Morgunblaðið - 07.09.2002, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.09.2002, Blaðsíða 29
HEILSA MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2002 29 ÚTSALA Vegna góðra undirtekta framlengjum við útsöluna til 14. september. Höfum fjölgað vörunúmerum á útsölunni. Lágmarksafsláttur af flísum er 15% w w w .d es ig n. is © 20 02 afslættir 15 til 50% FLÍSA Akureyri: Vídd – Njarðarnesi 9 Keflavík: Agentia – Baldursgötu 14 B Y G G I N G A V Ö R U R Bæjarlind 4 – Kópavogi www.vidd.is – Sími 554 6800 Alltaf á þriðjudögum UNGLINGSSTÚLKUR, sem eru í nánu sambandi við mæður sínar, bíða lengur með að hefja kynlíf en aðrar stúlkur, að því er segir í frétt AP. Rannsóknin, sem unnin var við háskólann í Minnesota, leiddi ennfremur í ljós að stúlk- ur, sem eiga mæður sem mæla harðlega gegn því að þær stundi kynlíf, eru líklegar til þess að fara eftir ráðum mæðranna. Rannsakendur leiða því líkur að því að mæður skipti meira máli en stundum er haldið fram. Öðruvísi hjá drengjum Sömu áhrifa gætti þó ekki hjá unglingspiltum. Sambandi þeirra við mæðurnar er öðruvísi háttað og er talið að áhrif frá öðrum hafi meiri áhrif á kynlífs- hegðun þeirra, til dæmis frá fé- lögum. „Við verðum að fylgjast grannt með því sem gerist í lífi barna okkar,“ segir dr. Robert Blum prófessor við háskólann í Minnesota en hann var í forsvari fyrir rannsókninni „Gefa þarf þeim skýr skilaboð, svo þau eigi auðveldara með að velja og hafna.“ Mæður hafa áhrif á dætur Á UNDANFÖRNUM árum hefur umræða um einelti í skólum farið mjög vax- andi hér á landi. Skólafólk er farið að gera sér betur grein fyrir langvarandi áhrifum eineltis á þolendur og er tilbúnara en áður að viðurkenna vandann og takast á við hann. Árið 1998 gerði Rannsóknarstofnun uppeldis- og menntamála rannsókn á umfangi og eðli eineltis í íslenskum grunnskólum. Niðurstöður rannsókn- arinnar voru birtar 1999. Stofnunin gerði síðan framhaldsrannsókn um úrræði skóla. Niðurstöður lágu fyrir í september 2000. Fram kom meðal annars óör- yggi og kvíði meðal kennara gagnvart einelti og að þeir fundu sig vanbúna til þess að takast á við einelti. Í kjölfar þessara rannsókna var settur niður starfshópur á vegum Samráðs- nefndar grunnskóla. Starfshópnum var falið að koma með tillögur um hvernig bregðast skuli við þegar einelti kemur upp í grunnskólum. Starfshópurinn skilaði tillögum sínum í maí 2001 og lagði til að teknar yrðu upp hugmyndir og framkvæmdaáætlun sem kenndar eru við Svíann Dan Olweus og hafa skilað miklum árangri í baráttu við einelti. Samkomulag var gert vorið 2002 við Ol- weus og háskólann í Bergen um notkun á hugmyndum hans í baráttu við ein- elti hér á landi. Í kjölfarið var samið við 19 skóla um allt land um að þeir tækju að sér að vera móðurskólar í eineltisátaki hér á landi. Hugmyndin er að hver þeirra verði ráðgefandi fyrir tvo til þrjá skóla. Í júní var haldið námskeið fyrir fulltrúa þessara skóla. Átakið hefst síðan um næstu áramót og stendur í 18 mánuði. Hér fyrir neðan eru sett fram lykilatriði sem snúa að einelti og fyrirbyggj- andi starfi í skólum.  Einelti felur í sér að nemandi er tekinn fyrir af einum eða fleiri nemendum með síendurtekinni stríðni, látbragði, niðrandi ummælum, sögusögnum, andlegri kúgun, hótunum af ýmsu tagi sem kemur þolanda illa, líkamlegri höfnun eða markvissri einangrun eða útskúfun.  Ef barn er lagt í einelti líður ekki langur tími áður en því fer að líða illa, verður hrætt, öryggislaust, einmana og tortryggið gagnvart félögum. Sjálfs- traustið hverfur, það einangrar sig og verður jafnvel veikt án sýnilegra sjúk- dóma. Langvarandi einelti veldur streitu sem leitt getur til alvarlegra vandamála eins og mjög neikvæðrar hegðunar, lystarleysis og þunglyndis.  Einelti er tengt skólabrag einstakra skóla og því hegðunar- og samskipta- mynstri sem viðgengst í skólanum.  Stefnumótun í eineltismálum hefur það að markmiði að tryggja skóla- umhverfi þar sem nemendum líður vel og þeir búa við öryggi.  Góður bekkjarandi er lykilatriði við að byggja upp jákvæðan skólabrag.  Nemendum líður vel þar sem gagnkvæm virðing ríkir og hver og einn fær að vera á eigin forsendum.  Nemendum líður vel þar sem samskipti nemenda helgast af virðingu fyrir ––skólafélögum, samábyrgð, umhyggju og ábyrgri hegðun.  Einelti er ofbeldi sem getur haft varanleg áhrif á sálarlíf fórnarlambs.  Skólar verða að viðurkenna að einelti á sér stað í skólum óháð stærð og stað- setningu. Leiða má að því líkum að allt að 5.000 nemendur verði fyrir, eða taki þátt í, einelti í grunnskólum landsins. Arthur Morthens, forstöðumaður þjónustusviðs Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur. Frá Landlæknisembættinu Heilsan í brennidepli Einelti er ofbeldi SPÁDÓMAR um að holdsveiki muni hverfa á næstu árum eiga ekki við rök að styðjast að mati LEPRA, líknarstofnunar í Bret- landi. Þetta kemur fram í netútgáfu BBC. Þar segir jafnframt að Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) geri ráð fyrir að sjúkdóm- urinn muni lognast út af innan þriggja ára þar sem tíðni hans hafi snarminnkað. Talsmenn LEPRA eru annarrar skoðunar, þeir segja að í 15 löndum eða fleirum séu margir enn haldnir holdsveiki. Einnig hafa þeir áhyggjur af því að sjúkdómurinn sé ekki tekinn nægi- lega alvarlega af heilbrigðisyfir- völdum viðkomandi landa. Um 700.000 tilfelli á ári Terry Vasey, framkvæmdastjóri LEPRA, segir að þótt um 12 millj- ónir manna hafa læknast af holds- veiki síðastliðin 20 ár séu ný tilfelli um 700.000 ár hvert. Sami sýkill veldur holdsveiki og berklaveiki. Hann ræðst á taugar í höndum, fótleggjum og andliti og sé engri meðferð beitt veldur hann af- myndun þessara líkamshluta eða lömun sem jafnvel getur leitt af sér blindu og fingra- og támissi. Holdsveiki er enn víða algengur sjúkdómur, að mati LEPRA, líknarstofnunar. Holdsveiki mun ekki hverfa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.