íbúa sveitarfé-
lagsins, kveður heiðursborgara sinn,
Guðmund Inga Kristjánsson frá
Kirkjubóli í Bjarnardal, hinstu
kveðju. Eftirlifandi konu hans, Þuríði
Gísladóttur og aðstandendum öðrum
eru færðar samúðarkveðjur.
Halldór Halldórsson, bæj-
arstjóri Ísafjarðarbæjar.
„Milli góðra granna verða götur
troðnar sí og æ“. Þessi vísupartur
eftir Inga er einn af mörgum sem
prýða gestabókina í Tröð. Stutt er á
milli nágrannabæjanna Traðar og
Kirkjubóls, og við systkinin ólumst
upp við andrúmsloft „góðra granna“,
sem einkenndist af hjálpsemi og sam-
vinnu við hvaðeina í daglegum störf-
um.
Við þekktum ekki bara alþýðu-
skáldið Guðmund Inga, félagsmála-
manninn og heimsborgarann sem
unni heimasveit sinni. Við þekktum
líka Inga á Kirkjubóli, frænda okkar,
nágranna og kennara, sem var hluti
af tilveru okkar frá æskuárum. Þau
eru mörg minningabrotin sem bregð-
ur fyrir er við hugsum til liðinna ára.
Við munum Inga með orfið sitt að slá.
Við munum hann tauta fyrir munni
sér við girðingarvinnuna eða skrifa
með fingrum á læri sér. Við vissum
að þá var hann að yrkja. „Aðrir bera
fötin fegri, frakkastélin merkilegri,“
kvað hann í kvæði sínu Músarrindill,
sem lýsir honum sjálfum svo vel.
Hann var ekki að stæra sig af verk-
um sínum eða predika yfir okkur
hvernig við ættum að vera, en við
lærðum af framkomu hans og verk-
um. Vorið var okkur Traðarbörnum
mikill tilhlökkunartími, ekki síst
vegna komu sumarbarnanna að
Kirkjubóli, sem voru ekki fá á þeim
árum, og þá var nú ýmislegt brallað í
sveitinni. Oft var þétt setinn bekk-
urinn í borðstofunni á Kirkjubóli. Það
þótti sjálfsagt að við Traðarbörnin
kæmum inn líka og settumst við
kaffiborðið. Þá sat Ingi við borðið, að
lesa eða pára á pappír, um leið og
hann hlustaði á útvarpsfréttir og tók
veðrið. Alltaf spurði hann okkur
frétta. Áhugi hans og virðing fyrir
bæði smáum og stórum var einstök,
hann gat rætt við unga sem gamla og
alltaf lagt eitthvað til málanna.
Það var oft margt um manninn í
borðstofunni á Kirkjubóli, en hún var
ekki síður full af bókum, dagblöðum,
tímaritum og hannyrðum, og andi
menningar, uppfræðslu og iðni var
ríkjandi. Borðstofuborðið var fullt af
kjarngóðu fæði, og Ingi drakk ávallt
mysu með matnum og soðið vatn með
mjólk í kaffitímanum. Enda bæði
vanafastur og umhugað um hollt líf-
erni.
Á barnaskólaárum okkar bjuggu
Ingi og Þura okkur heimili í heima-
vistarskólanum í Holti. Ingi var bæði
skólastjórinn og kennarinn, og
kenndi okkur allar námsgreinar, lest-
ur jafnt sem leikfimi. Þá var notalegt
á vetrarkvöldum að hlusta á upp-
lestra hans úr spennandi bókum. Eða
ef erfitt var að sofna að fara með bæn
í sameiningu.
Nú þegar við systkinin sitjum sam-
an og rifjum upp samferð okkar með
Inga er af mörgu að taka. En eftir
stendur minningin um góðan mann
sem var heill í öllu því sem hann tók
sér fyrir hendur, unni byggð sinni og
fólkinu þar. Vísur hans og ljóð munu
einnig verða okkur veganesti um
okkar ókomnu daga.
Við þökkum þér, Ingi.
Ásvaldur, Sigríður,
Guðmundur Helgi, Sólveig
Bessa og Guðný Hildur.
Sjálfsmynd hvers okkar er eins og
safn af brotum, minningum, mörgum
glitflötum sem skína og glampa, hver
geisli með sínum blæ, styrk eða
skerpu. Sum okkar eru þeirrar gjafar
njótandi að geta vakið þessa geisla,
við hin endurvörpum og, ef vel vill til,
viðhöldum. Bernskan og uppvöxtur-
inn eiga stærstu fletina.
Við sem ólumst upp á Vestfjörðum
um miðja síðustu öld eigum okkar
sérstaka safn minninga og gjafa sem
okkur hlotnuðust í æsku. Húsfreyjur
og rausnarbú, prestar, kaupfélags-
stjórar, hreppstjórar, íþróttamenn,
trillukarlar, sagnamenn, hagyrðing-
ar og skáld. Sjóndeildarhringur minn
var e.t.v. ekki víðari en Vestur-Ísa-
fjarðarsýsla í þá daga, en hann var
ærinn þó með Gísla og Guðrúnu á
Mýrum, sr. Sigtrygg á Núpi, sr. Jón í
Holti, Hjört Hjálmarsson á Flateyri,
Sturlu í Súgandafirði, Jón Hjartar,
Þórodd í Alviðru, Valdemar á Núpi
eða bræðurna á Kirkjubóli, Halldór
og Guðmund Inga. Þessi veröld var
örugg, óhagganleg, ungmennafélag-
ið, kaupfélagið, kvenfélagið, slysa-
varnafélagið og Framsóknarflokkur-
inn.
En tíminn líður fram og „eyðingin
hljóða“ rekur þá hnúta sem við bund-
um. Smátt og smátt varð Guðmundur
Ingi á Kirkjubóli í Bjarnadal óeigin-
gjarnt sameiningartákn og samnefn-
ari í hugskoti mínu – næstum því að
segja samnefnari alls þess sem vest-
firskt var á heilli öld. Allra helst hug-
sjónanna sem stundum eru kenndar
við aldmótamenn og aldrei verður
annað en sæmdarheiti í mínum huga.
Við eigum þess kost að varðveita
þennan arf, allra helst með verkum í
þágu landshlutans, en líka í ræktar-
semi við staði og tákn eins og t.d.
Skrúð.
Við fráfall Guðmundar Inga Krist-
jánssonar eru kaflaskil í miklu víðari
skilningi en varði þá eina sem eitt
sinn voru ungir fyrir vestan. En þá
setur hljóða um stund og myndirnar
renna fyrir hugskotssjónum, dýja-
mosinn græni, dalalæðan og kvöld-
roðinn, döggin og sandurinn hvíti.
Mest verður þó um vert í minning-
unni þessi hlýja, kímni og röddin og
traustið, staðfestan sem geislaði af
honum og mun umvefja minninguna
um hann.
Aðalsteinn Eiríksson.
Það kom mér ekki á óvart þegar ég
frétti, seint að kvöldi 30. ágúst, að
Guðmundur Ingi hefði kvatt þennan
heim. Aldurinn var orðinn hár og
heilsunni hafði hrakað jafnt og þétt.
Ég kom til hans 18. ágúst sl. og var
þá mjög af honum dregið svo lítið
varð af samræðum. Yfir honum hvíldi
ró og friður og greinilegt að lífskveik-
urinn var orðinn stuttur.
Nokkur undanfarandi ár hefur
Guðmundur Ingi dvalið á Öldrunar-
heimilinu Sólborg á Flateyri. Þar
naut hann hinnar bestu aðhlynningar
og umhyggju sem ljúft og skylt er að
þakka. Allt fram undir það síðasta
hélt hann andlegu atgervi, minni og
áhuga, fylgdist með fréttum fjölmiðla
og spurði frétta úr nærsveitum. Eftir
að sjónin dapraðist, svo að hann gat
ekki lesið, naut hann þess að starfs-
stúlkur á Sólborg lásu fyrir hann.
Drýgstur mun þar hlutur Guðrúnar
Jónsdóttur. Þetta var Guðmundi
Inga dægradvöl og lífsfylling undir
ævilokin. Seinustu vísuna er talið að
þessi mikli vísnasmiður hafa ort fyrir
jólin árið 2000 af því tilefni að ung
vestfirsk kona ól þríbura. Á vísunni
er enginn ellibragur.
Guðmundur Ingi tók erfiðri elli-
hrörnun með jafnaðargeði og átti til
að vera glettinn í tilsvörum allt þar til
þróttleysi varnaði honum máls sein-
ustu vikurnar sem hann lifði. Hann
kvartaði aldrei í veikindum sínum,
var þakklátur fyrir góða aðhlynningu
og æðrulaus til hinstu stundar.
Samskiptasaga okkar á Mýrum og
fólksins á Kirkjubóli er orðin æði
löng. Kirkjubólsmenn sóttu fé á
Mýrarétt á haustin og Mýramenn
sóttu fé að Kirkjubóli. Samgangur
milli bæjanna varð síðan enn meiri
eftir að systir mín, Þuríður Gísladótt-
ir, og Guðmundur Ingi gengu í hjóna-
band 2. september 1962.
Við Guðmundur Ingi sátum saman
í stjórn Búnaðarsambands Vest-
fjarða um árabil og einnig í sýslu-
nefnd Vestur-Ísafjarðarsýslu. Þarna
kynntist ég félagsmálamanninum
Guðmundi Inga og mér liggur við að
segja skemmtikraftinum Guðmundi
Inga. Hann var góður sögumaður,
hafði stálminni og kunni kynstur
sagna, vísna og tilsvara. Snjallar vís-
ur drupu úr penna hans að því er virt-
ist áreynslulaust. Þessa fengu sam-
ferðamenn hans að njóta við hin
fjölbreytilegustu tækifæri. Allt var
þetta á léttum nótum gleði og
græskulauss gamans. Glaðværð og
lífsgleði var ríkur þáttur í fari Guð-
mundar Inga og kom fram í öllu hans
viðmóti, en þar var bjartsýni, grand-
varleiki og trú á land og þjóð einnig
áberandi.
Guðmundur Ingi var snjall mál-
flytjandi, talaði fallegt mál, rökfastur
og gagnorður. Hann naut álits og
virðingar hvarvetna þar sem hann
kom til mannfunda fyrir stillilegan og
rökfastan málflutning. Þá var hann
afburða fundarritari. Hann ritaði nið-
ur ræður manna í knöppu formi, dró
fram meginatriði og tengdi saman á
listrænan hátt. Urðu menn oft hissa á
málsnilld sinni þegar þeir hlustuðu á
ræður sínar upplesnar úr fundar-
gerðum Guðmundar Inga.
Í bændaferðum Búnaðarsam-
bands Vestfjarða hér áður fyrri kom
það venjulega í hlut Guðmundar Inga
að flytja þakkarræður í móttökum
heimamanna. Þá varð til orðtakið:
„Aldrei bregst Guðmundur Ingi“, því
aldrei brást að ræður hans voru góð-
ar. Hann var einstaklega hittinn á að
segja það sem best átti við hverju
sinni.
Guðmundur Ingi hefur skipað
bekk með bestu skáldum þjóðarinnar
allt frá því fyrsta ljóðabók hans „Sól-
stafir“ kom út 1938. Mikið af kveð-
skap hans fjallar um bændur, störf
þeirra, mold, gróður, vor, sól og regn.
Hann fjallar líka um byggðamál,
kvóta, samgöngur og mörg önnur
málefni er varða bændur og dreifbýli.
En hann sækir líka yrkisefni út í hinn
stóra heim og gerir þeim góð skil.
Guðmundur Ingi var þeirrar gerð-
ar að hafa mannbætandi áhrif á um-
hverfi sitt. Hann var mikil stoð síns
samfélags í Önundarfirði og raunar á
Vestfjörðum öllum. Með vissum
hætti stækkaði hann þessar byggðir
með ljóðum sínum og hóf þær til
vegs. Því erum við öll fátækari nú
þegar skáldið, félagsmálamaðurinn
og bóndinn kveður. En ljóðaminnis-
varðinn stendur og varpar áfram
ljóma á vestfirskar byggðir. Heim-
ilisfólkið á Mýrum þakkar langa og
ánægjulega samfylgd og vottar eft-
irlifandi eiginkonu og systur hins
látna svo og öðrum vandamönnum
samúð.
Valdimar H. Gíslason,
Mýrum.
Það hafði gránað í efstu brúnir
fjallanna bröttu við Önundarfjörð.
Haustið minnti á sig. Skáldbóndinn á
Kirkjubóli í Bjarnardal, Guðmundur
Ingi Kristjánsson, hafði lifað sitt síð-
asta sumar og kvaddi eftir langa
starfsævi og farsæla.
Ég var ekki gamall þegar ég
heyrði hans fyrst getið; bónda úr ná-
grannasveit sem orti kvæði á milli
búverka og flutti þau gjarnan á
mannfundum. Fyrsta kvæði Guð-
mundar Inga, sem settist að í huga
mér, hét Velkomin, rigning! Ætli það
hafi ekki birst í tímaritinu Samvinn-
an eitthvert vorið í byrjun sjötta ára-
tugarins. Á þeim árum merkti rign-
ing ýmist rassbleytu eða innistöðu,
nema hvort tveggja væri, fyrir mann
á mínum aldri, stuttan til hnésins. Í
kvæðinu lofsöng skáldið hins vegar
vorregnið, rétt eins og gerðist í ást-
arvísum og ég sá kvæðið holdgerast á
hólnum utan við bæinn heima á mínu
Kirkjubóli það vorið: „… Gældu við
blómin glatt og milt og rótt. Góð ertu,
rigning. Vertu hér í nótt“. Eftir þetta
leit ég vorregnið allt öðrum og já-
kvæðari augum.
Og kvæðin hans Guðmundar Inga,
sem fönguðu hugann og glæddu
skilninginn urðu fleiri. Ef til vill
skipti efnisval skáldsins ekki minnstu
máli hvað athyglina snerti. Það var
óneitanlega sérstætt, eins og heiti
sumra kvæðanna bera með sér: Vot-
hey, Þér hrútar, Salat, Bensín, Sán-
ing og Fjárhúsilmur. Víst hljóta þessi
kvæði að hafa hljómað undarlega
þarna á fyrri helmingi tuttugustu
aldarinnar þegar hin skáldin kváðu
einkum um ástina í ýmsum myndum
eða ortu mögnuð ádeilukvæði og um-
bótaljóð ranglátum heimi. Guðmund-
ur Ingi lét sér nægja að afgreiða síð-
arnefnda efnisflokkinn með ljóðinu
vinsæla um hana Selju litlu – ljúfsáru
kvæði sem hefur þó í sér þyngri súg
en flesta grunar … Sjálfum þykir
mér hvað vænst um búskaparkvæði
Guðmundar Inga. Hann átti sinn
stóra hlut að mestu byltingu sem orð-
ið hefur í íslenskum sveitum – lifði að
sjá sveitirnar verða megnugar að
fæða þjóðina; líka að sjá vella út úr
öllum döllum og heyra hvatningu til
bænda um að framleiða minna. Þess-
ar þjóðlífsmyndir dró hann upp í
kvæðum sínum skýrt, áreynslulaust
og án skrúðmælgi. Hverjum, sem
kynnst hafði anda þessara tíma, verð-
ur það því sem fletting myndabókar
að hafa yfir mörg kvæða Guðmundar
Inga. Fráleitt eru kvæðin þó minjar
einar um horfna starfshætti og týnd
viðhorf. Þeim fylgja nefnilega tvenn
einkenni sem halda munu nafni Guð-
mundar Inga lengur á loft en flest
annað, að mig grunar. Annars vegar
er það gleðin yfir hinum daglegu
störfum og árangri þeirra sem svo
víða skín úr kvæðunum – lesum bara
upphafserindi fyrstu bókar hans:
Sólstafir glitra um sumardag.
Sælt er á grund og tindi.
Algróið tún og unnið flag
ilmar í sunnanvindi.
Kveður sig sjálft í ljóð og lag
landsins og starfans yndi.
Hins vegar er það virðingin fyrir
umhverfinu: landinu og gróðri þess,
og búsmalanum að heimabyggðinni
ógleymdri. Það má til dæmis lesa út
úr sextíu sjötíu ára gömlum kvæðum
Guðmundar Inga ýmislegt af því sem
nú þykir nýjast í landbúnaðarum-
ræðunni; um vistþekkan búskap, um-
hverfishyggju og lífræna fram-
leiðsluhætti. Verk Guðmundar Inga
eiga því enn fullt erindi við samtím-
ann. Einu einkenni verka Guðmund-
ar Inga má ekki gleyma: það er hin
notalega kímni sem hann laumaði að í
ýmsum kvæða sinna. Ekki að undra
því skáldbóndinn á Kirkjubóli var
leiftrandi skemmtilegur maður.
Mörgum, sem heyrðu, er til dæmis
minnisstæð kvöldvakan á aðalfundi
Stéttarsambands bænda á Ísafirði
haustið 1984 er Guðmundur Ingi
sagði sögur af vestfirsku mannlífi, til-
tekið Holtsprestum. Í huganum
hljóma enn hlátrasköll kvöldvöku-
gesta sem ómuðu út yfir lognværan
Pollinn: það var hvorki grófur né tví-
ræður gálgahúmor sem vakti þau
heldur kitlandi kímni sagnamannsins
blandin væntumþykju hans og virð-
ingu fyrir söguefni og -persónum.
Guðmundur Ingi hafði næmt auga
fyrir hinu kátlega; um það vitna líka
þorrabragirnir, sem hann gladdi
sveitunga sína með um áratuga skeið.
Fyrir fáeinum vorum hitti ég Guð-
mund Inga þar heima á Kirkjubóli í
Bjarnardal; ætli hann hafi þá ekki
staðið á níræðu. Erindið var m.a. að
leita leyfis til að mega tónsetja og
raula nokkur kvæði hans og biðja
hann um leið um fáeinar línur eigin
hendi á forsíðu ljóðasafns hans sem
út hafði komið nokkrum árum fyrr.
Tók hann hvoru tveggja af ljúf-
mennsku. Nokkru síðar barst mér
bókin aftur með eftirfarandi áritun:
Sólstafavorin geymi ég aldraður enn
ásamt þeim ljóma sem í gróskunni bjó.
Þá skildi ég bæði skáld og ræktunarmenn
og skynjaði hversu moldin er auðug og frjó.
Hendingar mótuðust ljúfar og léttar í senn.
Landið var gjöfult á efni sem huga minn
dró.
Meira þarf ekki að segja. –
Með þessum línum vildi ég rétt
mega þakka skáldbóndanum frá
Kirkjubóli í Bjarnardal fyrir kvæðin
mörgu sem hann lætur eftir sig. Þau
munu áfram gleðja, hressa og hvetja
þótt garður falli og gömul tún hverfi í
sinu. Blessuð sé minning Guðmundar
Inga Kristjánssonar.
Bjarni Guðmundsson.
Fleiri minningargreinar um Guð-
mund Inga Kristjánsson bíða birt-
ingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.